Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Á morgun ætla ég að mótmæla landráðum.


Er ólöglegt að mótmæla landráði? Nei það er nákvæmlega það eina rétta.

Stjórnvöld fengu Buiterskýrsluna sl. vor þ.e.s í april árið 2008

– 6. mánuðum fyrir bankahrunið?

„Við létum stjórnvöld vita með því að senda þeim ritgerð okkar, þegar fyrsta uppkast lá fyrir í apríl," segir Willem H. Buiter, prófessor við London Business School, í svari við fyrirspurn Markaðarins.

Hann skrifaði svarta skýrslu um íslenska bankakerfið ásamt Önnu Sibert, sem meðal annars hefur setið í skuggabankastjórn breska Íhaldsflokksins.
Í skýrslunni kemur fram að íslenska bankakerfið var ekki lífvænlegt. Einu leiðirnar til framtíðar hefðu verið að megnið af starfseminni yrði flutt úr landi eða Íslendingar tækju upp evru. Þau segja að í janúar á þessu ári, þegar þau hófu skoðun á íslenska bankakerfinu, hafi strax orðið ljóst að bankakerfið væri ekki lífvænlegt.

Þau segja að þessi vandamál hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs, en ekki síður í hittifyrra, árið 2004 jafnvel árið 2000. Þetta skýrist af því að lítið land með eigin mynt gæti ekki borðið stjórar alþjóðlegar fjármálastofnanir.

Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna. Þar lögðu þau meðal annars til þess að til skemmri tíma þyrftu íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þyrftu stjórnvöld strax að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu fjármagni í erlendum gjaldeyri. Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt í þröngum hópi hér á landi í sumar.“ * (Hvaða hópur?)

Landsbankinn, sem greiddi fyrir Skýrslugerðina en ákvað að hún yrði ekki birt.

Buiter og Sibert birta skýrslu sína í blaðinu Policy Insight. þar segir að stjórnvöld og sérstaklega Seðlabankinn hafi gert fjölmörg mistök í hruni bankakerfisins og aðdraganda þess. Þau nefna sérstaklega kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni í lok september 2008.

Hrunið var löngu fyrirsjáanlegt - Þið hefðuð getað beðið til Guðs!

,,Íslensk stjórnvöld fengu einnig að vita að í apríl 2008 að vita þá niðurstöðu tveggja erlendra hagfræðinga að bankakerfið hér á landi stæðist ekki.

Þetta kemur fram í viðtali Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins, við William H. Buiter prófessor við Londin Business School sem ásamt Önnu Sibert er höfundur skýrslu á vegum Landsbankans um íslenska bankakerfið.

Samantekt:

Vandamál þau sem hér um ræðir hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs - árið 2004 - jafnvel árið 2000, skv. skýrslunniLandsbankinn keypti skýrluna og ákveður að birta hana ekki Stjórnvöld fá skýrsluna í hendur í apríl en birta hana ekki.
Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt þröngum hóp hér á landi í sumar, en sá hópur hefur aldrei verið nafngreindur.

Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna, en hún var aldrei kynnt opinberlega.

Augljóst þykir að „svarta“ skýrslan sem hér ræðir um sýndi bæði :hversu vanhæf vinnubrögð voru hér að verki af hálfu Seðlabankans og Landsbankans þar sem skýrslan sem átti að vera opinberuð fyrir þeim viðskiptavinum sem bankinn hafði, einka –og öðrum opinberum hagsmunaaðilum. Siebert nefnir það oftar en einu sinni að hann hafi komið hingað til lands til „að kynna“ skýrsluna en birtir hana sjálfur í október sl, í tímariti sem gefið er út og fæst m.a í Bandaríkjunum, Policy Insight.

Ályktun :
Sbr. í X kafla almennra hegningalaga – 91.gr. en þar stendur :
„Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.


mbl.is Mótmælt á Austurvelli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að nýrri framtíðarsýn ?

Það var gott viðtal við Pál Skúlason í sjónvarpinu um daginn.
Ég mæli með því fyrir alla sem hafa 20 mínótur aflögu.
Og viðtalið er hægt að finna hér http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/6574/

Og þegar ég var að hlusta á hann þá varð ég hissa á því hvað þessi maður, sem hafði verið rektor í æðstu mentastofnun landsinns,var sammála mér um margt ef ekki bara allt.
Það var nánast ekkert sem ég var ekki búinn að segja eða hugsa sem hann sagði. Og þó hef ég aldrey í háskóla farið. Það sem kom mér á óvart var skilgreining hanns á stjórnmálum. Og hann sagði stjórnmál eru ekki fræðigrein stjórnmál eru borgaraleg umræða um það sem við viljum að samfélag okkar snúist um. Þetta vissi ég ekki en ég er greinilega á kafi í stjórnmálum af þessu að dæma.
Það var gott að sjá og finna að hugsun mín er á háskólastigi.
Ekki er ég að gera lítið úr mentun, honum eða háskólanum , heldur einna helst að upphefja borgaralega hugsun.
Það eru margir sem hafa bara helling til málana að leggja út frá sínum lífsreynslu grunni. Margir vilja ekki taka þátt í neinu nema þeir séu með allt á hreinu. Og sumir vita svo mikið að aðrir verða heimskir nálægt þeim í þeirra eigin augum. Báðir öfgarnir eru vondir. Almennir borgarar verða að þora að taka þátt í umræðu sama á hvaða mentunnarstigi þeir eru. Það er ekki allt best sem kemur frá fræðingunum. Og þeir sem fróðari eru verða að temja sér nógu mikla auðmýkt til að geta miðlað þeim fróðleik.
En svo ég komi nú aftur að framtíðar sýn. Eða draumalandinu.
Ef ég segði við þig lesandi góður. Mundir þú vilja verbólgulaust samfélag ? Svarið væri sennilega já ,eða að þú segðir, það er nú alltaf verðbólga, það er ekkert hægt að hafa enga verðbólgu.
Eða þá ef þú ert hagfræðingur, sem ert mentaður til að leysa vandamál Chicago hagfræðinnar þá segðir þú verðbólga er smurolía fyrir efnahagslífið.
Allt í lagi.
Ef ég mundi svo spurja mundir þú vilja losna við verðtrygginguna í leiðinni ? Já auðvitað.
Verðbólgulaust samfélag þarf ekki verðtryggingu.
Allt í lagi.
Ef ég mundi svo spurja, mundir þú vilja halda krónunni ef hún væri traust sem gull og það yrði engin verðbólga ?
Já mundu flestir segja, nema ef það væri búið að læða inn í þá þeirri hugmynd að ESB sé framtíðin og þessvagna sé allt hitt bara óþarfi og ekkert til að stefna að og þar að auki þá ef að þetta væri hægt þá væri laungu búið að því.

Við þessa athugun sjáum við að leiðtogi sem er með höfuðið í evrópu hefur ekki áhuga á svona hlutum.
Getur ekki hugsað út fyrir boxið. Leiðin sem leiðtoginn hefur valið er sú leið sem verður farin. Stefna leiðtoga stefna flokks. Og í þessu kristallast mikilvægi þess að við tökum ábyrgð á því að stöðva vissar stefnur með rökum. Eða allavegana reyna annars er bara eins gott að deyja.

Ef ég mundi svo segja þér að allir þessir draumar um fjárhagslegt réttlæti gætu ræst. Já mundu margir segja hvað get ég gert ? Og sumir mundu segja já en íhaldið það kemur alltaf og tekur völdin, þetta þíðir ekket, og þá mundi ég löðrunga manneskjuna tvisvar og segja enga vantrú á þessum bæ. He he. Grín. En við verðum samt að hafa trú á því að við getum verið með trausta efnahagsstjórn. En eftir það sem á undan er gengið er það ansi mikil trú sem þarf til.

Draumalandið mitt er með þannig hagkerfi að launamaðurinn og sá sem stritar milli myrkra á ekki á hættu að verða fyrir stöðugri launaskerðingu vegna misráðinna ákvarðanna stjórnmálamanna og bankaeigenda. Og er ekki hýddur afram með vöxtum og verðbólgu. Og amma getur sparað eða sett peninginn í krukku og peningurinn heldur öllu verðgildi sínu eftir 100 ár. Draumalandið mitt er með neysluvörum sem lækka hægt og rólega með árunum. Þú getur tekið lán og sá sem lánar þér tekur áhættu með þér. Þ.e.a.s ef atvinna mín minkar ,minkar geta mín til að greiða upp lánið. Ef þú ert fjármagnseigandi og vilt ávaxta fé þitt þá gerir þú það undir þesum formerkjum.
Nú eru flestir farnir að hrista hausinn verulega mikið og segja þetta er ekki hægt. Þetta er bara bull. Getur þú sannað þetta. Það eru fordæmi fyrir þessu öllu.

Allt í lagi með það að einhverjir hristi hausinn, en á tímabilinu 1833-1933 í Bandaríkjunum hækkuðu heildsöluverð um 0,09 %. Ha 0.09 % á hundrað árum. Já á hundrað árum. Þess má geta að á tíu árum uppúr árinu 2000 hækkuðu heildsöluverð um 259 % .
Munurinn á hagstjórn eða peningamálastefnu fyrir utan þetta tímabil var í grunnin lítilill. En samt það stórvægilegur til að vera stærsti orsakaþátturinn. Og þegar málið er skoðað sést það vel að þetta jafnvægi var til komið vegna þess að gjaldmiðillinn var gulltryggður og mikið af gjaldmiðlinum var gull og silfur.

Og hvað gerðist eftir þetta tímabil ? Gulltryggingin var minkuð og svo alveg afnumin. Til þess að stjórnmálamenn gætu borgað fyrir ákvarðannir sínar. Og verðbólgan fór á stað og er enn að. Og vestrænn heimur hefur kosið að lifa við þessa hagstjórn.
Draumalandið mitt er land þar sem margir litlir draumar verað að veruleika. Og margir starfa við það sem þeir njóta að starfa við, og skapa mikil verðmæti í leiðinni fyrir samfélag sitt og eru meðvitaðir um að þeir tilheira þessari heild.
Draumar og sýnir eru nauðsynleg fyrirbrigði.
Því að allt sem verður hefur áður verið í huga Guðs og manns eða konu.
Megi Guð gefa þér góða drauma á nýju ári.


Já það eru margir sem vita ekki hvað stefna er. 36 % ?

Já og það eru margir sem vita ekki hvað spilling er og hvað hún elur af sér.
Og margir sem bara trúa því að erlent fjármálaóveður hafi fellt bankana.
Og það eru margir sem bara trúa því að það sé best að einkavæða allt.
Þessvegna kjósa þeir aftur og aftur sömu delluna.
En nú eru fleiri og fleiri að vakna til meðvitundar um hvað það hefur í för með sér að samþykkja þessa vitleisu.
Og jafnvell enn fleiri að gera sér grein fyrir því að það þarf stundum að rugga bátnum til að krefjast umbóta.
En svo eru líka sumir sem eru enn í sófanum og bolsóttast út í þá sem eru ekki sammála stefnu stjórnvalda.
Þeir eiga það flestir sameiginlegt að vera frekar fordómafullir og yfirborðskendir. Og flestir eru þeir mjög sárir yfir einhverju sem ekki er alveg hægt að henda reiður á. En oftast er það svolítið spælandi að verða að viðurkenna hugmyndafræði sína ónýta. Og þá er ég að tala um ný íhaldshyggju verðandi fasisma. Og bankadýrkun.
Ég heyrði einn mann segja um daginn að sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem gæti búið til peninga.
Já það er margt skrítið í Sjálfstæðisfuglinum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef kosið sjálfstæðisflokk ég hef kosið samfylkingu og einu sinni vinstri græna. Ég kaus reyndar ekki síðast og ákvað að treysta ykkur fyrir þessu. Big mistake. He he

Í dag er nokkuð ljóst að það verður mikil þáttaka í stjórnmálum á verðandi misserum og stjórnmálamönnum verður haldið betur við efnið en oft áður og vonandi sjá þeir hag sinn í því að efna til kosninga. En þá verða þeir að breytast í þjóðina. Það gæti orðið erfitt.

Ég er ekki múlfloksbundinn eins og fínt þótti allt til seint á síðasta ári.
Og ég óska múlinn lausann fyrir margann. En asnar eru skrítnar skepnur og þrjóskar.
Þannig að það er aldrey að vita hvað gerist.


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps.

Það er svona þegar maður á stórar byssur. Þá verður stórt morð.
Ég er á móti her, hernaði , byssum og vopnum. Af þessari ástæðu.
Ástæður fyrir notkun þeirra eru oftast ekki á rökum reistar. Og samningaleiðir ekki fullreyndar.
Fólk sem á byssur er líklegra til að drepa en þeir sem eiga ekki byssur.
Og þeir sem eiga stór vopn drepa fleiri en þeir sem eiga engin vopn.
Stjórnmálamenn í ísrael hafa sennilega leitt þjóð sína í vígahug til að réttlæta þessar árásir.
Enn og aftur komum við að því að bera ábyrgð. Hver axlar ábyrgð í þessu máli.
Það er augljóst.
Leiðtogar þessara þjóða og hernaðar stjórn.


mbl.is Ísraelsher ofmat ógnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegur drengur.

Til hamingju með velgengnina enda er boðskapurinn ekki af verri endanum.
Allt fyrir ástina. Allt fyrir kærleikann.
Þú ert frábær.
mbl.is Hefur aldrei upplifað önnur eins læti í kringum sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rómverska kirkjan hefur alltaf viljað fara sínar egin leiðir.

Það sem aðskilur Rómversku kirjuna hvað mest frá Lúterskum og evangelískum kirkjum. Er að hefðin og orð páfa er sett að jöfnu orðinu eða Biblíunni. Þannig verða til þessar svakalegu messur og trúarathafnir og hefðir sem virðast vera svo tilkomumiklar og innihaldsmiklar. En brengla í raun og yfirskyggja fagnaðarerindið og andann oft á tíðum.
En Lútersk kirkja byggir á orðinu einu. Og opinberunn á því hver Guð er og hver staða þín er í honum.
Við höfum nú eitthvað tínt þessari opinberun því að ef hún væri ljóslifandi mundu allir þeir sem fermast telja sinn andlega mann vera Jesú endurfæddan.
Páfinn aftur á móti er ekki hrifinn af svona boðskap hann vill einn vera Jesú á jörð og segja öllum hinum hvernig á að hugsa. Og telur sig svo vera lögum ofar sem er alveg samhvæmt hefð og sögu Rómversku kirkjunnar.
Bankamenn voru varðir af rómversku kirkjunni á miðöldum þegar lög um lánaþrældóm voru sett.
Nú er lánaþrældómur lögverndaður á Íslandi og þjóðkyrkjan segir ekkert. Þannig að sagan er eiginlega kominn í hring. Þannig að nú er ég í sporum Lúthers. Svona bákn sem ekki rís upp fyrir réttlæti er dauð stofnun og ég vona að hún rísi upp gegn órétti eins og Biskup talaði um í áramótaávarpi. Ég óska henni styrks.Og ég á henni margt að þakka.
Nú er spurning hvort að hempan haldi.


mbl.is Páfagarður segir sig úr ítölskum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held að þetta sé gaurinn hennar.

Nógu gamall til að temja hana. Nógu mikill sukkari til að þola hana og nógu frægur til að verða ekki abbó. Ef hann tekur hjartað úr buxunum og gefur henni þá mun hún sennilega stíga á það með pinnahælunum sínum. Hringja í pabba sinn og segja. Ég er hætt með honum. Kondu og náðu í mig.

Allt í gríni ekki taka mig of alvarlega.


mbl.is Hilton og Clooney nýjasta parið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir ættu að fá bikar.

En fá refsingu. Svona endar spillingin. Spilling elur af sér spillingu. Og ef einhver mælir á móti henni er hann kveðinn niður og kallaður skríll,árás á réttarríkið, ekki þjóðin. Og ef við stoppum hana ekki núna verður hún bara verri.
Þannig að það er eins gott að rísa upp núna annars getum við bara rekið sofandi og möglunnarlaust inn í meiri spillingu meiri misskiptingu og klíkuskap, meira kynjamisrétti og fordóma. Meiri bankadýrkun.Og meira auðmagnsvald. Og meiri þöggun.
mbl.is Refsað fyrir að koma upp um spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætla Íslendingar að vera heimskir lengi.

Krónunni er stýrt með hagstjórn. Ég mundi frekar henda hagstjórninni en krónunni.
Ekki kenna krónunni um misráðnar ákvarðannir og þenslu bankana og ekkert fjármálaeftirlit.
Ef það á að henda krónunni. Prófið fyrst að henda ráðamönnum í sjóinn og sjáið hvort að krónan flýtur ekki upp.

mbl.is Gengisvísitala krónu hækkaði um 80,24% á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært.


Til hamingju með útnefninguna Hörður. Þetta er alveg að koma hjá okkur. Gleðilegt ár. Og takk fyrir það liðna. Sjáumst í baráttunni.
mbl.is Hörður Torfason maður ársins á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband