Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Enn og aftur er ráðherra að búa til lagaóvissu í orðræðu sinni.

Þeir sem lesa þessi lög með opnum augum sjá fljótt hver andi laganna er.

Andi laganna er skýr og orðalagið skýrt.

Það er því algjör rökleysa og útúrsnúningur hjá ráðherra að tala um orðalagsútfærslur í þessu samhengi.

Ég veit að ASÍ og fleiri vilja verja þessa gjörninga með EES samningnum. En það mundi þýða að evrópska efnahagssvæðið væri tekið fram fyrir Íslensk lög og vernd íslenskra lántaka. Það mundi þýða það að við mundum jarða 30 þúsund manns á kostnað EES og ofurtrú á ESB. 

Nú ætla ég ekki að gera neitt sérstaklega lítið úr EES samningnum en ég geri mjög lítið úr þeirri hugsunn að hann sé ofar íslenskum lögum, einföldu réttlæti og  neitendavernd.

Það sem hefur gerst í jaðarsvæðum ESB   Þ.E.A.S gengistryggð lán hafa verið veitt inn á jaðarsvæði af evrópskum fjármálastofnunum með hjálp heimamanna og útkoman er samkvæmt lögmálum hagfræðinnar, ofurskuldsetning tengd öðrum gjaldmiðlum eru stór hættulegar arðsugur á jaðarsvæðin og veikja efnahag þeirra og draga úr þeim þrótt. Gengi gjaldmiðla jaðarsvæðanna verður að falla til þess jafnvægi náist. Lánveitingar inn á jaðarsvæði ESB setja efnahag þessara þjóða í rúst og svo koma þau á hnjánum til Brussel. Þetta gerðis á Írlandi. En við höfum leið út og hún er sú að snúa sem mestu af þessum samningum yfir í krónur. Og láta fjármálakerfið taka réttilegt tjón af þessu.

Lögin um vexti og verðtryggingu voru sett til þess að gyrða fyrir svona hluti en bankar fóru fram hjá lögunum í skjóli FME og þar með er ríkið orðið samábyrgt. Málið er allt hið erfiðasta fyrir ríkið.

Einfaldasta leiðin til að líta á þessi lán er eiginlega svona. 

Hegðun bankana er á þessa leið.   Þeir voru teknir fyrir of hraðann akstur, það er bannað með lögum.  Bankarnir segja í vörn sinni það er í lagi að keyra hratt ef það er pínulítið á ská. Það stendur ekki í lögunum að það megi ekki keyra of hratt á ská.

Lagaóvissa er eingöngu tilbúin og rök eru engin sem gera þessi lán lögleg. Og svo fyrir utan það að eftir að hrunið verður svo forsendubrestur sem gerir lánin öll óraunhæfar kröfur.

Á meðan fjármálkerfið og viðskiptaráðherra viðurkennir þetta ekki, kvelst fólk í tugum þúsunda. Fjárhagsgrundvöllur yfir 20 þúsund fjölskyldna bíður skaða. Stór hluta af þessum hóp hefur enga aðra leið en að fara í greiðsluaðlögun. 

Fólk sem hefur hvorki farið of hratt eða skuldsett sig of mikið heldur einfaldlega gekk inn í samninga sem voru bjarnargildrur.

Það er sorglegt að sjá gungurnar sem við kusum ( kusum reyndar ekki í þessu tilfelli) taka á þessu kristaltæra réttlætismáli.

Það má ekki veita gengistryggð lán til þeirra sem geta ekki varið sigmeð eignum í þeim myntum sem lánin eru tengd.

 

 

 


mbl.is Hæstiréttur þarf að skera úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland.

 

Bankakerfið etur smælingjana og vondu skuldarana sem fóru of hratt. Þeir náðu ekki að halda í okurvextina og verðtrygginguna þessir aumingjar. Þeir hefðu átt að vinna meira þessir letingjar.

Þessi fékk sér greinilega of stóra íbúð í blokk í Hafnarfyrði.

 

 


mbl.is Trufluðu nauðungaruppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband