Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Rangur dómur.
4.1.2009 | 10:36
Það hafa komið upp dæmi þar sem nánast hvítvoðungar eru að komast í byssur feðra sinna og láta lífið.
Svo hafa menn gripið til skambyssunnar í hanskahólfinu á þjóðveginum þegar einhver svínaði á þá, og drepið.
Það þurfti meiriháttar baráttu til að koma á lögum um frestuð-byssukaup og vopnaburður bandaríkjamanna er ógurlegur. Og hver einasta lögga með vopn. Guð forði okkur frá þessari þróun. En eins og með alla vitleisu þá vindur hún upp á sig. Í Bandaríkjunum eru stór baráttusamtök byssueigenda sem verða auðvitað að horfa framhjá þessu til að geta ríghaldið í skambyssuna.
Hvort sem þú ert tóf ára eða 76 ára og þú getur gripið hratt til byssunnar er hætta á ferð. Það eru ekki allir með jafn mikla stillingu í öllum aðstæðum, við góða heilsu.
Það er enginn vafi að látnir á Íslandi væru mörgum sinnum fleiri ef við byggjum við sömu byssueign.
Mörg rifrildi enda með voðaskoti. En til eru þeir sem vilja rýmri reglur fyrir skotvopn.
Þessi 12 ára strákur var ekki vondur strákur. Og planaði ekki þetta morð. Og með því að sýkna hann er ekki verið að gera lítið úr konum.
Þarna er augljóst að samfélagið er litað af ofbeldi og fólk grípur til og leysir vandamál sín með byssum. Það sér þessi drengur allstaðar í kringum sig.
12 ára drengur er á sínum erfiðustu mótunar árum slegin í andlitið af móður sinni.
Sem getur vakið upp óstjórnlega tímabundna bræði. Og getur vegna almennrar byssueignar og laga, fundið byssu inn í skáp. Og valdið voðaskoti. Og nú þíðir ekki að hrópa á siðferði því siðferði er lært og numið.
Svo ég segi að ríkið hafi átt að borga drengnum og fjölskyldu konunnar bætur vegna laga um byssueign.
En ríkið er að verja sína eigin vitleisu í þessu tilfelli og verður að dæma samhvæmt fordæmi og getur ekki sakast við sjálft sig. En kostnaðurinn fellur samt hvort eð er á ríkið. Og skaðinn er mikll mjög mikill.
12 ára drengur sakfelldur fyrir að myrða móður sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki er ég hissa.
4.1.2009 | 01:51
En það sem gerir mig glaðan, hamingjusamann og frjálsann er óháð aðstæðum. Og að taka þátt í fjöldafundi gerir mig bjartsýnni í dag en í gær.
Íslendingar aldrei verið svartsýnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef við erum í efstu deild þá,
4.1.2009 | 01:32
Þetta er eins og að vera á topp of the pops listanum, alveg frábært.
Vergurinn er svo mikil sko. Það er gasalega fínt sko.
Það er ekkert mál að borga þetta.
4.1.2009 | 00:58
Það verða að vera kosningar eins fljótt og hægt er.
Icesave-lánakjörin enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Albert svindlaði mér niður í snittur.
4.1.2009 | 00:17
Stytta af Alberti rís á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sprotafyrirtæki.
3.1.2009 | 14:18
Það er gaman að rækta kannabis en skaðlegt að nota og manni dettur það ekki í hug að rækta það nema undir áhrifum kannabis.
Maður hefur ekki minsta áhuga á því. Þarna sést hvernig vímuefni hafa áhrif á ákvarðannir.
Þetta má heimfæra á þá sem vilja rauðvín og bjór í allar búðir.
Ef þetta sama fólk væri án áfengis í eitt ár mundi þeim ekki einusinni detta í hug að vilja bjór og léttvín í búðum.
Kannabisræktun stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Er þetta rétt haft eftir honum ?
3.1.2009 | 12:42
Hvar sagði maðurinn þetta ? Kemur þá upp sama staða að ári ? Önnur tvíhöfða stjórn ? Tveir flokkar í samstarfi með sitthvora utanríkis og efnahags og peningamálastefnu, algjörlega ósamstíga í veigamestu málum þjóðarinnar. Það er ekki nóg að sameinast um að vera á móti sjálfstæðisflokki. Þó að það sé nauðsynlegt til að stöðva vissa skaðlega einkavæðinga þróun. Að mínu mati sameinast maður ekki vondum hugmyndum annara til að halda enn öðrum hugmyndum frá. Nú fara í hönd mestu fylgiskaup sögunnar. Þetta er að verða brandari. Ég sé ekki að ég geti látið atkvæði mitt liggja milli hluta í Evrópumálum og hef ekki hugsað mér að kjósa flokk sem er í vafa eða er til í að láta af sínum prinsipum bara til þess að komast til valda eða fara í skjól evrópusambandsinns. Vil ekki taka þátt í fleiri slysum og björgunnaraðgerðum.
Ef þessi frétt er sönn sem ég efast um að sé rétt í megin atriðum þá er komið babb í minn bát. Og nú hef ég engann til að kjósa.
En það er algjörlega ljóst að það er ekki ásæða til að hafa ekki kosningar.
Því að það er galdurinn á bak við kosningar, að í þeim finna menn og konur von og trú á því að vissir flokkar eða menn geti framfylgt stefnu sem er borin fram.
Í öllu þessu ferli skýrast málin og ég get meira að segja haft áhrif þar að lútandi.
Kosningar óumflýjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landráð sönnuð.
3.1.2009 | 12:11
Er ólöglegt að mótmæla landráðum? Nei það er nákvæmlega það eina rétta.
Stjórnvöld fengu Buiterskýrsluna sl. vor þ.e.s í april árið 2008
6. mánuðum fyrir bankahrunið?
Við létum stjórnvöld vita með því að senda þeim ritgerð okkar, þegar fyrsta uppkast lá fyrir í apríl," segir Willem H. Buiter, prófessor við London Business School, í svari við fyrirspurn Markaðarins.
Hann skrifaði svarta skýrslu um íslenska bankakerfið ásamt Önnu Sibert, sem meðal annars hefur setið í skuggabankastjórn breska Íhaldsflokksins.
Í skýrslunni kemur fram að íslenska bankakerfið var ekki lífvænlegt. Einu leiðirnar til framtíðar hefðu verið að megnið af starfseminni yrði flutt úr landi eða Íslendingar tækju upp evru. Þau segja að í janúar á þessu ári, þegar þau hófu skoðun á íslenska bankakerfinu, hafi strax orðið ljóst að bankakerfið væri ekki lífvænlegt.
Þau segja að þessi vandamál hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs, en ekki síður í hittifyrra, árið 2004 jafnvel árið 2000. Þetta skýrist af því að lítið land með eigin mynt gæti ekki borðið stjórar alþjóðlegar fjármálastofnanir.
Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna. Þar lögðu þau meðal annars til þess að til skemmri tíma þyrftu íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þyrftu stjórnvöld strax að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu fjármagni í erlendum gjaldeyri. Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt í þröngum hópi hér á landi í sumar. * (Hvaða hópur?)
Landsbankinn, sem greiddi fyrir Skýrslugerðina en ákvað að hún yrði ekki birt.
Buiter og Sibert birta skýrslu sína í blaðinu Policy Insight. þar segir að stjórnvöld og sérstaklega Seðlabankinn hafi gert fjölmörg mistök í hruni bankakerfisins og aðdraganda þess. Þau nefna sérstaklega kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni í lok september 2008.
Hrunið var löngu fyrirsjáanlegt - Þið hefðuð getað beðið til Guðs!
,,Íslensk stjórnvöld fengu einnig að vita að í apríl 2008 að vita þá niðurstöðu tveggja erlendra hagfræðinga að bankakerfið hér á landi stæðist ekki.
Þetta kemur fram í viðtali Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins, við William H. Buiter prófessor við Londin Business School sem ásamt Önnu Sibert er höfundur skýrslu á vegum Landsbankans um íslenska bankakerfið.
Samantekt:
Vandamál þau sem hér um ræðir hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs - árið 2004 - jafnvel árið 2000, skv. skýrslunniLandsbankinn keypti skýrluna og ákveður að birta hana ekki Stjórnvöld fá skýrsluna í hendur í apríl en birta hana ekki.
Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt þröngum hóp hér á landi í sumar, en sá hópur hefur aldrei verið nafngreindur.
Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna, en hún var aldrei kynnt opinberlega.
Augljóst þykir að svarta skýrslan sem hér ræðir um sýndi bæði :hversu vanhæf vinnubrögð voru hér að verki af hálfu Seðlabankans og Landsbankans þar sem skýrslan sem átti að vera opinberuð fyrir þeim viðskiptavinum sem bankinn hafði, einka og öðrum opinberum hagsmunaaðilum. Siebert nefnir það oftar en einu sinni að hann hafi komið hingað til lands til að kynna skýrsluna en birtir hana sjálfur í október sl, í tímariti sem gefið er út og fæst m.a í Bandaríkjunum, Policy Insight.
Ályktun :
Sbr. í X kafla almennra hegningalaga 91.gr. en þar stendur :
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Mótmælaróður hertur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lítill hvalhákarl.
3.1.2009 | 11:48
Þetta er sýnist mér vera miðlungs hvalhákarl.
Hvalhákarlar lifa á svifi aðalega og eru sauðmeinlausir.
Þeir geta hinsvegar orðið hvalstórir.
Og mig minnir að þeir geti náð 12-15 metra lengd.
Risahákarl í netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sumir eru bara svona.
2.1.2009 | 23:33
Já það þarf ekki hóp af fólki eða mótmælendur til að sumir missi sig.
Sumir eru alltaf pirraðir og fúlir.
Og ég er viss um að þessi maður er einn af þeim.
Hann hefur örugglega verið búinn að fá sér einn eða tvo.
Augljóslega mjög illa fyrir kallaður svo ekki sé meira sagt.
En það er örugglega búið að vera mikið álag í seðlabankanum.
Og það er eftirtakandi að maðurinn er eitt stórt ýkt viðbragð.
Ógnar manni og hryndir konu og segist ekki hafa ógnað neinum.
Betra hefði verið að, segja ég misti stjórn á mér. Ég biðst afsökunnar.
Taldi sér ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |