Yndisleiki Orðsinns. Jan

1. Jan

Trú er svörun anda mannsins við Orði Guðs.!
„Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.” (Hebreabréfið 11:1).
Hefur þú tekið eftir því að stundum þegar þú hlustar á Orð Guðs verður skyndilega allt umhverfið smátt í sniðum. Allar þær áskornir sem þú horfist í augu við verða skyndilega að engu. Ástæðan fyrir þessu er einföld. Á slíkum tímum er Orð Guðs að fara inn í anda þinn og vekur viðbrögð frá þínum innri manni. Þau viðbrögð eru trú. Þessi vegna segir í Biblíunni að trúin komi af því að heyra Orð Guðs... (hér vantar) (Rómverjabréfið 10.17 enska þýðingin)
Í hvert skipti sem þú heyrir Orð Guðs kemur trú til þín frá Orðinu. Andi þinn fær næringu og kraft. Trúin er ekki sviði líkamlegra skilningarvita. Hún er viðbót við þinn mannlega anda. Trú var gefin anda þínum þegar þú endurfæddist.(Rómverjabréfið 12.3). Í hvert sinn sem þú heyrir Orð Guðs fer það í gegnum huga þinn inn í anda þinn, vegna þess að það er gert fyrir anda þinn.
. Þegar þú meðtekur Orð Guðs inn í anda þinn verður það orð raunverulegra í anda þínum en þeir efnislegu hlutir sem þú sérð og getur þreifað á. Orð Guðs er andlegt. Þannig að ef Biblían segir að trú sé sönnun um hluti sem við sjáum ekki eða skynjum með okkar skilningarvitum, þá er trúin sönnun þess sem Orð Guðs segir! Trúin samþykkir og tekur meira mark á því sem Orð Guðs segir en náttúrulegum kringumstæðum lífsins. Þannig er trúin svörun sem andi þinn gefur gagnvart Orði Guðs.
Þetta er ástæða þess að nauðsynlegt er fyrir þig að leggja stund á og hugleiða Orðið reglulega. Það er andleg svörun sem kviknar á milli anda þíns og Guðs Orðs sem gefur þér yfirburði yfir öllum kringumstæðum lífs þíns. Þegar sú svörun á sér stað, rís trúin upp í þér eins og risi og þú færð fullvissu um að þú sért sá sem Guð segir þig vera, að þú hafir það sem Guð segir að þú hafir og geti gert það sem Guð segir að þú getir gert. Áskoranir heimsins munu að engu verða þegar þú finnur sjálfan þig tengjast raunveruleika guðsríksins.
Játning
Andi minn er stilltur fyrir Orð Guðs. Í hvert skipti sem ég meðtek Orðið, eykst trú mín og ber meiri ávöxt. Andi minn eignast yfirráð yfir kringumstæðum lífsins. Ég get aldrei orðið undir, vegna þess að trú mín er sigurinn serm sigrar heiminn.
Nánari lestur
Rómverjabréfið 10:18 „Hvað segir það svo? Nálægt þér er Orðið, í munni þínum og í hjarta þínu. Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum.”
Hebreabréfið 11:6 „En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita”.

2.

Trú er: að stökkva á Orð Guðs!
„Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.” (Hebreabréfið 11:1).
Trú er ekki stökk út í myrkrið eins og sumt fólk heldur fram, heldur stökk á Orð Guðs. Ef þú skilur þennan einfalda sannleika mun hann valda straumkvörðum í lífi þínu og líf þitt mun verða líf í sigri hvern dag. Auk þess muntu geta dæmt fyrir um ef þú starfar í trú eða ei. Það fólk sem heldur að trú sé leyndardómfullt stökk í myrkri eru oftast hikandi við að taka það skerf sem gæti leitt þau til sigurs. Þau spyrja: „hvað ef” spurninga: „Hvað ef ég fæ ekki peningana?” „Hvað ef ég legg hendur yfir sjúka og þeir læknast ekki?” „Hvað ef ég tala út Orðið en ekkert gerist?”
Slíkt fólk hefur óafvítandi farið inn á svið ótta og vantrúar. Trúin er aftur á móti örugg samfæring byggð á Orði Guðs, hlutir sem vænst er munu svo sannarlega verða. Trúin spyr ekki: „hvað ef” heldur veit trúin. Trúin veit að ef hendur eru lagðar á hinn sjúka mun hann læknaður verða, þar sem að þetta er samkvæmt því sem Orðið segir. Trúin veit að þar sem þörf er til staðar mun henni verða mætt samkvæmt Filippíbréfinu 4.19: „En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar uppfylla sérhverja þörf yðar í Kristi Jesú.”
Ef þú sérð trú sem stökk út í hið óvænta, munt þú ávallt hafa margar ástæður fyrir því að gera ekki það sem þú átt að gera. Þú munt alltaf vera hugsa um þetta aftur og aftur og hika við að gera nokkuð. Trú sem byggist á Orði Guðs sem grunni er sannfæring fyrir því að taka af skarið.
Trúin heyrir og stekkur, en ótti heyrir það sama en hugsar um alla þætti sem varða þetta. Ef þú stendur sjálfan þig að því að vera hikandi um það sem Orð Guðs segir og reynir að skilgreina Orð Guðs með þínum mannlega huga, þarftu eflaust að snúa þér aftur að trúnni, því að trúin er stökk á Orð Guðs.
Bæn
Kæri Drottinn, ég neita að efast um Orð þitt eða leiðbeiningar. Ég meðtek það heldur inn í anda minn með trú og gleði. Orðið þitt hjálpar mér að lifa árangursríku lífi og gerir mig að meira en sigurvegara í lífinu, þar sem ég læt trú mína virka og tek þau skref með djörfung. Ég þakka þér fyrir að gera mig að meira en sigurvegara í lífinu. Í Jesú nafni.
Nánari lestur:
Hebreabréfið 11:6 „En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.”
Jakobsbréfið 1:5-8 „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi. Sá maður, tvílyndur og reikull á öllum vegum sínum, má eigi ætla, að hann fái nokkuð hjá Drottni..”

3.

Trúin er sýnd í orði og verki
„Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin. En nú segir einhver: Einn hefur trú, annar verk. Sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.” (Jakobsbréf 2.17-18).
Trú er virk en ekki hlutlaus. Trúin sest ekki niður og segir: „Því fer sem fer.“ Trúin bregst við í núinu, vegna þess að án verka er hún dauð. Þannig að trú sem virkar er trú sem tekur mark á því sem Guðs segir, talar og bregst við í samræmi við það. Með öðrum orðum, ef þú trúir Orði Guðs — að hann sé sá sem hann segist vera, að hann geri það sem hann segist gera og að þú eigir það sem hann segir að þú eigir, verður þú að lifa, tala og haga þér í samræmi við það.
Þegar Pétur og Jóhannes hittu fyrir lamaða manninn við dyr helgidómsins, sem nefndar eru Fögrudyr, sagði Pétur við manninn: „Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk” (Postulasagan 3.6) Pétur tók í hönd mannsins og reisti hann við. Í Biblíunni segir: „hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð”. Maðurinn reyndi ekki að athuga hvort hann gæti staðið á fætur, hann spratt upp. Þannig virkar trúin. Hann trúði að Hann væri læknaður og um leið hagaði sér þannig„ gekk um og stökk og lofaði Guð...”
Þegar þú heyrir því að Orð Guðs segir t.d, „fyrir benjar Jesú er ég heilbrigður, síðan stígur þú fram úr rúminu og hegðar þér eins og sá sem er læknaður með því að gera ýmislegt sem þú gast ekki gert áður.
Vertu gerandi Orðsins í dag. Í Biblíunni stendur: „Hvað sem þér biðjið um, trúið að þér hafi öðlast það mun eignast það. (Markúsarguðspjall 11.24). Byrjaðu að starfa í þessum grundvallar gildum. Í hvert skipti sem þú biður, skaltu bregðast við eins og sá hefur fengið bænarsvör. Athugið að ég sagði ekki: „gleðstu svo að þú fáir, heldur sá sem gleðst yfir því sem hann hefur fengið. Þetta er lögmál trúarinnar. Þú meðtekur Orðið án málamiðlunar. Þegar þú hefur meðtekið Orðið á tilteknu sviði lífs þíns, þá skaltt þú hegða þér samkvæmt því. Trú er þegar verknaður leggst saman við það Orð Guðs sem þú trúðir.
Játning
Kæri Faðir, Orð þitt er líf mitt og það ljós sem ég lifi eftir. Ég er ekki aðeins heyrandi Orðsins heldur einnig gjörandi. Ég tek andlegar æfingar í þínu Orði, því þar er blessun að finna. Ég meðtek með hógværð gleði og trú Orð þitt varðandi framgang minn heilsu mína, sigur minn og velmegun. Ég hegða mér í dag í samræmi við Orð þitt. Í Jesú nafni Amen.
Nánari lestur:
Jakobsbréf 2.17-20: „Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.
En nú segir einhver: Einn hefur trú, annar verk. Sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum. Þú trúir, að Guð sé einn. Þú gjörir vel. En illu andarnir trúa því líka og skelfast.
Fávísi maður! Vilt þú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna?”
Jakobsbréf 2.17-20: „Réttlættist ekki Abraham Faðir vor af verkum, er hann lagði son sinn Ísak á altarið? Þú sérð, að trúin var samtaka verkum hans og að trúin fullkomnaðist með verkunum.”

4.

Trúin er lögmál
„Hvar er þá hrósunin? Hún er útilokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar.” (Rómverjabréfið 3.27).
Á sama hátt og þyngdarlögmálið er lögmál í hinum efnislega heimi er trúin lögmál á sviði Andans. Það er gert ráð fyrir að lögmál sé stöðugt að það eigi að virka undir réttum kringumstæðum fyrir hvern sem er, hvar sem er. T.d virkar þyngdarlögmálið alltaf. Það er ástæða þess að þú byrjar ekki allt í einu að svífa í lausu lofti. Þyngdarlögmálið heldur þér á jörðinni. Á sama hátt er hægt að treysta því að lögmál trúar virki alltaf.
Þegar átt er við lögmál er ekkert sem heitir að prufa eða skekkja. Lögmál fyrirgefur ekki, það annaðhvort virkar með þér eða gegn þér. Ef þú stendur á svölum hárrar byggingar þarftu ekki að setja annan fótinn út fyrir svalahandriðið til að sjá hvort þyngdarlögmálið virki. Þú bara veist að það virkar. Á sama hátt þarftu ekki „reyna” að nota trú þína, því ef það er trú ætti hún nú þegar að virka.
Biblían skilgreinir trú sem „sönnun þess sem ekki er auðið að sjá“ (Hebreabréfið 11.1 enska Biblían). Ef þú hefur sönnun fyrir einhverju hlýtur það að vera til. T.d ef einhver sem er með krabbamein lýsir yfir í trú: „Ég er læknaður í Jesú nafni. Krabbameinsæxlið er dautt.” Ef það sem hann á er í raun trú þýðir að æxlið er í raun og veru dautt (í andanum), jafnvel þótt hann finni enn fyrir því eða geti séð það með líkamlegu augum sínum.
Þegar þú skilur að trú er fyrst og fremst lögmál mun það hjálpa þér að skilagreina að það sem þú hélst að væri trú sé í raun og veru trú. Í öðru lagi, það gefur þér sannfæringu að vita að trúin virkar alltaf. Þetta þýðir að þú getur lagt líf þitt að veði fyrir trúna, vegna þess að sem lögmál, virkar trúin fyrir alla sem nota hana á réttan hátt.
Játning
Ég þakka þér Faðir fyir gefa mér skilning á lögmáli trúar og hvernig hún virkar. Ég stend ekki í stríði við að láta trúna virka vegna þess að ég lifi samkvæmt grundvallareglu Nýja testamentinsins sem trúaður einstaklingur. Þegar ég rannsaka Orð þitt í dag styrkist trú mín og vex. Hún hjálpar mér að vinna meira og betur fyrir þig. Í Jesú nafni Amen.
Nánari lestur
Hebreabréfið 11:1 „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá..”
Galatabréfið 3:11 „En það er augljóst að fyrir Guði réttlætist enginn með lögmáli, því að hinn réttláti mun lifa fyrir trú

5.

Trú er ekki afneitun á staðreyndum!
„Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var kominn að fótum fram _ hann var nálega tíræ›ur — og að Sara gat ekki orðið barnshafandi sakir elli. Um fyrirheit Guðs efaðist hann ekki með vantrú, heldur gjörðist styrkur í trúnni. Hann gaf Guði dýrðina” (Rómverjabréfið 4:19-20).
Sumt fólk heldur að trúin sé afneitun á neikvæðum kringumstæðum sem það upplifir. Í huga þess þýðir trúin að ef það finnur fyrir einkennum flensu ætti það að segja: „Ég hef ekki flensu” Það er ekki trú. Trúin er ekki afneitun á staðreyndum heldur afneitun á því að þessar staðreyndir hafi möguleika eða vald til að stýra kringumstæðum tilveru þinnar. Trúin þýðir að jafnvel þótt þú „finnir” fyrir einkennum flensu neitar þú að láta flensuna setja þig í rúmið. Þú segir heldur: „Ég var læknaður fyrir tvó þúsund árum síðan og ég er ennþá læknaður. Flensa, í Jesú nafni skipa ég þér að fara úr líkama mínum!”
Getur þú séð mismuninn? Einn afneitar staðreyndum en hinn yfirvinnur staðreyndirnar með Orði Guðs. Davíð neitaði því ekki að Golíat var risi þegar hann stóð frammi fyrir honum. Hann sagði ekki: „Það eru engir risar í Ísrael.” Ef hann hefði gert það hefði Golíat barið hann til dauða. Hann sá risann, samt var hann ekki upptekinn af stærð hans eins og margir hefðu verið. Davíð veitti því þeim sannleika einum athygli að hann var í sáttmála með Guði Jehóva (1. Samúelsbók 17.45). Hann hunsaði stærð risans og sigraði hann vegna þess að hann þekkti sannleikann í Orði Guðs.
Ég man eftir yndislegum vitnisburði frá einum af forstöðumönnunum okkar. Hún hafði farið í ákveðið atvinnuviðtal og þegar hún kom þangað var henni sagt að hætt hefði verið við viðtalið. Það höfðu nokkrir verið valdir sem líklegir kandídatar. Í raun hafði hún ekki verið kölluð í viðtal. En áður en hún fór þangað hafði hún verið að biðja og hún fékk rhemaorð um að fara. Undrandi yfir djörfung hennar ákváðu spyrjendurnir að bjóða henni í viðtal. Hún fékk síðan þessa vinnu.
Þetta er trú. Hún fór ekki þangað og sagði: „Ég játa það út að viðtal er ekki búið í Jesú nafni!” Hún yfirvann þessa staðreynd með því rhemaorði sem hún hafði meðtekið. Hættu að hugsa um að trú sé afneitun á staðreyndum eða þykjast hafa eitthvað sem þú raunverulega hefur ekki. Trú er kallað það raunverulega sem Guð segir um þig. Hegðaðu þér þannig.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir að kenna mér um trú í dag. Ég get nú séð það að hafa trú er ekki afneitun á staðreyndum, heldur sigur á þessum staðreyndum með Orði þínu. Ég lýsi því yfir að trú mín er lifandi og ber ávöxt. Hún styrkist af því sem ég hef lært í dag. Í Jesú nafni Amen
Nánari lestur
Rómverjabréfið 4.17-19: „eins og skrifað stendur: Föður margra þjóða hef ég sett þig. Og það er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á, honum sem lífgar dauða og kallar fram það, sem ekki er til eins og það væri til. Abraham trúði með von, gegn von, að hann skyldi verða Faðir margra þjóða, samkvæmt því sem sagt hafði verið: Svo skal afkvæmi þitt verða. Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var kominn að fótum fram hann var nálega tíræður, og að Sara gat ekki Orðið barnshafandi sakir elli.”

6.

Hvernig virkja á trú þína!
„Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá..” (Hebreabréfið 11.1).
Biblían útskýrir trúna sem fullvissu um það sem þú vonar og sannfæringu á því sem ekki ert auðið að sjá. Með öðrum orðum, trúir þýðir að það sem þú vonaðir er það sem þú hefur í dag. Þannig virkar trúin. Ef það er satt að það sem þú vonaðir sé þitt, ættir þú að haga þér í samræmi við það. T.d. ef þú hefur verið að biðja til Guðs um eitthvað sem varðar sjálfan þig, í þeirri trú að hann geri það, Ef þú trúir að hann hafi heyrt það, ættir þú ekki að koma aftur á morgun og biðja fyrir sama hlutnum aftur. Þú ættir heldur að haga þér eins og sá sem hefur meðtekið frá Guði. Á þann hátt lætur þú trú þína virka
Þegar Pétur og Jóhannes hittu fyrir lamaða mann við fögrudyr musterins sagði Pétur við manninn: „Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!” (Postulasagan 3.6) Pétur tók í hönd mannsins og reisti hann upp. Í Biblíunni stendur: „hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð.” Maðurinn lét ekki á það reyna hvort hann gæti staðið á fætur, hann spratt á fætur! Þetta er skólabókardæmi um trú. Hann trúði að hann hefði verið læknaður og um leið hagaði sér þannig og byrjaði um leið að ganga.
Áttaðu þig á því að trú er virk en ekki hlutlaus. Trúin framkvæmir í núinu vegna þess að hún hefur meðtekið. Þetta er ástæðan fyrir því að í Biblíunni stendur: „Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin” (Jakobsbréf 2.17) Þetta þýðir að trú sem ekki bregst við er dauð, hún virkar ekki. Trú sem virkar er þegar þú trúir Orði Guðs og hegðar þér í samræmi við það.
Með öðrum orðum, ef þú virkilega trúir Orði Guðs að hann sé sá sem hann segist vera að hann hafi gert það sem hann segir hafa gert og að þú hafir það sem hann segir að þú hafir, verður þú að tala, hegaða þér og lifa lífi þínu í samræmi við það. Í hvert skipti sem þú því biður skaltu haga þér eins og sá sem hefur öðlast. Þannig lætur þú trú þína virka.
. Játning
Trú mín ber árangur, ég neita að hrekjast um og vera á báðum áttum eða skorta trú þegar kemur að Orði Guðs. Ég trúi Orði Guðs og haga mér í samræmi við það. Trú mín á Guð og hans eilífa Orð og sigurinn hefur borið heiminn ofurliði. Ég er það sem Guð segir að ég sé. Ég hef það sem Hann segir að ég hafi. Ég geri það sem hann segir að ég eigi að gera.
Nánari lestur
Markúsarguðspjall 11:23-24 „Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því. Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.”

7.

Trúin spyr ekki „hvernig?”
„En réttlætið af trúnni mælir þannig: Seg þú ekki í hjarta þínu: Hver mun fara upp í himininn? það er; til að sækja Krist ofan” (Rómverjabréfið 10.6 )
Þegar kemur að því að ganga í trú verður þú að læra að treysta Orði Guðs og trúa heiðarleika þess, vegna þess að Orðið bregst aldrei. Þetta er ástæða þess að þú ættir aldrei að efast um mátt Guðs eða heilindi hans. Sumt fólk spyr gjarnan þegar það fær ráðgjöf, leiðbeiningu eða áminningu frá Orði Guðs hvernig þau orð sem það meðtók verða að veruleika. Það er ekki trú, því að trúin spyr aldrei: „hvernig?” heldur framkvæmir í samræmi við Orðið. Þú axlar þá ábyrgð að lifa í Orðinu, að vera gjörandi Orðsins. Áskoranir sem þú mætir gætu litið út fyrir að vera óyfirstíganlegar, en í Biblíunni er okkur gert ljóst að í gegnum trú hefur þú nú þegar sigrað.
Trúin spyr ekki Guð „hvernig?” Spyrðu hann ekki hvernig kraftaverkið sem þú væntir muni gerast. Skildu eftir spurninguna „hvernig?” hjá Guði. Hættu að velta því fyrir þér hvort trú þín muni virka og þú fá þá peninga sem þér vantar. Hættu að spyrja hvernig kraftaverkabarnið sem þú væntir muni koma. Hættu einnig að spyrja hann hvernig lækningin eigi sér stað.
Guð er þess megnugur að gera langt fram yfir það sem við vonum og óskum okkur . Hann er máttugri en svo að við spyrjum hann hvernig. Trúðu því einfaldlega þegar hann segir þér eitthvað. Það er allt sem þú þarft að gera. Jesús sagði: „Sá getur allt sem trúir” (Markúsarguðspjall 9.23). Þegar Guð bað Abraham um að bjóða fram Ísak, einkason sinn sem fórn, hlýddi hann orðalaust. Hann spurði ekki: „Ó Guð, hvernig get ég Orðið faðir marga þjóða ef ég þarf að fórna einkasyni mínum?” Hann treysti Guði.
Þetta er trú, hún spyr ekki Guð hvernig? Hún meðtekur heldur og samþykkir Orð Guðs sem algjöran sannleika.
Játning
Orð Guðs er í hjarta mínu og munni mínum. Ég lifi eftir því trúarorði. Ég tala út Orðið yfir kringumstæðum lífsins sem munu samverka mér til góðs. Ég efast ekki um Orð Guðs og spyr ekki: „Hvernig mun kraftaverkið koma til mín, heldur upplifi ég kraftaverk á hverjum degi vegna þess að leggja stund á Orðið og lifi í hverju því orði sem framgengur af munni Guðs.
Nánari lestur
Efesusbréfið 3.20-21: En honum, sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen
.Jeremía 32:27: „Sjá, ég er Drottinn, Guð alls holds. Er mér nokkur hlutur um megn?“

8.

Trú er að sýna Orðið í verki!
„„Abraham trúði Guði, og það var honum til réttlætis reiknað,“ og hann var kallaður Guðs vinur. Þér sjáið, að maðurinn réttlætist af verkum og ekki af trú einni saman“ (Jakobsbréfið 2:23-24 MSG).
Trú er svörun þín við því Orði Guðs sem þú trúir. Með öðrum orðum, trúin er viðbótarverknaður við það sem þú trúir. Trúðu Guðs Orði þegar þú heyrir það, framkvæmdu sem það segir. Það er trú. Stundum gefst fólk auðveldlega upp eða missir móðinn þegar það byrjar að framganga samkvæmt Orðinu. Það er rangt, vertu aldrei í vafa um Orð Guðs, neitaðu allri vantrú. Sterk trú gefst aldrei upp. Sterk trú heldur fast í heilindi og óbrigðulleika Orðs Guðs mitt í miklu mótlæti.
Mundu að við erum gjörendur Orðsins og gerum það sem það segir. En það er einmitt leiðin til að vaxa í ríkjandi trú og upplifa stöðuga blessun Guðs í þínu lífi. Lærðu að framganga í Orði Guðs, það er leiðbeining fyrir þig frá Anda Guðs. „Verðið gjörendur Orðsins en ekki bara heyrendur.” Með öðrum orðum: „Sýndu trú í verki!”
Þetta var það sem Abraham og aðar trúarhetjur gerðu (Hebreabréfið 11) Í Biblíunni stendur: „Fyrir trú fékk Nói bendingu um það, sem enn þá var ekki auðið að sjá. Hann óttaðist Guð og smíðaði örk til björgunar heimilisfólki sínu. Með trú sinni dæmdi hann heiminn og varð erfingi réttlætisins af trúnni.” (Hebreabréfið 11:7). Nói trúi ekki bara, hann fór eftir þeim orðum sem hann heyrði frá Guði með guðsótta og byrjaði að smíða örkina.
Það fylgir alltaf verknaður Orði Guðs, eftir þeim mælkvarða eigum við að lifa. Að læra að lifa eftir sannleika Orðs Guðs gerir líf þitt sigursælt og framgangsríkt. Láttu trúarorðum þínum fylgja verk. Vertu gerandi Orðs Guðs.
.
Bæn
Faðir, ég þakka þér fyrir að láta Orðið bera ávöxt í lífi mínu, þar sem ég fer eftir því sem sem það segir. Ég nýt blessunar í öllu vegna þess að ég er gerandi Orðsins. Ég lýsi því yfir að er ég tek trúarskref byggð á þínu Orði sem ég heyri og trúi, mun líf mitt vera stöðugur straumur blessunar og árangurs. Í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Jakobsbréf 2.21-26 Réttlættist ekki Abraham Faðir vor af verkum, er hann lagði son sinn Ísak á altarið? Þú sérð, að trúin var samtaka verkum hans og að trúin fullkomnaðist með verkunum. Og ritningin rættist, sem segir: Abraham trúði Guði, og það var honum til réttlætis reiknað, og hann var kallaður Guðs vinur.Þér sjáið, að maðurinn réttlætist af verkum og ekki af trú einni saman. Svo var og um skækjuna Rahab. Réttlættist hún ekki af verkum, er hún tók við sendimönnunum og lét þá fara burt aðra leið?Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.
Mattusarguðspjall 7.24:„ Hver sem heyrir þessi Orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi.”

9.

Trúin túlkar erfiðleika sem áskoranir!
„Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt“ (2. Korintubréf 4:17).
Trúin túlkar erfiðleika sem áskoranir en sem hið ómögulega. Margir hlutir gerist í lífi okkar, en hvernig við bregðumst við þeim veltur á hvernig við túlkum þá. Full vitneskja um okkur stöðu er mikilvægast. Þegar við lesum í Biblíunni að við séum meira en sigurvegarar þá felur það í sér fullvissu um sigur. Ekkert getur komið þér úr jafnvægi. Þegar erfiðleikar koma og túlkar þú þá sem áskoranir. Þannig er hugarfar sigurvegans. Aðeins sigurvegarar túlka vandræði sem áskoranir.
Rétta hugarfarið, sem er hugarfar trúar er mjög mikilvægt sterkt trúarlíf. Sumt fólk bognar þegar það mæti erfiðleikum. Það breytir játningum sínum og lífstíl til að skapa aðlögunar aðgerðir um stundar sakir. Þau gleyma vegum Drottins og allri gæsku hans og velja trúlausan lífstíl. Samt sem áður munu hlutirnir í lífum þeirra aldrei bata vegna þess að líf þess er ekki stöðugt í Orði Guðs.
Stöðugleiki þinn í trúnni er eitt mikilvægasta hugarfarið sem kristinn maður getur átt
Vertu óhagganlegur í því að tala Orð Guðs óháð því sem þú sérð eða hversu skelfilegar aðstæðurnar virðast vera. Þú þarft að vera glöggur til þess að vita af sjálfum þér á göngu þinni. Þú verður að komast að því sem Guð segir um þig og þær (tímabundnu) kringumstæður sem þú mætir. Mæltu síðan Orð Guðs við sjálfan þig um það sem virðist vera „dautt“ mál.
Haltu áfram að mæla og framkvæma Orð Guðs og sérhvert fræavik í lífi þínu verðutr kannað; og samræmt við Orð Guðs. Líttu á prófanir sem yfirstíganlegar áskoranir og tækifæri fyrir dýrð Guðs til þess að opinberast í lífi þínu.
Bæn
Þakka þér, Faðir, fyrir Orðið þitt sem gerir okkur ljóst að tímabundnir erfiðleikar veitir okkur þeim mun veigameiri dýrð að eilífu! Ég veit að allar þær ögrandi kringumstæður sem ég mæti veita mér tækifæri til þess að ljóma og birta sigur minn í Kristi Jesú . Þess vegna gleðst ég, þar sem í ég veit að fyrir trú á Orð þitt nýt ég sigursælu lífs í dag og ávallt, íJesú nafni.
Nánari lestur
1. Jóhannesarbréf 4:4: Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum.
Jakobsbréfið 1:2: Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir;

10.

Trúin lítur ekki á kringumstæður!
„Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var kominn að fótum fram _ hann var nálega tíræ›ur — og að Sara gat ekki orðið barnshafandi sakir elli. Um fyrirheit Guðs efaðist hann ekki með vantrú, heldur gjörðist styrkur í trúnni. Hann gaf Guði dýrðina” (Rómverjabréfið 4:19-20).
Kringumstæður lífsins sem þú mætir eru ekki alltaf í samræmi við það sem Orð Guðs segir, eða þá sýn sem Guð hefur gefið þér. Einhver gæti til dæmis hafa beðið um að Guð gæfi honum vinnu hjá ákveðnum samtökum og gæti jafnvel fengið spádóm um það að starfið sé hans. Hann labbar öruggur, vitandi um það Orð sem kom frá andanum., inn á skrifstofu samtakanna en kemst þá að því einhver annar hefur fengið vinnuna.
Á slíkum stundum er ekki málið að spyrja „Af hverju Guð, af hverju?“ Þetta er ekki tíminn til að vera vonsvikinn, heldur sýna sterka trú. Sterk trú hugsar ekki um kringumstæðurnar. Sterk trú beygir sig ekki undir neikvæðar kringumstæður. Sterk trú bifast ekki. Sterk trú er þrjósk trú. Það eins og frásagan í Biblíunni þegar Jesús var sagt að Lasarus vinur hans væri veikur. Jesús fullvissaði lærisveina sína að þetta var ekki banvænn sjúkdómur, en maðurinn dó! Hann hafði verið látinn og grafinn í fjóra daga áður en Jesús birtist.
Ég vil núna að þú lærir af þessari afstöðu Meistarans. Þegar hann kom að gröf Lasausar, sagði hann ekki: „Faðir, hvers vegna léstu Lasarus deyja?” heldur sagði hann:„ Faðir, ég þakka þér, að þú hefur bænheyrt mig.”(Jóhannesarguðspjall 11.41). Jesús neitaði að hugsa um að Larsarus væri dáinn. Svona trú vill Guð að þú lifir í og starfir ávallt eftir. Það sem viðkom Jesú, var að hann vissi að Guð hafði heyrt í honum þegar hann sagði að veikindi Lasarusar væru ekki banvæn. Það að maðurinn hafði legið fjóra daga í gröfinni breytti engu fyrir Jesú. Hann kallaði Lasarus út úr gröfinni eins og hann hefði kallað í einhvern sem sefur í næsta herbergi. Svona er sterk trú
Þegar trú þín er sterk mun ekkert verða ómögulegt fyrir þig. Það skiptir ekki máli hvað þú sérð, heyrir eða líður. Það skipir ekki máli hversu kringumstæðurinar virðast vera ómögulegar í hinu náttúrulega, þú skalt halda áfram að játa Orð Guðs. Mundu, sterk trú virkar alltaf, hún lítur ekki á kringumstæður eða að eitttvað sé ómögulegt.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir að hjálpa mér að byggja um sterka trú, trú sem ávallt virkar. Ég lýsi því yfir að það er engar vonlausar kringumstæður sem ég fæ ekki breytt. Trú mín er sigurinn og yfirbugar allt andstreymi. Trú mín er ávallt sterk í Guði óháð því sem ég heyri, sé eða upplifi. Í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Markúsarguðspjall 11.23 „Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því.”
Hebreabréfið 11:11: „Fyrir trú öðlaðist Abraham kraft til að eignast son, og þó var Sara óbyrja og hann kominn yfir aldur. Hann treysti þeim, sem fyrirheitið hafði gefið..”

11.

Trú er að taka eitthvað til eignar í Heilögum anda
Allt hefir hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra, aðeins fær maðurinn ekki skilið það verk, sem Guð gjörir, frá upphafi til enda. (Prédikarinn 3:11)
Ritningargreinina hér að ofan má einnig orða þannig: ...hann hefur einnig sett eilífðina í hjörtu þeirra.... Guð hefur sett eilífð í hjarta þitt (andann), sem merkir að það eru engin takmörk fyrir hversu mikið og fjarlægt það er sem þú getur eignað þér í trú. Þú hefur hæfileika til geyma eilífðina sjálfa í anda þínum.
Þannig varð Abraham eigandi allrar jarðarinnar. Þegar Drottinn sagði við Abram, eftir að Lot hafði skilið við hann: „Hef þú upp augu þín, og litast um frá þeim stað, sem þú ert á, til norðurs, suðurs, austurs og vesturs. Því að allt landið, sem þú sér, mun ég gefa þér og niðjum þínum ævinlega” 1.Mósebók 13.14-15, vissi hann að Drottinn var ekki að tala um venjuleg landssvæði. Í trú sá hann allan heiminn með andlegum augum sínum og um leið og hann var orðinn fær um að sjá hann, sagði Guð: Þetta tilheyrir þér, sbr. Rómverjabréfið 4.13 Þetta var skjalið um eignarhald hans yfir plánetunni jörð.
Byrjaðu að æfa þig í að sjá og taka eignarhaldi í anda þínum, því þaðan leiðbeinir Guð þér. Hann starfar ekki á sviði hugans eða skilningarvitanna. Með trú þinni geturðu eignast viðskipti, fyrirtæki, borgir, þjóðir og að lokum allan heiminn með fagnaðarerindinu. Þú getur opnað dyr sérhverrar þjóðar fyrir áhrifum fagnaðarerindis Jesú Krists. Þeir hlutir sem þú sérð augum trúarinnar og tekur til eignar á sviði andans verða að veruleika þegar þú talar þá fram.
Mundu að andi þinn hefur möguleika til að geyma Guð! Ef eilífð getur dvalið í hjarta þínu, getur allur heimurinn það enn frekar. Lærðu að gefa þig Heilögum anda á vald og leyfði trú þinni að gerjast, þá mun allur heimurinn verða athafnasvæði þitt.
Játning
Á sama hátt og Abraham, faðir trúarinnar, sé ég með augum trúar minnar og tek það til eignar í andanum! Allur heimurinn er minn. Það eru næg tækifæri fyrir mig að predika fagnaðarerindi hjálpræðis Jesú Krists í sérhverri þjóð heimsins. Trú mín er stöðug og virk og ég lýsi því yfir að allur heimurinn tilheyrir mér. Hallelúja!

Nánari lestur
Rómverjabréf 4.16-18
Því er fyrirheitið byggt á trú, til þess að það sé af náð, og megi stöðugt standa fyrir alla niðja hans, ekki fyrir þá eina, sem hafa lögmálið, heldur og fyrir þá, sem eiga trú Abrahams. Hann er faðir vor allra, eins og skrifað stendur: „Föður margra þjóða hef ég sett þig." Og það er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á, honum sem lífgar dauða og kallar fram það, sem ekki er til eins og það væri til. Abraham trúði með von, gegn von, að hann skyldi verða faðir margra þjóða, samkvæmt því sem sagt hafði verið: „Svo skal afkvæmi þitt verða."

2. Korintubréf 5.7
Því að vér lifum í trú, en sjáum ekki.

12.

Trú er siguraflið sem er heiminum yfirsterkari
„„Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn." (Jóhannesarguðspjall 16.33)
Margt fólk álítur að erfiðir tímar nái ekki til kristinna og að hver sá sem á í erfiðleikum gæti hafa móðgað Guð, sérstaklega þegar þetta ástand varir lengi. Þetta er fjarri sannleikanum. Leið þín í átt að velgengni gæti falið í sér reynslur og áskoranir. Biblian segir í 2. Tímoteusarbréfi 3.12: „Já, allir, sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesú, munu ofsóttir verða” Hinsvegar eru góðu fréttirnar þær, að það skiptir ekki máli hvaða áskorun þú horfir á eða styrkur ofsækjenda þinna, þú hefur þegar sigrað það allt.
Jesús vissi að við myndum mæta vandamálum í þessum heimi, en hann staðfesti að svo lengi sem við værum í honum myndum við lifa lífi í friði jafnvel þegar mótlæti kæmi gegn okkur. Þess vegna sagði hann: „Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn." Jóhannesarguðspjall 16.33 Þessi orð meistarans þurfa að enduróma í hjarta þínu ef þú átt að geta lifað sigursælu lífi. Þessi orð gefa okkur tryggingu fyrir að við erum ekki ein og sigur okkar óhögguð staðreynd.
Ef til vill furðar þig á því að Guð setti okkur í heim erfiðleika og freistinga, eða þú vilt vita hversvegna hann leyfir erfiðleikum að mæta okkur í lífinu. Já, sannleikurinn er sá að Guði er sama um erfiðleikana og freistingarnar sem verða á vegi okkar vegna þess að hann veit að hann hefur þegar gert þig að sigurvegara. “Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum” 1. Jóhannesarbréf 4.4
Þú þarft að vita að Guð hefur gefið þér aðgang að krafti og lyft þér yfir tignirnar og andavöldin. Þú hefur þegar sigrað heiminn og kerfi hans og hvað djöfulinn varðar ertu honum yfirsterkari. Þessvegna skaltu bara vera upplitsdjarfur og reisa þig upp beinn í baki, því þú ert sigurvegari í Kristi Jesú. Trú þín á hann er siguraflið sem sigrar heiminn. „Því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn. ”(1.Jóhannesarbréf 5.4)
Bæn
Blessaði himneski faðir, ég þakka þér fyrir að þú veitir mér ávallt sigur í Kristi. Ég lýsi því yfir að ég hef þegar sigrað heiminn og kerfi hans því þú hefur gefið mér aðgang að krafti þínum og lyft mér upp yfir tignir og andavöld. Ég tilbið þig í dag fyrir að gera mig að sigurvegara, án tillits til hvort erfiðleikar og freistingar mæta mér á veginum, í Jesú nafni. Amen.

Nánari lestur
Rómverjabréf 8.35-37:
„Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð? Það er eins og ritað er: Þín vegna erum vér deyddir allan daginn, erum metnir sem sláturfé. Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.”

1. Jóhannesarbréf 5.4 „Því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn”

13.

Trúin gefur ekkert rými fyrir efa!
Jesús svaraði þeim: “Sannlega segi ég yður: Ef þér eigið trú og efist ekki, getið þér ekki aðeins gjört slíkt sem fram kom við fíkjutréð. Þér gætuð enda sagt við fjall þetta: ,Lyft þér upp, og steyp þér í hafið,` og svo mundi fara. (Matteusarguðspjall 21.21)
Kvöld eitt voru lærisveinar Jesú í bát, langt úti á vatni. Skyndilega sáu þeir einhvern koma gangandi í átt til þeirra, gangandi á vatninu! Þeir fylltust skelfingu þar sem þeir álitu þetta vera vofu, en það kom í ljós að þetta var Meistarinn sjálfur. Einn af þeim, Símon Pétur, vogaði sér að segja: „Drottinn, ef þetta ert þú, bjóddu mér þá að koma til þín” Það er athyglisvert að Jesús sagði ekki: „Nei, að ganga á vatni útheimtir mikla bæn áður, strákur!” Þvert á móti mælti hann aðeins eitt orð til Pétur og sagði, „Komdu”! Pétur stökk út úr bátnum og byrjaði að ganga á vatninu í átt til Jesú.
En eitthvað gerðist síðan sem breytti rás sögunnar. Pétur leit á hvassan vindinn og þegar í stað tók hann að sökkva. Spurninginn er: Hvað var samhengið milli ótta og vatnsins? Hversvegna gerðist það að vatnið sem hafði áður haldið honum uppi, gaf skyndilega eftir undir fótum hans? Tökum eftir að um leið og Meistarinn teygði sig snögglega til að bjarga Pétri, sagði hann ekki: Ó, Pétur, þú steigst á rangan blett. Nei, í stað þess spurði hann: Hversvegna efaðist þú? Það var efinn sem tók kraft orðsins „Komdu” úr sambandi, sem Jesús hafði sagt við hann.
Ef Pétur hefði ekki efast myndi vatnið hafa haldið honum uppi, alveg jafnvel og það hélt Jesú uppi. Leyfðu aldrei efa að læðast inn í hjarta þitt. Efinn elur af sér ótta og óttinn kemur frá djöflinum. Þú mátt þessvegna ekki tileinka þer efa, ótta eða vantrú í lífi þínu. Efinn hefur rænt marga tækifærinu að starfa á því sviði sem Guð hefur kallað þá til. Byggðu upp algjört traust á Orði Guðs, því það bregst aldrei. Allt sem Pétur og hinir lærisveinarnir þurftu á að halda var þetta orð: „Komdu”, talað út af Meistaranum og þeir hefðu allir getað gengið um og dansað á vatninu.
Lærðu að halda athygli þinni óskiptri á því sem Orð Guðs segir og þú munt aldrei verða yfirkeyrður af kringumstæðum lífsins. Öllu heldur munu sömu aðstæður sem skora á aðra verða stökkpallur sigurs fyrir þig. Guðs orð er áreiðanlegt og hægt að reiða sig á það. Trúðu þess vegna á það af öllu þínu hjarta og hafnaðu efanum.

Játning
Trú mín á Guð og hans eilífa Orð er óhagganleg! Eg efast ekki um áreiðanleika Guðs orðs. Ég hefi heitið því heilshugar af öllu hjarta að halda mig við Orð Guðs. Ég lifi samkvæmt Orði Guðs og hafna að gefa gaum að sjónarmiðum, aðstæðum eða upplýsingum sem eru í andstöðu við það sem Guðs orð hefur heitið mér.

Nánari lestur:
Matteusarguðspjall 14.29-31: „og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans. En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: „Herra, bjarga þú mér!” Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: „Þú trúlitli, hví efaðist þú?"
Markúsarguðspall 11.23
„Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: ,Lyft þér upp, og steyp þér í hafið,` og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því.”

14.

Þín helgasta trú
En þér, elskaðir, byggið yður sjálfa upp í yðar helgustu trú. Biðjið í heilögum anda. Júdasarbréf 1.20
Af og til gerist það í trúargöngu okkar að við reynum mismunandi stig trúar. Stundum upplifum við mjög mikla trú og getum gert mikla hluti, en á öðrum tímum virðist trú okkar vera minni en venjulega. En Biblian segir okkur að við eigum að byggja okkur upp í okkar helgustu trú – okkar mestu trú. Þetta verður best skilið með því að nota líkingu af því sem arkitektar nefna yfirbyggingu (superstructure). Eftir að grunnur hefur verið gerður og hann sést venjulega ekki, er byggingin sem kemur þar ofan á nefnd yfirbygging, sjálft húsið, sem er hluti byggingar sem stendur á grunninum.
Til þess að uppbyggja sjálfan þig í þinni helgustu trú þarftu að byggja ofan á eitthvað sem þegar er til, að byggja ofan á þann mikla mæli trúar sem þú hefur öðlast svo að trú þin muni ekki riða til falls eða fara niður í næsta skipti. Þegar þú lærir að starfa út frá hærri mæli trúar þá verður það mælistikan þannig að í næsta skipti verður sú trú hin minnsta.
Leiðin til að byggja þig upp í þinni helgustu trú er að biðja í Heilögum anda. Mundu að trúin kom til þín þegar þú heyrðir Guðs orð. Með því að hlusta á meira af Orði Guðs mun trú þin vaxa en þú munt ekki verða stöðugur í þessum hærri mæli trúar nema þú biðjir í Heilögum anda. Því meira sem þú biður í Heilögum anda því eðlilegri verður þessi aukna trú fyrir þér. Af hverju ekki að byrja að biðja í Heilögum anda strax í dag?
Bæn
Þakka þér faðir fyrir að kalla mig inn í spennandi líf trúarinnar. Ég á engin leiðinleg augnablik því ég byggi sjálfan mig upp daglega í minni helgustu trú með Anda Guðs. Ég held áfram að stíga hærra og hærra á sviðum trúarinnar, í Jesú nafni. Amen
Nánari lestur

2 Korintubréf 8.7:
„Þér eruð auðugir í öllu, í trú, í orði og þekkingu, í allri alúð og í elsku yðar sem vér höfum vakið. Þannig skuluð þér og vera auðugir í þessari líknarþjónustu”
2 Þessalóníkubréf 1.3
„Skylt er oss, bræður, og maklegt að þakka Guði ætíð fyrir yður, því að trú yðar eykst stórum og kærleiki yðar allra hvers til annars fer vaxandi.”

15.

Trúin starfar í kærleika!
Í Kristi Jesú er ekkert komið undir umskurn né yfirhúð, heldur undir trú, sem starfar í kærleika. (Galatabréfið 5.6)
Allt í ríki Guðs vinnur samkvæmt meginreglum trúar. Þess vegna segir Biblian að hinn réttláti muni lifa fyrir trú. Það sagði ekki að hinn réttláti muni lifa fyrir heilagleika eða réttlæti, heldur fyrir trú. Þetta sýnir hversu mikilvæg trúin er og hversvegna „trúarboðskapurinn” ætti að vera tekinn alvarlega af hverjum þeim sem vill lifa sigursælu lífi í ríki Guðs.
Það er athyglisvert að fólk framgengur í trú á hverjum degi út um allan heim. Hvernig gæti fólk annars hafa komist til tunglsins eða byggt skýjakljúfa ef ekki fyrir trú. Ekki er þó öll trú eins og trúin sem Guð gefur. Guðs-trú er sú tegund trúar sem vinnur verk sín í kærleika. Guð er kærleikur og trú sem vinnur í kærleika viðurkennir Guð.
Sú trú sem vinnur í kærleika er frelsandi trú sem kemur frá Guði og er yfirfærð til þín fyrir áhrif Guðs orðs. Í heiminum í dag þar sem svo mikið illt er í gangi og varmennska, er nauðsynlegt að starfa á hærra sviði trúar til þess að lifa sigursælu líf sem kristinn maður.
Ef þu framgengur í trú sem vinnur í kærleika muntu ekki stela eða ljúga að fólki vegna þess að þú elskar þau. Þú getur séð sjálfan þig framganga í trú og lifað friðsamlega meðal allra manna samkvæmt því sem Biblían kennir okkur að gera. Þú ert jafnvel fær um að hlusta og bregðast ekki við með biturleika þegar einhver talar illa um þig. Þú lætur ekki haggast og heldur áfram að elska þá sem gagnrýna þig og nýta sér þig í fyrirlitningu. Í trú getur þú haldið höfði og ekki leyft þeim sem gagnrýna að láta þig bregðast við á neikvæðan hátt og óskar þeim ekki neins ills sem hata þig, fara illa með þig og dæma ranglega.
Játning
Kæri faðir, þakka þér fyrir að opinbera fyrir mér æðra svið trúar sem heimurinn þekkir ekki. Ég framgeng í trú sem vinnur í kærleika vegna þess að kærleika þínum er úthellt daglega í hjarta minu fyrir Heilagan anda. Ég á þá trú sem Guð gefur og starfar í kærleika og lifi í friði við alla menn, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Galatabréfið 2.20:
„Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.”

Romverjabréf 5.5
„En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn”.

16.

Haltu áfram að tala út í trú
„Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik.” (1. Pétursbréf 3.10)
Getur kristinn maður raunverulega átt spennandi líf? Vissulega. Guð hefur búið þér líf dýrðar og fegurðar. Þessvegna er engin ástæða fyrir að lifa með áhyggjur. Áhyggjur láta þig aðeins líta út fyrir að vera eldri en þú raunverulega ert. Sumum líður jafnan illa vegna þess að sama hversu mikið þeir reyna vegnar þeim ekki vel. Aðeins frá sliku fólki muntu heyra setningar eins og: Lífið er nú enginn rósagarður! Hvílík firra þetta er.
Lífið getur vissulega verið rósagarður þinn ef þú starfar samkvamt reglum Guðsríkisins. Ein meginreglan er að þu verður að temja þér að tala trúarmálið. Annað er ekki til umræðu ef þú vilt ná þeim þeim árangri sem Guð hefur ætlað þér að ná. Trúarmálið er það sem talað er í Zion. Við tölum ekki um sjúkdóm í Zion. Jesajabók 33.24 segir: „Og enginn borgarbúi mun segja: „Ég er sjúkur."..... Við segjum ekki að við séum sjúk, ekki vegna þess að við séum að reyna að afneita að við séum sjúk, heldur vegna þess að það er ekki ætlunin að við verðum veik. Eina ástæða þess að þú rekst á sjúkan íbúa í Zion er ef viðkomandi einstaklingur hefur hætt að tala Zion-mál. Sama gildir um fjármál, tengsl, viðskipti. Hafnaðu að tala út ótta eins flestir í heiminum gera. Í heiminum tala þeir ótta, en í Zion tölum við trú.s Vertu eins og Sunaniska konan sem neitaði að tala út ótta. Þegar Elísa spámaður sendi þjón sinn til að spyrja hana um ástand sonar hennar. Jafnvel þótt hann væri nýdáinn, svaraði hún: Það er allt í lagi.
Temdu þér þann lífsmáta að tala í trú með því að leyfa Orði Guðs sem býr í þér að koma út af munni þínum stöðuglega. Á þann hátt mun ekket koma fyrir þig eins og af tilviljun og þú munt stöðuglega reyna að þú ert á toppnum og hefur full tök í kringumstæðunum.

Játning
Ég hafna að tala út ótta eða mistök vegna þess að ég er meira en sigurvegari fyrir Krist Jesú. Allir hlutir hljóta að samverka mér í hag vegna þess að ég elska Guð og ég er kallaður samkvæmt guðlegum tilgangi hans. Ég er sigurvegari, dýrð sé Guði.
Nánari lestur
Jakobsbréf 3.2
Allir hrösum vér margvíslega. Hrasi einhver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn á öllum líkama sínum.

17.

Ótti er óvinur trúar!
Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: "Þegi þú, haf hljótt um þig!" Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. Og hann sagði við þá: "Hví eruð þér hræddir, hafið þér enn enga trú?" (Markúsarguðspjall 4.39-40)
Jesús var í báti með lærisveinum sínum dag einn þegar mikill stormur skall á. Hann svaf á meðan lærisveinar hans börðust við öflugar öldur sem leit út fyrir að myndu sökkva skipinu. Eftir að hafa prófað allt sem þeir gátu án árangurs skunduðu þeir til Meistarans, hristu hann og vöktu, hrópandi: „…Meistari, hirðir þú ekki um, að vér förumst?" Markúsarguðspjall 4.38
Þegar Jesús vaknaði var hann í jafnvægi. Hann stökk ekki upp í ótta. Hann einfaldlega hastaði á vindana og vatnið og sagði: „Þegi þú, haf hljótt um þig! Þá lægði vindinn og gerði stillilogn.” Markúsarguðspjall 4.39 Þá snéri hann sér að lærisveinum ínum og sagði við þá: „Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?" Matteusarguðspjall 8.26 Trú og ótti eiga ekki samleið. Ótti hindrar trú, en trúin eyðir ótta. Þegar trú þin er lítil muntu verða þrúgaður og þjakaður af ótta, þar af leiðir að trú þin mun ekki virka. Lítil trú er afleiðing ónógra upplýsinga. Hóseabók 4.6 segir: „Lýður minn verður afmáður, af því að hann hefir enga þekking” Guð sagði að börn hans yrðu afmáð, það er, þau þjást, eru fátæk, sæta refsingu, bæld niður, yfirbuguð og farast vegna skorts á þekkingu á Orði hans.
Hinsvegar, því meir sem þú heyrir af Orði Guðs því meiri þekkingu átt þú og trú kemur til þín í Orðinu. Þvi minna sem þú heyrir eða hlustar á Guðs orð þess minni trú áttu. Ótti er andi sem reynir alltaf að ráðast á trú þína. Næst þegar hann reynir að ráðast á þig krjúptu þá niður frammi fyrir Drotni og settu Biblíuna beint fyrir framan þig! Ekki aðeins skalt þú lesa og hugleiða ritningarnar heldur byrjaðu einnig að taka út vers og tala þau út þangað til þau eru orðin hluti af þér. Biblían segir: „Þegar skýin eru orðin full af vatni, hella þau regni yfir jörðina.” Predikarinn 11.3 Áður en varir verður þú byrjaður að hrópa: Ég hafna ölllum ótta!
Játning
Trú mín vinnur bug á ótta. Ég er fæddur af Guði og ég hefi sigrað heiminn fyrir trú mína. Ég hafna því að óttast nokkrar neikvæðar kringumstæður eða ástand því meiri er sá sem í mér er en sá sem er í heiminum. Guð hefur ekki gefið mér anda ótta heldur anda máttar, kærleika og heilbrigðs hugarfars.

Nánari lestur
1. Jóhannesarbréf 5.4 „Því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.”
2. Tímóteusarbréf 1.7 „Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar”

18.

Trú, lífsstíll hins réttláta!
„Minn réttláti mun lifa fyrir trúna...” Hebreabréfið 10.38
Fyrir barn Guðs er trú ekki aðeins eitthvað sem gripið er til annað slagið til að koma einhverju til leiðar, hún er daglegur og áframhaldandi lífsstíll. Það er í raun engin önnur leið til að lifa lífinu sem kristinn maður, nema fyrir trú. Bíblian segir: „...því að vér lifum í trú, en sjáum ekki.” 2. Korintubréfið 5.7 Við högum og skipuleggjum okkar daglegu störf í lífinu með því að fara eftir meginreglum trúarinnar. Trú er því meira en það sem einhver sagði: Ég vil nota trú mína til að öðlast eitthvað. Trúin á að vera okkar daglega líf.
Biblian segir: „En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.” Hebreabréfið 11.6 Að geðjast Guði er að lifa í trú á hverjum degi. Guð væntir þess að viðhorf okkar til lífsins sé útfrá sjónarhorni trúar. Það á að ríkja traust í anda þínum þegar þú mætir kringumstæðum sem skora á þig því þú veist að trú þin heldur alltaf velli.
Það útheimtir trú að endurfæðast. Einmitt þetta skiptir sköpum um að trúin verði líf hins réttláta. Biblian segir að við „Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.” 2. Korintubréfið 4.17
Þú verður að lifa sem maður eða kona trúar á hverjum degi með því að taka ekki tillit til hinna jarðnesku og tímabundnu kringumstæðna. Horfðu á hinn eilífa veruleika. Líkt og þinn himneski faðir skaltu kalla þá hluti sem ekki eru eins og þeir væru til (Rómverjabréfið 4.17) því það er trúin sem er lífsstíll barns Guðs.

Játning
Ég er trúarbarn Guðs sem trúir. Ég lifi útfrá sjónarhorni trúar og hafna að vera háður upplýsingum sem skilningarvit mín gefa. Ég sé eins og Guð sér. Ég tala eins og Guð talar. Þessvegna lifi ég í yfirráðum yfir heiminum og kerfum hans því trú mín er siguraflið sem hefur sigrað heiminn. Hallelúja.

Nánari lestur
Hebreabréfið 11.6: „En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.”

Hebreabréfið 10.38-39: „Minn réttláti mun lifa fyrir trúna, en skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum. En vér skjótum oss ekki undan og glötumst, heldur trúum vér og frelsumst.”

Habakuk 2.4 „Sjá, hann er hrokafullur og ber eigi í brjósti sér ráðvanda sál, en hinn réttláti mun lifa fyrir trúfesti sína.”

19

Hvernig þú getur leyst út trú þína
„Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið...” 1. Tímóteusarbréf 6.12
Barátta trúarinn felst í því að virkja eða leysa út trú þina í kringumstæðum sem koma gegn þér, til þess að knýja fram breytingar sem svara til trúarjátningar þinnar sem þú neitar að víkja frá. Ég kýs að nota orðið „leysa” til að túlka styrkinn og mikilvægi þess sem átt er við með því að framganga í trú. Að „leysa út” merkir að „leysa úr læðingi” eða virkja, að „setja eitthvað frjálst úr böndum” á sama hátt og varðhundur er leystur úr bandi sínu í því skyni að elta uppi afbrotamann.
Þannig að aðferðin til að tileinka trú þina í andstæðum kringumstæðum sem þú horfist í augu við er ekki hlutlaus eða væg. Öllu heldur felur hún í sér einhvers konar guðlega árás! Það felur í sér að sleppa trú þinni lausri gegn neikvæðum aðstæðum lífsins. Þegar sjúkdómur ræðst gegn líkama þinum, svo dæmi sé tekið, þá leysir þú eða virkjar trú þína að fullu, eins og hægt er. Hvernig þá? Með því að halda fast við játningar þinar um heilsu og lækningu, án tillits til þeirra einkenna sem þú finnur etv fyrir. Þetta er tíminn til að segja við æxlið: Þú ert dautt frá rótum, í nafni Jesú Krists.
Ef það er fátækt sem reynir að ráðast á þig, gerðu það sama, leystu úr trú þína hömlulausa með því að neita að samþykkja hugsanir um skort. Lýstu stöðuglega yfir: Drottinn er minn hirðir, þessvegna mun mig aldrei skorta. Hann uppfyllir allar mínar þarfir samkvæmt auðlegð dýrðar hans í Kristi Jesú. Lærðu að koma trú þinni í orð, án tillits til augljósra og andsnúinna kringumstæðna. Þetta er aðferðin við að leysa út trú þína.
Það skiptir ekki máli hversu andsnúnar kringumstæðurnar eru, þær geta aldrei staðist það þegar þú leysir út ósveigjanlega trú þína! Þessvegna verður þú að rannsaka og hugleiða Orð Guðs meðvitað því það er leiðin til að trú þin leysist út. Þegar trúartankurinn er fullur mun það verða auðvelt að draga fram nauðsynlegar játningar sem þvinga hinar andstæðu kringumstæður til að laga sig að trúarjátningum þínum.

Játning
Sérhverjar ögrandi aðstæður sem ég mæti eru tækifæri til að leysa út trú mína. Trú min framkallar stórkostlegan árangur þegar ég leysi hana út gegn andstæðum kringumstæðum mínum. Orð trúarinnar er hjarta mitt og munnur. Þegar ég tala út staðfasta trú mína er hún kröftugri en sérhver áskorun sem ég mæti. Í nafni Jesú. Amen.

Nánari lestur
1 Jóhannesarbréf 5.4: „því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.”

2 Korintubréf 4.13 „Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: „Ég trúði, þess vegna talaði ég. „Vér trúum líka og þess vegna tölum vér.”

20.

Engin trú lítil trú og mikil trú!
„...Ég segi yður, ekki einu sinni í Ísrael hef ég fundið þvílíka trú.” (Lúkasarguðspjall 7.9)
Þegar hinir lærisveinarnir sögðu Tómasi frá því að þeir hefðu séð Jesú, sagði hann: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.” (Jóhannesarguðspjall 21.25) Þegar Jesús birtist sagði hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður." Jóhannesarguðspjall 21.27 Drottinn
Tómas var „trúlaus” sem merkir að hann hafði „enga trú” Hann varð að sjá með eigin mannlegum augum og snerta hann með höndum sínum áður en hann gat trúað að Drottinn hefði risið frá dauðum. Tómas sýndi að hann trúði ekki, hafði alls „enga trú” sem er í raun er alls engin trú vegna þess að trú er sönnun eða „fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.” Hebreabréfið 11.1
Þegar Jesús kom gangandi á vatninu til lærisveina sinna, spurði Pétur hann: „ Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu."...og Jesús sagði við hann „komdu” Matteusarguðspjall 14.28 Pétur kom gangandi á vatninu uns hann leit á vindinn og öldurnar og byrjaði að sökkva. Biblían segir í framhaldi: „Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: „Þú trúlitli, hví efaðist þú?" Matteusarguðspjall 14.31. Hér birtist önnur tegund trúar, - lítil trú.
Lítil trú er árangur af ónógum upplýsingum úr Orði Guð. Því minna sem þú heyrir úr Guðs orði þvi minni trú átt þú. Lítil trú birtist í ótta og efa. Lítil trú getur komið einhverju til vegar en missir móðinn þegar óvinurinn sýnir sig. Drottinn vill hinsvegar að þú líkist hundraðshöfðingjanum sem Jesús sagði um: „Ég segi yður, ekki einu sinni í Ísrael hef ég fundið þvílíka trú." Lúkasarguðspjall 7.9
Hundraðshöfðinginn sagði við Jesú: „En mæl þú eitt orð, og mun sveinn minn heill verða” Lúkasarguðspjall 7.7-8 Hann átti algjört traust á Orði Meistarans, það er mikil trú. Mikil trú er árangur af meiru af nákvæmum upplýsingum frá Guðs orði. En þú skalt ekki láta hugfallast þótt trú þin sé lítil. Það sem þú þarft að gera er að rækta trú þina með Orðinu. Þú getur sent pöntun á fræðsludiskum, DVD-diskum, bókum og öðru efni eftir Chris og Anitu forstöðumenn sem munu hjálpa þér við að byggja upp trú þína svo hún verði sterk. Prófaðu að opna slóðina hér að neðan:
www.christembassyonlinestore.org.
Bæn
Drottinn, þakka þér fyrir að setja trú í anda minn fyrir Heilagan anda og kenna mér aðferðina til að auka trú mína daglega með Orði þinu svo að hún verði sterk trú sem kemur miklu til leiðar. Ég bið þig að hjálpa mér til að auka löngun eftir Orði þinu svo að trú mín vaxi og verði sterk og virk stöðuglega,Í Jesú Nafni. Amen.
Nánari lestur
Rómverjabréf 10.17: „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.
Matteusarguðspjall 15.28: „Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt." Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.”

21

Takið upp skjöld trúarinnar!
„Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getð slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda“ (Efesusbréfið 6.16)
Þegar þú nærð taki á Orði Guðs, leysast neikvæð öfl úr læðingi sem reyna að stela Orðinu úr hjarta þínu, því að Satan veit að án Guðs orðs verður þú varnarlaus gegn árásum hans.
Manst þú eftir dæmisögunni um sáðmanninn; í Biblíunni segir að er hann var að sá sæði sínu, féll sumt sæði hjá götunni og fuglar himins komu og átu það upp. Jesús sagði að það sæði sem fallið hefði hjá götunni séu þau sem heyra Orð Guðs og skilja það ekki. Síðan kemur Satan fyrr en varir og stelur því vegna þess að það féll ekki í jarðveg hjartna þeirra,
Í fyrsta skiptið sem Orð Guðs birtist Jesú opinberlega, reyndi Satan að gera það Orð að engu með því að spyrja um sannleiksgildi þess. Guð sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á“ (Matteusarguðspjall 3.17) og fyrr en varði kom Satan einnig og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum“ (Matteusarguðspjall 4.3). Hann ögraði því Orði, sem kom til Jesú, en Jesús vísaði því orði á bug sem kom til hans með því að nota skjöld trúarinnar. Hann hvikaði hvergi gegn klækjum óvinaris, þar sem hann stóð á traustum grunni Orð Guðs.
Djöfullinn ræðst gegn trú þinni með því að varpa eldlegum skeytum að þér. Til að mynda gæti hann sagt sem svo: „Ef þú ert í raun ný sköpun, hastaðu þá á þennan sársauka.“ Þér gæti raunar liðið illa alls staðar og haldið að þú þyrftir að leggjast niður. En aldeilis ekki! Á því stigi málsins ættir þú að taka fram trúarskjöld þinn og bæla niður hin eldlegu skeyti sem djöfullinn kastar að þér. Þú ættir að rísa á fætur og hrópa: „Líf Guðs býr í mér! Það er ekkert pláss fyrir veikindi í líkama mínum. Ég geng í styrkleika!“ Dýrð sé Guði!
Líttu aftur á ritningarversið:: „Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getð slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda“ Með öðrum orðum þarft þú ekki að grátbæna Guð um að hjálpa þér að gera það; færnin til þess að hrekja skeyti óvinarins á brott býr í þér.
Bæn
Þakka þér, Faðir, fyrir að gefa mér skjöld trúarinnar til þess að slökkva öll eldleg skeyti óvinarins! Orð Guðs hefur æðsta valdið í lífi mínu og trú mín er lifandi og virk. Með skildi trúarinnar stenst ég djarflega sérhverja þolrun óvinarins, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Jakobsbréfið 4.7. „Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður.”
Orðskviðirnir 4.20-23 „Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum. [21] Lát þau eigi víkja frá augum þínnum, varðveit þau innst í hjarta. [22] Því að þau eru líf þeirra, er öðlast þau, og lækning fyrir allan líkama þeirra. [23] Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.“

22.

Gakktu fram í trú; láttu ekki stjórnast af skynfærum þínum!
„Því að vér lifum í trú, en sjáum ekki“ (2. Korintubréfið 5.7).
Kristindómur er ganga í trú. Trú er lífsstíll hins trúaða. Þess vegna er kristinn maður hvergi nokkurs staðar í Nýja testamentimu, beðinn um að eiga trú. Fremur erum við uppfrædd í Ritningunni um það að við eigum trú sem kristnir menn: „...og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum” (Rómverjabréfið 12.3). Guð bæði okkur ekki um að ganga í trú ef við ættum ekki trú nú þegar.
Maður getur annaðhvort gengið í trú eða fylgt skynjunum sínum eftir. Í Biblíunni segir: „Ekki eru líkamlegir afkomendur hans Guðs börn, heldur teljast fyrirheitsbörnin sannir niðjar” (Rómverjabréfið 9.8). Börn holdsins eru þau sem láta stjórnast af skynjunum sínum. Í stað þess að framganga í trú, beita eigin skynfærum. Hvað merkir það að beita eigin skynfærum? Það þýðir einfaldlega að framganga í skynjun sinni — því sem þú getur séð, heyrt eða snert.
Maðurinn er andi sem hefur sál og býr í líkama. Í 2. Korintubréfi 5.6 says: „Vér erum því ávallt hughraustir, þótt vér vitum, að meðan vér eigum heima í líkamanum erum vér að heiman frá Drottni.“ Líkami þinn er ekki þú; hann er bústaður þinn á meðan þú ert hér á jörð. Þess vegna segir í Biblíunni; „...vér erum að heiman frá Drottni“ vegna þess að við erum ekki í himnaríki heldur hér á jörðinni. Við sjáum ekki auglit Guðs sérhverja stund eins og fólkið í himnaríki. Hvernig vitum við þá að hann er með okkur? Hann hefur sagt okkur í Orði sínu að hann sé með okkur alla daga (Matteusarguðspjall 28.20). Þess vegna þurfum við ekki að bíða eftir því að finna fyrir nærveru, hann er þarna hjá okkur.
Hefur þér fundist eins og Guð hafi yfirgefið þig? Sumu fólki líður þannig og það segir; Æi, ég finn ekki lengur fyrir nærveru Guðs.“ Það lætur stjórnast af tilfinningum sínum fremur en að treysta á Orð Guðs.
Láttu ekki líf þitt byggjast á því hvernig þér líður — skynjunum þínum; lifðu ´í trú. Segðu ekki: „Ég er með höfuðverk,“ af því að þú finnur fyrir einhverjum óþægindum í höfðinu; neitaðu að viðurkenna og fallast á slíkar upplýsingar. Segðu þess í stað: „Þó að ég finni fyrir höfuðverk, neita ég að láta hann dvelja í mér, því að Drottinn hefur læknað mig!“ Gerðu það sama í fjármálum þínum; segðu ekki: „Ég er gjaldþrota“ bara vegna þess að það eru engir peningar í vasanum eða á bankareikningnum þínum. Segðu þess í stað: „Ég neita því að líða skort vegna þess að ég er barn Guðs og samarfi Krists.“
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir að hafa opinberað mér heilinfi Orðs þíns. Þó svo að ég kunni ekki að finna það með skynfærum mínum, treysti ég því að svo fari sem sagt er. Þakka þér fyrir hið sigursæla dýrðarlíf sem ég hef verið kallaður til, sem er afleiðing þess að lifa í trú á Orð þitt. í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
2. Korintubréf 4.18 „Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.“
Hebreabréfið 11.1. „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.”

23.

Trúarinnar góða barátta
„Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni“ (1. Tímóteusarbréf 6.12).
Trúarbaráttan er eina baráttan sem hinn trúaði hefur verið kallaður til. Það vekur athygli, að meira að segja fyrir bardagann varst þú yfirlýstur sigurvegari; þess vegna er hún kölluð „trúarinnar góða barátta!“ Hvað er þá góð barátta? Þú getur tapað bardaga og sagt: „Þetta var góður bardagi!“ Góður bardagi er sá sem þú vinnur. Við höfum því verið kölluð til bardaga þar sem trú okkar heldur ávallt velli.
Sumt fólk segir að þetta sé bardagi Drottins og væntir þess að Guð hjálpi þeim að berjast trúarbaráttu sinni. En það er ekki þetta sem kennt er í Biblíunni. Það er undir þér komið, ekki Guði, að berjast trúarinnar góðu baráttu. Þetta er barátta þín! Gerðu þér ljóst að hér er ekki barist við púka. Trúarbaráttan á sér stað þegar þú leysir trú þína úr læðingi gegn þrjóskum og uppreisnargjörnum aðstæðum sem véfengja heilindi þín og óskeikulleika Orðs Guðs.
Samkvæmt því sem talað er um í upphafsversinu felst þessi barátta í því að höndla eilífa lífið — arf þinn í Kristi. „Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni í viðurvist margra votta“ (1. Tímóteusarbréf 6.12). Taktu eftir því að það stendur ekki: „Höndla þú bílinn sem þú þráir“ eða „höndlaðu húsið sem þig hefur dreymt um.“ Nei! Það stendur: „Höndla þú eilífa lífið.“ Hvernig höndlar þú eilífa lífið, úr því að ekki er hægt að sjá það berum augum? Svarið er að finna við lok versins: „...sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni....i“
Þess vegna á að höndla eilífa lífið með trúarjátningunni — að mæla af munni fram í samræmi við Guð. Þú endurómar það sem Guð hefyur sagt um fjármál þín, heilsu og önnur svið lífs þíns. Þannig á að berjast trúarinnar góðu baráttu. Mundu, að þú getur aldrei liðið skort eða orðið undir í þessu lífi vegna þess að þú ert meira en sigurvegari, og sá sem meiri er býr í þér! Gerðu þetta að játningu þinni í dag.
Játning
Ég er sigurvegari. Ég er sigursæll vegna .ess að Heilagur andi er í mér, Ég lifi í gleði við góða heilsu, í friði og farsæld því að það er hluti arfleifðar minnar í Kristi Jesú. Hið góða Orð Guðs rætist í lífi mínu í dag. Ég veit hver ég er; heimurinn tilheyrir mér og ég geng í vaxandi náð og speki í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
2. Korintubréf 10.3-5. „Þótt vér lifum jarðnesku lífi, þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt — [4} Því a› vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi. [5] Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.”
Hebreabréfið 10.23. „Höldum fast við játningu vonar vorrar án þess að hvika, (því að trúr er sá, sem fyrirheitið hefur gefið)“

24.

Ttrúarviðhorfið — sigurviðhorfið
„Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifa› er um í ritningunni: ,,Ég trú›i, fless vegna tala›i ég.'' Vér trúum líka og fless vegna tölum vér“ (2. Korintubréf 4.13).
Sem kristinn maður verður þú að hafa öðruvísi viðhorf en allir hinir, Það er trúarviðhorfið, sem er sigurviðhorfið. Til þess vísaði Páll postuli er hann átti við anda trúar. Vuð höfum sama trúaranda og postularnir, og þeir sem komist hafa til metorða í trúnni. og þrekvirki þeirra eru útlistuð fyrir okkur í ellefta kapítula Hebreabréfsins.
Það er fyrir þennan sama anda trúar, sem ég veit að ég mun aldrei þjást, verða gjaldþrota, veikjast eða fátækur í þessu lífi. Komi það sem koma vill, ég mun ljóma og fara sífellda sigurför.
Þróaðu með þér þetta hugarfar og leggðu það í vana þinn að kunngjöra trúarfyllt orð um líf þitt, fjölskyldu, heilsu, starf, og vaxandi viðskipti þín og fjármál. Mæltu Orð Guðs fyrir vöct og viðgang starfs þíns og viðskipta og gefðu af þér meiri vöxt. Segðu að hagsæld verði í öllu sem þú gerir í þessu lífi fyrir kraft Heilags anda.
Mundu, að Guð fór eftir þessu grunngildi í sköpunarsögunni; hann mælti það af munni fram sem hann trúði að yrði: Hann sagði: „Verði ljós“ og það varð ljós. Á undan honum var mikil óreiða, en hún varði aðens þar til hann tók að mæla! Hann leysti orð endursköpunar úr læðingi. Í Biblíunni er okkur gert ljóst að við höfum sama trúarandann — sama trúarviðhorfið! Þess vegna skalt þú ávallt tala í samræmi við Orð Guðs. Þú skalt aldrei tala niður til sjálfs þín. Þú skalt aldrei tala um að þú sért misheppnaður, borinn ofurliði eða að þú líðir skort. Talaðu aldrei um veikindi — talaðu um heilsu. Þú hefur eilíft líf Guðs, og það líf eyðir sjúkdómum og veikindum. Þess vegna skipta einkenni þau sem líkami þinn hefur aldrei nokkru sinni máli, haltu bara áfram að kunngjöra að þú býrð við guðlega heilsu. Þetta er trúarviðhorfið — sigurviðhorfið. Ef til vill átt þú í dálitlum viðskiptum — segðu þeim að aukast. Á hverjum degi skalt þú segja við sjálfan þig: „Þessi viðskipti aukast og breiðast út í Jesú nafni.“ Hafðu trúarviðhorfið! Það er sigurviðhorfið.
Játning
Ég er sigurvegari í Kristi Jesú! Vegna þess að Orð Guðs hefur rutt sér braut inn í anda minn, vex trú mín og sigrast á öllum aðstæðum lífsins fyrir nafn Jesú. Ég sýni framfarir og mér miðar áfram í lífinu vegna þess að ég hef trúarviðhorfið — sigurviðhorfið! Hallelúja.
Nánari lestur
Hebreabréfið 11.1-2 „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. [2] Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð.“
Hebreabréfið 10.38-39. „Minn réttláti mun lifa fyrir trúna, en skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum. [39] En vér skjótum oss ekki undan og glötumst, heldur trúum vér og frelsumst.”
1. Jóhannesarbréf 5.4 „ ... og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn“

25.

Trú á móti því að trúa
„Þú trúir, að Guð sé einn. Þú gjörir vel. En illu andarnir trúa því líka og skelfast. Fávísi maður! Vilt þú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna? Réttlættist ekki Abraham faðir vor af verkum, er hann lagði son sinn Ísak á altarið?” (Jakobsbréfið 2.19-21)
Trú er ekki það að trúa og það að trúa er ekki trú. Trú er samþætting trúar og verka. Þegar þú tekur við Orði Guðs í hjarta þitt og trúir því sem þar segir, er það fyrsta stig jöfnunnar — það hlýtur að vera samband á milli verka þinna og þess sem þú hefur trúað á.
Til dæmis stendur í Biblíunni: „Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis” (Rómverjabréfið 10.10). Þegar þú heyrðir fagnaðarerindið og þú sannfærðist í hjarta þínu um það að trúa því að Jesús hefði dáið fyrir þig, réttlættist þú fyrir Guði. En þú hefðir ekki orðið endurfæddur við það eitt að trúa, heldur varð játningin að fylgja. Það skiptir engu máli hversu mikið þú kannt að hafa grátið og þakkað Guði fyrir að hafa sent Son sinn til þess að deyja fyrir þig, ef þú hefur ekki stigið það skref að lýsa einhverju yfir, hefur þú ekki getað vænst frelsunar.
Þetta grundvallargildi er hið sama fyrir annars konar viðhorf þitt til lífsins sem kristins manns. Þú mátt ekki bara nema staðar við að viðurkenna það sem segir í Orðinu; þú verður að fara fetinu lengra með því að játa með munni þínum og sýna hana í verki. Trú er stökk inn í Orð Guðs — hún felst í því að trúa öllu sem varðar hvað sem er og sýna það í verki. Trú mun valda því að sá sem sjúkur var lýsir því yfir að hann hefur læknast af klæðafaldi Jesú og byrja að hreyfa sig, .ó hægt og rólega til að byrja með. Til þess að trú verði trú, og ekki aðeins það að trúa, verður að sýna hana einhvern veginn í verki.

Játning
Ég trúi og fellst á það sem Orð Guðs segir um mig, og ég tala og hegða mér í samræmi við Orðið í dag. Ég auðsýni trú mína við sérhverjar aðstæður og kringumstæður lífsins, án þess að líta til þess mótbyrs sem ég verð fyrir, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Rómverjabréfið 10.10: „Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.“

26.

Trú á móti trúfesti
„En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita" (Hebreabréfið 11.6).
Sumt fólk á í einhvers konar valkreppu þegar kemur að því að greina á milli trúar og trúfesti. Það þjónar Drottni í trúfesti, en við og við lendir það í erfiðleikum í lífi sínu og veltir því fyrir sér hvers vegna Guð sýnir engin viðbrögð, jafnvel þótt það hafi sýnt mikla trúfesti í þjónustu sinni við hann. „Ég hef þjónað Guði trúfastlega árum saman, hvers vegna myndi hann ekki gera þetta fyrir mig?“ spyr það. Þetta hefur meira að segja leitt til depurðar og beiskju, einkum þegar það lítur til þeirra sem virðast hafa sýnt minni trúfesti en það og sér að ræst hefur meira úr lífi þeirra.
Trúfesti er eitt mikilvægasta grunngildi sem sérhvert barn Guðs verður að hafa til brunns að bera. Án efa mun Guð umbuna þér og blessa þig fyrir trúfesti þína gagnvart honum. Því trúfastari sem þú ert, þeim mun meiri ábyrgð þarft þú að axla. Þess vegna sagði Jesús: „Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu“ (Lúkasarguðspjall 16.10). En hversu dásamleg sem trúfestin er, breytir hún engu fyrir líf þitt. Hún færir þér ekki þá peninga sem þig vanhagar um, eða losar þig undan líkamlegum veikindum! Það krefst trúar að að breyta vonlausum eða ögrandi aðstæðum.
Ekki segir í Biblíunni: „... og trúfesti vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn“ heldur er það trúin sem er sigurinn og hefur sigrað heiminn (1. Jóhannesarbréf 5.4). Fátækt og veikindi sýna engin viðbrögð gagnvart trúfesti þinni, en þau sýna viðbrögð gagnvart trú þinni. Það er trú þín á Orð Guðs sem ýmsu fær breytt.
Ef þér hefur fundist eins og Guð hafi vanrækt þig þrátt fyrir trúfesti þína, þá hefur þú ruglað trúfesti saman við trú. Efldu trú þína með Orði Guðs, og þú munt geta horfst í augu við hvers kyns kreppu og sigrast á henni. Þú munt fá breytt vonlausum aðstæðum. Þegar trú þín er efld og styrkt, mun ekkert standast þér snúning.
.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir að kenna mér mismuninn á trú og trúfesti. Er ég geng í trú og þjóna þér í trúfesti, veit ég að ég mun lifa spennandi, uppfylltu og sigursælu lífi, þar sem ég deili og drottna í lífinu og upplifi stöðugt framgang og hagsæld á öllum sviðum lífs míns, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Hebreabréfið 10.38. „Minn réttláti mun lifa fyrir trúna, en skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum.“
1. Korintubréf 4.1-2. „Þannig líti menn á oss svo sem þjóna Krists og ráðsmenn yfir leyndardómum Guðs. [2] Nú er þess krafist af ráðsmönnum, að sérhver reynist trúr.”

27.
Trú á móti von
„Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá” (Hebreabréfið 11.1).
Í Biblíunni stendur: „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona“og í þessu liggur mismunurinn á trú og von. Trúin hefur fullvissu; hún er sönnun eða rök fyrir því sem þú vonaðist eftir að yrði þitt, en von hefur enga fullvissu! Vonin hyggur til framtíðar, en trúin er hér og nú. Vonin horfir upp fyrir múrinn á eitthvað sem þú þráir og biður þess að dag nokkurn verði það þín eign. En annaðhvort klifrar trúin upp þennan múr og nær taki á þessu fyrirbæri, eða aflar sér nauðsynlegra gagna til þess að verða sér úti um hann, jafnvel úr fjarlægð.
Á meðan sá sem vonar, segir: „Ég ætla að eignast þetta,“ segir sá trúaði: „Ég á þetta núna!“ Það hefur aldrei verið sagt í Biblíunni að hinn ráttláti eigi að lifa fyrir von heldur fyrir trú (Hebreabréfið 10.38). Trú er sönnun fyrir hinum óséða raunveruleika; að svo miklu leyti sem það varðar trú það sem þú hefur hingað til vonast eftir tilheyrir þér núna, og þess vegna lætur þú eis og þú hafir þegar eignast það. Sjáðu til, þegar ég segi „lætur eins og“, þá á ég ekki við það að þú þykist hafa öðlast það eða „reyna að látast hafa öðlast það, svo að þú getir raunverulega öðlast það“. Nei. Þú lætur eins og þú hafir öðlast það vegna þess að andi þinn hefur öðlast það!
En sá sem vonar skilur þetta ekki. Hann bíður enn og vonar að hann öðlist það. Hann treystir enn á það að Guð heyi þessa baráttu fyrir sig, og gerir sér enga grein fyrir því að Guð hefur þegar gert allt sem nauðsynlegt er til þess að vísa okkur veginn til lífs í dýrð. En trúaði náunginn segir: „Þakka þér fyrir, Drottinn, þú hefur opnað mér allar leiðir og gefið mér allt sem ég þarfnast í lífinu og guðleika. Ég krefst sérhverrar blessunar sem er í Orði þínu mér til handa, í Jesú nafni!“
Á meðan vonin lætur allt ganga sinn vanagang, er trúin hér og nú, trúin er í dag! Trúin tekur völdin núna. Það er trúin sem færir þér arfleifð þína í Kristi, ekki vonin. Til þess að þú ráðir ríkjum í lífinu sem konungur sem þú ert, þarf von þín að umbreytast í trú með því að taka við því sem Guð hefur sagt um þig, og samsinna því, án þess að líta til mótdrægra kringumstæðna.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir vonina í Kristi. Þakka þér einnig fyrir að kenna mér í dag mismuninn á trú og von! Ég veit ég hvernig á að virkja trú mína og láta hana sífellt starfa. Fyrir trú tek ég við þeim arfi sem Guð gaf mér og lýsi því yfir að hinn lífsnauðsynlegi raunveruleiki réttinda minna og forréttinda sem nýrrar sköpunar í Kristi Jesú til heyra mér hér og nú, í nafni Drottins Jesú. Amen.
Nánari lestur
Hebreabréfið 11.1 AMP: „TRÚIN er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.”
Hebreabréfið 11.6 „En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.“

28.

Trúðu alveg til his ýtrasta!
„Þannig hljóta þeir, sem byggja á trúnni, blessun ásamt hinum trúaða Abraham“ (Galatabréfið 3.9).
Í Biblíunni er Abraham lýst sem afar auðugum manni (1. Mósebók 13.2). Hann varð samt ekki ríkur af erfiðisvinnu einni saman eða góðu gengi, Í Hebreabréfinu 11.8 stendur: „Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til sta›ar, sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá.” Með öðrum orðum varð Abraham mikill fyrir trú. Hann trúði alveg til hins ýtrasta! Við erum börn Abrahams, þess vegna verðum við líka að trúa til hins ýtrasta; við þurfum að lifa í trú (Galatabréfið 2.20).
Trú á Guð og Orð hans veldur því að þér vegnar gríðarlega vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Án trúar er ómögulegt að þóknast Guði vegna þess að sérhver sá sem kemur til hans verður að trúa því að hann sé sá eini sem sér fyrir þörfum, læknar, aflar og umbunar (Hebreabréfið 11.6).
Í Biblíunni stendur að mennirnir hafi fyrr á tíðum fengið góðan vitnisburð (Hebreabréfið 11.2). Með þessu er átt við að öldungarnir (mennirnir fyrr á tíðum) hafi trúað til hins ýtrasta! Stórkostleg kraftaverk áttu sér stað fyrir þá vegna þess að þeir fóru eftir Orði Guðs. „Fyrir trú unnu þeir sigur á konungsríkjum, iðkuðu réttlæti, öðluðust fyrirheit. Þeir byrgðu gin ljóna” (Hebreabréfið 11.33). Þú getur líka á sama hátt fengið vinnu, borgað reikninga og lifað við góða heilsu, sigur og farsæld á hverjum degi er þú lifir í trú á Orðið.
Því er lýst yfir í Orðinu að þeir sem byggja á trúnni, séu börn Abrahams (Galatabréfið 3.7), og fyrirheit Guðs voru gefin Abraham og afkvæmum hans (Galatabréfið 3.16). Þarna ert ÞÚ meðtalinn; þannig að þú skalt stíga trúarskrefið til fulls, eins og faðir Abraham!
Játning
Ég er erfingi Guðs, samarfi Krists og nýt ásamt öðrum blessunar Abrahams. Lífi mínu er beint og stjórnað uppá við og fram á við, því að ég geng í trú og ekki í því sem sýnilegt er! Ég trúi alveg til fullnustu! Guðlegt heilsufar, sigur og farsæld eru arfleifð mín hér og nú vegna þess að ég trúi á Guð. Hallelúja.
Nánari lestur
Hebreabréfið 11.32-34. „Hvað á ég að orðlengja framar um þetta? Mig mundi skorta tíma, ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta, og af Davíð, Samúel og spámönnunum. [33]Fyrir trú unnu þeir sigur á konungsríkjum, iðkuðu réttlæti, öðluðust fyrirheit. Þeir byrgðu gin ljóna, [34] slökktu eldsbál, komust undan sverðseggjum. Þeir urðu styrkir, þótt áður væru þeir veikir, gjörðust öflugir í stríði og stökktu fylkingum óvina á flótta.“
Hebreabréfið 11.1-2. „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. [2] Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð.“

29.

Veik trú á móti sterkri trú
„Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var kominn að fótum fram — hann var nálega tíræður, — og að Sara gat ekki orðið barnshafandi sakir elli. Um fyrirheit Guðs efaðist hann ekki með vantrú, heldur gjörðist styrkur í trúnni. Hann gaf Guði dýrðina” (Rómverjabréfið 4.19-20).
Trúin kemur af boðuninni á Orði Guðs (Rómverjabréfið 10.17). Þetta þýðir að því meira sem þú heyrir af Orði Guðs, þeim mun meiri verður trú þín. Samt er hægt að eiga mikla trú sem er veik. Það minnir á náunga sem borðar svo mikið að hann verður þéttholda en gerir samt litlar sem engar líkamsæfingar. Allt sem hann ber úr býtum er mikið hold sem er veikt. Lægri maður sem er í fínu formi og vel á sig kominn mun áreynslulaust bera sigurorð af honum, vegna þess að fyrrnefndi maðurinn hefur stóran, veikbyggðan líkama.
Veik trú er þannig afleiðing skorts á iðkun trúarinnar, eða iðkunarleysi trúarinnar. Ef þú heyrir Orð Guðs en ferð ekki eftir því verður trú þín veik. Þetta er ástæða þess að þæu þekkir hugsanlega öll ritningarversin sem varða tiltekið atriði í Orði Guðs en þú ert engu nær. Þar til þú ferð eftir Orði Guðs sem þú hefur þegið, verður trú þín veik og þú verður fyrir hrösun í andstreymi lífsins. En þegar að því kemur að þú ákveður að ástunda trú þína, með því að hrinda Orði Guðs í framkvæmd, eflist trú þín.
Abraham hafði sterka trú! Hann kallaði sjálfan sig „föður margra“ jafnvel þótt hann ætti enga líkamlega afkomendur. Í Biblíunni stendur að hann „veiklaðist ekki í trúnni og gaf Guði dýrðina” og það er eitt megineinkenni sterkrar trúar — hún gefur Guði dýrðina. Hvernig? Með því að kunngjöra að Guð hefur gert allt sem hann segist hafa gert! Þegar trú þín er sterk, tekur þú óðara við, trúir og gerir .að sem Guð segir þér í Orði sínu.
Rifjaðu upp grunngildið aftur — þú verður að fara eftir Orðinu svo að þú vitir að trú þín verður sterk. Skildu Orðið ekki eftir á minnisblöðum eða í huga þínum eða hjarta, talaðu um það, því að sterk trú talar! Kunngjörðu það sem, segir í Orðinu, óháð mótdrægum kringumstæðum. Þannig á að byggja upp sterka trú — trú sem ávallt virkar.
Játning
Trú mín er sterk en ekki veik, því að ég auðsýni Orð Guðs, sem ég heyri, í verki! Orðið er ekki aðeins í hjarta mínu heldur einnig í munni mínum! Án þess að horft sé til andstæðra kringumstæðna, held ég áfram að mæla fram Orðið, þar sem ég veit að Guð hefur gert það sem hann segist hafa gert og ég á það sem hann segir að ég eigi. Hallelúja.
Nánari lestur
Jakobsbréfið 1.22-24 GNB: „Verðið gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess, ella svíkið þér sjálfa yður. [23] Því að ef einhver er heyrandi orðsins og ekki gjörandi, þá er hann líkur manni, er skoðar andlit sitt í spegli. [24] Hann skoðar sjálfan sig, fer burt og gleymir jafnskjótt, hvernig hann var.”
Rómverjabréfið 4.19-20: „Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var kominn að fótum fram — hann var nálega tíræður — og að Sara gat ekki orðið barnshafandi sakir elli. [20] Um fyrirheit Gu›s efaðist hann ekki með vantrú, heldur gjörðist styrkur í trúnni. Hann gaf Guði dýrðina.”

30.

Hvernig lækna á veika trú
„Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: „Lyft þér upp, og steyp þér í hafið,' og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því“ (Markúsarguðspjall 11.23).
Ég hef gaman af fólki sem segist þekkja ýmislegt sem stendur í Biblíunni, en samt fer það ekki eftir því. Til dæmis segir kristinn maður: „Ég veit að í Biblíunni stendur „fyrir benjar hans urðum vér læknaðir“ þegar hann liggur fyrir veikur. Það er veik trú. Veik trú er afleiðing „skorts á iðkun“ trúarinnar; afleiðing þess að farið eftir þeim upplýsingum sem þú hefur fengið frá Orði Guðs.
Það minnir á náunga sem borðar stöðugt en stundar ekki líkamsrækt, vöðvar hans stækka en eru veikir. Á sama hátt er Orð Guð andleg fæða þín. Ef þú heldur áfram að taka við Orði Guðs og gerir ekkert við það, verður trú þín veik. Veik trú veldur því að fólk verður hrösult, og þar af leiðandi verður það óttaslegið og það verður undir í lífsbaráttunni.
Lækningin við veikri trú er sú að fara eftir Orðinu — að fara eftir þeim upplýsingum sem þú hefur fengið. Ef þú vilt að trú þín verði mikil og sterk, farðu þá eftir Orðinu! Til dæmis stendur í Biblíunni:: „Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú” (1. Þessaloníkubréf 5.18). Hrintu þessu í framkvæmd í lífi þínu. Þakkaðu við allar aðstæður! Láttu líf þitt verða endalausan straum lofgjörðar og þakklætis til Guðs.
Segðu við sjálfan þig: „Í Orði Guðs segir: „Fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir,“ þess vegna hafna ég því að vera veikur. Ég neita að leggjast niður í sjúkrarúmið eða vera í hjólastól eða ganga um með hækjur, því að Drottinn hefur læknað mig.“ Þannig er farið eftir Orðinu.
Svo að trú þín verði sterk og ekki veik, og til þess að hún beri ávöxt, verður þú að vera „gerandi“ Orðsins — þú verður að taka Orði Guðs sem „hinum sanna raunveruleika“, eina sannleikann sem lifa ber eftir við allar kringumstæður lífsins.

Játning
Orð Guðs er að störfum í mér, ber ávöxt og eflir trú mína meira en kreppurnar í lífinu. Ég er ekki óvirkur þiggjandi eð hlustandi Orðsins, ég fer eftir því sem Orðið segir og lifi samkvæmt því! Í dagsins amstri varðveitist trú mín er ég breyti eftir Orðinu á öllum sviðum lífs míns.
Nánari lestur
Jakobsbréfið 1.22-25. „Verðið gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess, ella svíkið þér sjálfa yður. [23] Því að ef einhver er heyrandi orðsins og ekki gjörandi, þá er hann líkur manni, er skoðar andlit sitt í spegli. [24] Hann skoðar sjálfan sig, fer burt og gleymir jafnskjótt, hvernig hann var. [25] En sá sem skyggnist inn í hið fullkomna lögmál frelsisins og heldur sér við .það og gleymir ekki því, sem hann heyrir, heldur framkvæmir það, hann mun sæll verða í verkum sínum.“

31.

Andi trúarinnar
„ Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: „,Ég trúði, þess vegna talaði ég.“ Vér trúum líka og þess vegna tölum vér” (2. Korintubréf 4.13).
Andi Guðs sýnir okkur í ritningarversinu hér að ofan megineinkenni trúarandans; hann trúir og því talar hann. Með öðrum orðum, þegar þú starfar eftir anda trúarinnar, talar þú ekki eða játar eitthvað til þess að hrinda því í framkvæmd; né heldur reynir þú að sannfæra sjálfan þig um að það sem þú segir standist. Fremur trúir þú fyrst í hjarta þínu að það sem þú þráir sé til staðar áður en þú ljærð máls á því.
Þarna hafa sumir misskilið trú: Þeir tala ekki vegna þess að þeir hafa trúað; þeir tala til þess að trúa. Þó að þeir játi Orð Guðs, eru þeir í raun að berjast við að trúa því sem þeir segja. Þetta útskýrir hvers vegna þeir verða ergilegir þegar ýmislegt verður ekki eins og ætlað var.
Þegar Drottinn sagði við Abram: „Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða gjöri ég þig” (1. Mósebók 17.5), en maðurinn var samt barnlaus. En vegna þess að hann átti anda trúar, fór hann þegar að kalla sig „Abraham“ (föður margra). Hann beið þess ekki að hann eignaðist börn sjálfur áður en hann játaði hver hann var; hann trúði og þess vegna sagði hann það upphátt að hann væri faðir margra. Þarna var trúarandinn að störfum.
Trúin er fullvissa um það, sem menn vona (Hebreabréfið 11.1), og þess vegna verður játningin að byggjast á því sem þú hefur trúað í hjarta þínu, en ekki öfugt. Ef þú hefur rök fyrir einhverju, veitir það þér dug til þess að mæla það djarflega. Ef þú átt til dæmis skjöl sem sanna að þú hafir átt tiltekna eign, munt þú hlæja að þeim sem telur sig eiga sömu eign. Hvers vegna? Sönnun er þín megin!
Ef þú á sama hátt trúir því að það sem Guð hefur sagt um þig sé raunveruleiki, lýsir þú því djarflega yfir, hvað svo sem djöfullinn, aðstæður eða jafnvel hugur þinn kunna að segja þér. Það er vegna þess að þú hefur þekkinguna í anda þínum, sönnun þess að þetta sé raunveruleiki hið innra með þér! Það kallast að starfa eftir anda trúarinnar.
Játning
Ég hef þann sama trúaranda og þeir postular trúarinnar sem skráðir eru í Biblíunni, þess vegna eru trúarjátningar mínar raunsannar. Ég er það sem Guð segir mig vera. Ég get gert það sem Guð segir að ég geti gert, og ég á það sem hann segir að ég eigi. Trú mín eru rökin fyrir því að allt sem Guð hefur sagt um mig eigi við um mig hér og nú.
Nánari lestur: Hebreabréfið 13.5-6. „Sýnið enga féfgirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefur sjálfur sagt: „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Því getum vér öruggir sagt: Drottinn er minn hyjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?“
Rómverjabréfið 4.17. „(eins og skrifa› stendur: ,,Föður margra fljó›a hef ég sett þig).“ Og það er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á, honum sem lífgar dauða og kallar fram það, sem ekki er til eins og það væri til.”
Davíðssálmur 116.10a „Ég trúði, þó ég segði:“


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband