Rómverska kirkjan hefur alltaf viljað fara sínar egin leiðir.

Það sem aðskilur Rómversku kirjuna hvað mest frá Lúterskum og evangelískum kirkjum. Er að hefðin og orð páfa er sett að jöfnu orðinu eða Biblíunni. Þannig verða til þessar svakalegu messur og trúarathafnir og hefðir sem virðast vera svo tilkomumiklar og innihaldsmiklar. En brengla í raun og yfirskyggja fagnaðarerindið og andann oft á tíðum.
En Lútersk kirkja byggir á orðinu einu. Og opinberunn á því hver Guð er og hver staða þín er í honum.
Við höfum nú eitthvað tínt þessari opinberun því að ef hún væri ljóslifandi mundu allir þeir sem fermast telja sinn andlega mann vera Jesú endurfæddan.
Páfinn aftur á móti er ekki hrifinn af svona boðskap hann vill einn vera Jesú á jörð og segja öllum hinum hvernig á að hugsa. Og telur sig svo vera lögum ofar sem er alveg samhvæmt hefð og sögu Rómversku kirkjunnar.
Bankamenn voru varðir af rómversku kirkjunni á miðöldum þegar lög um lánaþrældóm voru sett.
Nú er lánaþrældómur lögverndaður á Íslandi og þjóðkyrkjan segir ekkert. Þannig að sagan er eiginlega kominn í hring. Þannig að nú er ég í sporum Lúthers. Svona bákn sem ekki rís upp fyrir réttlæti er dauð stofnun og ég vona að hún rísi upp gegn órétti eins og Biskup talaði um í áramótaávarpi. Ég óska henni styrks.Og ég á henni margt að þakka.
Nú er spurning hvort að hempan haldi.


mbl.is Páfagarður segir sig úr ítölskum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband