Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ákæra með valdnýðslu.

Ekki sagt til að særa lögreglu enda tel ég að allir verði að bera vissa virðingu fyrir lögreglu. En það er á ábyrgð lögreglu að vinna sér inn traust og virðingu almennings með því að starfa í þeim friðaranda sem kemur í veg fyrir átök. Í stað þess að valda þeim.

Ég er farinn að velta fyrir mér hvort það þurfi ekki sálfræðiteymi að koma að sálgæslu hjá lögreglunni. Eða einhverskonar sálfræðiaðstoð.

Margar aðgerðir lögreglu virðast vera vanhugsaðar og gerðar að því er virðist án tilgangs.

Aðgerðir eru oft þannig að þær vekja úlfúð og stríða þannig gegn þeim anda sem löggæsla ætti að starfa í sem er að stilla til friðar og vernda lög og reglu.

Bæði atvik virðast benda til þess að viðhorfsbreitingar sé þörf innan lögreglu eða að sérstök kennsla í hóp stillingu séu teknar til kennslu.

Sumir mundu vilja leysa svona atvik með rafbyssum...mitt mat á því er að það vanþroski hæfni lögreglunnar til að leysa kringumstæður sem lögreglan lendir í.


mbl.is Réttarhöldin blettur á réttarfarinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andi laganna var alltaf skýr.

Bankastofnanir fóru gegn lögum til þess að búa til nýja vöru á markað. Juku eftirspurn.

Stærsta hagfræðivandamál Íslands mun leysast nokkuð auðveldlega þegar frekari dómar í þessum málum falla.

Bankakerfið mun minka og tug þúsundir munu öðlast fjárhagslegann grundvöll á ný.

Og mér er alveg sama um hvort þetta voru Range Roverar eða Skódar, samningarnir áttu aldrey að vera gerðir á þennan hátt.

Þetta hefur ekkert með neytendur að gera eða um talað fyllerý þeirra eða hvort þeir tóku 100% eða 20% lán...Hvað þeir gerðu við peningana er algjört aukaatriði og kemur þessu máli ekkert við...


mbl.is Ekki heimilt að gengistryggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt skref í átt að endurnýjuðu trausti.


Ef vel tekst til í þessum úrræðum og þau verða ekki klaufalega unnin þá munu þessar aðgerðir verða gríðarlega góð fjárfesting fyrir bankann.

Fátt er betri fjárfesting en raunverulegur good will viðskiptavina. Honum hafa bankarnir glatað og þeirra mesta áskorun er að vinna hann til baka.

Í raun er sá bankamaður sem ekki sér það í hendi sér vanhæfur til starfa í grunni þeirra rústa sem liggja eftir hugmyndafræði undanfarinna ára.

Almenningur er fullkomnlega tilbúinn að fyrirgefa svo framarlega sem bankarnir gera sitt ítrasta til að skila þýfinu. Falla frá algjörlega óraunhæfum kröfum og ganga til verks eins og hagkerfið liggi undir.

Því lengur sem tíminn líður því erfiðara er að vinna upp traustið. Traustið verður ekki unnið með auglýsingum eða yfirlýsingum þó að orð séu oft upphafið þá verða það verkin sem vinna til baka traustið. En það er ekki bara traustið sem liggur undir heldur heilbrigði hagkerfis og sameiginleg framtíð okkar í því.


mbl.is Vilja koma til móts við þá sem tóku bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég væri til í að fá jafn mikið af fréttum af þessum manni og páfanum.

Vegna þess hve fréttastofa MBL er sjúklega hrifinn af páfanum þá hefur alþjóð varla heyrt um þennan mann.

Sennilega eru svona margar fréttir af páfanum vegna þess að MBL og aðrir miðlar eru mataðir af stóru fréttastofunum úti í heimi.

Eða er það vegna þess hvað hann er í flottum búning.

En ég segi takk fyrir þessa frétt...

Veit einhver Íslendingur hver er æðsti maður lútersku kirkjunnar ? Eða hvernig þeim málum er háttað ?

Er ekki lúterska kirkjan þannig upp byggð að deildir og lönd hafa algert sjálfstæði frá öðrum og lúta ekki yfirstjórn eða valdi.

Mér þætti gaman að vita það og það væri nú fínt ef einhver sem þekkir lög lútersku kirkjunnar mundi segja mér frá.


mbl.is Óréttlátt að íslenska þjóðin beri ein kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar og skammsýn ofurtrú á að markaðurinn sjái um leiðréttinguna.

 Skattgreiðendur gerðir að þjófum og morðingjum.

Sagan mun sanna að hagsmunir bankastofnanna og sjóða fengu að ráða þegar 25 þúsund manns voru gerðir gjaldþrota. Hamfarakapítalísk hægri stefna sem á ekkert skylt við annað en algjöra blinda trú á að eðlileg markaðsöfl hafi ráðið fyrir hrun og ráði nú eftir hrun. Nú hefur rannsóknarskýrslan sýnt frammá að um stórfelld hagsvik var að ræða. Hvernig litið er á þessi mál hlýtur að breytast nú og afneitun getur ekki haldi áfram.

Leiðrétting er aftur á móti óumflýjanleg sama hversu oft IMF eða viðskiftaráðhera segir að ekkert verði frekar gert. Leiðrétting (Markaðarinns) IMF á að verða á kosnað almennings. En leið lífsinns er ekki á kostnað skattgreiðenda eins og ráðherrar tala um. Markvisst er unnið að því í orðræðu og riti að etja saman skattgreiðendum og þeim sem áttu að hafa farið óvarlega.  Það réttlætir aðgerðaleysi og dæmir þá sem fóru óvarlega úr leik. Vandamálið við þessa hugmyndafræði er að hún er byggð á fordómum, hún er lygi og hún mun kosta samfélagið meira, þvert á það sem prestar þessarar hugmyndafræði vilja láta í veðri vaka. 

Hugmyndafræði sem rífur sundur samfélög. 

Söguleg dæmi eru um svipaða huti fyrir þá sem vilja kynna sér.   En sérstaklega kemur ein saga í huga mér þegar rætt er um kostnað sem skattborgarar eiga að þurfa að greiða, eins og það er orðað. Notað sem réttlæting fyrir áframhaldandi svikum og drottnun bankakerfis í lýðræðissamfélagi. 

Þegar eyðni varð vart í bandaríkjunum fyrst var barist harkalega á þingi um fjárveitingar til rannsókna á HIV veirunni og lyfjameðferðum. Einn reyndasti þingmaður bandaríkjann stóð fastur á því að þeir sem fóru óvarlega ættu að taka afleiðingunum af því og samfélagið ætti ekki að kosta dýrar rannsóknir á sjúkdóm sem var sjálfskaparvíti. Málflutningur sem hljómar eins og hugmyndafræði IMF, bankana, stjórnvalda og þeirra sem trúa því að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann fyrir leiðréttingar á óraunhæfum og útbólgnum kröfum. Allar ítrustu kröfur skulu innheimtar. Fólk getur sjáfu sér umkennt.

Þetta er ekki saga sem ég er að búa til heldur er úr okkar samtíma.  Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig þessi saga hefur skilaboð til okkar.

 http://topdocumentaryfilms.com/age-aids/    hluti 4....

 

Viðskiptaráðherr er klár en hann var snemma mataður af þeirri hugmyndafrði sem ræður ríkjum innan samfylkingar að þeir sem fóru óvarlega eigi að líða fyrir það. Semsagt nýfrjálshyggjan á að ráða áfram. Markaðurnn á að murka lífið úr almenningi.

Jón Steinsson hagfræðingur þar fremst í flokki ásamt Gauta B. bróðir Dags B Eggertssonar. Strax þegar leiðréttingar hugmyndir fóru að koma fram stukku þessir hagfræðingar framm á sjónarsviðið og allir áttu þeir það sameiginlegt að halda upi sterkum rökum fyrir aðgerðaleysi og oft á tíðum hljómuðu þessir men eins og þeir tryðu því að ekkert hefði gerts. Þórólfur Mattíasson kom svo og sagði að engar hamfarir hefðu átt sér stað og enginn forsendubrestur hefði átt sér stað. Sem var endurómun á orðum Jóns Steinssonar hagfræðings.

Hugmyndafræði dauðanns sem er sú hugmyndafræði sem hefur stýrt þessu hagkerfi undan farinn ár. Ef hún fær að ráða munu óeðlilegir og ískyggilegir hlutir gerast. Þeir eru þegar farnir að gerast. Stjórnvöld hafa ásamt jámönnum sínum trúað því að þeir sem setja út á aðferðir þeirra séu í leiðangri sem miðar að því að setja stjórnina af. Í raun hafa stjórnvöld valið sinn veg en líf stjórnvalda byggist á því að meta nýjar upplýsingar og vinda ofan af þrákeldni sinni við að afneita vandanum.  Bankarök hafa fengið að ráða og hafa menn horft á efnahegsreikninga bankana og staðið vörð um þá.

Gengistryggð lán eru varin sem sjálfsagðir samningar. Af stjórnvöldum.  

Ransóknarskýrslan um dugleysi núverandi ráðmanna verður enn svæsnari varðandi gengistryggðu lánin.

Rannsókn mun leiða í ljós hvernig Stefna samfylkingar var mótuð af bönkunum.  VG mun líða hrikalega fyrir að taka þátt í þessari ólýðræðislegu fordómaleið og stutt hana með þögn.

Ég endurtek að skattgreiðendur munu ekki líða fyrir þær leiðréttingar sem eru óhjákvæmilegar og skattreiðendur tapa aldrey á því að réttlætið nái fram að ganga. 

 

 


mbl.is „Skuldarar hrópa á réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmi er eitt af grundvallar atriðum rökstuðnings vegna dóma í réttarríki.

Pólitískir fulltrúar flokka þurfa að sýna fordæmi ef þeir ætlast yfir höfuð til að fólk breyti rétt í samfélaginu.
Siðferðisvitund alþingis í dag er á mjög lágu plani. Fyrri fordæmi hafa líka mótað þá afstöðu sem ríkjandi er. Ef það er á annað borð vilji til að losna við spillingu þurfa alþingismenn að víkja.


mbl.is Óþægilegt fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonadi eru þetta baratímabundin áhrif.

Það er óskandi að bókanir marfaldist eftir að flugsamgöngur komast aftur í rétt horf. Afbókanir munu halda eitthvað áfram þar til flugsamgöngur verða eðlilegar

Efast um að ummælin sjálf séu að hafa nokkur áhrif þó erfitt sé að geta sér til um það.

Bókanir eru afbókaðar vegna annara þátta en hugsanlegt Kötlugos.


mbl.is Dýrkeypt yfirlýsing forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpum til og þýðum nafnið.

Til þess að auðvelda mönnum það að tala umgosið í Eyjafjallajökli ætti að hjálpa fréttamönnum og þýða nafnið.

 Mountain Islands glacier 

 

   Eyja .....fjalla........jökull


mbl.is Framburðarglíman við Aye-ya-fyah-dla-jow-kudl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skrifstofa Sambands Íslenskra sveitarfélaga í Brussel ?

Getur einhver úrskýrt þetta fyrir mér, ég er ekki alveg að skilja þetta.
mbl.is Anna Margrét sest á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég afþakka það að lesa hvað það er sem kaþólkska kirkjan boðar af margvíslegum ástæðum.

 

Ég er ekki að segja þetta til þess að vera leiðinlegur rætin eða árásargjarn.

En kaþólska kirkjan hefur á margvíslegann hátt sett sína mannlegur hefðir og reglur ofar orði Guðs. Margvíslega snúið út úr fagnaðarerindinu og gert það að ánauðaroki. Þar sem fólk er í unnvörpum að vinna sér inn elsku Guðs með hinu og þessu.

En elska Guðs er gjöf sem er ekki háð neinum skilyrðum. Þú þarft ekki að hoppa í gegnum neina hringi eða gera neinar kúnstir til að komast inn í elsku guðs. Þú getur meðtekið hana núna. Hvað sem þú hefur gert eða hvað sem þú hefur sagt. Þér er fyrirgefið. Þú ert elskaður.

Kaþólska kirkjan er byggð á opinberun Péturs. Þar byrjar vitleisan.

Jesú vildi ekki byggja kirkju sína á opinberun Péturs solo.

Heldur á þeirri opinberun sem þú hefur að Jesús sé sá sem hann segist vera, kristur kominn í holdi. Og á því að þegar þú tekur á móti elsku Guðs á sér stað endurfæðing og nýja sköpunin er í raun Jesú í þér. Þinn andlegi maður eða vera. 

Samkvæmt kenningunni eignumst við andlegt líf sem okkur ber að varðveita og við erum varðveitt.

 Kaþólska kirkjan hefur alltaf verið á móti því að færa kraftinn til hins almenna. 

Villukenningar til skaða.

Ein þeirra er um það að prestar skuli ekki giftast. Þessi regla hefur valdið gríðarlegum vanda hjá kaþólsku kirkjunni.

Hún setur manneskju í annað hlutverk er hún var sköpuð til. Að fjölga sér og upplifa sameiningu í ást við aðra manneskju. Brenglun er afleiðing af fölskum  hefðum. Hefðum sem er nóg af í kaþólsku kirkjunni.

Sumar eru frábærar en aðrar algerlaga út í hött. 

Biskupinn talaði um að við ættum að setja mörk.

Það eru ein mikilvægustu mörk sem okkur ber að halda og skilja.  Mörkin milli Kaþólsku og Lútersku kenninganna. Og hvernig ánauðarok verður til.

Látið ekki leggja á ykur ánauðarok.  Þ.e.a.s  látið engann segja ykkur að þið þurfið að vinna ykkur inn fyrir elsku Guðs. Elska hanns er óháð verkum, en verkin fylgja því að hvíla í kærleika hanns. 

Hér er ég að tala út frá kenningunni sem er svo oft snúið á hvolf. 

Kenninga mörk.

Ég set mörkin hér, við höfum ekki efni á því að hlusta á Kaþólsku kirkjuna. Hún hefur afvegaleitt nógu marga að mínu mati.

Og ég skil ekkert í mogganum að vera að gera fréttir úr því sem páfinn segir.

Páfadómur sem hefur sett sig einan í sæti Jesú krists á jörðu og snúið þannig fagnaðarerindinu á hvolf enn einu sinni.

Alveg öndvert við það sem ritningin segir. Að við séum öll saman Jesú, við erum saman líkaminn.

Prestdómur kaþólsku kirkjunnar er þjófnaður á þínum egin prestdóm. 

 Og gerir lítið úr þínum egin vitnisburði og ábyrgð.

Eftir að hafa farið rækilega yfir kenningar kaþólsku kirkjunnar þá mundi ég ráðleggja hverjum manni að koma ekki nálægt þessari kirkju.

Ég óska þess að áhrifum hennar gæti minna og minna hér á landi. Og þessvegna sé ég engann tilgang í því að fá fréttir af Páfanum í sínum gullbryddaða yfirskrýdda hégómlega búning.

Guð mundi aldrey skreyta sig á þennan hátt og er þetta eitt sönnun þess að þetta er falsmynd afvegaleiðandans.

Ég skora á fólk að lesa í myndina og sjá hvað er verið að setja upp þarna. Þarna er hendi guðs að halda Páfanum á sínum stað. Það er nákvæmlega kenning kaþólksku kirkjunnar. Að Páfinn sé settur í hásæti Jesú krists á jörð. 

 Páfi ávarpar mannfjöldann á Péturstorginu í Róm í dag.

 


mbl.is Páfi hvetur til siðvæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband