Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Það hefði verið flott að hafa rafbyssuna þarna, löggimann.


Það eru svona atvik sem verða til þess að rafbyssur eru notaðir við skyldustörf lögreglu. Einhver berst á móti handtöku. Að beyta valdi við handtöku er löglegt ef mótspyrna er veitt. En að láta sér detta í hug að hafa rafbyssur í lögreglubílum á Íslandi er fáránlegt.
Nú eru uppi hugmyndir að lögreglan hafi rafbyssur í bílunum sínum.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/16/rafstud_i_varnarskyni/
Ég held að það sé engum til gagns og þegar til lengri tíma er litið og minki starfsöryggi lögreglu til muna.
Lögreglumenn freistist frekar til að nota rafbyssuna en að leysa málið friðsamlega. Og Og þó að í einstaka tilfelum ráði lögregla ekki við viss atvik þá mun rafbyssa kalla á önnur vandamál.
Það er lögmál vígbúnaðar sem veldur alltaf meiri vígbúnaði og eykur hættu á ofbeldi.
Vopn hjálpa lögreglu ekki þegar til langs tíma er litið. Það er kanski draumur einhvers að eiga stóra byssu. En sá draumur er ekki af hinu góða fyrir samfélagið.
mbl.is Tók afskiptum lögreglunnar illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hefði kanski verið betra að spurja hann ?

En þetta er algjörlega magnað atvik. Og grátbroslegt.
En kanski var þetta bara frænka hanns sem hann var að knúsa ?


mbl.is Kveikti í eiginmanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er blessun fyrir þjóðkirkjuna.


Þetta verður ekkert nema blessun fyrir kirkjuna. Hún á hvort eð er ekki að vera svona mikið háð fjármagni frá ríkinu.
Það á að hafa fórnarbauka og frjálsa tíund í öllum kirkjum landsinns og þjóðkirkjan á að vinna að fjárhagslegu sjálfstæði. Setja það á stefnuskrá sína. Að fara af ríkisspenanum.
mbl.is Ung vinstri græn fagna niðurskurði við þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er flott að skreyta ræðu sýna með lýðræðistali.


En það er dálítið seint í rassinn gripið að tala um lýðræði á þessum bæ. En það má reyna að snúa þessu líki við og blása í það með lýðræðisanda. Hver veit hvort það tekur við sér. Ég veit ekki hvort ég á að óska þess. En sjálfhverfan er það sem er að drepa alla flokkana og í því felst mesta baráttan. Að losna við eigingirnina. Það er ekki svo auðvelt fyrir suma, en allt er mögulegt og ekkert er ómögulegt í þessum heimi. Og lykillin er auðmýkt. Þeir flokkar sem ekki geta starfað í auðmýkt ná sér ekki upp aftur. Og falla aftur í hroka og sjálfmiðun.
Hvort Sjálfstæðisflokknum tekst að breytast úr því að vera sjálfræningjaflokkur með stórhættulegar nýfrjálshyggjukapitals hugmyndir yfir í það að vera lýðræðissinnaður umbótaflokkur sem starfar fyrir alþýðu og þjóðarhag, með hag hins minsta fyrir brjósti. Því á ég eftir að fylgjast grant með.
Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn að verja með kjafti og klóm það kerfi sem við búum við í fiskveiðistjórn ?
Og ég veit ekki hvort það er nokkuð lýðræðislegt við það. Og einkavæðing auðlinda innanlands er ekki lýðræðisleg.
Ef landsfundur væri að ræða hvernig mætti færa hluta kvótanns til baka til byggða og nýliða.
Þá væri mögulegt að nota orðið lýðræði í sömu ræðu.
mbl.is Umboð til að verja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hvern væri að sakast ?


Við hvern væri að sakast ef drengurinn hefði drepið einhvern.
Föðurinn ?
Drenginn ?
Löggjafann ?

mbl.is Skaut úr skammbyssunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveðursský.

Það eru vonandi óveðursstormar innan stjórnarsamstarfs sem ekki verður staðið í lengi. Ég vona að ríkisstjórnin falli vegna þessa og umræða um evrópumál komist á rétt ról. Ég er að spá í að stofna flokk sem er einfaldlega fullur af fólki sem hefur sannfæringu um að ESB og evra sé ekki framtíðarlausn fyrir Íslenskt samfélagslegt efnahagskerfi. Og er ekkert að rugla með þetta meira. Það hefur fundið sína sannfæringu. Það er töluvert síðan ég fann mína sannfæringu í þessum málum. Og þessi sannfæring er sannfæring sem stendur á andlegum og veraldlegum grundvelli óháður aftöðu stjórnmálaflokka eða forustu. Ég á ekki hvóta eða stórfyrirtæki sem ég hugsa fyrst og fremst um þesgar ég tek þessa aftstöðu.  Ég hef komist að því að við þurfum aga og betri hagstjórn og aðra peningamálastefnu. Ég hef komist að því að við viljum ekki verðbólgu og verðtryggingu. Við viljum stöðugt verðlag og traustann gjaldmiðil. Og hagvöxt. Og næga atvinnu.  Allt þetta er hægt að fá án þess að taka upp evru og fara í evrópusambandið. Evrópusambandið er ekki trygging fyrir áframhaldandi hagvexti eða atvinnu og framtíðarhagstjórn. Evran mun rýrna og falla í verði eins og allir falskir peningar sem tengdir eru ákvörðunum stjórnmálamanna. Það er spurning hver áætlaður líftími evru er. 25- 50 ár ? Og þá þurfa börnin ykkar að fást við fallandi gjajaldmiðil. Sá gjaldmiðill sem stjórnað er af stjórnmálamönnum og verðgildi hanns ræðst af ákvörðunum þeirra er dauðadæmdur, það segir sagan okkur. En bankamenn reyna að leggja fyrir okkur sömu myndina aftur og aftur og segja, nú gerum við þetta aðeins öðruvísi. Þetta er kerfi sem fjármálastofnanir græða á og stjórnmálamenn sækja vald sitt í. Vald sem þeir eiga ekki að hafa. Þetta fjárhagslega vald á að liggja hjá almenningi. 

Víkingar notuðu gull og silfur. 

 Alþingishátíðarárið 1930 unnu nokkrir menn við að færa út kirkjugarðinn í Gaulverjabæ. Til að auðvelda sér verkið ákváðu þeir að að ná í mold úr ávalri bungu sunnan við garðinn. Gerðist það þá að undan skóflu eins mannsins valt hrúga af silfurpeningum, og reyndust þeir vera 360 talsins. Sjóðurinn fannst um einn metra ofan í jörðinni og virtist 

silfursjodur

 hafa verið grafinn í kringlóttum öskjum sem höfðu þó eyðst.  Þjóðminjaverði var gert viðvart og fór silfursjóðurinn rakleitt á  Þjóðminjasafnið til varðveislu. 


 Hvernig peningar voru þetta? 
 Í Gaulverjabæjarsjóðnum kennir margra grasa. Peningarnir í honum  eru af arabískum, þýskum, enskum, írskum, sænskum og dönskum  uppruna. Þeir eru flestir merktir þeim konungum sem létu slá þá eða  framleiða. Vitað er hvenær þessir konungar ríktu og því hægt að  aldursgreina peningana með nokkurri vissu. Elsta myntin er arabísk,  slegin í Bagdad, og er líklega frá 869-870. Þeim sem hafa lesið  bókina Þúsund og ein nótt gæti þótt merkilegt að lengst upp á Íslandi hafi fundist peningar merktir kalífum af ætt Harúns al Raschids. Í töflunni hér að neðan sést hvernig peningarnir skiptast eftir aldri og uppruna. 

Upprunaland: Fjöldi: Aldursgreining:
Enskir peningar 180 990-1010
Írskir peningar 2 989-1029
Þýskir peningar 160 936-1014
Bæheimskir peningar 1 967-999
Arabískir (kúfískir) peningar 5 869-942
Sænskir peningar 3 Frá lokum 10. aldar
Danskir peningar 5 940-986

Af sláttutíma peninganna hefur verið áætlað að sjóðurinn hafi verið grafinn á árabilinu 1010-1015. 


Silfurpeningar úr Gaulverjabæjarfundinum.

Hvers vegna voru þeir á Íslandi? 
Með útrás víkinga á 8. og 9. öld jókst millilandaverslun í Norður-Evrópu sem hafði í för með sér aukna þörf á silfri sem gjaldmiðli. Í mörgum af þeim löndum sem víkingar skiptu við var þá byrjað að slá mynt til þessara nota en Norðurlandamenn sjálfir notuðu mest svokallað gangsilfur, ómótaða silfurbúta, fram undir lok 10. aldar þegar myntslátta hófst líka á Norðurlöndum. Norrænir menn fluttu inn gríðarlegt magn af kúfískum peningum frá Miðausturlöndum í gegnum Rússland og ber mikið á þeim í silfursjóðum sem fundist hafa á Norðurlöndum, ekki síst á Gotlandi, frá 9. og 10. öld. 

Ein eftirlætisaðferð víkinga í hernaði var að láta landstjórnendur borga sér háar upphæðir fyrir að herja ekki á lönd þeirra. Þetta gerði til dæmis Englandskonungur í lok 10. aldar og er það talin ein helsta ástæðan fyrir því mikla magni af enskum peningum sem fundist hefur á Norðurlöndum. Líklegt er að Gaulverjabæjarsjóðurinn hafi orðið til erlendis, en hvort sá eða sú sem gróf hann í jörð í Gaulverjabæ hafi grætt fé af ránskap og hernaði er erfiðara að segja.

Hvers vegna var silfrið grafið niður? 
Erlendis eru fjársjóðir sem grafnir hafa verið í jörð yfirleitt hafðir til marks um ófrið, að eigendur þeirra hafi grafið þá til að hindra að þeir féllu í óvinahendur en fallið síðan sjálfir og því ekki getað vitjað fjárins. Kristján Eldjárn hélt því fram að Ísland hafi verið friðarland og því ekki hægt að skýra Gaulverjabæjarsjóðinn þannig að eigandi hans hafi viljað forða fénu úr hers höndum. Líklegri skýring væri að eigandinn hafi trúað því að ef sjóðinum yrði komið í jörðina fyrir dauða sinn myndu fjármunirnir nýtast honum í öðru lífi. 

Í 900 ár voru þessir peningar í jörðu. Og héldu að lágmarki þingdarverðgildi sínu.En auðvitað voru þessir peningar sem þarna fundust mikið verðmætari. Við getum unnið að því að gera krónuna okkar svona. Það er hægt. Það er heiðarlegasta leiðin og þessi leið lagar mörg af okkar krónísku vandamálum í hagstjórn. Þegar 100% gulltengingu verður komið á geta stjórnmálamenn ekki fellt gengið. Þeir geta ekki farið í óvinsælar framkvæmdir án þess að sannfæra þjóð sína um skatttekju. Það er margt sem mundi lagast við þetta. Verðtrygging fellur niður. Verðbólga verður nánast engin. Og sagan segir okkur að verðlag í Bandaríkjunum hækkaði um 0,09 % á árunum 1833-1933.

Útrásarvíkingar nota froðupeninga. 

 Hér sjáum við hvernig markaðssetning evrunnar fór fram.

images golde Seðlar eru settir við hliðina á gulli eins og þar sé raunveruleg tenging en tengingin er ekki til  staðar og þarna er verið að byggja upp traust á gjaldmiðil með því að nota gullstangir. Þessi mynd  er ekki notuð af tilviljun. Evrópubúar vita betur en við, verðmæti og traust gulls sem gjaldmiðill. Já seðlabanki evrópu á gull en þú getur aldrei skipt á seðil að vissu magni af gulli. Útpæld ímyndarvinna hjá evrópusambandinu. Allt til þess að byggja upp traust sem svo seinna er misnotað af stjórnmálamönnum og bankamönnum. Þetta kerfi býður hættunni heim og hefur aldrey virkað. Og svo spilar annð vandamál inn í myndina, og það eru brothlutfallsreglur bankana. Og þær kristallast í því sama peningar sem eru ekki til eru lánaðir út og af þeim eru rukkaðir vextir. Þetta veldur alltaf verðbólgu sem nemur útlánum á þennan hátt. Því verið er að nota peninga sem eru ekki til á markaði og þannig þinna þann pening sem fyrir er. Samhvæmt brothlutfallsreglu þarf bankinn ekki að eiga nema brot þess sem lánað er. Þetta er ólæknandi vandamál með þessum formerkjum. Seðlafölsun í nafni bankastarfsemi er ekki siðferðislega rétt. Þessu getum við breytt. Og verðum að breyta ef við ætlum að eignast heilbrigt fjármálalíf.

images gold

 Þetta lagast ekki með evru. ESB er ekki með neinar reglur um brothlutfall. Og er þessvegna bara gálgafrestur. Dollarinn er alveg eins, og krónan er eins. En hún þarf ekki að vera svona áfram. Og við getum eignast fallega gull og silfur krónu sem ég kýs að kalla FISK. Frjálsa íslenska krónan, verðbólgufrjálsa Íslenska krónan. Gleðilega framtíðarsýn og raunverulega peningamálastefnu. Margir telja að þetta sé ekki framkvæmanlegt og sé ekki góður kostur. Flestir sem segja það hafa ekki skoðað málið vel. Og ég held að sú sé raunin með flesta Íslendinga. Þó að margir verði fljótt sammála flestu sem ég legg fram. En við höfum flest verið alin upp í verðbólgulandslagi með verðtryggingarfjöllum og kaupmáttarhruni, þannig að við sjáum ekki til sólar fyri gömlum draugum. En nú er mál að linni. Allar tölur eru inni. Þetta er vel hægt. Og gjöranlegt.

Nú svo er það andlega hliðin á sama pening. Ég hef ekki neitt sérstakt á móti fólki sem trúir einhverju öðru en ég. En ég geri mér grein fyrir undirlyggjandi plotti sem liggur á bak við Kaþólsku og Islam. Og planið er í einfaldleika sínum að grafa undan krossverki Jesú og taka í raun frá fólki fyrirgefninguna og frelsið í Kristi. Og egna saman þjóðum í trúarbragðastríð. Og ná heimsyfirráðum. Plan sem tengist Evrópusambandi og er bara algjörlega óþarfi að vera að blanda sér í. Auk þess að mín trú segir mér að ég eigi að treysta Guði mínum og finna öryggi í honum en ekki í bandalagi við aðrar þjóðir. Við þessi orð töluð þá er best að ég setji nokkra varnagla við ræðu mína, vegna þeirra sem vilja snúa út úr þessum orðum. Að vera ekki í bandalagi þýðir ekki að neita samvinnu eða samskiptum við aðrar þjóðir. Og að vilja ekki samþykkja viss trúarbrögð þýðir ekki að ég sé hatursfullur kynþáttahatari. Ég er aftur á móti vel sjálfmentaður í kristinni kenningu og hef kafað nokkuð djúpt eftir vissum hlutum. Ég þekki mun á trú og trúarbrögðum og ég veit hvað cult er og ég veit að Íslensku samfélagi stendur ógn af vissum öflum sem eru mjög slæm.

islatroie

 

 Þessi mynd er auðvitað gerð út frá gömlum málshátt. You never look a gift horse in the mouth. Og varar mann við því að þiggja gjöf án þess að skoða vel ástæður gjafa og innihald. Sérstaklega frá þeim sem hafa hagsmuni að gæta gagnvart okkur. 

Ég trúi því að nú sé timi til að biðja heitt. Fyrir landinu okkar. Og þeim ákvörðunum sem við stöndum frammi fyrir og að við fáum að sjá sannleikann í öllu ,og fáum að greina það sem er ekki til heilla. 

 


mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sem sagt er, skal ljósið þola.

 Það er auðvelt að blogga og tjá sig allstaðar með þetta í huga.Ég stend við allt sem segi og skrifa, en þoli samt leiðréttingu.Ég verð að þora að tala af minni sannfæringu þó að það gæti sært einhvern, en aðgát skal höfð í orði og riti.Undanfarin misseri hafa bloggara þurft að gerast harðorðari og gagnrínni en oft áður. Og nú er í raun verið að stinga á og kreysta gröftin úr sumum málum sem fengið hafa að eitra um sig í Íslensku samfélagi.Mörg mál eru enn óleyst og stjórnvöld draga lappirnar enn og tala um Evrópu.Bjarni Ármannson skrifar grein sem gaman var að lesa og er viss viðurkenning.En um leið líka viss útlistun á þeim hugsunnarhætti sem einkennir þá sem vilja evruna. Bankamenn, Samfylking, og viðskiptalíf að einhverju leiti.Ábyrgðinni á þeirra gjörðum er varpað á krónuna. Krónan var of lítil,ég hafði of mikla trú á krónunni, hefðum við verið búin að taka upp evru og svo framvegis. Krónan var eins og hún var vegna þessara ákvarðanna sem bankarnir, stórnmálamenn og seðlabanki tóku. Máttlítið fjármálaeftirlit gerði svo krónuna að korktappa í ólgusjó innflæðisfjármagns sem bankarnir fengu ódýrt en lánuðu okkur dýrt. Og sala seðlabanka á krónubréfum. Þessar ákvarðanir eru í raun einfaldlega álag á krónuna. Og orsaka verðbólgu. Og fall krónu.Bankinn hans Bjarna og hinir líka fóru bara í kepni í að græða á almenningi. Allir voru þeir að hugsa um sig. Og það er sú skaðlega hugsun sem veldur skipbroti. Ég gerði þetta til að bjarga fyrirtækinu.Og þegar ákvarðannir eru teknar án hugsunnar um þjóðarhag eða hag borgaranna er það orðin landráðshugsun.Og nú kennir hann krónunni um.Þetta er klassískur málfutningur, og hefur fengið að ganga nógu lengi um þetta samfélag óáreittur.Og enn hljóma greiningadeildir Glitnis sama söng. Sagan og staðreyndirnar segja okkur að gjaldmiðlar sem falla eiga það eitt sameiginlegt að búa við spillta hagstjórn og eigingjarna stjórnmálamenn og forstjóra. Þetta hefur ekkert með stærð gjaldmiðils að gera. Agi er það sem bankakerfið þarf.Krónu er stýrt af hagstjórn í samfélagslegu hagkerfi. Bankar eru grunnstoðir samfélags. En voru orðnir hallir fyrir eigingjarna hálaunadrauma og yfirráðapælingar. Útrás tryggð með almannafé. Í stað þess að treysta stoðir hérlendis. Og nú eru þeir fallnir í hendur ríkis. Þar sem þeir eiga að vera. það má einhver banka maður fyrir mér reka bankana en ekki eiga þá. Eins og Bjarni sagði þá skortir þá aga, sem er satt og rétt og það er til kerfi sem myndar aga.Í kerfinu sem við búum við verður til verðbólga þegar banki lánar pening sem hann á ekki til. Þetta kerfi er hluti af vandanum, við höfum tækifæri á að breyta því.
mbl.is Fréttablogg og nafnleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afeitrun ha ha.

Síðan þessir bankar voru einkavæddir hafa þeir starfað eins og vírusar í Íslensku hagkerfi algjörlega sjálfhverfir.
Og stórskaðlegir fyrir Íslenskan almenning. Og það er ekki nóg að segja því til málsbóta að aðgangur að lánsfé hafi batnað. Það er bara ekki afleiðingalaust. Eins og má berlega sjá.
Og ég hef ekki heyrt að það eigi að auka bindisskylduhlutfall. Ég hef ekk heyrt að það eigi að leggja niður verðtryggingu. Það á bara að endurreisa sama óréttlætisbáknið og búa til góða skuldara. Friða erlenda kröfuhafa með hlut í skuldum okkar.
Framlengja ólinni. Viðhalda verðtryggingu. Og fella öxina á almenning.Og nú eigum við þennan banka. Við viljum ekki hafa hann svona, hvernig væri að hlusta á fólk.
Ég bara einfaldlega samþykki ekki svona krabbamein á meðal okkar. Þetta er viðbjóðslegt. Svo ekki sé meira sagt.
Banki sem hefur stoðir sínar styrktar með verðtryggingu er banki sem á ekki skilið að lifa.
Ráðamenn eru algjörlega vanhæfir greinilega til að gera það augljósa og rétta. Til hvers eru þeir á þingi ?
Það er engin afeitrun fyr en verðtrygging er feld niður.
Lög gegn þrælahaldi voru samin á miðöldum og tekin upp með Ólafslögum á Íslandi á seinni parti síðustu aldar.
Ef þið þingmenn eru ekki að skilja að nú er rétti tíminn til að afnema þessi lög.
Þá eru þau einfaldlega blind og heyrnalaus.
Bankamenn með framtíðarsýn og skýra hugsun ólitaða eigingjörnum ótta gætu séð hag sinn í því að fella niður verðtryggingu.
En við búum ekki svo vel ennþá að eiga þá.

mbl.is Reksturinn afeitraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er allt betra en þetta stjórnarsamstarf.

Sjálfstæðisflokkurinn á það fyrst og fremst skilið að hvíla sig eftir vel unnin störf eða þannig.
Nú má hann fara í langt frí frá sínum óhæfuverkum. Og þeir sem kusu hann hugsa sig vel um hvað það hefur þýtt fyrir þessa þjóð að vera svona múlbundinn flokknum. Og auðvaldi.
Hvað sem kemur í staðinn fyrir þessa stjórn getur ekki verið verra.
Það var einn sem sagði við mig um daginn, ja þá fer nú fyrst allt til helvítis ef Vinstri grænir komast í stjórn. Eins og það væri það verta sem gæti komið fyrir íslenskt samfélag að aðrar hugmyndir komist að. En svona er málflutningur íhaldsinns búinn að vera og Ingibjörg Sólrún er orðið íhald líka vegna þess að í varnarræðu sinn gegn vantrausttillögu sagðist hún vera tilbúinn að fara frá ef hún mundi treysta stjórnarandstöðunni til að vera sammála um eitthvað.
Málflutningur stjórnmálamanna er ótrúlegur og oft á tíðum nánast hrillilegur. Einmitt vegna svona málfutnings enduróma einfaldir fréttamenn þessa spurningu út í samfélagið. Er hægt að mótmæla án þess að vera með lausnir, hvað ætlar þú að gera, hvað mundir þú gera ef þú værir í stjórn.
Þetta er hvílíkur snildar útúrsnúningur að maður bara verður smá kjaftstopp.

Í fyrsta lagi
Mesta og besta lausnin er að fá þá frá sem hafa stýrt eftir þeirri stefnu og hugmyndafræði sem ollið hefur strandi.
Það eitt og sér er mesta og besta lausn sem til er í lýðræðissamfélagi.

Í öðru lagi.
Málfutningur stjórnarinnar er svo fasískur að fólk bara áttar sig ekki á því.
En er eiginlega svona. Nú held ég í stýrið.Ég er búinn að sigla í strand, þú getur ekki náð mér af stýrinu af því að þú ert bara skrýll,og hvað ætlar þú að gera, þú ert ekki með neina lausn. Og ef einhver annar en ég tekur um stýrið einangrumst við og missum vonina og eitthvað hrikalegt gerist.

í þriðja lagi.
Vandamálið er ekki að það hafi ekki komið fram lausnir á vandanum.
Þær eru nánast allar komnar fram. Vandin er falinn í frestunnaráráttu ríkisstjórnar og getuleysi til að leysa einföldustu réttlætismál. Stjórnarflokkarnir lenda í vanda vegna utanaðkomandi áhrifa sem stýra þeim greinilega það mikið að þingmenn troða niður réttlæti í samfélaginu.
Ég hef aldrey kosið vinstri græna en ég mundi kjósa þá eins og skot ef það væri kosið núna. Vegna stefnu þeirra.

Bíddu aðeins við, ef við lítum í kring um okkur þá er sviðin jörð, undan spillingu og eigingjörnum hugsunnarhætti stjórnmálamanna og forstjóra í forustu. Og svo segja þeir sem stjórna það má ekki skipta um forustu.
Sem er náttúrulega ekkert nema hrein og klár geðveiki.
Það er nákvæmlega skilgreining á geðveiki að gera sömu hlutina með sömu aðferðunum aftur og aftur og ætlast til að fá aðra niðurstöðu.

Það sem verður að gerast er að við verðum að hætta að samþykkja stefnu flokka og hugmyndafræði, sem hefur hlotið skipbrot.
Og taka ábyrgð á því að vera lýðræðislegir borgarar en ekki flokksmúlbundnir asnar, sem nenna ekki að hugsa.
Allir Íslendingar verða að skoða betur hvernig þeir hafa treyst flokkum fyrir atkvæði sínu, flokkum sem hafa haft sömu forustuna ár eftir ár en eftir stendur Ísland sem sviðin jörð. Hvað hafa þessir forustusauðir áorkað að gera ?
Jú þeir hafa viðhaldð spillingaröflum og magnað þann mun sem er á milli auðmanna og almennings.
Og í raun með ofurtrú á viðskiptalíf og auðmagn, andstætt mannauð og réttlæti. Og fyrir vikið vanþroskast lýðræðið og við stöðnum á stað sem við viljum engin í raun vera á.


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótavafningarnir íslenzku eru staðreynd.


Níels A Ársælsson. Skrifar á bloggi sínu í gær. http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/761501/

Samkvæmt upplýsingum frá fyrrum starfsmanni gjaldþrota einkabanka þá var þetta gert svona:

1. Hundruð skuldabréf íslenzkra ríkisborgara vegna íbúðakaupa.

2. Tugir skuldabréfa íslenzkra fyrirtækja vegna endurfjármögnunar og ýmisa fjárfestinga.

3. Slatti; oft fimm til tíu skuldabréf útgerðafyrirtækja vegna kvótakaupa með veði í kvótanum.

Þessum þremur skuldabréfaflokkum var pakkað saman í svokallaða skuldabréfavafninga (líkt og íbúðarlánin í USA) og seldir erlendum lánastofnunum.

Nú þegar bankarnir eru farnir á hausinn og erlendir lánadrottnar banka upp á og vilja innheimta lánin sín þá grípa þeir í tómt þar sem íslenzkir dómstólar viðurkenna ekki kvóta sem veð enda er kvótinn samkvæmt fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða eign þjóðarinnar.

Lánadrottnar erlendir munu ekki sætta sig við slíkar trakteringar og nær örugt má telja að kærur verði lagðar fram hjá Ríkissaksóknara vegna veðsvika.

Niðurstaðan er væntanlega þessi; útgerðarmenn og íslenzku bankarnir verða fundnir sekir um veðsvik og þar af leiðir;

Stórfeld fjársvik


mbl.is Skuldastaðan mun batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband