Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Ég býð mig líka fram. http://this.is/villi
28.2.2009 | 17:25
Stjórnvaldsleg mistök hafa átt sér stað í hagkerfinu. Verðbólgu hefur ekki verið haldið í skefjum. Útlán hafa verið of mikil og verðris, verðbólga hlaupið sem skaðvaldur um samfélagið. Óábyrg útlánastefna er orsökin. Yfirstjórn fjármálakerfis og fjármálastofnanir brugðust. Nú ber þeim að bera skaðann möglunnarlaust.
Í þriðju Mósebók 15 kafla stendur að sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda. Nú hefur ekki þótt flott í Íslensku samfélagi að vita hvað stendur í biblíunni eða nota hana sem leiðbeiningar en það mun kannski breytast þegar við sjáum að biblían er líka hagfræðirit. En þeirri umlíðun er svo farið: Sérhver lánardrottinn skal veita umlíðun á því, sem hann hefir lánað náunga sínum. Hann skal eigi ganga hart að náunga sínum og bróður, því að umlíðun hefir boðuð verið Drottni til dýrðar.
Já það er spurning hvort stjórnmálamenn og þeir sem reikna út eignir bankana beri gæfu til að fara eftir orði Guðs okkur öllum til gæfu eða hvort menn vilja þrjóskast við að fara eiginhagsmuna leiðina sem er í raun leið mammons til að leggja þjóðir í þrældóm. Eða breytum við Guði til dýrðar.
Þó að Framsóknarflokkurinn hafi mælt með 90% húsnæðislánum sem er orsök vanda okkar kemur hann með tillögur sem eru raunveruleg leið út úr vandanum og ber að taka alvarlega. Skoða vel og móta.
Það er svo alger nauðsyn fyrir framtíðina að verðtrygging verði afnumin. Annars lendum við aftur í sama vanda mjög fljótt.
Það er komið fagnaðarár í huga Guðs og það ber að virða annars fer eins fyrir okkur og Bandaríska hagkerfinu.
Það er tími núna til að gera þær breytingar sem er lengi búið að fresta. Fagnaðarár í þriðju mósebók. Látið sem flesta bankamenn lesa þetta. Og fjármagnseigendur. http://www3.hi.is/cgi-bin/biblia?ritn=3M+25&ord=
Ingibjörg býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2009 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eina leiðin út úr vanda hagkerfis. http://this.is/villi
28.2.2009 | 17:09
Ég er sammála rektor um að nýsköpun sé nauðsynleg fyrir hagkerfið. En vandinn sem steðjar að í núinu verður ekki leystur með nýsköpun. Það þarf róttækari breytingar.
Stjórnvaldsleg mistök hafa átt sér stað í hagkerfinu. Verðbólgu hefur ekki verið haldið í skefjum. Útlán hafa verið of mikil og verðris, verðbólga hlaupið sem skaðvaldur um samfélagið. Óábyrg útlánastefna er orsökin. Yfirstjórn fjármálakerfis og fjármálastofnanir brugðust. Nú ber þeim að bera skaðann möglunnarlaust.
Í þriðju Mósebók 15 kafla stendur að sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda. Nú hefur ekki þótt flott í Íslensku samfélagi að vita hvað stendur í biblíunni eða nota hana sem leiðbeiningar en það mun kannski breytast þegar við sjáum að biblían er líka hagfræðirit.
En þeirri umlíðun er svo farið: Sérhver lánardrottinn skal veita umlíðun á því, sem hann hefir lánað náunga sínum. Hann skal eigi ganga hart að náunga sínum og bróður, því að umlíðun hefir boðuð verið Drottni til dýrðar.
Já það er spurning hvort stjórnmálamenn og þeir sem reikna út eignir bankana beri gæfu til að fara eftir orði Guðs okkur öllum til gæfu eða hvort menn vilja þrjóskast við að fara eiginhagsmuna leiðina sem er í raun leið mammons til að leggja þjóðir í þrældóm. Eða breytum við Guði til dýrðar.
Þó að Framsóknarflokkurinn hafi mælt með 90% húsnæðislánum sem er orsök vanda okkar kemur hann með tillögur sem eru raunveruleg leið út úr vandanum sem eru að hluta til réttar. Það er svo alger nauðsyn fyrir framtíðina að verðtrygging verði afnumin. Annars lendum við aftur í sama vanda mjög fljótt.
Það er komið fagnaðarár í huga Guðs og það ber að virða að öllu leit annars fer eins fyrir okkur og Bandaríska hagkerfinu.
Það er tími núna til að gera þær breytingar sem er lengi búið að fresta.
Fagnaðarár í þriðju mósebók. Látið sem flesta bankamenn lesa þetta. Og fjármagnseigendur.
http://www3.hi.is/cgi-bin/biblia?ritn=3M+25&ord=
Leiðir út úr vandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gulldrengurinn í forvali fyrir VG. http://this.is/villi
27.2.2009 | 00:25
Ég vil leiða fyrir því rök að við ættum alls ekki að hugsa meira um evruna, heldur horfa lengra fram á vegin. "2500 ára peningasaga veraldar segir okkur að ókjölfestir gjaldmiðlar lifa ekki nema skammann tíma, og þá er ég að tala um 25-40 ár. Gulltryggð mint og gullslegin mint heldur verðgildi sínu jafnvel í hundruðir ára.
Er það ekki ástæða þess að saga er numin í skólum, að við getum dregið lærdóm af henni ?
Evran er ekki kjölfestur gjaldmiðill. Evran er enn ein tilraunin sem mun mistakast. Og ég er ekki að segja þetta út í loftið. Þetta eru staðreyndir. Látum ekki fallegar umbúðir ESB leiða okkur frá kjarna málsinns. Um leið og við gefum frá okkur fjárhagslegt vald okkar erum við búin að glata vissum mannréttindum. Stjórnmálamenn og bankar geta ráðið örlögum okkar. Þetta þarf ekki að vera svona og við getum mótað miklu heilbrigðara samfélag sem minkar vald stjórnmálamanna og banka og eykur vald borgaranna. Sem aftur eykur vald og virkni lýðræðissinns til muna.
Það er sama hvað forsætisráðherra Svíþjóðar segir um evruna það afsannar ekki það að ókjölfestir gjaldmiðlar eru verðbólguháðir og lifa stuttu og sveiflóttu lífi. Svíarnir báru ekki gæfu til að standa utan við Evrusvæðið eins og Sviss sem skilur kjölfestu og gerir sér grein fyrir valdi gulls. Svissneski seðlabankinn á hlutfallslega stórann gullforða. Við eigum 1.8 tonn og gullið er geymt í Englandi.
Það er eitt stórt samsæri í gangi og það er það að það er búið að selja heimsbyggðinni þá lygi að dollarinn sé gull og gull sé verðlaust.
Ég hringdi í sðlabankastjórann Eirík í desember og sagði honum að kaupa eins mikið gull og hann gæti.
Honum fannst gaman að ég skildi hringja en síðan þá hefur gull hækkað um 200 dollara únsan ef hann hefði keypt gull fyrir 10 miljarða ættum við nú tæpa 12. Ég er að bjóða mig fram með það í huga vekja fólk til meðvitundar um það hvað við getum gert ef það er samfélagslegur vilji fyrir hendi. Seðlabanka gæti verið skyldaður til að verja föstum hluta á ári til gullsöfnunnar. Eftir þó nokkur ár gætum við skipt um kerfi og búið í verðbólgulausu samfélagi. Þetta væri eitthvað til að vinna fyrir er það ekki. Og eitthvað til að hlakka til.
this.is/villi hér er að finna nánar útskýringar á framtíðarsýn.
Staðfestir rökin fyrir evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju Ísland. Ég í forval hjá VG. http://this.is/villi/
26.2.2009 | 19:35
http://this.is/villi/
Seðlabankafrumvarpið samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
J.P. Morgan og Evrópusambandið.
23.2.2009 | 12:02
En ég var svo sem ekki þarna til að hlusta á rök með þessu. Þetta hljómar undarlega fyrir mér.
Vilja fresta seðlabankaumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers vegna ætli það sé ?
19.2.2009 | 16:37
Er það vegna þess að almenningur er svo eyðsluglaður ?
Nei það er undannfarinni útlánastefnu að kenna.
Áskorun til þingheims.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðrétting á fasteignabólu.
19.2.2009 | 11:55
Þess má geta að fasteignabólur verða ekki til vegna þess að fólk er með óráðsíu. Fasteignabólur verða til við óheft útlán. Sem er hagstjórnaratriði.
Skilgreining á mannamáli um hvað fasteignabóla er, er svohljóðandi. Fasteignabóla verður til þegar fasteignaverð rís uppfyrir það sem tekjur geta borið. Þetta er orsök þenslu og verðbólgu sökum óábyrgrar útlánastefnu bankana en ekki brjálsemi almennings. Langvarandi áhrif verðbólgu á söfnun og sparnað er neikvæður. Og er afleiðing útlánastefnu og peningamálastefnu ekki öfugt.
Leiðrétting á höfustól lána er því eitt það snjallasta sem hægt er að gera í stöðunni. Og er óumflýjanleg. Fasteignaverð lækkar á einn eða annan hátt hvort eð er. En kostnaður samfélagsinns verður auðvitað mikið meiri ef ekkert er gert.
Vilja meira jafnræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2009 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú kemur kjarninn upp á yfirborðið
18.2.2009 | 02:55
Hernaðarlegur bandamaður ? Gegn hverjum. Okkur sjálfum ? Hvað ber að óttast ? Konur með riffla. Og evrópuplott.
Hrikaleg hugmynd.
Og svo fáum við hugsanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu. Og svo fá þeir rafmagnið okkar og þeir setja okkur svo í herinn og innleiða vopnavitund og ótta gegn öllum hinum. Heirðu vinan nei takk. Ég vil ekki neitt náið samband við þig. .
P.S vegna lélegrar þýðingar á ensku hjá fréttamanni dæmist þetta blogg ógilt.
Evrópuafstaða mín er þó vel ígrunduð og aðalega bygð á afstöðu minni gegn evrunni sem mint fyrir Ísland sem er eitt það stæsta rán sem sett hefur verið upp ganvart borgurum evrópu fyrr og síðar.
Vill Ísland í Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er þetta ekki mynd af lýsispillum.
18.2.2009 | 02:10
Lýsi er unnið úr hrárri lifur og hefur allt aðra efnaupptöku í líkamanum en vítamín.
Langtíma ransóknir á lýsi hafa verið gerðar á Íslandi og annrstaðar sem hefur ekki verið hnekkt.
Fjölvítamínataka gagnslaus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nokkuð góð hugmynd.
17.2.2009 | 14:49
Nokkuð góð hugmynd að flokkar geti boðið fram á mismunandi hátt þá fengi sá flokkur vonandi mest fylgi sem væri með lýðræðislegustu aðferðina og mundi hvetja flokkana til umbóta í kosningaferlinu.
Von á frumvarpi um kosningalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |