Eina leiðin út úr vanda hagkerfis. http://this.is/villi

Ég er sammála rektor um að nýsköpun sé nauðsynleg fyrir hagkerfið. En vandinn sem steðjar að í núinu verður ekki leystur með nýsköpun. Það þarf róttækari breytingar.

Stjórnvaldsleg mistök hafa átt sér stað í hagkerfinu. Verðbólgu hefur ekki verið haldið í skefjum. Útlán hafa verið of mikil og verðris, verðbólga hlaupið sem skaðvaldur um samfélagið. Óábyrg útlánastefna er orsökin. Yfirstjórn fjármálakerfis og fjármálastofnanir brugðust. Nú ber þeim að bera skaðann möglunnarlaust. 

Í þriðju Mósebók 15 kafla stendur að sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda. Nú hefur ekki þótt flott í Íslensku samfélagi að vita hvað stendur í biblíunni eða nota hana sem leiðbeiningar en það mun kannski breytast þegar við sjáum að biblían er líka hagfræðirit.

En þeirri umlíðun er svo farið: Sérhver lánardrottinn skal veita umlíðun á því, sem hann hefir lánað náunga sínum. Hann skal eigi ganga hart að náunga sínum og bróður, því að umlíðun hefir boðuð verið Drottni til dýrðar.

Já það er spurning hvort stjórnmálamenn og þeir sem reikna út eignir bankana beri gæfu til að fara eftir orði Guðs okkur öllum til gæfu eða hvort menn vilja þrjóskast við að fara eiginhagsmuna leiðina sem er í raun leið mammons til að leggja þjóðir í þrældóm. Eða breytum við Guði til dýrðar.

 

Þó að Framsóknarflokkurinn hafi mælt með 90% húsnæðislánum sem er orsök vanda okkar kemur hann með tillögur sem eru raunveruleg leið út úr vandanum sem eru að hluta til réttar. Það er svo alger nauðsyn fyrir framtíðina að verðtrygging verði afnumin. Annars lendum við aftur í sama vanda mjög fljótt.

Það er komið fagnaðarár í huga Guðs og það ber að virða að öllu leit annars fer eins fyrir okkur og Bandaríska hagkerfinu.

Það er tími núna til að gera þær breytingar sem er lengi búið að fresta. 

 Fagnaðarár í þriðju mósebók.  Látið sem flesta bankamenn lesa þetta. Og fjármagnseigendur.

 http://www3.hi.is/cgi-bin/biblia?ritn=3M+25&ord=


mbl.is Leiðir út úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband