Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Ég er að leyta að þolinmóðum fjárfesti.
20.1.2009 | 02:15
Ég er með frábæra viðskiptahugmynd í ferðamannabransanum.
Þeir sem hafa til umráða 15-20 miljónir og vilja fjárfesta í nýju spennandi gjaldeyrisaflandi litlu fyrirtæki hafið samband. Enga okurvaxta samninga takk fyrir. Helmingur fyrirtækisinns í boði ásamt þáttöku í rekstri ef óskað er eftir. Frábær og mjög spennandi hugmynd með lítilli yfirbyggingu og rekstrarkostnaði.
Ég svara aðeins alvarlegum fjárfestum eða samstarfsaðila.
Ísland eitt það heitasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krónan felld á almenning.
18.1.2009 | 18:52
Ef einhver er í vafa um sök bankana og hvernig jöklabréfin hafa áhrif á almenning. þá gjörið svo vel að horfa á þessi myndbönd. Ég mæli eindregið með allri seríunni. Hana er hægt að finna á youtube.com
Bankar voru algjörlega vitfyrtir í tillitsleysi sínu og ábyrgðarleysi gagnvart almenningi. Grátlega fyndið. En graf alvarlegt og sýnir vel hugarfar sumra bankamanna. Sem enn eru að tala máli bankana.
Ef einhver vill færa rök fyrir því að það sé almenningi að kenna að þeir hafi eitt um efni fram, þá gjörið svo vel að horfa á þetta.
Þessi texti er tekinn af vísindavef HÍ
Það kann mörgum að þykja skrýtið að gefa út skuldabréf í einni mynt til þess eins að breyta því í lán í annarri mynt en það getur verið hagkvæmt. Skýringuna má þá í grundvallaratriðum rekja til þess að útgefendum skuldabréfa bjóðast misgóð lánskjör eftir myntum og löndum. Þannig gæti útgefandi jöklabréfs verið talinn það góður lántakandi að hann gæti selt slík bréf með lægri vöxtum en íslenskur banki, jafnvel með lægri vöxtum en íslenska ríkið þarf að bjóða á skuldabréfum í krónum. Það er því eitthvert svigrúm fyrir erlenda útgefanda jöklabréfs til að taka lán í krónum og lána féð aftur með aðeins hærri vöxtum til íslensks banka. Íslenski bankinn getur síðan ávaxtað krónurnar með ýmsum hætti, til dæmis keypt íslensk ríkisskuldabréf eða lánað til innlendra aðila.
Erlendur aðili sem kaupir jöklabréf nýtur þess að fá greidda háa vexti, vegna þess hve hátt vaxtastig er á Íslandi. Á móti ber hann hins vegar gengisáhættu. Falli krónan þá tapar hann en styrkist krónan þá hagnast hann. Það sama ætti við ef hann keypti skuldabréf í krónum sem gefið væri út af íslenskum aðila. Þegar aðili tekur lán í mynt með lágum vöxtum, til dæmis japönskum jenum, og kaupir skuldabréf í mynt með háum vöxtum, til dæmis íslenskum krónum, og veðjar þannig á vaxtamun er það kallað á ensku 'carry-trade'. Það hefur verið þýtt á íslensku sem vaxtamunarviðskipti, sem gjarnan mætti finna liprara orð yfir!
Jöklabréfaútgáfan hefur sem fyrr segir verið mjög lífleg undanfarin misseri. Hliðstæða hennar er til í ýmsum öðrum löndum. Til dæmis eru svokölluð kívíbréf vel þekkt en það eru skuldabréf sem gefin eru út í mynt Nýja-Sjálands af erlendum aðilum, kengúrubréf eru gefin út í áströlskum dölum og svo framvegis.
Þetta er fengið að láni frá Marínó bloggvini mínum.
Nánari útskýring fyrir þá sem hafa gaman af tölum
Best er að nota dæmi til að sýna hvað þetta þýðir í raun og veru. Hér er stillt upp dæmi, þar sem tekin eru lán og gefin út jöklabréf til tveggja ára. Miðað er við að útgáfudagur sé 3. janúar 2007 og gjalddagi því 3. janúar 2009:
- Íslenskur banki tekur lán til tveggja ára í CHF (svissneskir frankar) með LIBOR vöxtum. Andvirði lánsins er 100 milljarðar króna eða CHF 1,75 milljarðar miðað við gengi CHF = 57,28 IKR.
- Erlendur aðili gefur út jöklabréf fyrir 100 milljarða til tveggja ára með 17,5% vöxtum.
- Þessir aðilar gera með sér vaxta- og gjaldmiðilsskipti, þannig að erlendi aðilinn fær fjárhæð CHF lánsins og tekur yfir greiðslur vegna þess, en íslenski bankinn sér um sölu á jöklabréfunum, fær andvirðið til sín og tekur að sér að greiða bréfin að lánstímanum liðnum. Í samningi aðila er gerður upp vaxtamunur á þessu tveimur lánum.
- Í bókum íslenska bankans koma fram lánið í CHF, skiptisamningurinn og jöklabréfin.
- Íslenski bankinn notar peningana sem hann fær vegna jöklabréfanna til að lána til innlendra aðila. Þar sem bankinn tók upphaflega lán í CHF, þá lánar hann út með viðmið í CHF alls 100 milljarða kr. eða CHF 1,75 milljarða. Þessi lán eru til langs tíma, segjum 20 ára, og eru án greiðslu af höfuðstól fyrsta árið en með 3% vaxtaálagi.
- Að tveimur árum liðnum koma bæði lánið sem bankinn tók í CHF og jöklabréfin á gjalddaga. Erlendi aðilinn greiðir CHF-lánið, en íslenski bankinn jöklabréfin. Þá kemur upp forvitnileg staða. Skuld íslenska bankans er 100 milljarðar króna plús vextir eða alls 135 milljarðar króna. Skuld erlenda aðilans er CHF 1,75 milljarðar auk vaxta. Gefum okkur að vextir hafi verið 2% á ári. Það þýðir að endurgreiðslan er CHF 1,82 milljarða eða alls kr. 207 milljarðar. Málið er að upphæð CHF-lánsins skiptir ekki máli í krónum talið, þar sem að erlendi aðilinn tekur að sér að greiða lánið.
- Staða lána innlendu aðilanna fylgir aftur gengi CHF. Þær greiðslur sem íslenski bankinn er búinn að fá eru vaxtagreiðslur vegna alls lánsins fyrir 2007 sem eru 5% af CHF 1,75 milljörðum eða 87,5 milljónir CHF = 4,9 milljarða króna miðað við að 1 CHF = 56 IKR. Seinna árið greiða lántakendur til baka 1/19 af láninu og 5% vexti af höfuðstól hverju sinni. Höfuðstólsgreiðslan er því CHF 92 milljónir og vaxtagreiðslan um CHF 85 milljónir eða alls CHF 177 milljónir sem gerir 14,2 milljarða króna miðað við meðalgengi CHF á síðast ári upp á 80,36 IKR. Alls hafa greiðslur til íslenska bankans því numið rúmlega 19 milljörðum króna. Eftirstöðvar lánanna eru aftur CHF 1,66 milljarðar eða kr. 190 milljarðar miðað við gengi CHF = 114,76.
- Niðurstaðan er að íslenski bankinn situr upp með kröfu vegna jöklabréfa upp á kr. 135 milljarða, en á kröfu á innlenda lántakendur upp á kr. 190 milljarða auk þess að hafa fengið 19 milljarða greidda. Hagnaður íslenska bankans á þessu viðskiptum á uppgjörsdegi jöklabréfanna er því 74 milljarðar IKR plús/mínus greiðslur sem fara á milli íslenska bankana og hins erlenda útgefenda jöklabréfanna í samræmi við ákvæði samningsins. Þetta er dágóður gengishagnaður og nemur hann 74% af upphaflegu fjárhæðinni. Ekki slæm ávöxtun það.
Það er örugglega margt gagnrýnivert í þessu dæmi og því væri fróðlegt, ef einhver sem hefur betri upplýsingar um eðli svona vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamninga gæti endurreiknað þetta. Eftir stendur að hagnaður íslenska bankans er gríðarlegur vegna gengisfalls krónunnar. Þennan hagnað er hægt að nota til að færa lánin niður, t.d. með því að miða við annað gengi á CHF. Ef við tökum t.d. upphæð eftirstöðva í CHF ákveðum að sú upphæð eigi að jafngilda 135 milljörðum, þá fáum við út gengið 1 CHF = 81,33 IKR sem er alveg ásættanlegt gengi miðað við hamfarir síðustu mánaða. Ef notaður er upphaflegi höfuðstólinn, þ.e. 1,75 milljarða, þá fæst út gengið 1 CHF = 77,14 IKR.
Ef ég er alveg út í móa með þessar pælingar mínar, þá þætti mér vænt um að fá ábendingu um slíkt og ég mun strax endurskoða útreikninga mína eða fjarlægja færsluna. Komi ekki slíkar ábendingar, þá lít ég svo á, að ég hafi talsvert til míns máls.
Niðurstaða .. Helvítis focking fuck.
Við látum ekki bjóða okkur svona. Burtu með alla fjármálaglæpamenn. Og þá sem vernda þá.
Sjóðsstjóri gufar upp og peningarnir líka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú er komið nóg.
17.1.2009 | 20:33
Ríkiskerfið greip því miður ekki inn í ! Þú ert forsætisráðherra. Ert þú að segja að þú hafir ekki haft vald til að grípa inn í.
Má benda háttvirtum ráðherra á að hann situr í ríkisstjórn sem felur í sér að stjórna ríkinu. Ríkis stjórn. Hag stjórn.
Löggjafarvald. Þetta höfðuð þið allt í höndum ykkar.
Ég er algjörlega búinn að fá nóg af stjórnmálamönnum sem eru ein stór afsökun.
Ertu ekki að meina Geir að þú ætlaðir að segja, stefna mín var röng ég gerði ekki nóg og við mig er að sakast ég viðurkenni það og ég skal víkja.
Þetta er það sem allir þrá að heyra sem hafa snefil af réttlætiskend. Það eru allir til í að fyrirgefa en það lýður enginn svona óábyrga og svívirðilega hegðun, sem fyllir algjörlega mælinn hjá þeim sem geta séð rétt undir og framhjá svona málflutningi. Ykkur er ekki treystandi.
Þú ert hagfræðimentaður. Hver leyfði jöklabréfin ? Hver samþykkir minni bindiskyldu á innlánsreikninga erlendis. Hvenær ætlið þið að fara að játa og viðurkenna.
Og það eina sem verður erfitt á þessu ári er að þola þessar lygar og þvælu frá ráðamönnum sem geta ekki komið fram með ábyrgð og talað sannleika.
Og þið ráðamenn ætlið að ljúga almenning fullan. Gerið þið ykkur grein fyrir því hvað þið eruð að gera.
Þið eruð leiðtogar þjóðar. Það er ungt fólk sem horfir á ykkur og fyllist viðbjóði, af því að það sjá það allir að þið eruð að ljúga. Heimurinn sér það. Almenningur sér það. Og ungmenni sjá það.
Ég óska þess Geir að þú komir til manns þíns og viðurkennir brot þín.
Þangað til ertu einungis ofvaxinn krakki. Og verður aldrey að manni.
Það er það gremjulega í þessu máli.
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.1.2009 kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hárrétt ákvörðun.
17.1.2009 | 02:46
Þetta er gott mál að láta ekki froðusnakkara koma hingað með afsakannair fyrir stríðsglæpum.
Sendum þeim harðann tón og enga linkind. Ekkert múður.
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðbjóður.
17.1.2009 | 02:32
Þetta er hugsunin hjá stærstu fyrirtækjum bandaríkjanna.
Og þetta var sennilega hugsunin hér líka. Hvernig gengur annars að fá upplýsingar frá Lux ?
Ég fyrirtækið og ég hvað sem það kostar. Og það kostaði mikið. Og hinir skipta litlu sem engu máli. Ef ég þarf að svindla þá bara geri ég það.
Sjúkleg sjálfmiðun og eigingirni. Og þar sem eigingirni fyrirtækja og stjórnsýslu fer saman, hrynja gjaldmiðlar.
Krónan er ekki veik af því að hún er lítil, krónan er veik af því að það er búið að stíga á hana, setja hana í hakkavél og stela henni. Hagkerfi Íslendinga ber ekki þrjóta og spillta stjórnmálamenn sem apa eftir hvor öðrum vitleysuna. Og láta græðgisdrauma ana með sig fram af klettum.
Nýta sér skattaskjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erlendu lánsfé ?
17.1.2009 | 02:17
70% bankastarfsemi í heiminum var loft og restin uppblásnir seðlar. Nú er tíminn kominn fyrir gullið og ég er ekki að grínast. Skýrslan um umskiptin yfir í verðbólgulausa,óverðtryggða gullkrónu, verður komin út um svipað leiti og flokksþingin gefa út stefnuleysi sitt.
Er það eðlilegt að bankar fá aðgang að erlendu lánsfé ? Er það eignarhlutur erlendra banka sem hann er að tala um.
Það væri eðlilegra að mínu mati að það væri Íslenskt lánsfé. Og erum við ekki búin að fá fullt af erlendu lánsfé.
Er ég kannski að misskilja eitthvað. Það getur verið, þið sem vitið betur ,leiðréttið mig.
Væru til dæmis 400 miljarðar úr lífyerissjóðum okkar ekki fínt til að stofna banka fólksinns og leggja niður Landsbanka og Glitni og stofna borgarabankann.
Sem væri í álvöru fyrir fólkið í landinu og fyrirtæki en ekki gráðuga fjármagnseigendur og eignarhaldsfélög.
Ps. það er eins og Viljálmur nafni minn sé mjög þungt haldinn af einhverjum þunga.
Hvað það er sem er að íþyngja honum veit ég ekki.
30% fyrirtækja í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju.
17.1.2009 | 02:04
Nokkuð sáttur við þessi skrif hjá Skúla.
Þó að ég sé ESB andstæðingur þar til ég finn einhver rök ( sem standast skoðun ) til að fara í ESB, þá vil ég fagna þessum skrifum og þetta er heilbrigð afstaða að langmestu leiti.
Ég vil samt ekki sjá að það sé ákvörðun þessara stjórnmálamanna sem nú sitja,að sækja um aðildarviðræður. Umræðan hefur aldrey verið á því stigi meðal almennings að allir hlutir séu ræddir.
Og þetta hefur ekki verið kosningamál áður að mér vitandi. Mér finnst að það eigi að kjósa um það hvort að við förum í aðildarviðræður. Hvort sem það er gert eftir Alþingiskosningar og stjórnlagaþingskosningar eða ekki.
Það er ekki lýðræðislegt að vera Shang Hi aður inn í svona sambandsbandalag.
Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höldum áfram að segja satt.
16.1.2009 | 21:25
Það eru margir sem hljóða nú um að tillögur og úrlausnir þeirra radda sem hrópa á torgum séu svo neikvæðar að til vandræða sé. Það má þá ekki segja að spilling sé spilling og röng stefna sé röng stefna.
Það má ekki segja að bankadýrkun sé bankadýrkun. Það má ekki segja að mismunun sé mismunun.
Það má ekki segja að Alþingi hafi borið af leið frá lýðræðinu. Og það má ekki segja að neinn hafi stolið neinu.
Þetta fékk maður allavegana á tilfinningunni eftir að hafa hlustað á Ingva Hrafn á INN og stöð tvö.
En ég skil að hann er þreyttur á ástandinu. Það eru það allir. En það eru grundvallarkröfur sem standa enn sem lausnir. Og það verður talað um það sem ekki er í lagi þar til það er komið í lag.
Hvenær ætla menn að fara að meta gagnríni fyrir það sem hún er. Hún er sönn, hún er réttmæt, hún er algjörlega nauðsynleg svo að sami hugsunnarhátturirnn fái ekki að grafa um sig aftur. Og nú munu þessar raddir ekki hætta fyr en réttmætum kröfum verður svarað.
Hugsunnarháttur sem sigldi okkur í strand á ekki að rísa upp aftur, hugsunnarháttur múlbundla flokksmannsinns sem stendur nakinn eftir hamfarir stefnu flokk síns og hrópar, hvaða neikvæðni er þetta, þetta var bara slys. Uss ekki mótmæla það er svo to much eitthvað.
Ég skora á alla að fá sér frískt loft og hlusta á raddir fólksinns.
Mótmælin halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smábátar ?
16.1.2009 | 14:46
Ef það á að fara að ábendingum mannréttindadómstólsinns í hag, þá á að sjá til þess að nýliðun meðal veiðimanna verði einhver og þetta er tækifærið til að koma til móts við þá ábendingu, eða tilskipan.
En fréttin segir ekki frá auknum smábátakvóta. Sem gæti skapað hundruð starfa. Og glætt meira lífi í sjávarþorpin.
Þorskkvóti aukinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þá er eins gott að sækja um.
16.1.2009 | 05:50
Ég er með nokkrar hugmyndir sem gætu skapað þónokkur störf.
Ég ætla að sækja fast í þennan sjóð og ég hvet alla með góðar hugmyndir að láta skoða hagkvæmni þeirra.
Ræða hugmyndina við einhverja sem hafa þekkingu á ferlinu og láta hugmyndir sínar verða að veruleika, eða sætta sig við eftir athugun að hugmyndin er ekki fýsileg að svo stöddu.
75 milljarða fjárfestingargeta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |