Krónan felld á almenning.

Ef einhver er í vafa um sök bankana og hvernig jöklabréfin hafa áhrif á almenning. þá gjörið svo vel að horfa á þessi myndbönd. Ég mæli eindregið með allri seríunni. Hana er hægt að finna á youtube.com

Bankar voru algjörlega vitfyrtir í tillitsleysi sínu og ábyrgðarleysi gagnvart almenningi. Grátlega fyndið. En graf alvarlegt og sýnir vel hugarfar sumra bankamanna. Sem enn eru að tala máli bankana.

Ef einhver vill færa rök fyrir því að það sé almenningi að kenna að þeir hafi eitt um efni fram, þá gjörið svo vel að horfa á þetta.

 

Þessi texti er tekinn af vísindavef HÍ 

 Það kann mörgum að þykja skrýtið að gefa út skuldabréf í einni mynt til þess eins að breyta því í lán í annarri mynt en það getur verið hagkvæmt. Skýringuna má þá í grundvallaratriðum rekja til þess að útgefendum skuldabréfa bjóðast misgóð lánskjör eftir myntum og löndum. Þannig gæti útgefandi jöklabréfs verið talinn það góður lántakandi að hann gæti selt slík bréf með lægri vöxtum en íslenskur banki, jafnvel með lægri vöxtum en íslenska ríkið þarf að bjóða á skuldabréfum í krónum. Það er því eitthvert svigrúm fyrir erlenda útgefanda jöklabréfs til að taka lán í krónum og lána féð aftur með aðeins hærri vöxtum til íslensks banka. Íslenski bankinn getur síðan ávaxtað krónurnar með ýmsum hætti, til dæmis keypt íslensk ríkisskuldabréf eða lánað til innlendra aðila.


Erlendur aðili sem kaupir jöklabréf nýtur þess að fá greidda háa vexti, vegna þess hve hátt vaxtastig er á Íslandi. Á móti ber hann hins vegar gengisáhættu. Falli krónan þá tapar hann en styrkist krónan þá hagnast hann. Það sama ætti við ef hann keypti skuldabréf í krónum sem gefið væri út af íslenskum aðila. Þegar aðili tekur lán í mynt með lágum vöxtum, til dæmis japönskum jenum, og kaupir skuldabréf í mynt með háum vöxtum, til dæmis íslenskum krónum, og veðjar þannig á vaxtamun er það kallað á ensku 'carry-trade'. Það hefur verið þýtt á íslensku sem vaxtamunarviðskipti, sem gjarnan mætti finna liprara orð yfir!

Jöklabréfaútgáfan hefur sem fyrr segir verið mjög lífleg undanfarin misseri. Hliðstæða hennar er til í ýmsum öðrum löndum. Til dæmis eru svokölluð kívíbréf vel þekkt en það eru skuldabréf sem gefin eru út í mynt Nýja-Sjálands af erlendum aðilum, kengúrubréf eru gefin út í áströlskum dölum og svo framvegis.

Þetta er fengið að láni frá Marínó bloggvini mínum.

Nánari útskýring fyrir þá sem hafa gaman af tölum

Best er að nota dæmi til að sýna hvað þetta þýðir í raun og veru.  Hér er stillt upp dæmi, þar sem tekin eru lán og gefin út jöklabréf til tveggja ára.  Miðað er við að útgáfudagur sé 3. janúar 2007 og gjalddagi því 3. janúar 2009: 

  1. Íslenskur banki tekur lán til tveggja ára í CHF (svissneskir frankar) með LIBOR vöxtum.  Andvirði lánsins er 100 milljarðar króna eða CHF 1,75 milljarðar miðað við gengi CHF = 57,28 IKR.
  2. Erlendur aðili gefur út jöklabréf fyrir 100 milljarða til tveggja ára með 17,5% vöxtum.
  3. Þessir aðilar gera með sér vaxta- og gjaldmiðilsskipti, þannig að erlendi aðilinn fær fjárhæð CHF lánsins og tekur yfir greiðslur vegna þess, en íslenski bankinn sér um sölu á jöklabréfunum, fær andvirðið til sín og tekur að sér að greiða bréfin að lánstímanum liðnum.  Í samningi aðila er gerður upp vaxtamunur á þessu tveimur lánum.
  4. Í bókum íslenska bankans koma fram lánið í CHF, skiptisamningurinn og jöklabréfin.
  5. Íslenski bankinn notar peningana sem hann fær vegna jöklabréfanna til að lána til innlendra aðila.  Þar sem bankinn tók upphaflega lán í CHF, þá lánar hann út með viðmið í CHF alls 100 milljarða kr. eða CHF 1,75 milljarða.  Þessi lán eru til langs tíma, segjum 20 ára, og eru án greiðslu af höfuðstól fyrsta árið en með 3% vaxtaálagi.
  6. Að tveimur árum liðnum koma bæði lánið sem bankinn tók í CHF og jöklabréfin á gjalddaga.  Erlendi aðilinn greiðir CHF-lánið, en íslenski bankinn jöklabréfin.  Þá kemur upp forvitnileg staða.  Skuld íslenska bankans er 100 milljarðar króna plús vextir eða alls 135 milljarðar króna.  Skuld erlenda aðilans er CHF 1,75 milljarðar auk vaxta. Gefum okkur að vextir hafi verið 2% á ári.  Það þýðir að endurgreiðslan er CHF 1,82 milljarða eða alls kr. 207 milljarðar.  Málið er að upphæð CHF-lánsins skiptir ekki máli í krónum talið, þar sem að erlendi aðilinn tekur að sér að greiða lánið.
  7. Staða lána innlendu aðilanna fylgir aftur gengi CHF. Þær greiðslur sem íslenski bankinn er búinn að fá eru vaxtagreiðslur vegna alls lánsins fyrir 2007 sem eru 5% af CHF 1,75 milljörðum eða 87,5 milljónir CHF = 4,9 milljarða króna miðað við að 1 CHF = 56 IKR.  Seinna árið greiða lántakendur til baka 1/19 af láninu og 5% vexti af höfuðstól hverju sinni.  Höfuðstólsgreiðslan er því CHF 92 milljónir og vaxtagreiðslan um CHF 85 milljónir eða alls CHF 177 milljónir sem gerir 14,2 milljarða króna miðað við meðalgengi CHF á síðast ári upp á 80,36 IKR.  Alls hafa greiðslur til íslenska bankans því numið rúmlega 19 milljörðum króna.  Eftirstöðvar lánanna eru aftur CHF 1,66 milljarðar eða kr. 190 milljarðar miðað við gengi CHF = 114,76.
  8. Niðurstaðan er að íslenski bankinn situr upp með kröfu vegna jöklabréfa upp á kr. 135 milljarða, en á kröfu á innlenda lántakendur upp á kr. 190 milljarða auk þess að hafa fengið 19 milljarða greidda.  Hagnaður íslenska bankans á þessu viðskiptum á uppgjörsdegi jöklabréfanna er því 74 milljarðar IKR plús/mínus greiðslur sem fara á milli íslenska bankana og hins erlenda útgefenda jöklabréfanna í samræmi við ákvæði samningsins.  Þetta er dágóður gengishagnaður og nemur hann 74% af upphaflegu fjárhæðinni.  Ekki slæm ávöxtun það.

Það er örugglega margt gagnrýnivert í þessu dæmi og því væri fróðlegt, ef einhver sem hefur betri upplýsingar um eðli svona vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamninga gæti endurreiknað þetta.  Eftir stendur að hagnaður íslenska bankans er gríðarlegur vegna gengisfalls krónunnar.  Þennan hagnað er hægt að nota til að færa lánin niður, t.d. með því að miða við annað gengi á CHF.  Ef við tökum t.d. upphæð eftirstöðva í CHF ákveðum að sú upphæð eigi að jafngilda 135 milljörðum, þá fáum við út gengið 1 CHF = 81,33 IKR sem er alveg ásættanlegt gengi miðað við hamfarir síðustu mánaða.  Ef notaður er upphaflegi höfuðstólinn, þ.e. 1,75 milljarða, þá fæst út gengið 1 CHF = 77,14 IKR.

Ef ég er alveg út í móa með þessar pælingar mínar, þá þætti mér vænt um að fá ábendingu um slíkt og ég mun strax endurskoða útreikninga mína eða fjarlægja færsluna.  Komi ekki slíkar ábendingar, þá lít ég svo á, að ég hafi talsvert til míns máls.

Niðurstaða ..  Helvítis focking fuck.

Við látum ekki bjóða okkur svona. Burtu með alla fjármálaglæpamenn. Og þá sem vernda þá.


mbl.is Sjóðsstjóri gufar upp og peningarnir líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erlendur aðili sem kaupir jöklabréf nýtur þess að fá greidda háa vexti, vegna þess hve hátt vaxtastig er á Íslandi. Á móti ber hann hins vegar gengisáhættu. Falli krónan þá tapar hann en styrkist krónan þá hagnast hann.

Er von að sumir hafi hugsað öðrum þegjandi þörfina. Annars toppa þessi myndbönd spaugstofuna í ljósi mála nú.

Fór áður opinber upplýst umræða um áhættuna sem var tekin með að setja á fót Kauphöll og því sem henni fylgdi í dvergefnahagsríkinu Íslandi [um 320.000]?

Af hverju er ekki búið að leggja þessa Íslensku niður?

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það hefur satt að segja verið ofarlega í huga mér. Og bankarnir verða að leggjast af í þeirri mynd sem þeir nú starfa. Að mínu mati ,þó að það gerist kannski ekki alveg strax.

Vilhjálmur Árnason, 19.1.2009 kl. 02:33

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt Seðlabanka júlí 2007 fóru um 10% af heildar útlánum Íslenska fjármálgeirans til Íslenskra heimila.  60% Útlána Heimilanna fóru í Okur vaxta lán vegna Húsnæðis heimilisins. 40% fóru í annað. Ég hef það á tilfinningunni að 50% af þessu öðru hafi varið í greiðslubyrðarkostnað vegna okur lánanna. Því mætti segja að 80% lánanna hafi verið vegna íbúðalána en en 20% vegna annarrar eyðslu almennt.  Það 2% af heildarútlánum Íslenska fjármálageirans fóru í aðra eyðslu íslenskra heimila almennt. Sem ég get nú ekki kallað almennt mikla eyðslusemi.

Það þar nú víst ekki nema 10% "real money" fyrir fjámálakerfi [banka] til að framleiða hin 90% í formi "I owe You" pappíra:  væntingabréfa, ástarbréfa, glópa og annarra fjármála spekúlanta.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 03:21

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Set tengil inn á þetta hjá mér.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.1.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband