Fyrsta álvöru prófraun nýkjörinna þingmanna.

Icesave vangaveltur.  Sem fengu mig til að skipta um skoðun.

Ég spurði mann um málið vegna þess að ég var að reyna að finna skýra afstöðu í málinu.
Fyrir neðan  er svar við spuningum og hugleiðingum mínum varðandi málið. Ég sendi honum póst eftir að hafa lesið grein hanns.

http://pressan.is/pressupennar/LesaJonHelgaEgilsson/ellefu-firrur-um-icesave

-----Original Message-----
From: Vilhjálmur Árnason [mailto:villi@this.is]
Sent: 14. júní 2009 13:21
To: jhe4@hi.is
Subject:

Takk fyrir þessa grein. Það er gott að fá álit frá reyndum mönnum.

Ég vil velta fyrir þér vissum pælingum. Án þess að vera hræddur um að þú
dæmir þær sem vitlausar eða grunnar.

Ég er sjálfur að reyna að átta mig á stöðunni. Ég var illur yfir því
hvernig tekið var á þessu máli í vetur og fannst á þeim tíma að um
mikinn undirlægjuhátt að ræða að tala um þessar ábyrgðir sem eitthvað sem
ríkið bæri að ábyrgjast til að styggja ekki ESB og innistæðukerfið.
Svo rennur málið áfram og aftur er samspillingin kosin til valda og VG velur
að fara diplomat leiðina í þessu og starfa með samspillingunni. Ég valdi að styðja VG í síðustu kosningum. Ég er að reyna að láta það ekki
hafa áhrif á afstöðu mína í dag.


En mín skoðun í dag er sú að þetta sé ekki besti tíminn til að berjast. Ég
tel að það sé taktískt rétt að skrifa undir og ef ekki næst að fá þau
verðmæti út úr eignasafni Landsbanka á 7 árum að þá verði rétti tíminn til að verjast og taka stöðu. Ég er samt við það að skipta um skoðun varðandi þetta.

Ég hef engar áhyggjur af alþjóðasamfélaginu og ESB og væri alveg til í að
fella málið á þingi og það væri sennileg frábært fyrir Alþingi að öðlast sjálfstraust með því að taka hrausta heilbrigða afstöðu gegn
ríkisábyrgðinni.

Rök þín um að lánshæfismat lækki eru sterkustu rökin sem ég hef heyrt.

Ertu sannfærður um að áhrif þessara skuldbindinga á lánshæfismat ?
Viltu gefa mér meiri innsýn í þessi mál ef þú mátt vera að.

Væri ekki mögulegt að lofa viðræðum um ríkisábyrgð eftir 7 ár. Til að vera
viss um að engin áhrif væru á lánshæfismat.

________

Sæll, Vilhjálmur.
Staðan er vissulega þröng og við þurfum á sátt og samvinnu við aðra að halda núna eins og alltaf áður.  Það að við viljum sátt er hins vegar ekki það
sama og að láta hvað sem er yfir sig ganga. 

Hluti af vanda Íslendinga er að svo virðist sem samningamenn okkar hafi ekki haldið fram nægjanlega sterkt
okkar sjónarmiðum.  Það hefur líka skemmt fyrir að forystumenn í stjórninni
hafa talað eins og okkur beri skylda til að ábyrgjast Icesave. 

Þess vegna er fyrsta skrefið að skilja eigin stöðu og við höfum sanngjarnan málstað að verja.  Núna er tíminn að endursemja og taktískt ætti það að ganga einmitt ef Alþingi hafnar samningi.  Með því að Alþingi hafni samningi þá skapar það tækifæri fyrir samninganefndina að segja sem svo - með ríkisábyrgð þá mun málið ekki ná í gegnum Alþingi því vilja Íslendingar freista þess að leysa þetta í sátt við ESB og UK en það er ljóst að ríkisábyrgð verður aldrei samþykkt - það þarf að vera mjög skýrt. 

Þá hlýtur það að vera hagur ESB/UK að loka samningi þannig að Icesave er greitt með skuldabréfi þar sem eignir LÍ verða settar að veði.  Það er ekki fulkomin lausn fyrir Ísland - það er ekki fullkomin lausn fyrir ESB en þá ætti að vera grunnur að lausn.
Aðalatriðið er að við getum ekki samþykkt ríkisábyrgð og leysa mál í sátt
miðað við þá staðreynd.

Vandinn við að samþykkja nú og sjá til síðar er að þá er samningsstaðan
skert.  Í samningum fær maður það sem maður semur um en ekki það sem maður vonast eftir. Lánshæfimat ríkisins tekur til allra þátta sem hefur áhrif á
getu ríkisins til að standa við skuldbindingar sínar.  Ríkisábyrgð skerðir
getu ríkisins og skapar óvissu um það hvað ríkið þarf í raun að greiða.  Það
gerist strax.

Ef Alþingi hafnar samningnum þá gefst kjörið tækifæri og góðar forsendur
fyrir alla aðila að endurhugsa kröfuna um ríkisábyrgð.  Síðan þarf
sjálfsálit þessarar þjóðar að aukast og það gerist ekki með því að sökkva
þjóðinni í skuldir.  Við eigum vini og höfum staðið okkur vel - gerum
vissulega mistök en við þurfum að læra af þeim og halda síðan áfram góðu
verki.  Svona samningar afla engrar virðingar og hvað þá að þeir efli
traust.  Við eigum að lifa í sátt við ESB eins og aðrar þjóðir og semja - en
það er ekki það sama og að láta allt yfir sig ganga.

KK
Jon Helgi

 

 

Alþingi á að vera sjálfstætt og þora að standa sterkt og upprétt með þjóðinni og gegn öllum óeðlilegum skuldbyndingum. 

Það að Alþingi vilji ekki staðfesta ríkisábirgð mun hvetja ESB og breta og IMF til að leysa málið án ríkisábyrgðar.

Er ekki nýja varðskipið komið frá Chile ?


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er akkúrat það sem er á seyði hérna. Kúpp. Ekki skal gleyma að þótt hótanir Þjóðverja, séu svo vel faldar undir rós, þá hefur IMF neitað að afgreiða annan hluta neyðarlánsins, nema að við semjum um þetta. Svo segja þeir að þetta sé "none of their business" Bara fyrir slíka kúgun er samningurinn kolólöglegur. Nú verður fólk að fara að láta til sín taka og hætta að taka mark á þessum endalaus ríkisrekna spuna í fjölmiðlum. Kleptókratarnir hafa þar tögl og hagldir. Bæði í fjölmiðlum og sem ráðgjafar ríkisapparatsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 19:03

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bretar stefni Íslendingum.

Bretar haldi uppi lögum og reglum á sínum umráðsvæðum og geri ekki upp á milli fyrirtækja eftir þjóðernir?

Einkafyrirtæki hirða hagnaðinn og borga sér ofurlaun og  þau svara til ábyrgðar sem persóna að lögum þegar þau gefa skít í hagsmuni lándrottna. Stjórnendur fyrir refsvert athæfi.

New-sósíalismi er ekkert betri en neo-líberalismi.

 Almenningur á Íslandi hefur nóg með sín persónulegu lán.

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 19:49

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er hreinlega of margt ramgt við Icesave samningin, til að unnt verði að samþykkja hann. Vissulega er brýnt að koma þessu máli frá, en ekki svona brýnt. Það sem ég sé sem stærstu hættuna er eignasafn LÍ. Ég óttast annars vegar að það sé gróflega ofmetið og hins vegar að spár um betri markað eftir 7 ár séu of mikið á bjartsýni byggðar.

Haraldur Baldursson, 17.6.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband