Að meta ruslið fyrir rusl.

Það er miklvægt að nýju bankarnir taki ekki ólöglega og sviksamlega samninga inn í nýju bankana. Eins og gengistryggð lán og verðtryggð lán og allskonar afleiðudrasl og tvívöxtunnar samninga. Þessir samningar munu ekki gilda lengur en mestalagi fram á næsta ár. Samfélagsvitund okkar er orðin allt önnur en þegar þessi ólöglegu gjörningar voru gerðir löglegir.

Þetta hljómar skringilega og það er ekki skrítið. Það eru engin hagfræðileg rök fyrir verðtryggingu eða gengistryggingu, hvorugir gjörningarnir hafa nokkurt samfélagslegt gildi eða gagn. Þetta eru varglán.

Fátt hefur skaðað þetta samfélag meira en svona gjörningar og ef nýju bankarnir ætla að halda sama dansinum áfram taka stöðu með kröfuhöfum og viðhalda þessum gjörningum mun fólk ekki eiga viðskipti við þessar stofnanir. Það verða búnar til nýjar og ef til þarf nýtt lýðveldi. Látið ykkur ekki dreyma um annað.

Látum ekki traðka á því tækifæri sem lýðræðinu var gefið. Allir útreikningar bankakerfisins verða að vera endurskoðaðir. Tvívöxtun er ólögleg og upp komast svik um síðir. Það er ekki nóg að segja undirskriftin dugar þegar logið er að fólki og því haldið í blekkingu um allt sé í fínasta lagi þegar verið er að svíkja og stela af því framtíðinni og framfærslu miskunnarlaust. Það verður að setja nefnd um að endurskoða alla þessa samninga í því ljósi að við bjuggum í ríki sem samdi lög sem voru sniðin að fjármálageiranum og kröfuhöfum. Þetta gekk svo langt að fjármálakerfið varð eins og ofvaxinn krakki í postulínsverslun.

Það verður að minnka bankakerfið ef það er of stórt, þar á að skera niður fyrst. 

Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir að þó að seðlabanki gefi út skýrslu um að allt sé í lagi þá er svo sannarlega ekki allt í lagi. Fjármálakerfi heimsinns er rotið í gegn og Íslenska fjármálakerfið er svikamilla sem verður að ganga í gegnum álvöru hreinsun. Ef þessir fjármálagjörningar fá að lifa áfram erum við að samykkja framtíð sem er dekkri en fortíðin.


mbl.is Uppgjöri vegna bankanna enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband