Hvenær sjá stjórnmálamenn að sér ?

Það er ekki líklegt að stjórnmálamenn sjái neyðina sem ríkir í þjóðfélaginu. Þeir finna hana tæplega á eigin skinni.
Ég kvet alla til að skrá sig í hagsmunasaamtök heimilanna. Og taka þátt í mögulegum fjöldaaðgerðum sem eru yfirvofandi gegn fjármálastofnunum.
Ef framm heldur sem horfir gæti það verið það besta sem kæmi fyrir þetta samfélag að þessir vírusabankar falli til grunna. Ef sjóðir, bankar og stjórnvöld halda svona áfram verður skaðinn aldrey metinn til fulls.
Stjórnendur þeirra eru greinilega of gráðugir til þess að vera stjórnendur þessara banka. Þeir hafa ekki skipt um hugarfar sem er nauðsynlegt fyrir framtíðina. Þeir hafa ekki þá yfirsýn sem þarf í þessum aðstæðum. Annars væru þeir til dæmis ekki að auglýsa ólöglega vöru í sjónvarpi. Vöru sem stríðir gegn gengisjafnvægi. Vara sem stríðir gegn lífi og búsetu á þessu landi. Sem eru gengistryggðu lánin.
Lán sem hafa verið ólögleg frá 2001. Lán sem bankar brutu lög með. Og þeir eru enn að auglýsa þessa gjörninga í sjónvarpi og FME gerir ekkert.
Hvílíkt samfélag. Hvílíkt réttarríki. Hvílik mafía. Eða er þetta geðspítali.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Leiðréttingin, sem lífsnauðsynlegt er að gera til þess að leysa að stórum hluta vanda heimilanna, er í raun afar einföld.

Ráðið er það, að afnema vísitölu-verðtryggingar af öllum lánum.

Og það besta við þetta er það, að þetta er hægt að gera á einum degi, - sem sagt strax í dag, - ef viljinn er fyrir hendi.

En íslenska stjórnmálamenn vantar viljann.

Til hvers voru kjósendur að velja nýja menn á þing, fyrir fáeinum dögum, - ég bara spyr ?

Tryggvi Helgason, 3.5.2009 kl. 17:48

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það svo sannarlega rétt hjá þér. Ég fór ekki út í það í þessari færslu. En var að hugsa um það þegar ég skrifaði hana.

Ég hef reyndar oft skrifað rök gegn vísitölu-verðtryggingu.

Takk fyrir að minna á það. Það er hár rétt hjá þér.

Vilhjálmur Árnason, 3.5.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband