Drög að nýrri framtíðarsýn ?

Það var gott viðtal við Pál Skúlason í sjónvarpinu um daginn.
Ég mæli með því fyrir alla sem hafa 20 mínótur aflögu.
Og viðtalið er hægt að finna hér http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/6574/

Og þegar ég var að hlusta á hann þá varð ég hissa á því hvað þessi maður, sem hafði verið rektor í æðstu mentastofnun landsinns,var sammála mér um margt ef ekki bara allt.
Það var nánast ekkert sem ég var ekki búinn að segja eða hugsa sem hann sagði. Og þó hef ég aldrey í háskóla farið. Það sem kom mér á óvart var skilgreining hanns á stjórnmálum. Og hann sagði stjórnmál eru ekki fræðigrein stjórnmál eru borgaraleg umræða um það sem við viljum að samfélag okkar snúist um. Þetta vissi ég ekki en ég er greinilega á kafi í stjórnmálum af þessu að dæma.
Það var gott að sjá og finna að hugsun mín er á háskólastigi.
Ekki er ég að gera lítið úr mentun, honum eða háskólanum , heldur einna helst að upphefja borgaralega hugsun.
Það eru margir sem hafa bara helling til málana að leggja út frá sínum lífsreynslu grunni. Margir vilja ekki taka þátt í neinu nema þeir séu með allt á hreinu. Og sumir vita svo mikið að aðrir verða heimskir nálægt þeim í þeirra eigin augum. Báðir öfgarnir eru vondir. Almennir borgarar verða að þora að taka þátt í umræðu sama á hvaða mentunnarstigi þeir eru. Það er ekki allt best sem kemur frá fræðingunum. Og þeir sem fróðari eru verða að temja sér nógu mikla auðmýkt til að geta miðlað þeim fróðleik.
En svo ég komi nú aftur að framtíðar sýn. Eða draumalandinu.
Ef ég segði við þig lesandi góður. Mundir þú vilja verbólgulaust samfélag ? Svarið væri sennilega já ,eða að þú segðir, það er nú alltaf verðbólga, það er ekkert hægt að hafa enga verðbólgu.
Eða þá ef þú ert hagfræðingur, sem ert mentaður til að leysa vandamál Chicago hagfræðinnar þá segðir þú verðbólga er smurolía fyrir efnahagslífið.
Allt í lagi.
Ef ég mundi svo spurja mundir þú vilja losna við verðtrygginguna í leiðinni ? Já auðvitað.
Verðbólgulaust samfélag þarf ekki verðtryggingu.
Allt í lagi.
Ef ég mundi svo spurja, mundir þú vilja halda krónunni ef hún væri traust sem gull og það yrði engin verðbólga ?
Já mundu flestir segja, nema ef það væri búið að læða inn í þá þeirri hugmynd að ESB sé framtíðin og þessvagna sé allt hitt bara óþarfi og ekkert til að stefna að og þar að auki þá ef að þetta væri hægt þá væri laungu búið að því.

Við þessa athugun sjáum við að leiðtogi sem er með höfuðið í evrópu hefur ekki áhuga á svona hlutum.
Getur ekki hugsað út fyrir boxið. Leiðin sem leiðtoginn hefur valið er sú leið sem verður farin. Stefna leiðtoga stefna flokks. Og í þessu kristallast mikilvægi þess að við tökum ábyrgð á því að stöðva vissar stefnur með rökum. Eða allavegana reyna annars er bara eins gott að deyja.

Ef ég mundi svo segja þér að allir þessir draumar um fjárhagslegt réttlæti gætu ræst. Já mundu margir segja hvað get ég gert ? Og sumir mundu segja já en íhaldið það kemur alltaf og tekur völdin, þetta þíðir ekket, og þá mundi ég löðrunga manneskjuna tvisvar og segja enga vantrú á þessum bæ. He he. Grín. En við verðum samt að hafa trú á því að við getum verið með trausta efnahagsstjórn. En eftir það sem á undan er gengið er það ansi mikil trú sem þarf til.

Draumalandið mitt er með þannig hagkerfi að launamaðurinn og sá sem stritar milli myrkra á ekki á hættu að verða fyrir stöðugri launaskerðingu vegna misráðinna ákvarðanna stjórnmálamanna og bankaeigenda. Og er ekki hýddur afram með vöxtum og verðbólgu. Og amma getur sparað eða sett peninginn í krukku og peningurinn heldur öllu verðgildi sínu eftir 100 ár. Draumalandið mitt er með neysluvörum sem lækka hægt og rólega með árunum. Þú getur tekið lán og sá sem lánar þér tekur áhættu með þér. Þ.e.a.s ef atvinna mín minkar ,minkar geta mín til að greiða upp lánið. Ef þú ert fjármagnseigandi og vilt ávaxta fé þitt þá gerir þú það undir þesum formerkjum.
Nú eru flestir farnir að hrista hausinn verulega mikið og segja þetta er ekki hægt. Þetta er bara bull. Getur þú sannað þetta. Það eru fordæmi fyrir þessu öllu.

Allt í lagi með það að einhverjir hristi hausinn, en á tímabilinu 1833-1933 í Bandaríkjunum hækkuðu heildsöluverð um 0,09 %. Ha 0.09 % á hundrað árum. Já á hundrað árum. Þess má geta að á tíu árum uppúr árinu 2000 hækkuðu heildsöluverð um 259 % .
Munurinn á hagstjórn eða peningamálastefnu fyrir utan þetta tímabil var í grunnin lítilill. En samt það stórvægilegur til að vera stærsti orsakaþátturinn. Og þegar málið er skoðað sést það vel að þetta jafnvægi var til komið vegna þess að gjaldmiðillinn var gulltryggður og mikið af gjaldmiðlinum var gull og silfur.

Og hvað gerðist eftir þetta tímabil ? Gulltryggingin var minkuð og svo alveg afnumin. Til þess að stjórnmálamenn gætu borgað fyrir ákvarðannir sínar. Og verðbólgan fór á stað og er enn að. Og vestrænn heimur hefur kosið að lifa við þessa hagstjórn.
Draumalandið mitt er land þar sem margir litlir draumar verað að veruleika. Og margir starfa við það sem þeir njóta að starfa við, og skapa mikil verðmæti í leiðinni fyrir samfélag sitt og eru meðvitaðir um að þeir tilheira þessari heild.
Draumar og sýnir eru nauðsynleg fyrirbrigði.
Því að allt sem verður hefur áður verið í huga Guðs og manns eða konu.
Megi Guð gefa þér góða drauma á nýju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband