Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Alþingismenn sem skilja hvorki orsakir vaxta né verðbólgu.

Þetta er skrifað til að vinda ofan af vitleysunni í Magnúsi Orra 

Það er ótrúlegt að inn á Alþingi veljist kynslóð eftir kynslóð menn sem skilja ekki orsakir verðbólgu og hárra vaxta. Einfalt orsakasamhengi er fótum troðið með endalausum yfirlýsingum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. 

Nú ætla ég ekki að taka svo stórt upp í mig að segja að ég viti allt betur en þau. En við skulum aðeins skoða málið betur. Og fara yfir fullyrðingar sumra Þingmanna.

Þessi pistill verður að hafa takmarkað lengd vegna þess að ég er að læra undir stærðfræði próf.

En Magnús Orri segir.

 "Það var krónukreppan sem olli gengisfellingunni og síðan var það gengisfellingin sem olli verðbólguskotinu sem kom illa við þá sem skulda í íslenskum krónum. Það er hrun krónunnar sem hefur valdið fyrirtækjunum og heimilunum í þessu landi miklu meira tjóni en hrun bankanna.“

 Ég veit ekki hvort er verra að blaðamenn skuli ekki sjá í gegnum þessa dellu eða að þingmaður skuli segja hana.

1. Hvað er krónukreppa.  Ég veit að hann hefur óljósa hugmynd um það sjálfur en orðið er skrípi sem horfir framhjá orsökum eins og flest í þessari setningu.

2. Gengisfelling á sér alltaf orsakir og oftast eru þær af eðlilegum toga þ.e.a.s. þær hafa osakir sem eru ekki endilega eðlilegar en afleiðingarnar eru eðlilega afleiðingar af orsökum en ekki öfugt eins og þingmaður vill í veðri vera láta.

Gengisfelling er vegna þynningar gjaldmiðils sem á sér stað í gegnum nýja peninga sem hafa ekki vermæti á bak við sig. Eins og rannsóknarskyrslan og fleiri heimildir sýna þá vaxa útlán umfram framleiðsu verðmæta í hagkerfinu sem veldur þynningu gjaldmiðils. Þetta hefur átt sér stað í áratugi en vestu tímabilin voru undanfarar gengisfellingar og auðvitað spiluðu sumir bankamenn á þessar lykilstaðreyndir. 

Gjaldmiðill sem er þynntur mun lækka í verði. Peningamagn í umferð sem vex meira en hagvöxtur mun hafa afleiðingar.

3. Að lána á lægri vöxtum með tengingu við annan gjaldmiðil ógnar gengisstöðugleika vegna þess að eftirspurn eftir lánsfé er aukin. Þ.e.a.s það er búin til eftirspurn eftir lánsfé sem að öðrum kosti væri minni vegna hærri vaxta. Eða allavegana átti kerfið ekki að virka svona og þessvegna voru sett þessi ákvæði í lög um vexti og verðtryggingu sem geriri gengistryggð lán ólögleg. 

lögin eru sett til varnar krónunni og tilraun til að koma í veg fyrir óeðlilega eða hraða verðgildisrýrnun í formi útlána umfram hagvöxt. 

4. Ég veit ekki hvort það er til fréttamaður í landinu sem skilur hvernig verðbólga verður til. En allavegana virðast allir telja að verðbólga sé krónunni sjálfri að kenna. 

5. Meira síðar.


mbl.is Segir vexti lítið lækka með upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband