Á morgun ætla ég að mótmæla landráðum.


Er ólöglegt að mótmæla landráði? Nei það er nákvæmlega það eina rétta.

Stjórnvöld fengu Buiterskýrsluna sl. vor þ.e.s í april árið 2008

– 6. mánuðum fyrir bankahrunið?

„Við létum stjórnvöld vita með því að senda þeim ritgerð okkar, þegar fyrsta uppkast lá fyrir í apríl," segir Willem H. Buiter, prófessor við London Business School, í svari við fyrirspurn Markaðarins.

Hann skrifaði svarta skýrslu um íslenska bankakerfið ásamt Önnu Sibert, sem meðal annars hefur setið í skuggabankastjórn breska Íhaldsflokksins.
Í skýrslunni kemur fram að íslenska bankakerfið var ekki lífvænlegt. Einu leiðirnar til framtíðar hefðu verið að megnið af starfseminni yrði flutt úr landi eða Íslendingar tækju upp evru. Þau segja að í janúar á þessu ári, þegar þau hófu skoðun á íslenska bankakerfinu, hafi strax orðið ljóst að bankakerfið væri ekki lífvænlegt.

Þau segja að þessi vandamál hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs, en ekki síður í hittifyrra, árið 2004 jafnvel árið 2000. Þetta skýrist af því að lítið land með eigin mynt gæti ekki borðið stjórar alþjóðlegar fjármálastofnanir.

Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna. Þar lögðu þau meðal annars til þess að til skemmri tíma þyrftu íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þyrftu stjórnvöld strax að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu fjármagni í erlendum gjaldeyri. Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt í þröngum hópi hér á landi í sumar.“ * (Hvaða hópur?)

Landsbankinn, sem greiddi fyrir Skýrslugerðina en ákvað að hún yrði ekki birt.

Buiter og Sibert birta skýrslu sína í blaðinu Policy Insight. þar segir að stjórnvöld og sérstaklega Seðlabankinn hafi gert fjölmörg mistök í hruni bankakerfisins og aðdraganda þess. Þau nefna sérstaklega kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni í lok september 2008.

Hrunið var löngu fyrirsjáanlegt - Þið hefðuð getað beðið til Guðs!

,,Íslensk stjórnvöld fengu einnig að vita að í apríl 2008 að vita þá niðurstöðu tveggja erlendra hagfræðinga að bankakerfið hér á landi stæðist ekki.

Þetta kemur fram í viðtali Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins, við William H. Buiter prófessor við Londin Business School sem ásamt Önnu Sibert er höfundur skýrslu á vegum Landsbankans um íslenska bankakerfið.

Samantekt:

Vandamál þau sem hér um ræðir hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs - árið 2004 - jafnvel árið 2000, skv. skýrslunniLandsbankinn keypti skýrluna og ákveður að birta hana ekki Stjórnvöld fá skýrsluna í hendur í apríl en birta hana ekki.
Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt þröngum hóp hér á landi í sumar, en sá hópur hefur aldrei verið nafngreindur.

Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna, en hún var aldrei kynnt opinberlega.

Augljóst þykir að „svarta“ skýrslan sem hér ræðir um sýndi bæði :hversu vanhæf vinnubrögð voru hér að verki af hálfu Seðlabankans og Landsbankans þar sem skýrslan sem átti að vera opinberuð fyrir þeim viðskiptavinum sem bankinn hafði, einka –og öðrum opinberum hagsmunaaðilum. Siebert nefnir það oftar en einu sinni að hann hafi komið hingað til lands til „að kynna“ skýrsluna en birtir hana sjálfur í október sl, í tímariti sem gefið er út og fæst m.a í Bandaríkjunum, Policy Insight.

Ályktun :
Sbr. í X kafla almennra hegningalaga – 91.gr. en þar stendur :
„Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.


mbl.is Mótmælt á Austurvelli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh....mér verður illt af því að lesa þetta. Ég ætla líka að mótmæla landráðum á morgun

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: corvus corax

Efast einhver um það lengur að innan ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sitja landráðamenn, fólk sem sat að svikum við þjóð sína í hagsmunaskyni fyrir fáa einstaklinga? Og ég sem hélt að landráðamennirnir væru aðeins tveir, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sem drógu þjóðina í árásarstríð á hendur Írökum.

corvus corax, 3.1.2009 kl. 00:24

3 identicon

Þetta er ótrúlegur lestur. Takk fyrir að koma þessu á framfæri. Þetta þyrfti hver einasti íslendingur að lesa. Sérstaklega þeir sem enn reyna að verja Ríkistjórnina.

Mætir menn hafa sagt frá fallinu að það sé "Þjóðarmorð af gáleysi"

Núna hefur hinsvegar komið í ljós að aðeins aðdragandinn var það.

Menn vissu svo og leyndu fyrir almenningi hvað var að koma. Það er ekki gáleysi. Það er Landráð samkvæmt lagabókstafnum.

Það er Kristaltært !

Már (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband