Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Siðferðilega rangt.

Ég kemst upp með það sem ég er ekki stoppaður við að gera er orðið það eðlilega á öllum sviðum samfélagsinns. Er Henrý bankamaður ? Allavega er hann siðferðilega blindur á öðru.

Heiðarlegur maður sem viljandi hefði sett hendina í boltann hefði játað hendi. Sama þótt það hefði kostað að markið hefði verið dæmt af.

Sorglegt dæmi um slæma fyrirmynd. 

Já dómarinn dæmir en menn eiga ekki að venja sig á að reyna að komast upp með ólöglega hluti í leik. Það er einfaldlega ekki íþróttinni sæmandi.


mbl.is Henry: Ég notaði höndina viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langavitleysa.

Það er ekkert lát á því að forustumenn þessar þjóðar láti fjármálastofnanir rugla almennings.

 


mbl.is 38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er mögnuð bón.

Viljið þið ata hendur ykkar blóði fyrir mig og mína hagsmuni.

NATO. Já svona verða sameginlegir herir framtíðarinnar notaðir.

Svona verður her ESB notaður.  Hver er ógnin í Afganistan. Hver bjó til þessi vandræði. Munum við getað hjálpað til við að stilla til friðar með herjum eða mannafla ?

 

Með því að vera í NATO tökum við óbeinan þátt í hernaði.

Við eigum að segja okkur úr NATO.


mbl.is Brown vill senda fleiri hermenn til Afganistans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það staðfest.

 Hvernig fóru bankamenn að ?

Horfið á þessi tvö myndbönd og fræðist um hvernig bankamenn settu hagkerfi Íslands í hættu með ofur skuldsetningu.

Lög um vexti og verðtryggingu eru alveg skýr og þau voru sett til að verja krónu umhverfið og lántakendur. Gengistryggð lán eru jafn ólögleg og barnalánin.

Viðskiptaráðuneytið hefur verið að búa til lagaóvissu í þessu kristaltæra máli.

Viðskiptaráðherra hefur ekki þorað að standa á lögunum sem er sorglegt. Fjármálaráðherra hefur ekki þorað að standa á lögunum um vexti og verðtryggingu. Enginn þorir að segja sannleikann. Bankar bjuggu til eftirspurn eftir ólöglegum vaxtalágum lánum. Eftirspurn sem hefði ekki verið svarað ef farið hefði verið að lögum. Banki hefur lámarks hlutverk í samfélagi og það er að fara að lögum. Hanns vara verður að vera lögleg. Alveg eins og vara allra fyrirtækja. Þessi lán voru það ekki. Og bankar eru skaðabótaskyldir. Það er ekki hægt að selja ólöglega vöru og kenna svo kaupandanum um að hafa ekki vit á því að þetta sé ólögleg vara skaðleg hagkerfinu.

 

 

      


mbl.is Gengistrygging ólögleg verðtrygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf ekki Icesave til kallinn minn.

Krónan er besti kosturinn fyrir okkur. EES samningurinn er alveg nóg.

Þú mátt flytja út Össur minn. Við höfum ekkert að gera með þína leiðsögn lengur.

Við viljum ekki og ætlum ekki að ganga í ESB og það hefur ekkert með LÍÚ að gera eða Icesave eða Davíð Oddson.

Það hefur einfaldlega með okkar vilja að gera og hann þarft þú að fara að virða. Vilji sem við höfum fundið eftir að hafa skoðað málið vel. 

Við höfum hlustað á rök þín við höfum hlustað á fyrirrennara þína og við höfum hlustað á Nóbelsverðlaunahafa og við höfum tekið inn í reikningin reynslu annara þjóða. Ef málflutningur þinn á undir högg að sækja þá getur þú ekki afsakað þig með því að Icesave hafi skemmt fyrir þér.

Hvað viljum við. Hvað vill þjóðin. Og við erum þjóðin. Og það er enginn að nota Icesave til að klekkja á þér. Þú ert að nota Icesave til þess að kveinka þér undan vegna þess að allur þinn málflutningur er að falla saman. Ef þú hefðir nú auðmýkt til að endurskoða tímasteningu þessa eða afstöðu þína.

Í raun ættir þú að draga þig í hlé með þína yfirlýsingar og ráðleggja Jóhönnu að gera það sama.Það væri farsælast fyrir fylgi þitt og krafta. Hafðu athyglina á öðrum brýnari málum.

Í raun tel ég ykkur bera ábyrgð á þeirri fylgisaukningu sem sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið.

Þetta inngöngu ferli er jafn dauðadæmt og innganga í öryggisráð. 

Samfylking getur ekki haldið atkvæðum með þennan málflutning, hann er byggður á lygi.

Evran er alls ekki hentugur gjaldmiðill fyrir Ísland og verðtrygging er ekki vegna krónunnar heldur vegna ömurlegrar lagasetningar til varnar fjármagnseigenda sem Alþingismenn hafa ekki haft dug í sér að leiðrétta.

Margir segja krónan er ónýt og já það er satt að sú hugmyndafræði sem hefur stýrt krónunni og gjörðum seðlabanka var ónýt og er mögulega enn ónýt.

Samfylking hefur það í hendi sér hvort hún vill fremja sjálfsmorð eða viðurkenna að hún fór framúr sér.

Nú væri einfallt að kalla mig einangrunnarsinna eða þjóðernissinna til þess að gera lítið úr máli mínu. Það er gert alla daga. En þeir sem nenna að kynna sér málið sjá í gegnum þann áróður sem Samfylking stendur fyrir.

En eigum við að taka til greina álit Nóbelsverðlaunahafa og jafnvel IMF. Eigum við ekki að ræða þetta aðeins frekar. Í stað þess að vaða áfram án þess að hafa vilja þjóðarinnir á bak við sig. 

Þegar þetta verður sett í þjóðaratkvæðisgreiðslu mun þetta verða fellt með gríðarlega miklum mun og það verður ekki vegna Icesave.

Það er dálitið magnað að Samfylkingin hljómar eins og Þorsteinn Pálson. Og svo verður forusta ESB samhljóma við Þorstein Pálson. Tony Blair og ESB. Ömurlegra getur það varla verið. 

Hver nennir að taka þátt í þessu ?

Enginn nema sá sem trúir því að NATÓ sé mesta blessun þjóðarinnar.  Enginn nema sá sem trúir því að. ESB sé friðarbandalag sem framleiðir bara vopnin til sýnis. Þau eru til varnar. 

Um leið og við sameinumst þessu bandalagi efnahagslega berum við ábyrgð á þeim vopnum sem eru framleidd innan ESB því við verðum þá partur af ESB.

Við eigum að standa fyrir utan ESB.  Og það er ekki vegna Icesave. 

 

 

 


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnalánin eru jafn ólögleg og gengistryggðu lánin.

Lög heimila hvorugt.

Andi laga um vexti og verðtryggingu er algerlega skýr.

Lögin voru samin til þess að það ætti að fara eftir þeim.

Algerlega á ábyrgð þeirra sem veita þau.

Þetta er svo augljóst.

Bankinn hefur lámarks hlutverk í samfélagi..og það er að fara að lögum...

Ef einhver kemur inn í bankann og biður bankann að fara ekki að lögum þá ber bankinn samt ábyrgð.

Bankinn hefur starfsleyfi til að starfa innan viss lagaramma.

Mér er alveg sama hvað foreldrar voru vitlausir. 

Bankinn ber ábyrgð á því að allir þeirra gjörningar séu löglegir.

Það er ekki á ábyrgð lántakenda að gefa út lögleg lán.

Þessvegna eru öll gengistryggð til venjulegra viðskiptavina lán kolólögleg.

 


mbl.is Arður barnanna fór upp í lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna verður að finna einhverja leið.

Gæti verið möguleiki að lækka tekjuskatt og launatengd gjöld á grænmetisbændur ?

Verðlauna þannig og hvetja til mannaráðninga í faginu. 


mbl.is Mótmæltu háu raforkuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband