Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Er ASÍ að vakna eða er þetta leikþáttur.
27.1.2010 | 21:25
Ég held að sagan segi okkur augljóslega að þetta er leikþáttur.
Þolinmæði ASÍ á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppbygging ESB er ávísun á fátækt.
22.1.2010 | 14:34
Samrunaferli ESB keyrt áfram af fjármálastofnunum er ávísun á fátækt.
Evrópuár gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sammála Óla.
22.1.2010 | 14:29
Þetta var það vitlausasta í stöðunni. Hann er maður meiri fyrir að játa þetta.
Það voru 10-15 sekúndur eftir og hann þurfti valla að sækja. Það er ekkert mál að taka nokkra blokkeringar krossa í svona stöðu til að halda boltanum í átt að marki.
Þetta var vanhugsað.
Við mölum Danina. 23-25 hi hi...algjört mal..
Ólafur Stefánsson: Pirraður, sár og svekktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólafur er að standa sig vel.
7.1.2010 | 07:00
Ólafur gekk í skrokk á óttasölumönnum.
Drekið ekki þeirra bitra vökva. Verið óhrædd og treystið því að allt fari vel.
Það er hressandi að sjá einhvern taka upp hanskann fyrir þjóðina.
Túkun Ólafs á stjórnskipan Íslendinga er skýr að mínu mati. Og það mætti ímynda sér að þegnar konungsríkis skilji ekki svona lýðræðisferil. Bretar eru nátturulega alveg spes. Þessir spjátrungar sem tóku þessi viðtöl bjuggust kannski við saman hertum Geir H. Harde sem hafði ekkert á bak við sig nema sjúka sögu sjáfræningjaflokksinns og heimspeki Hannesar. Sorrý. En Steingrímur hefur verið að falla inn í það hlutverk meir og meir eins og stein runnið tröll. Vonandi nær hann að hrista þetta af sér.
Austerity er eitthvað sem þáttastjórnendur þessa þáttar töluðu um eins og góða lýsispillu. Austerity er harðneskja sem er og hefur verið aðalsmerki IMF og innheimtustofnana stórkapitals. Austerity ásamt neo liberalism er banvæn blanda sem réttlætir alltaf nutímaþrælahald og misnotkun. Í formi milliríkjasamninga sem selja lönd og fólksfjölda þjóða í ánauð að þeim óspurðum.
En ólafur virtist vel undirbúinn. Hann negldi þá þar sem þeir voru veikir fyrir og vann sigur fyrir almennings álit okkar.
Það virðist vera tilhneiging stjórnmálaskýrenda á Íslandi og á erlendri grund að útskýra þessa atburði sem árás á núverandi stjórnvöld vinstri menn telja sig sitja undir árásum frá framsókn og hægri öflum. Ég tel að þetta sé merki um andlega fötlun að taka öllu sem árás.
Góðum tillögum er tekið sem árás. Þjóðaratkvæðagreiðsla er árás. Öndverðar skoðanir eru árás.
Allt túlkað sem tilraun hægriafla til að ná völdum eða gera lítið úr stjórnvöldum. Ef þetta ferli heldur svona áfram hjá stjórnvöldum þá fara þau að taka slæma veðurspá sem árás á sig. Það er komið nóg af svona geðshræringum. Hættið að láta stjórnast af þessum gömlu draugum skotgrafahernaðs og gaddavír flokkslínanna.
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2010 kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held að bæði Sigmundur og Björn Valur ættu að hafa hljótt um sig.
7.1.2010 | 05:44
Menn kasta stærstu steinunum úr glesrhúsunum.
Sigmundur Ernir Hefur sýnt það á ótrúlega fáum dögum í starfi að hann er fullkominn jólasveinn og ber ekki nokkra virðingu fyrir lýðræði. Hann passar samt vel inn í samfylkinguna.
Hann hefur sannað fyrir mér að fyrstu viðbrögð mín við framboði hanns voru rétt.
Í fréttablaðinu í gærmorgun er svo lýsing á þeim manni sem Björn Valur hefur að geyma.
Þetta eru mennirnir sem gagrína forseta sem mest.
Stjórnsemin og frekjan er jafnhá heimsku þessara manna.
Forsetinn í sögubækurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sam spillingar þræðir.
5.1.2010 | 04:39
Tekið af eyjunni.
Upplýst er í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um styrki til frambjóðenda stjórnmálaflokkanna að Gauti B. Eggertsson hagfræðingur í New York hafi gefið oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, hálfa milljón króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006. Það er jafnhá upphæð og Dagur fékk frá stórfyrirtækjunum (sem þá voru) Actavis, Landsbankanum og Nýsi.
Skýringin á þessum rausnarskap er sú að Dagur og Gauti eru bræður. Ber er hver að baki o.s.frv.
Til Gauta er annars oft vitnað sem óháðs hagfræðings, en nýjasta bloggfærsla hans að vestan vekur spurningar um hvort flokksgleraugu Samfylkingarinnar séu farin að spilla fyrir fagmennskunni hjá þessum ágæta hagfræðingi:
Gauti ritaði á gamlársdag blogg þar sem hann fagnaði niðurstöðu Alþingis í Icesave-málinu og lýsti furðu á því að Íslendingar væru að deila um þetta mál:
Konan mín, sem er bandarísk, spurði mig í kvöld: What is there to debate? Enda vinnur hún í fjárfestingarbanka. Þannig fólk vill komast right to the point. Ég gat ekki svarað henni. Yppti bara öxlum. You know, people in Iceland
Svolítið hrokafullt, ekki satt?
Í upphaflegri færslu um málið birti Gauti lista yfir stjórnmálamenn og embættismenn sem ábyrgð bæru á Icesave-málinu. Meðal þeirra sem þar komust á blað var flokkssystir hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta varð til þess að fyrrum aðstoðarkona Ingibjargar, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, nú ráðgjafi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra, skrifaði eftirfarandi athugasemd við bloggið:
Afhverju ertu að skella Ingibjörg Sólrúnu í þessa nafnarunu í upphafi greinarinnar? Hún sagði ekkert um Icesave fyrr en hún tók málið í fangið heimkomin af sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og flutti að lokum þingsályktunartillögu um samningaleið á grundvelli Brussel viðmiða sem var samþykkt 5. desember 2008. Þá gengu yfir hana brotsjóir Davíðsarms Sjálfstæðisflokks og sver landráðabrigsl VG þar sem SJS beitti hinum breiðari spjótum. Hún tók á sig það óvinsæla hlutverk fyrst stjórnmálamanna hér að útskýra og tala fyrir nauðsyn þess að semja og borga á sanngjörnum forsendum og stóð í stappi miklu við ýmsa erlenda ráðamenn í erfiðum nóvembermánuði meðan Ísland beið afgreiðslu plansins hjá IMF. Hitt er svo annað að fjölmargir málsmetandi hagfræðingar hér heima hafa þungar áhyggjur um IMF planinu, sem auðvitað tafðist í á tíunda mánuði 2009 og skuldaþolsreikningar þeirra eru áhyggjuefni, sem ég get sagt þér betur á óopinberum vettvangi.
Gauti, bróðir Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, svaraði:
Kristrún, mig minnir að Ingibjörg hafi lýst því yfir að ríkið myndi standa á bak við bankana. Á hinn bóginn er það ljóst að hún ber engan vegin eins þunga ábyrgð og aðrir í þessari upptalningu, og að því leyti er etv ósanngjarnt að hafa hana í þessari upptalningu. Eins hef ég hvergi séð hana vilja varpa frá okkur þessari ábyrgð.
Og rétt á eftir bætti hann þessum orðum við bloggfærslu sína:
PS PS. Ég var að telja upp ýmiss nöfn ráðamanna í upphaflegu færslu minni. Sumum nöfnum var mótmælt. Ég tók nöfnin út við aðra yfirferð, því mér sýnist einstök nöfn beside the point. Staðreyndin er að fjölmargir innan stjórnkerfisins lýstu yfir ábyrgð með einum eða öðrum hætti.
Öll nöfnin strikuð út vegna athugasemdar frá fyrrum aðstoðarkonu Ingibjargar Sólrúnar!
En fróðlegt væri að fá að heyra meira um skuldaþolsútreikninga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem Kristrún Heimisdóttir segir að séu áhyggjuefni. Af hverju ætlar hún bara að segja Gauta frá því máli í trúnaði? Á það ekki erindi við almenning? Af hverju þessi leynd?
Kann að hafa skaðað Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áróður fræðimanna.
3.1.2010 | 15:20
Í frétttíma stöðvar tvö um daginn var talað við evrópufræðing mikinn. Eirík Bregmann.
Það er dálíð magnað að sjá Erík spynna upp kenningar sem eru að reyna að sverta sjálfstæðis og samkendarvitund þjóðarinnar.
Það er ekki að ástæðu lausu að hann vilji spyrða einfalda og eðlilega sjálfsvernd við útrás og jafnevel einangrun.
Það er þekkt aðferð evrópu fræðinga að kokka saman einhverja frasa sem mæra Íslendinga um það að vilja ekki taka þátt í samstarfi. Og þeir séu svo fullir af þjóðrembu að þeir geti ekki útlending litið.
Svona frasar eru lygar og lymskulegur niðrandi áróður sem þarf að fletta ofan af strax áður hann grefur um sig og leiðir alskonar fólk í orðræðuþvælu og samhljóma dellu. Áróðurinn er vafinn inn í fræðimennsku.
Ég get alveg búið til kenningar sem alhæfa um íslendinga.
Mín kenning mundi ganga út á það að þeir sem vilja inn í ESB eru fólk sem hefur ekki grundvallaða tengingu við sinn æðri mátt heldur sækist á einhvern hátt eftir fölsku skjóli undir vængjum hervalds eða sambanda. Mín kenning mundi þá ganga út á það að sanna að löngun í pólitískan samruna og á stundum hernaðarlegann sé byggð á ótta en ekki elsku og þessvegna beri að hafna þeirri leið. Ég get alveg búið til alhæfingar um fólk og þjóðir, en ég gef lítið fyrir það.
En hér fyrir neðan er ein mynd sem gefur okkur vissa hugmynd hvað er að gerast pólitískt í ESB. Þetta er þó einnig alhæfingar mynd. Og setur fólk í kassa.
Það er einfaldlega þannig að þó að Ísland gangi ekki inn í fullan pólitískann og efnahagslegann samruna eins og Eiríkur óskar sér þá þá erum við í öflugu samstarfi við aðrar þjóðir og það mun aukast. Það er bara það eðlilegasta í heimi að velja eða hafna sumu samstarfi. Það er einfaldlega heilbrigt að samfélög vegi og meti í hvaða samstarfi þau vilji vera.
Það er ekkert eðlilegra en að fjárfestingar erlendra aðila séu gaumgæfilega athugaðar. Það er einnig mjög eðlilegt að pólitískt landslag innan þess bandalags sem rætt er um að sameinast sé skoðað, athugað hvernig lítur út og hvernig hefur það þróast. Jafnvel hörðustu hægri menn okkar jafnast ekkert á við þá pólitík sem ræður ríkjum innan ESB.
Kenninga smíðar Eríks eru áróður af fínustu gerð.
Það þarf enga sálfræðigreiningu á þjóðina og sérstaklega ekki frá Eríki Bergmann.
Persónulega afþakka ég pent að fá útkomuna úr grúski Eríks í fræðunum sínum í fréttatímum.
Ég vil fá að koma í fréttir eins og hann með mínar kenningar og sanna sakleysi þjóðarinnar eins og hann ásakar hana um sekt.
Útrás hefur ekkert með eðlilega samkend og eðlilega ást eða virðingu á landinu sínu að gera.
Land sem hefur borið okkur hingað til. Og mun gera það áfram. Hvort sem við göngum í ESB eða ekki.
Vonandi getum við forðast fulla innlimun í ESB því það að aðlagast EES hefur reynst okkur fullt verkeni.
Það sem evrópusinnar munu reyna að gera er.
Að eiðileggja samkend og þjóðarvitund íslendinga. Eins og úlfarnir munu þeir reyna að sundra hjörðinni.
Að gera lítið úr gjaldmiðli þjóðarinnar því hann heldur hagkerfi þess saman og verndar innlenda framleiðslu. í leiðinni munu þeir reyna að fella niður alla tolla á innflutning í nafni eðlilegrar samkeppni og frjáls markaðar.
Munu reyna að kenna krónunni um siðrof og spillingu í bankakerfi og stjórnsýslu.
Að reyna að mála þjóð og land elskandi fólk sem þjóðernissinna.
Að búa til alskonar kenningar sem leiða líkur að því að það sé heimskulegt að vera ekki í ESB.
Að gera bjargvætt úr bankakerfi og yfirstjórn ESB.
Að stilla upp endalausum afarkostum og nota hræðsluáróður til þess að reyna að skekkja framtíðarsýn þjóðarinnar.
ESB mun reyna að fræða okkur inn í ESB en fræðslan er lymskulegur áróður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2010 kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)