Sam spillingar þræðir.

 Tekið af eyjunni.

 

Upplýst er í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um styrki til frambjóðenda stjórnmálaflokkanna að Gauti B. Eggertsson hagfræðingur í New York hafi gefið oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, hálfa milljón króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006. Það er jafnhá upphæð og Dagur fékk frá stórfyrirtækjunum (sem þá voru) Actavis, Landsbankanum og Nýsi.

Skýringin á þessum rausnarskap er sú að Dagur og Gauti eru bræður. Ber er hver að baki … o.s.frv.

Til Gauta er annars oft vitnað sem óháðs hagfræðings, en nýjasta bloggfærsla hans að vestan vekur spurningar um hvort flokksgleraugu Samfylkingarinnar séu farin að spilla fyrir fagmennskunni hjá þessum ágæta hagfræðingi:

Gauti ritaði á gamlársdag blogg þar sem hann fagnaði niðurstöðu Alþingis í Icesave-málinu og lýsti furðu á því að Íslendingar væru að deila um þetta mál:

Konan mín, sem er bandarísk, spurði mig í kvöld: ‘What is there to debate?’ … Enda vinnur hún í fjárfestingarbanka. Þannig fólk vill komast ‘right to the point’. Ég gat ekki svarað henni. Yppti bara öxlum. ‘You know, people in Iceland ……’

Svolítið hrokafullt, ekki satt?

Í upphaflegri færslu um málið birti Gauti lista yfir stjórnmálamenn og embættismenn sem ábyrgð bæru á Icesave-málinu. Meðal þeirra sem þar komust á blað var flokkssystir hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta varð til þess að fyrrum aðstoðarkona Ingibjargar, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, nú ráðgjafi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra, skrifaði eftirfarandi athugasemd við bloggið:

Afhverju ertu að skella Ingibjörg Sólrúnu í þessa nafnarunu í upphafi greinarinnar? Hún sagði ekkert um Icesave fyrr en hún tók málið í fangið heimkomin af sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og flutti að lokum þingsályktunartillögu um samningaleið á grundvelli Brussel viðmiða sem var samþykkt 5. desember 2008. Þá gengu yfir hana brotsjóir Davíðsarms Sjálfstæðisflokks og sver landráðabrigsl VG þar sem SJS beitti hinum breiðari spjótum. Hún tók á sig það óvinsæla hlutverk fyrst stjórnmálamanna hér að útskýra og tala fyrir nauðsyn þess að semja og borga á sanngjörnum forsendum og stóð í stappi miklu við ýmsa erlenda ráðamenn í erfiðum nóvembermánuði meðan Ísland beið afgreiðslu plansins hjá IMF. Hitt er svo annað að fjölmargir málsmetandi hagfræðingar hér heima hafa þungar áhyggjur um IMF planinu, sem auðvitað tafðist í á tíunda mánuði 2009 og skuldaþolsreikningar þeirra eru áhyggjuefni, sem ég get sagt þér betur á óopinberum vettvangi.

Gauti, bróðir Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, svaraði:

Kristrún, mig minnir að Ingibjörg hafi lýst því yfir að ríkið myndi standa á bak við bankana. Á hinn bóginn er það ljóst að hún ber engan vegin eins þunga ábyrgð og aðrir í þessari upptalningu, og að því leyti er etv ósanngjarnt að hafa hana í þessari upptalningu. Eins hef ég hvergi séð hana vilja varpa frá okkur þessari ábyrgð.

Og rétt á eftir bætti hann þessum orðum við bloggfærslu sína:

PS PS. Ég var að telja upp ýmiss nöfn ráðamanna í upphaflegu færslu minni. Sumum nöfnum var mótmælt. Ég tók nöfnin út við aðra yfirferð, því mér sýnist einstök nöfn beside the point. Staðreyndin er að fjölmargir innan stjórnkerfisins lýstu yfir ábyrgð með einum eða öðrum hætti.

Öll nöfnin strikuð út vegna athugasemdar frá fyrrum aðstoðarkonu Ingibjargar Sólrúnar!

En fróðlegt væri að fá að heyra meira um skuldaþolsútreikninga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem Kristrún Heimisdóttir segir að séu áhyggjuefni. Af hverju ætlar hún bara að segja Gauta frá því máli í trúnaði? Á það ekki erindi við almenning? Af hverju þessi leynd?


mbl.is Kann að hafa skaðað Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband