Áróður fræðimanna.
3.1.2010 | 15:20
Í frétttíma stöðvar tvö um daginn var talað við evrópufræðing mikinn. Eirík Bregmann.
Það er dálíð magnað að sjá Erík spynna upp kenningar sem eru að reyna að sverta sjálfstæðis og samkendarvitund þjóðarinnar.
Það er ekki að ástæðu lausu að hann vilji spyrða einfalda og eðlilega sjálfsvernd við útrás og jafnevel einangrun.
Það er þekkt aðferð evrópu fræðinga að kokka saman einhverja frasa sem mæra Íslendinga um það að vilja ekki taka þátt í samstarfi. Og þeir séu svo fullir af þjóðrembu að þeir geti ekki útlending litið.
Svona frasar eru lygar og lymskulegur niðrandi áróður sem þarf að fletta ofan af strax áður hann grefur um sig og leiðir alskonar fólk í orðræðuþvælu og samhljóma dellu. Áróðurinn er vafinn inn í fræðimennsku.
Ég get alveg búið til kenningar sem alhæfa um íslendinga.
Mín kenning mundi ganga út á það að þeir sem vilja inn í ESB eru fólk sem hefur ekki grundvallaða tengingu við sinn æðri mátt heldur sækist á einhvern hátt eftir fölsku skjóli undir vængjum hervalds eða sambanda. Mín kenning mundi þá ganga út á það að sanna að löngun í pólitískan samruna og á stundum hernaðarlegann sé byggð á ótta en ekki elsku og þessvegna beri að hafna þeirri leið. Ég get alveg búið til alhæfingar um fólk og þjóðir, en ég gef lítið fyrir það.
En hér fyrir neðan er ein mynd sem gefur okkur vissa hugmynd hvað er að gerast pólitískt í ESB. Þetta er þó einnig alhæfingar mynd. Og setur fólk í kassa.
Það er einfaldlega þannig að þó að Ísland gangi ekki inn í fullan pólitískann og efnahagslegann samruna eins og Eiríkur óskar sér þá þá erum við í öflugu samstarfi við aðrar þjóðir og það mun aukast. Það er bara það eðlilegasta í heimi að velja eða hafna sumu samstarfi. Það er einfaldlega heilbrigt að samfélög vegi og meti í hvaða samstarfi þau vilji vera.
Það er ekkert eðlilegra en að fjárfestingar erlendra aðila séu gaumgæfilega athugaðar. Það er einnig mjög eðlilegt að pólitískt landslag innan þess bandalags sem rætt er um að sameinast sé skoðað, athugað hvernig lítur út og hvernig hefur það þróast. Jafnvel hörðustu hægri menn okkar jafnast ekkert á við þá pólitík sem ræður ríkjum innan ESB.
Kenninga smíðar Eríks eru áróður af fínustu gerð.
Það þarf enga sálfræðigreiningu á þjóðina og sérstaklega ekki frá Eríki Bergmann.
Persónulega afþakka ég pent að fá útkomuna úr grúski Eríks í fræðunum sínum í fréttatímum.
Ég vil fá að koma í fréttir eins og hann með mínar kenningar og sanna sakleysi þjóðarinnar eins og hann ásakar hana um sekt.
Útrás hefur ekkert með eðlilega samkend og eðlilega ást eða virðingu á landinu sínu að gera.
Land sem hefur borið okkur hingað til. Og mun gera það áfram. Hvort sem við göngum í ESB eða ekki.
Vonandi getum við forðast fulla innlimun í ESB því það að aðlagast EES hefur reynst okkur fullt verkeni.
Það sem evrópusinnar munu reyna að gera er.
Að eiðileggja samkend og þjóðarvitund íslendinga. Eins og úlfarnir munu þeir reyna að sundra hjörðinni.
Að gera lítið úr gjaldmiðli þjóðarinnar því hann heldur hagkerfi þess saman og verndar innlenda framleiðslu. í leiðinni munu þeir reyna að fella niður alla tolla á innflutning í nafni eðlilegrar samkeppni og frjáls markaðar.
Munu reyna að kenna krónunni um siðrof og spillingu í bankakerfi og stjórnsýslu.
Að reyna að mála þjóð og land elskandi fólk sem þjóðernissinna.
Að búa til alskonar kenningar sem leiða líkur að því að það sé heimskulegt að vera ekki í ESB.
Að gera bjargvætt úr bankakerfi og yfirstjórn ESB.
Að stilla upp endalausum afarkostum og nota hræðsluáróður til þess að reyna að skekkja framtíðarsýn þjóðarinnar.
ESB mun reyna að fræða okkur inn í ESB en fræðslan er lymskulegur áróður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2010 kl. 04:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.