Ég vil ekki afsökunnarbeiðni.

Ég vil bara að þú stuðlir að því að bæta fyrir þann skaða sem bankar ollu neitendum og hagkerfi Íslands.

Þið þurfið að viðurkenna að gengistryggð lán voru og eru ólögleg til almennings.

það er alger forsendubrestur í þessum lánasamningum og þeir munu ekki halda. Því fyr sem það er viðurkennt því fyr mun finnast lausn á þessum vanda. Hvaða vandi væri það til dæmis fyrir bankana að taka sig saman og umbreyta þessum lánum yfir í verðtryggðar krónur til að byrja með.

Sá sem lánaði þessi lán og fer fram á greiðslu af þeim eftir að gengið féll er að fara fram á ólöglega greiðslu. Þessi lán verða öll kærð og það gengur ekki að bíða með aðgerðir sem þessar. Sokkinn kosnaður er þegar gríðarlegur, ómældur kosnaður í formi skertrar virkni og streituálags á lántakendur.

Bankar verða að skilja að það er þeirra hagur að umbreyta þessum lánum.  Þeir menn sem hafa skoðað söguna sjá strax hag samfélags, almennings og jafnvel banka af því að fara í slíkar aðgerðir.

Það þarf að snúa öllum þessum lánum yfir í verðtryggðar krónur frá lántökudegi svo allir setji við sama borð.

Finnur arftaki þinn kom með útlistun á því hvernig skuldir mætti færa niður höfuðstól lána að vissu hlutfalli fasteignamati ríkisinns. Þessi aðgerð er í áttina að lausninni.

Það sem ríkisstjórn og þá sérstaklega forustusauðir hafa apað eftir IMF eru harðneskjulegar og einfaldar nasista fjármálakrísu lausnir. 

Það má ekki apa þessa stefnu upp hrátt og varpa henni yfir þjóðina bara vegna þess að hún hljómar vel í eyrum fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur munu tapa miklu meira ef þeir halda kverkataki sínu lengur um bráðina.

Þú veist að osökin á stæstu fasteignabólu seinni tíma á sér orsök í einu og aðeins einu. Of miklu magi af nýjum peningum í umferð án aukingu í raunverulegum verðmætum  og þjónustu.

Ég veit ekki alveg hvar þú lærðir hagfræði en verðbólga og gengisfall á sér einfalda orsök sem þú vildir kalla flókna og samþætta orsök.

Það er ekki rétt í eðli sínu. Í einfaldleika sínum er þetta órjúfanlegt lögmál. Verðbólga á sér eina orsök. Orsökin er, of mikil útlán banka. Of mikilir peningar í umferð. Á þessum hlutum verða bankar að ábyrgð á með FME og seðlabanka.

Það er tækifæri fyrir bankamenn sem farið hafa of geist að ná æru sinni aftur. Það er ykkar hagur að leiðrétta þær augljósu skaðlegu skekkjur sem hafa valdið sem mestum skaða.

Ef það þýðir að það þarf að yfirtaka eða sameina og minka þær lánastofnanir sem halda utan um þessa gjörninga þá verður að gera það.

Hvernig fóru bankar að því að hlunnfara almenning.  They issue M securitys called glassier bonds. Erubonds issued in ISK.

Jöklabréf eru evrur gefnar út í íslenskum krónum í flestum tilfellum. En almenningur er látinn borga fyrir þann gengismismun sem þarna er. Bankinn fær hagnað upp á miljarða. Svikna út úr almenningi. Ef einhver bankasnillingurinn getur af sannað þetta og burtskýrt lög um vexti og verðtryggingu frá árinu 2001 í leiðinn þá endilega kommentaðu á þetta blogg.

Takið eftir að fjármálastofnanir fluttu in fjármagn til Íslands og skuldsettu almenning og settu áhættuna á almenning, það er ólöglegt en samt gerðu þeir það. Viðskiptaráðherra ver það og félagsmálaráðherra segir með vitfyrringslegum orðum að almenningur hafi verið að flýja krónuna og háa vexti. Og við berum öll sök í þessu máli. 

Þessi rök eru algerlega ófær. Fjármálastofnanir hafa það lámarkshlutverk gagnvart almenningi að bjóða uppá löglega vöru sem stenst landslög. 

Ef Útilíf tæki uppá því að selja bjarnargildrur til almenning eftir að það hafi verið bannað með lögum árið 2001 hver er þá skaðabótakyldur ?

Það er augljóst. Það getur einhver jólasveinn reynt að koma sökinni á almenning, með einhverju afbökuðu frjálshyggjukjaftæði. En þetta getur ekki verið skýrara.

 

 Hverjir eru eigendur Jöklabréfanna ?  Hverjir eru þessir frábæru fjárfestar.

Og hver á Avant ...og SP fjármögnun. Og þau fyrirtæki sem lánuðu gengistryggð lán.

 

 


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góð skrif! Það er algjörlega nauðsynlegt að átta sig á að VIÐ almenningurinn vorum raunverulega vatnið sem hélt svikumyllunni mallandi. Hreiðar Már er annað hvort siðblindur eða lygnari en sjálfur kölski, því ábyrgð Kaupþings á hruninu er ekkert minni en hjá öðrum bankastofnunum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband