Lýðræðið vann sigur.
15.8.2009 | 21:21
Lýðræðið vann sigur.
Eina raunverulega og stöðuga frelsið er það frelsi sem fæst við styrka ríkisstjórn sem ver hagsmuni fólksinns, þar sem fólk sem er nógu mikið pólitískt vakandi og upplýst til þess að gera sér grein fyrir fullkomnu valdi sínu yfir ríkisstjórnum. Ríkisstjórn sem þjónar fólkinu.
Samningarnir um Icesave eru samningar sem eru fyrir margar ástæður ömurlegir.
En það sem gerðist er að fólkið í landinu hafði áhrif sem skipti sköpum.
Hversvegna er ESB andstætt lýðræðinu.
Það sem hefur gerst í Evrópu er að pólitísk þáttaka hefur minkað og fólki finnst eins og það geti ekki haft áhrif á atburðarás og lagasetningu. Lýðræðið er vanað.
Ég talaði eitt sinn við breska unga konu sem sagði það besta kost Íslands að landið er svo lítið að það væri auðvelt að hafa áhrif. Fyrir unga konu var þetta mikilvægt og virkjandi. Getið þið séð fyrir ykkur þessa atburðarás ef við værum í ESB og þingið í Brussel væri afvegaleitt í lagasetningu. Hvernig mundum við hafa áhrif.
Mig langar að fá lesendur til þess að velta fyrir sér þessum hlutum.
Nú höfum við tíma til að velta fyrir okkur þeim hlutum sem okkur þykja mikilvægir. Hvaða þættir eru það sem gera lýðræðið sterkt og virkt. Hvað er það sem gerir það þess virði að búa á Íslandi.
Það var einhver sem sagði það sannarlega að ekki væri hægt að gera búsáhaldarbyltingu í Brussel.
Þessi setning er í raun meiri sannleikur en mann fyrst grunar.
En hvernig höldum við vöku okkar. Hvernig treystum við lýðræðið. Eða viðhöldum áframhaldandi jákvæðum breytingum.
Verum virk og höldum áfram að vera vakandi, svo að við missum ekki ljósið sem okkur var gefið og forfeður okkar börðust ötullega fyrir.
Þorum að hafa skoðun.
InDefence mun gaumgæfa málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur alltaf verið spennandi að búa á Íslandi. "Let's keep it that way!"
Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2009 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.