Icesave vangaveltur.
14.6.2009 | 23:22
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.6.2009 kl. 12:02 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Vilhjálmur, mér finnst þessar hugleiðingar Jóns ganga ágætlega upp. Ég er alveg sammála honum með lánshæfismatið og eins þá pælingu að synjun alþingis á ríkisábyrgð leiði til áframhaldandi samninga við breta.
Ég er alveg sannfærður um að þessi ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum stenst ekki neina skoðun og hefur orðið til af fingrum fram vegna viðbragða t.d breta við bankahruninu. Líklegast brutu þeir sjálfir samkeppnisreglur EU svæðisins í leiðinni - viðbrögð embættismanna ESB benda til þess. Það er m.a þessvegna sem þeir vilja ekki fara með málið fyrir dómstóla því að það er svo margt undir. Ekki bara hætta á bankaáhlaupum heldur líka hætta á skaðabótakröfum. Við höfum því samingsstöðu í málinu.
Ég held satt að segja að það sé eitthvað píslarvætti að hrjá suma stjórnmálamenn og hluta þjóðarinnar vegna samviskubits yfir framferði bankanna erlendis. Enn heyrist að "við" höfum farið þarna og rænt innistæðueigendur og eigum vitaskuld að borga. Í því samhengi má nefna að einkafyrirtækið Landsbankinn hafði starfað nokkur ár í bretlandi áður en hann opnaði icesave, peningarnir sem komu inn á reikningana runnu líklegast að mestu til greiðslu á skammtímaskuldum við evrópska banka og síðan inn í breska hagkerfið sem lán til fyrirtækjakaupa. Allavega eru þeir ekki hér. Ég held reyndar að bretar hafi verið duglegir sjálfir við að koma þessari mynd á laggirnar og þar nýttu þeir markaðsblaður Landsbankans sjálfs sem tengdi sig mjög sterkt við ísland. Þessu áróðursstríði (ef svo má kalla) töpuðum við gjörsamlega.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 14.6.2009 kl. 23:58
Gott framtak hjá þér Villi.Þú vilt greinilega kynna þér hlutina áður en þú tekur afstöðu. Það eru því miður allt of margir sem kynna sér ekki málin og þar held ég að nokkrir þingmenn séu meðtaldir. Það er gríðarlega mikilvægt að hver og einn taki afstöðu út frá eigin sannfæringu í svona stóru máli en fylgi ekki bara einhverri flokkslínu blint.
Helga Þórðardóttir, 15.6.2009 kl. 00:28
Þetta er tíðska í dag. Útrásin hófst með útrásaráformum ES þá kallað EEB í Vestur og Norður. Hákarlaaðferðin myndu menn hafa sagt fyrir einni öld. 2- 3 stærstu einkavinaBankar [á ábyrgð Seðlabanka Kerfis ES] byrja að skuldsetja væntanlegt innlimunarríki. Undirbjóða aðra lánadrottna, lána í allskonar verkefni t.d. samfara samningnum um upptöku samþættingar regluverks, kaupa krónur til að halda upp há gengi. Svo er heildarskuldin orðin svo há og spilling fjármálgeira fjárfesta innlimunarlénsins orðin slík að tíminn er komin til að kalla viðkomandi stjórnvöld til ábyrgðar og loka lána línum. Við þekkjum framhaldið. Danmörk, Svíþjóð koma upp í hugann.
Málið er að við látum ekki handrukkaranna núverandi ríkistjórn komast upp með neitt múður við borgum ekki skuldir ættingja sem létu hafa sig að fífli og ekki heldur þeirra sem allan tíman gerðu sér ljóst hvað fylgir innlimunaráformum ES hvað varðar arðbærari efnahagseiningarnar.
Þótt ES löndin sé þreytt á að bjóða velkomin lönd austanmegin eða Tyrkland og Albaníu þá þýðir það ekki að Ísland og Noregur eru arðbær innlimunarkostur. Svíar ætla greinlega að leggja sitt af mörkum til að vaxa í áliti innan ES.
Júlíus Björnsson, 15.6.2009 kl. 00:30
Kærar þakkir fyrir þennan pistil, Vilhjálmur og Jón Helgi, báðir tveir.
Ég skal viðurkenna að ég sveiflast örlítið í þessu máli, en enda þó yfirleitt á sama stað: Það er allt of áhættusamt að samþykkja þennan samning.
Reyndar verðum við trúlega að semja. En mér finnst lágmark að á samningum sé þak.
Það væri út af fyrir sig kannski ágætt að Alþingi felldi samninginn. Ég held þó að við náum mun sterkari stöðu ef Alþingi samþykkir samninginn en forsetinn neitar að skrifa undir. Þá verður ekki komist hjá þjóðaratkvæðagreiðslu.
Og ef t.d. 80% segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá rennur það upp fyrir viðsemjendum okkar "hvar Davíð keypti ölið". Þannig yrði samningsstaða okkar fyrir alvöru nokkuð sterk.
Jón Daníelsson, 15.6.2009 kl. 02:02
http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/entry/894689/
kíktu á þetta. þetta eru smá útreikningar á vöxtum og skuldabyrgði okkar vegna Icesave miðað við allar þekktar stærðir í dag.
Fannar frá Rifi, 15.6.2009 kl. 11:18
Hefur einhver spurt Jón Helga hvaðan hann hafi þær upplýsingar að Samninganefnd okkar:
"Hluti af vanda Íslendinga er að
svo virðist sem samningamenn okkar hafi ekki haldið fram nægjanlega sterkt
okkar sjónarmiðum. Það hefur líka skemmt fyrir að forystumenn í stjórninni
hafa talað eins og okkur beri skylda til að ábyrgjast Icesave. "
Fyrst að þú last þetta á pressan.is þá vitna ég í orð Þorgerðar Katrínar á sama stað:
Það liggur einnig fyrir að Alþingi og utanríkismálanefnd gaf sér þann möguleika að hugsanlega myndu samningar ekki nást og útilokaði því ekki að Ísland leitaði réttar síns á grundvelli þjóðaréttar. Fyrrverandi ríkisstjórn þrautkannaði þann möguleika með aðstoð erlendra sérfræðinga. Utanríkismálanefnd hnykkti einnig á því að taka yrði tillit til sérstæðra aðstæðna hér á landi þannig að sem hagstæðust niðurstaða fengist fyrir Ísland.
Svo tala þessi indefence menn alltaf eins og málið hafi ekki verið skoðað.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.6.2009 kl. 11:43
Hvað sem því líður eða hvað sem á undan er gengið getur Alþingi tekið afstöðu á móti samningnum og fellt hann. Alþingi getur neitað ríkisábyrgð í ljósi aðstæðna og mati á áhrifum á lánsmat. Alþingi er ekki bara Já samkoma.
Það var hlutverk þessara samningamanna að koma með þann samning sem þau töldu sem bestann og Alþingi getur samt verið ósammála og hafnað honum á þeim forsendum sem undan eru gengnar.
Vilhjálmur Árnason, 15.6.2009 kl. 15:21
Fyrst ber að kanna það hvort að okkur fyrir það fyrsta beri að borga þennan samning.
Sá hræðsluáróður að hér gæti komist á einhverskonar viðskipta bann og við orðið Kúba norðursins stenst hreinlega ekki lög.
Sé það dæmt fyrir alþjóðadómstólum að við eigum ekki að borga þessa reikninga þá verður það ekki leyft að setja á okkur viðskiptabann fyrir vikið.
Og hverjum er ekki skítsama þótt Bretar og Hollendingar hætti að versla við okkur á annað borð?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Icesave vangaveltur. Sem fengu mig til að skipta um skoðun.
Ég spurði mann um málið vegna þess að ég var að reyna að finna skýra afstöðu í málinu.
Fyrir neðan er svar við spuningum og hugleiðingum mínum varðandi málið. Ég sendi honum póst eftir að hafa lesið grein hanns.
http://pressan.is/pressupennar/LesaJonHelgaEgilsson/ellefu-firrur-um-icesave
-----Original Message-----
From: Vilhjálmur Árnason [mailto:villi@this.is]
Sent: 14. júní 2009 13:21
To: jhe4@hi.is
Subject:
Takk fyrir þessa grein. Það er gott að fá álit frá reyndum mönnum.
Ég vil velta fyrir þér vissum pælingum. Án þess að vera hræddur um að þú
dæmir þær sem vitlausar eða grunnar.
Ég er sjálfur að reyna að átta mig á stöðunni. Ég var illur yfir því
hvernig tekið var á þessu máli í vetur og fannst á þeim tíma að um
mikinn undirlægjuhátt að ræða að tala um þessar ábyrgðir sem eitthvað sem
ríkið bæri að ábyrgjast til að styggja ekki ESB og innistæðukerfið.
Svo rennur málið áfram og aftur er samspillingin kosin til valda og VG velur
að fara diplomat leiðina í þessu og starfa með samspillingunni. Ég valdi að styðja VG í síðustu kosningum. Ég er að reyna að láta það ekki
hafa áhrif á afstöðu mína í dag.
En mín skoðun í dag er sú að þetta sé ekki besti tíminn til að berjast. Ég
tel að það sé taktískt rétt að skrifa undir og ef ekki næst að fá þau
verðmæti út úr eignasafni Landsbanka á 7 árum að þá verði rétti tíminn til að verjast og taka stöðu. Ég er samt við það að skipta um skoðun varðandi þetta.
Ég hef engar áhyggjur af alþjóðasamfélaginu og ESB og væri alveg til í að
fella málið á þingi og það væri sennileg frábært fyrir Alþingi að öðlast sjálfstraust með því að taka hrausta heilbrigða afstöðu gegn
ríkisábyrgðinni.
Rök þín um að lánshæfismat lækki eru sterkustu rökin sem ég hef heyrt.
Ertu sannfærður um að áhrif þessara skuldbindinga á lánshæfismat ?
Viltu gefa mér meiri innsýn í þessi mál ef þú mátt vera að.
Væri ekki mögulegt að lofa viðræðum um ríkisábyrgð eftir 7 ár. Til að vera
viss um að engin áhrif væru á lánshæfismat.
________
Sæll, Vilhjálmur.
Staðan er vissulega þröng og við þurfum á sátt og samvinnu við aðra að halda núna eins og alltaf áður. Það að við viljum sátt er hins vegar ekki það
sama og að láta hvað sem er yfir sig ganga.
Hluti af vanda Íslendinga er að svo virðist sem samningamenn okkar hafi ekki haldið fram nægjanlega sterkt okkar sjónarmiðum. Það hefur líka skemmt fyrir að forystumenn í stjórninni hafa talað eins og okkur beri skylda til að ábyrgjast Icesave.
Þess vegna er fyrsta skrefið að skilja eigin stöðu og við höfum sanngjarnan málstað að verja. Núna er tíminn að endursemja og taktískt ætti það að ganga einmitt ef Alþingi hafnar samningi. Með því að Alþingi hafni samningi þá skapar það tækifæri fyrir samninganefndina að segja sem svo - með ríkisábyrgð þá mun málið ekki ná í gegnum Alþingi því vilja Íslendingar freista þess að leysa þetta í sátt við ESB og UK en það er ljóst að ríkisábyrgð verður aldrei samþykkt - það þarf að vera mjög skýrt.
Þá hlýtur það að vera hagur ESB/UK að loka samningi þannig að Icesave er greitt með skuldabréfi þar sem eignir LÍ verða settar að veði. Það er ekki fulkomin lausn fyrir Ísland - það er ekki fullkomin lausn fyrir ESB en þá ætti að vera grunnur að lausn.
Aðalatriðið er að við getum ekki samþykkt ríkisábyrgð og leysa mál í sátt
miðað við þá staðreynd.
Vandinn við að samþykkja nú og sjá til síðar er að þá er samningsstaðan
skert. Í samningum fær maður það sem maður semur um en ekki það sem maður vonast eftir. Lánshæfimat ríkisins tekur til allra þátta sem hefur áhrif á
getu ríkisins til að standa við skuldbindingar sínar. Ríkisábyrgð skerðir
getu ríkisins og skapar óvissu um það hvað ríkið þarf í raun að greiða. Það
gerist strax.
Ef Alþingi hafnar samningnum þá gefst kjörið tækifæri og góðar forsendur
fyrir alla aðila að endurhugsa kröfuna um ríkisábyrgð. Síðan þarf
sjálfsálit þessarar þjóðar að aukast og það gerist ekki með því að sökkva
þjóðinni í skuldir. Við eigum vini og höfum staðið okkur vel - gerum
vissulega mistök en við þurfum að læra af þeim og halda síðan áfram góðu
verki. Svona samningar afla engrar virðingar og hvað þá að þeir efli
traust. Við eigum að lifa í sátt við ESB eins og aðrar þjóðir og semja - en
það er ekki það sama og að láta allt yfir sig ganga.
KK
Jon Helgi
Alþingi á að vera sjálfstætt og þora að standa sterkt og upprétt með þjóðinni og gegn öllum óeðlilegum skuldbyndingum.
Það að Alþingi vilji ekki staðfesta ríkisábirgð mun hvetja ESB og breta og IMF til að leysa málið án ríkisábyrgðar.
Er ekki nýja varðskipið komið frá Chile ?