Öll myntkörfulán eru ólögleg.

Þeim ber tafarlaust að snúa yfir í krónur.
Það er bannað samkvæmt lögum að gera þetta og þetta er ólögleg vara á markaði sem stríðir gegn, hagkerfinu.
Öllum kröfum verður að snúa gegn öllum kröfuhöfum.
mbl.is Avant býður aðlögun vegna bílalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Þeim ber tafarlaust að snúa yfir í krónur."

Á hvaða gengi? Á að refsa öllum sem tóku myntkörfulaán fyrir að brjóta lög?

Hörður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ertu að reina að gera hlutina flókna og erfiða.

Fyrsta lagi snúa þeim yfir í krónur.

Öðru lagi umreikna lánið eins og um lán í krónum á vöxtum væri um að ræða.

Sá sem selur ólöglega vöru er sá brotlegi. Það er algjörlega augljóst. Er það eitthvað flókið fyrir þér ?

Vilhjálmur Árnason, 24.4.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Í sumum tilvikum er sá sem selur ólöglega vöru sekur en sá sem kaupir saklaus, til dæmis þegar um vændi er að ræða. Í öðrum tilvikum eru báðir sekir, ef þú kaupir til dæmis stolna vöru hefur þú gerst sekur um glæp. Þetta er ekki jafn einfalt og þú heldur.

Ef ég tók 10.000 evrur að láni, hvað skulda ég þá mikið í krónum? 1.727.400 krónur eins og núverandi gengi segir til um?

Hörður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þú ert víst að flækja þetta og ég nenni ekki að hlusta á útúrsnúning.

Eg veit ekkert um sum tilfelli, við erum að tala um gengistryggð lán.

Þar liggur ábyrgðin algjörlega hjá lánveitanda. Og þeim sem á að hafa eftirlit með lánveitanda. Þar að segja FME.

Vilhjálmur Árnason, 24.4.2009 kl. 23:08

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég skal reyna að einfalda þetta fyrir þér. Aðili A gerir samning við aðila B. Samningurinn brýtur í baga við lög. Báðir aðilar hafa samþykkt samninginn, og báðir hljóta þá að vera sekir um lögbrot.

Í þessu samhengi er rétt að árétta þá staðreynd að vanþekking á lögum er engin vörn.

Hörður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 23:17

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Hörður ..Það er varla að ég nenni að svara þessu.

En ef eitthvað er bannað með lögum 2001 og svo fer banki að stunda það.

ER það þá á ábyrgð lántakanda.

Það mundi ekki dómari í þessu landi telja svo. Banka ber skyldu til þess að allir hanns gjörningar séu samkvæmt lögum. Ef hann fer ekki eftir þeim er hann skaðabótaskyldur.

Þetta A og B dæmi þitt er alveg út úr korti.

Vilhjálmur Árnason, 25.4.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband