Samfylking kærð fyrir landráð ?

Ég tel að sá flokkur sem reynir að hræða þjóðina inn í ESB sé landráðaflokkur.
Sá flokkur sem starfar að því að afsala sér gjaldmiðli sínum er landráðaflokkur að mínu mati.
Nú mega fræðingar rífast yfir þeessum orðum mínum.
Það er svo annað sem ég vil segja um landráð. Sá flokkur sem telur að bankakerfið eigi allt að vera í einkaeigu er kapítalískur flokkur ekki kjósa hann. Það er flokkur sem velur arðrán.
Það eru landráð að mínu mati. Mín skoðun er að Samfylking sé landráðaflokkur.

Gunnar Kristinn Þórðarson
Samfylking kærð fyrir landráð
Klukkan 13:00 í dag kærði ég Samfylkinguna til lögreglunar fyrir landráð. Kæran sem lögð var fyrir var á þessa leið.

23.04.2009
Reykjavík
Ég undirritaður kæri hér með Samfylkingarinnar fyrir landráð og brot á 86.gr. og 87.gr. almennra hegningarlaga um landráð. Vegna fregna um að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi með órétti látið undan kröfu Breta um ábyrgðir Íslendinga á Icesave skuldum Landsbanka Íslands sem voru talin að mati sérfræðinga langt umfram það sem lög gera ráð fyrir, geri ég kröfu að leyst verði úr þessu máli fyrir dómstólum. Í kæru þessari felst sú ásökun að ráðherrar Samfylkingar hafi með svikum við íslenska þjóð samið um að taka á sig skuldir sem eru langt umfram greiðslugetu þjóðarinnar gegn því að fá meðbyr Breta í Evrópusambandið. Ég vísa til ummæla Indefence hópsins í þessu sambandi auk fregna í Fréttablaðinu þann 23. apríl 2009. Ég lít á vitnisburð Ólafs Elíassonar málssvara Indefence hópsins í fjölmiðlum um samskipti hans við breska ráðamenn sem sönnunargagn. En þeir buðust til að greiða fyrir inngöngu Íslendinga inn í ESB ef þeir gengju að kröfum Breta skv. fréttum. Í þessari kæru felst einnig sú ásökun að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi gert samband við yfirvöld í Bretlandi í því augnarmiði að skerða sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar með að neyða á þjóðina skuldbindingar sem hún á ekki að bera sakvæmt þjóðarrétti til að fá pólitískan meðbyr í ESB aðild, þrátt fyrir að slíkt hafi ekki verið á stefnuskrá og sáttmála ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin hefur því gerst sek um landráð í þessum tveimur liðum
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
Ég geri mér grein fyrir að dómsmálaráðherra verður að samþykkja kæru þessa til þess að hún fái meðferð fyrir dómstólum, en bendi á að dómsmálaráðherra er með öllu óhæfur í þessu máli eðli málsins samkvæmt. Ég mæli með að umboðsmaður Alþingis skeri úr um gildi kærunnar.
Virðingarfyllst,
Gunnar Kristinn Þórðarson


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er engin spurning. Ef þú tekur 18 miljón króna lán þá þarftu að borga það 17 falt til baka hér á landi, en rétt rúmlega einu sinni til baka í evru landi. Vaxtalækkunin sem þjóðin fær við inngöngu í ESB, bæði fjölskyldur og fyrirtæki, yrði 228 þúsund miljónir, já 228 miljarðar króna á ári hverju. Vextir á lánum gætu farið niður í 3% og lækka við hverja borgun við hver mánaðarmót. En ef þú hefur efni á að borga 18 miljón króna lánið 300 falt til baka, þá kýstu einhvern sem er á móti ESB. En ég veit alveg hvað ég ætla að gera, ég ætla kjósa með sjálfum mér og fjölskyldu minni, ég ætla kjósa Samfylkinguna. X-S

Valsól (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:58

2 identicon

Mikið eru Sjálfstæðismenn desberat. Aumingja óheiðrlegu vesalingarnir, alveg að farast vegna þess að þeir eru að missa völd. Mikið verð ég fegin að þessir helvítis glæpamenn og varðhundar auðmanna séu að tapa kosningunum, big time!

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Kæra valsól þú ert búinn að gleyma að ég er vinstri grænn.

Vilhjálmur Árnason, 25.4.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Og þessi rök þín um vextina er dæmigerður um ,, samanburð sem gengur ekki upp.

Vilhjálmur Árnason, 25.4.2009 kl. 01:31

5 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Það hefur alltaf hentað hörðum ESB sinnum að stilla málunum þannig upp að það séu eiginlega allir með ESB trúboðinu þeirra. Það sé mikil breiðfylking fólks sem þrá það af heitum hugsjónum að ganga eiiní ESB dýrðarríkið.

Fjölmiðlarnir tala líka miskunnarlaust alltaf með þessum hætti og stunda grímulausan ESB áróður. 

Þess vegna láta þeir oft þannig að það séu eiginlega bara vondir Sjálfstæðismenn (úr Davíðsarminum) og svo kanski örfáir kverúlantar úr VG sem hafi komið í veg fyrir það í gegnum árin að þessum þögla og mikla meirhluta hafi ekki fyrir löngu tekist að gera Ísland að einni af gulu stjörnunum í bláum fána ESB.

 Gott hjá þér að andæfa þessum rétttrúnaði og það frá vinstri !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband