Sendum reikninginn á fyrverandi ríkisstjórn.

Allt á kosnað fyrverandi ríkisstjórnar.Og kostnaðinum var vel varið. Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því hverju var áorkað með því að koma þessum skaðvaldi frá stjórnartaumunum. Þvílíkt þjóðráð. Og öllum til blessunnar.


mbl.is Bera kostnað vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nær að senda reikinginn á Hörð Torfa?

Ási (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 07:08

2 identicon

Nákvæmlega. Sendum Reikninginn á yfir mótmælandann Hörð Torfa eða óeyrðaseggina sem vour handteknir.

Heiðrún (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 07:54

3 identicon

Það væri lang skynsamlegast að senda reikninginn á Hörð Torfa enda hann bar ábyrgð á þessum mótmælum.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:10

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Engin spurning, Hörður Torfason á að borga reikninginn f.h. mótmælenda, og að sjálfsögðu allar skemmdir sem þeir unnu á opinberum byggingum og þrifkostnað - takk fyrir.

Sigurður Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 08:19

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að meðtöldum kostnaði vegna skemmda á opinberum byggingum er þetta líklega rétt innan við 100 milljónir króna. Enginn dó, nokkrir meiddust í ryskingum við lögreglu en sem betur fer ekki mikið um alvarlegt líkamstjón.

Það er ekki dýr bylting...

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2009 kl. 09:36

6 identicon

Merkilegt hvernig sumir líta á hlutina. Eins og þessi "Bofs". "Enginn dó, nokkrir meiddust í ryskingum við lögreglu...". Þeir sem slösuðust mest voru lögreglumenn sem urðu fyrir grjótkasti.

Halli (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:06

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halli, það er rétt að nokkrir slösuðust, þar á meðal lögreglumenn, og tvímælalaust var það vegna átaka við ákveðinn hóp mótmælenda en alls ekki alla. Ég er alls ekkert að reyna að gera lítið úr alvarleika þess, og án þess að gert sé upp á milli þá slösuðust nokkrir mótmælendur líka, af nákvæmlega sömu ástæðu. Er eitthvað sérstaklega "merkilegt" að líta þannig á hlutina?

Ég vildi hinsvegar aðeins benda á að ef hlutirnir eru skoðaðir í stærra samhengi á var þetta ekki mjög dýrkeypt bylting. Þegar ríkisstjórnum sumra annara landa hefur verið steypt af stóli hefur því oft fylgt blóðbað og gríðarleg eyðilegging. Ég tel okkur a.m.k. mega hrósa happi að svo fór ekki hérna. 

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband