Mér finnst leiðinlegt að rigna á skrúðgönguna.

Allstaðar er það eigingirni og þröngsýni mannana við völd sem verða til þess að hrikalegar ákvarðannir eru teknar. 

Ég vona auðvitað að eitthvað kraftaverk gerist, en við getum ekki stólað á það. Það eru alvarlegar blikur á lofti að dollarinn falli verulega um mitt árið eða fyrr og dýpri kreppa læsi um sig í bandaríkunum. Við getum varist þessari sömu þróun með því að selja dollar og kaupa Gull og fjárfesta í landbúnaði eða sjávarútvegi og matvælaiðnaði og orkunni og nýsköpuninni. 

Það er greinilegt að fjármálafyrirtæki hafa haft sín ítök í hvíta húsinu. Eiginhagsmunapot og þraungsýni verða mögulega til þess að Amerískt hagkerfi fer á hliðina endanlega. En við höfum tækifæri til að breyta rétt. Við þurfum ekki að taka lán til þess að halda uppi fjármálafyritækjum. Við getum lækkað veðskuldir heimilana öllum til hagsbóta og fjárfest í nýsköpun. Fært niður höfuðstól lána til að leiðrétta afleiðingar verðbólu. Dregið saman bankakerfið. Og til að hefta verðbólgu verðum við að velja útlán okkar vel, þau verða að vera meira til framleiðni og skila meiri arði en bara í neyslu og veslun. Yfirdrátt ætti raunar að banna í þessu árferði nema undir miklu eftirliti. Og svo auðvitað að afnema vertrygginguna eins og skot. Ég vona að okkur beri gæfa til að leysa þetta farsællega. Ég ætla auðvitað að leggja mitt fram í umræðuna til að þetta verði að veruleika á Íslandi.

Það má ekki verða að örlögum okkar að við föllum í enn meiri kreppu vegna sjálfmiðunar og eiginhagsmunagæslu banka. 

 


mbl.is Obama hittir Evrópuleiðtoga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Að prenta 800 milljaraða dollara mun ekki gera þeim neitt nema að rýra verðgildi hans enn meira en orðið er.

Það eru engin raunveruleg verðmæti á bak við þessa aura, og því spái ég að þetta muni hafa þveröfug áhrif á efnahag BNA.

Ellert Júlíusson, 2.3.2009 kl. 02:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott gott.... fólk loksins byrjað að átta sig á þessu!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband