Vefsíða mín í forvali er http://this.is/villi
1.3.2009 | 01:32
Ég hef ákveðið að fara í forval hjá VG til að koma ákveðnum áherslumálum á framfæri, sem ég tel að séu nauðsynleg í umræðuna. Auk þess að leggja krafta mína við flokkinn. Legg til 4-5 sætis.
Ég hef valið þennan vetvang vegna þess að hjá VG tel ég að þessi áherslumál fái sem bestann hljómgrunn. Auk þess að ég finn mestan samhljóm með stefnu VG af öllum þeim stjórnmálaflokkum sem fram voru komin er framboð mitt var ákveðið.
Ég fagna flokkum í fæðingu sem gætu verið flokkar í miðju eða til vinstri stjórnmála.
Ég vil að það komi fram að ég er ekki að sækjast eftir völdum og mér er sama hver tekur undir málefni mín eða jafnvel steli þeim og noti þau í sínum stefnuskrám, sama hvar í flokki þeir telja sig vera og hvort þeir telji sig til vinstri eða hægri.
Það að fara í framboð er ekki til komið af framapoti eða af einhverjum tengingum við einhverja sérstaka atvinnugrein eða hagsmunasamtök, heldur vegna sannfæringar minnar um það að við séum við það að verða afvegaleidd frá því sem forfeður okkar börðust fyrir, lýðræðinu.
Ég tel að þó að óábyrg hagstjórn á Íslandi hafi valdið gríðarlegum skaða og hafi í raun strítt gegn lýðræði, þá sé ekki ástæða til þess að gefast upp á því að vera með frjálsann sterkann Íslenskann gjaldmiðil í framtíðinni sem er virtur alþjóðlega. Þessu vil ég færa rök fyrir opinberlega og þess vegna býð ég mig fram.
Ég finn fyrir vissri örvæntingu í holskeflu áróðurs um ágæti evrunnar og evrópusambandsinns.
Ég ætla að leggja fram framtíðarsýn sem er verðbólgulaust samfélag þar sem verðlag er það sama um um áratugi í senn og jafnvel aldir, verðmætavitund borgarana breytist og neyslumunstur breytist með tímanum. Borgarar fara að sjá hag sinn í því að eiga fyrir því sem þeir kaupa. Þetta er það sem kjölfestur gjaldmiðill hefur í för með sér. Andstætt því sem óðaverðbólga gerir.
Mig langar að fá fleiri en bara mig sjálfann til að trúa því að það sé hægt að fæða fram samfélag sem er stöðugra hagfræðilega heldur en við höfum þekkt hér á Íslandi.
Ég hef valið þennan vetvang vegna þess að hjá VG tel ég að þessi áherslumál fái sem bestann hljómgrunn. Auk þess að ég finn mestan samhljóm með stefnu VG af öllum þeim stjórnmálaflokkum sem fram voru komin er framboð mitt var ákveðið.
Ég fagna flokkum í fæðingu sem gætu verið flokkar í miðju eða til vinstri stjórnmála.
Ég vil að það komi fram að ég er ekki að sækjast eftir völdum og mér er sama hver tekur undir málefni mín eða jafnvel steli þeim og noti þau í sínum stefnuskrám, sama hvar í flokki þeir telja sig vera og hvort þeir telji sig til vinstri eða hægri.
Það að fara í framboð er ekki til komið af framapoti eða af einhverjum tengingum við einhverja sérstaka atvinnugrein eða hagsmunasamtök, heldur vegna sannfæringar minnar um það að við séum við það að verða afvegaleidd frá því sem forfeður okkar börðust fyrir, lýðræðinu.
Ég tel að þó að óábyrg hagstjórn á Íslandi hafi valdið gríðarlegum skaða og hafi í raun strítt gegn lýðræði, þá sé ekki ástæða til þess að gefast upp á því að vera með frjálsann sterkann Íslenskann gjaldmiðil í framtíðinni sem er virtur alþjóðlega. Þessu vil ég færa rök fyrir opinberlega og þess vegna býð ég mig fram.
Ég finn fyrir vissri örvæntingu í holskeflu áróðurs um ágæti evrunnar og evrópusambandsinns.
Ég ætla að leggja fram framtíðarsýn sem er verðbólgulaust samfélag þar sem verðlag er það sama um um áratugi í senn og jafnvel aldir, verðmætavitund borgarana breytist og neyslumunstur breytist með tímanum. Borgarar fara að sjá hag sinn í því að eiga fyrir því sem þeir kaupa. Þetta er það sem kjölfestur gjaldmiðill hefur í för með sér. Andstætt því sem óðaverðbólga gerir.
Mig langar að fá fleiri en bara mig sjálfann til að trúa því að það sé hægt að fæða fram samfélag sem er stöðugra hagfræðilega heldur en við höfum þekkt hér á Íslandi.
Forval VG í öllum kjördæmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef ég eitthvað verið að misskilja þig ? mér fannst alltaf eins og þú værir meira í nánd við að vera hægrisinnaður frelsishyggjumaður .
Brynjar Jóhannsson, 1.3.2009 kl. 02:27
Það getur verið að ég höfði bara til hægrimanna líka. he he
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja við þessu.
Vilhjálmur Árnason, 1.3.2009 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.