Lögmálið um orsök og afleiðingu.

Það er eins og það þurfi að rifja upp fyrir Íslendingum lögmálið um orsök og afleiðingu.
Það að banki fjármagni 200.000.000.000 stöðu gegn krónu eru landráð að mínu áliti.
En það er víst til eitthvað fínna orð yfir það. Landráð er svo gamaldags og ásakandi.
Viðskiptaráð er örugglega með eitthvað fínt orð yfir þetta.
Það getur verið að viðskiptaráð sé ekki ásömu skoðun og telji þetta vera eðliðleg viðskipti sem fóru illa vegna utanaðkomandi aðstæðna sem ekki var hægt að ráða við vegna slæmra skilirða í viðskiptalífi. Og sé þessvegna ekki hægt að kenna um fall krónu. Það er ekki hægt að kenna seðlabanka um og ekki ríkisstjórn og þá síst fjármálaeftirliti.
Halló. Er ekki allt í lagi.
Þetta er augljóslega Jón og Gunnu að kenna sem keyptu of stórann flatskjá.
Það er alveg ljóst að það verður að taka af þeim húsið. Verðtryggingin sem við settum sér um þau.
Þau eru búin að hafa það allt of gott.

En svona að öllu gamni slepptu þá er orsök og það er afleiðing.
Ríkisstjórn, seðlabanki, bankar, og fjármálaeftirlit eiga að hafa hemil á orsök verðbólgu. Einfallt verkefni.
Hagfræði er ekki svona flókin eins og menn láta í veðri vaka.
Verðbólga er þjófnaður. Og glæpur gegn borgurum. Ríkisstjórn og yfirvöld eiga að vernda borgara sína fyrir óðaverðbólgu og gjaldmiðilsfalli.
Þetta er ekki flókið verkefni fyrir 4 stofnanir.
Ekki fleiri afsakanir takk.


mbl.is Vilhjálmur: Ekki rétt að kenna bönkunum um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég rak nú augun í þetta.

Helsta ástæða þess að hagkvæmt var að taka stöðu gegn krónu, á ákveðnu tímabili, var eingöngu á ábyrgð Seðlabanka Íslands.

Án þess að fara í neinar djúpar, akademískar umræður, þá get ég sagt þér að ákvarðanir Seðlabanka Íslands urðu til þess að svokölluð högnunartækifæri mynduðust við stöðu gegn íslensku krónunni.

Högnun er það kallað þegar ákveðin viðskipti leiða alltaf til hagnaðar. Fólk úti um allan heim nýtti sér þetta og varð það til þess að krónan féll um mitt síðastliðið ár.

Davíð Oddsson var fljótur að mæta á svæðið og húðskammaði viðskiptabanka landsins (Kaupþing / LÍ / Glitni) fyrir þetta, en í raun var þetta engum nema Davíði sjálfum að kenna. Eins vitlausa og ég tel fyrrverandi bankastjóra viðskiptabankanna vera, þá er þetta ein af fáum syndum sem ekki er hægt að skella á þá.

Ég vil þó benda á að ekki nokkrum manni hefði átt að láta sér detta í hug að taka gjaldeyrislán meðan dollarinn var einungis 60 kr. virði.

Þór (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég stend leiðréttur að þessu sinni að hluta til. Og það sýnir að ég skildi ekki alveg hvernig varnir fóru fram. Og í mínum huga var það sem þeir tala um sem stöðu á móti krónu í raun staða með krónu. Og ég var of fljótur að álikta í þessu. Og er skilningur minn ekki alveg nægjanlega mikill á þessu atriði.

Ef engum manni hefði átt að detta það í hug að taka lán átti engum manni að að detta í hug að lána á þessum tíma.

Abyrgðarleysi lánenda var gríðarlegt. Auk þess sem útlán juku á verðbólgu.

Þetta var auglýst eins og ávaxtasafi. Ég persónulega sakast við sjálfann mig í því að vera óvarkár í lántöku.

En ég trúi því að framtíðin leyfi ekki svona framkomu af banka gagnvart viðskiptavinum.

Og ef bankinn tekur ekki svona gagnríni og veltir ábyrgðinni yfir á neitendan er hann farinn úr þjónustuhlutverki sínu og yfir í skaðlegann vírus fyrir samfélagið.

Vilhjálmur Árnason, 14.1.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband