Frábær fundur.

Mjög góður fundur fyrir alla aðila sem komu að þessum fundi,í alla staði.
Og fáir voru ósáttir en auðvitað voru ekki allir fullkomnlega sáttir eins og gengur.
En það kraumaði krafturinn á þesum fundi.
Ég bauð félaga mínum að koma og hann kom með kærustunni sinni.
Hann var svo hrifinn af fundinum að hann spurði mig hvernig hann gæti hjálpað, vegna þess að hann vildi gera allt til þess að hjálpa til við að halda fleiri fundi.
Það var fullt af ungu fólki á þessum fundi.

Ungt fólk á Íslandi er framtíðin og mesti fjársjóður Íslands. Og stjórnvöld eru að gera unga fólkinu lífið erfiðara að eignast húsnæði en þeirra sem á undan fóru. Og það er ekki sanngjarnt og það er ekki gott fyrir okkur sem samfélag.
Og mér finnst það persónulega ljótt þegar fólk er of fljótt að fordæma ungt fólk þegar það er að tjá örvæntingu sína og vanþóknun á slæmri þróun í samfélaginu, stjórnmálalegri og fjármálalegri spillingu. Hvort sem það hylur andlit sín eða ekki eða kastar eggi.
Fundur eins og þessi brýtur óþarfa múra milli lögreglu og mótmælenda. Minkar líkur á ofsa, hatri og fordómum.
Algjörlega frábær lýðræðislega.


mbl.is Fundi lokið í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

Sammála, ég þakka fyrir að þrátt fyrir allt búum við á landi þar sem múrarnir eru ekki þykkari en þetta milli almennings og valdhafa.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 9.1.2009 kl. 02:43

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Flottur og málefnalegur fundur - það er til von!

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 03:01

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

"frábær lýðræðislega" Það er einmitt það.

Ég gerði vinsamlega ábendingu og úttekt á því fyrir nokkrum vikum síðan að viss slagsíða væri á vali frummælenda og ekki virtust lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri höfð hjá bæði Herði Torfasyni og Opnum borgarafundi.

Þetta varð til þess að ég var tekinn af "boðslista" fyrir skipulagsfundi Opins borgarafundar, og þegar mér ekki líkaði það og mætti var ég borinn út með valdi.

Á þessu fundi í sem þú lýsir svo sem lýðræðislegum í Iðnó var fjallað um aðferðafræði við mótmæli og grímuklædda mótmælendur. En þegar einn slíkur mætti á fundinn var hann borinn út af fundinum með ofbeldi. Fékk ekki einu sinni að taka upp úr jólasveinapokanum skjalabúnka og afhenda lögreglustjóra! Lýðræði - ja sveiattan þetta er ekki lýðræði uppá margar ýsur.

Hvað var meira viðeigandi en að nota gamalt mótmælagervi mitt og mótmæla spillingunni hjá Opnum borgarafundi og þá staðreynd að við byggjum ekki nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.

Ef ekki verða tekin upp opin og lýðræðisleg vinnubrögð í þessu verður Opinn borgararfundur aldrei annað en skrípleg leiksýnning í Iðnó.

Bendi á grein mína um þetta hér með linkum neðst:

Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi

Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 03:11

4 identicon

Vil benda á að fyrir margt af þessu unga fólki, sem og marga af þeim sem eldri eru, snýst þetta um allt annað og miklu meira en að erfiðara sé að eignast húsnæði í samfélaginu eins og það er í dag en eins og það var fyrir nokkrum mánuðum! Spillingin varð ekki til við það að bankarnir urðu gjaldþrota, hún var alltaf til staðar þótt að flestir hafi getað keypt sér húsnæði þrátt fyrir hana. Kreppan er aðeins önnur mynd kapítalisma, þó að í henni sýni hann reyndar sitt rétta andlit. Samfélagið eins og það var fyrir nokkrum mánuðum var litlu eða engu betra en það er í dag, og reyndar mætti halda því fram að það hafi talsvert skánað nú þegar frá því í haust, fyrir hrun bankanna.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 05:30

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég er sammála Gunnari að húsnæði sé bara eitt lítið atriði. Það er svo margt sem er að sem við verðum að breyta, það gengur ekki að setja hausinn í sandinn lengu, og horfa framhjá spillingu. Og vanþroskuðu lýðræði. Og lömuðu þingi.Auðvalds upphafningu og svo framvegis.

Og sammála því líka að samfélagið sé að mörgu leiti betra eftir fall banka. Það er allavegana virkara pólitískt.

Og fyrir þig Ástþór. Ef að þú hefðir komið og sest niður og beðið um orðið eins og allir hinir hefðir þú fengið orðið.

En þú kaust sjálfur að koma og vekja sérstaka athygli á þér. Og meira að segja grípa frammí fyrir ræðumanni sem var að hefja mál sitt.

Ég veit ekki hvað vakir fyrir þér. En viltu ekki bara koma og vera venjulegur borgari. Eins og hinir en ekki krefjast sérstakrar athygli og meðferðar.

Það virðist vera að þú kjósir að vera í því hlutverki að allir fari illa með þig. En það er bara ekki svoleiðis.

En þér er auðvitað frjálst að hafa þína skoðun á þessu öllu saman.

Vilhjálmur Árnason, 9.1.2009 kl. 15:12

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tek undir með þér Vilhjálmur.

Vil benda á að útlendendingar gera ekki meir en 2 % raunvaxtakröfu af  húsniðláni ungafólksins. Hér er hún að jafnaði 6%.

Um fyrsta árið gildir.

20.000.000 gefa 400.000 þúsund í raunávöxtun. 2% dæmi.

20.000.000 gefa  1200.000 þúsund í raunávöxtun eftir bætur um 1.030.000-

Íslenska dæmið.

Lámarkslaun er með þeim lægstu sem gerast. Húsnæðiskostnaður vegna jarðskjálftahættu og veðurfars einn sá dýrast.

En vergar tekjur Landsframleiðslu á nýfæddan Íslending um 6.000.000 á ári.

Lán til íbúðarhúsnæðis í mesta lagi 12% af heildar lánum Innlendra lána.

Innstæður á verðtryggðum reiknum eru um 20% af lánum til húsnæðis.

Einfaldlega vegna þess að húsnæðis kerfið er sjálfbært í ljósi raunávöxtunar, þá skiptir Pétur sparifjárseigandi engu máli.  Það erum við sem erum búin með fyrst árið ,sem erum að lána þeim sem kaupa sínu fyrstu íbúð.

Ég vorkenni Pétri ekkert í ellinni hans kynslóð niðurgreiddi húsnæði sitt með sparifé ömmu og afa.  

Það þarf að breyta þessum forréttinda lögum hans Péturs talnakarls.

Júlíus Björnsson, 9.1.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband