Vændið sjálft á að vera ólöglegt líka.

Og á dómur að vera í formi sálfræðihjálpar og meðferðarúrræða.
Auk félagslegrar aðstoðar. Ekki Refsingar eða fangelsi eða sektar.

mbl.is Kaup á vændi orðin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Kemur sálfræðihjálp í stað kynlífs?  Spyr sá sem ekki veit.  Varstu alinn upp í Bandaríkunum?

Hvert er meðferðarúrræðið?  Viðtal við LóLó Fimmboga tvisvar á dag?  Kommon! (Come on!).

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 1.1.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það á auðvitaða að handtaka Lóu Fimmboga. He he he.

Vændi er kynlíf gegn gjaldi. Gerðu bara hvað sem er án greiðslu fyrir.

Vilhjálmur Árnason, 1.1.2009 kl. 16:40

3 identicon

Þetta er álíka heimskulegt og að gera fíkniefni lögleg en neysluna á þeim ólöglega.

Þórður (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hvað er greiðsla fyrir vændi?  Flottur kvöldverðir og hádegisverðir með dýrindis vínum og ókeypis dvöl á dýrustu svítunni á Nordica Hótel yfir helgi (langur dráttur), eða loðkápa úr dýrasta sjakala skinni, eða umslag með kr.30.000 í seðlum fyrir eina nótt, kr. 90.000 í seðlum fyrir 3 nætur, eða 2ja vikna dvöl með karli á hóteli á Flóríða USA með "room-service" eða lítill sætur Toyota Yaris með framhjóladrifi fyrir eða eftir helgardvöl á sveitahóteli meðp giftum manni eða demantsarmband + konfektkassi og blómabúkett frá Blómaverkstæði Binna fyrir nóttina? 

Þetta væri gaman að fá að vita, því mig vantar löglegan drátt hjá konu sem kann meiri þrifnað en að snúa nærbuxunum við einu sinni í viku sem er það sem maður fær á bjórbúllunum í Reykjavík og kostar ekki meira en einn sígarettupakka, tvo sjússa og 3 bjóra. Það skilst mér sé ekki vændi.

Má kannski ekki heldur splæsa bjór og sígarettum Vilhjálmur Árnason? 

Kær kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 1.1.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

þetta er Þvílika bullið! Hvað tveir fullorðnir kera saman kemur engum við! ENGUM! Jú kannski skattinum!

Ólafur Vigfús Ólafsson, 1.1.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvorugt á að vera bannað svona íhaldssemi og öfgavinstri stefna er kjaftæðio sem þarf að útrýma.

Alexander Kristófer Gústafsson, 2.1.2009 kl. 07:26

7 identicon

Alexander: Viðhorf til vændis kemur hægri og vinstri ekkert við. Hægrimenn eru víðast hvar harðlega andsnúnir einstaklingsfrelsi almennt, hvorki sem það varðar vændi, klám, samkynhneigð, vímuefnanotkun eða fjárhættuspil. En það skiptir ekki máli vegna þess að aftur, þetta kemur hægri/vinstri ekkert við.

Svo er hitt, kæri greinarhöfundur, að það er óttalega sorglegt að sjá menn ennþá hafa trú á neyddri meðferð, neyddri sálfræði-"aðstoð" eða hvernig sem þú vilt kalla það. Það hefur fyrir löngu sannast umfram jafnvel óskynsamlegan vafa, að sálfræði- og fíknarmeðferðir einfaldlega gera ekkert gagn nema sjúklingurinn sjálfur spili með. Það er bara eins og að reyna að setja fólk í meðferð til að trúa á einhvern ákveðinn guð (eða að trúa ekki á ákveðinn guð). Mannshugurinn er einfaldlega flóknari en svo að hægt sé að senda hann í viðgerð. Hann verður að spila með sjálfur, annars er þetta hrein tímasóun.

Að því sögðu er það brjálæði að vilja banna vændissölu. Tvö sjónarmið liggja þar að baki, annars vegar vorkunn fyrir vændissölum án þess að menn geri sér grein fyrir því að engum er hjálpað með því að vera gerðir að glæpamönnum (hver sem refsingin er). Hitt sjónarmiðið er að vilja hafa stjórn á kynferði fólks, sem er barnalegt og frumstætt ef ekki hreinlega heimskulegt. Fólk ræður vitaskuld eigin kynhneigð, kynferði og viðhorfum til kynlífs undir öllum kringumstæðum, alltaf, án undantekninga, aðstæðna... eða trúarskoðana.

Allra skásta ráðið er að *bjóða upp á* meðferðarúrræði fyrir vændissala en angra þá ekki að öðru leyti. Það er sama og með vímuefnaneyslu, það þýðir ekkert og hefur aldrei þýtt neitt að gera fólk að glæpamönnum fyrir að taka rangar ákvarðanir. Það er hægt að bjóðast til að hjálpa því þegar það vill hjálp en að öðru leyti er þetta bara heimurinn sem við búum í með góðu eða illu.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:12

8 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Mér finnst þú setja heldur margar skoðanir í huga mér Helgi og veit ég vel að meðfeð er ekki þegin nema af vilja. Ég hef mikla reynslu af því að veita aðstoð til þeirra sem vilja hana og aðeins þeirra sem vilja.

Og ég hef engann hug að stjórna kynferði. Eins og þú gefur í skin. Enda hefur vændi ekkert með kynferði að gera. Vændi er allt annar handleggur og á ekki heima í menningarsamfélagi að mínu mati. Þú getur úthrópað mínar skoðanir ef þú vilt en mér þætti vænt um að þú mundir lesa betur bloggið það sem stenur dómar í formi sálfræðihjálpar og meðferðarúrræða og fégslegrar aðstoðar. Ekki refsingar fangelsi eða sektar. Enginn talaði um glæpamenn enginn talaðu um þvingaða meðferð ..bara þú...

Sjálfur var ég dæmdur fyrir að vera með sjúkdóm ungur að árum og ekki boðið meðferðarúrræði í stað dóms , nú er það kerfi bætt að hluta.

Er ólöglegt að keyra fullur ? Já Er ólöglegt að keyra nei.

Að gefa í skyn eða leyfa opinberlega með lögum eða reglum, vændi er að mínu mati eins og að segja já þetta er í lagi.

Með þessu er mögulega hægt að grípa inní hjá sumum. Öðrum ekki.

Það er margsannað að margir sem leiðast út í vændi gera það af einhverjum erfiðum aðstæðum sem stundum er hægt að laga. sumar konur eða menn þurfa hjálp þó að þau kannski þyggi ekki en allavegana á að bjóða hjálpina á því ber samfélag ábyrgð.

Ef þig langar að selja þig þá notaðu tækifærið meðan það er löglegt.

Vilhjálmur Árnason, 2.1.2009 kl. 10:52

9 identicon

Mig langar ekki að selja mig enda enginn að neyða mig til þess, þrátt fyrir að það sé löglegt.

Þú virðist halda að með banni sé þetta einhvern veginn ekki þannig að lögbrjótum sé refsað. Það er nákvæmlega þannig. Það er ekki hægt að banna sölu á vændi án þess að refsa þeim sem selja vændi, þ.e. vændissölum (venjulega konum).

P.S.: Lögin eru ekki vinsamleg skilaboð eða ráðlegging. Að hafa eitthvað löglegt *er ekki* að segja að það sé í lagi, það er bara misskilningur á eðli og tilgangi landslaga. Þegar eitthvað er bannað þýðir það ekki að það sé varhugavert, hættulegt eða eitthvað þannig, heldur að ef þú gerir það, þá verði þér refsað. Annars er það ekki bannað og á ekki að vera bannað.

Með öðrum orðum lít ég á það sem mótsögn að vilja banna vændi en samt ekki refsa þeim sem brjóta lögin: Hvað segðirðu við því? Þú segir að vændið sjálft eigi að vera ólöglegt, segðu mér þá, hvað viltu gera við þá sem brjóta lögin? Þú segist meðvitaður um að þvinguð meðferð sé tilgangslaus, þú segir líka að þú viljir ekki refsa þessu fólki... tjah, til hvers viltu þá banna það?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband