Tvisvar sinnum meira en það kostar að leiðrétta allar skuldir heimilanna á ári.

Það hefur verið lenska íslenskra blaðamanna sem vinna við að lepja upp ummæli og útreikninga áróðursmeistara bankana. Þeir hafa ráðið sig í vinnu hjá Samfylkingunni og Vg virðist ekki hafa kjark til að fletta ofan af jafnvel þótt heil rannsóknarskýrsla sanni forsendubrest á þeirri stærðargráðu að undan honum verður ekki komist með neinum yfirlýsingum um hið gagnstæða.
Minir útrekningar benda til þess að árlegur kostnaður við leiðréttingarnar séu 3-7 miljarðar. Það er alger brandari að halda því fram að bankarnir geti ekki leiðrétt lánin. Það er glæpur að halda því framm að bankarnir geti ekki skilað þýfinu.

Ég veit ekki nákvæmlega hvar hnífurinn stendur í kúnni en ég er farinn að trúa því að við séum að glíma við landlæga fordóma.

Þeir eru á þennan veg... Þeir sem fóru óvarlega eiga að taka afleiðingunum af því.

Það eru þúsundir sem hugsa svona það eru tugir þúsunda sem halda að hagkerfið hafi farið á hliðina vegna þess hve almenningur spreðaði mikið. Eyddi um efni fram og svo framvegis. Og svo eru þeir sem tóku gengistryggt lán nú bara réttdræpir heimskingjar sem geta sjálfum sér um kennt að hafa verið plataðir svona illilega það hefið sérhver sæmilega vel gefinn maður átt að sjá að þetta fyrir að bankammenn mundu enn einu sinni rústa krónunni.

Við erum að fást við fordóma því svona segir ekki nokkur maður nema án þess að hafa kynnt sér málin tíl hlítar og það er einmitt skilgreiningin á fordómum að dæma eitthvað fyrirfram án þess að hafa kynnt sér það.

Ég er feginn hvað rannsóknarskýrslan verður víðlesin. Hún mun leysa upp mikið af þessum fordómum.


mbl.is Hagnaður Arion banka 12,8 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Getur mafíustarfsemi skilað öðru en hagnaði?Manni verður óglatt bara að heyra nafn þessa glæpafyrirtækis

magnús steinar (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband