Hugleiðingar um orsök ESB

Ég fór að leiða hugann að því hversvegna fólk langar að ganga í ESB.

Af því að ég skil það ekki.

Og ég komst eiginlega að því að óskin um ESB er til komin vegna slæmrar hagstjórnar, spillingar og langvarandi stjórn Sjálfstæðisflokks og fleiri stjórnmálaflokka sem hafa unnið með auðvaldi og sérvöldum atvinnuvegum og erlendum stórfyrirtækjum til þess að leiða þessa þjóð í þrældóm og skuldafjötra. Lífi á yndislegri eyju er búið að breita í martröð í boði auðvalds og spillingar.

ESB er eðlileg afleiðing þess að trúa því ekki að það sé hægt að laga Íslensk hagkerfi og stjórnmál. Esb er því einhversskonar hugarflótti sem á sér stað vegna vonleisisástands sem skapast undi áþján. Manneskja sem er ekki frjáls í því samfélagi sem hún býr í leitar annað, fyrst í huga svo á fæti. Eða vinnur að breytingum.

Össur Skarphéðinsson sagði um daginn að ESB væri ekki gallalaust og ef við hefðum heyrt meira af þessum málflutningi í aðdraganda kosninga værum við eflaust að ræaða aðra hluti. Eins og til dæmis hvað það er sem verður að gerast ef við ætlum að eignast líf á Íslandi.

Með vinstri stjórn er möguleiki á að breyta því sem hefur verið frestað of lengi. Auðvaldið hefur varið sitt of lengi og yfirbygging þeirra hrunið yfir þjóðina. Það er gríðarlegt tækifæri í þessu.

Frestunarlisti dauðans.

Afnema verðtryggingu.

Útlánasúlurit í Seðlabanka sem hefur yfirsýn yfir öll útlán allra banka og í hvað þau fara. Útlán eru ekki einkamál banka. Þau hafa áhrif á alla íslendinga. 

Seðlabankinn verður að safna meira gulli og silfri. Og gefa út silfur og gullpeninga.

Herða lög um spillingu.

Lækka skuldir um þriðjung. Og auka greiðsluvilja og innheimtur.

Stytta vinnutímann og auka framleiðni í leiðinni.

Lækka laun bankastarfsmanna um einn þriðja. 

Endurreisa nýju bankana á innistæðum en ekki ofurskuldsettum heimilum. 

Lækka vexti en vanda og minnka útlán til muna. Jafnvel afnema yfirdrátt nema þá sem hlutfall af söfnuðu fé.

Og auðvitað senda IMF heim til sín. Og segja upp samningnum við NATÓ.

Reka forsetann.

 

 Hér er myndband sem getur hjálpað okkur að tangjast raunveruleikanum.

Sagan endurtekur sig aftur og aftur. ESB er fríversunnarsamband, tollabandalag sem sagan segir okkur að mun rústa hagkerfi okkar. Það sem er kallað einangunarháttur er í raun sjálfsvernd hagkerfissins. Tollar vernda okkar framleiðslu og þjónustu.

 

Þeir sem vilja ESB hafa ekki gert sér grein fyrir stóru myndinni. Og eru ekki vaknaðir.  Láttu engann ljúga að þér að það sé ekki hægt að breyta íslandi. Auðvaldið verður að falla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband