Fáum skýrari línur.


Nú eru það margir á Íslandi sem vilja fara inn í viðræður til að vita hvað þeir fá. Aðildarviðræður eru óhjákvæmilegar. Það verður að virða það. Farið verður í aðildarviðræður.

Áróður ykkar um ESB hefur virkað, ykkur hefur tekist að hræða þjóðina út í það að fara að sækja um.
Svona er lýðræðið í dag.
En hvernig þjóðin kemst að þessari niðurstöðu er sorglegt. Jú henni er talið trú um að þetta snúist um hagsmuni.
Hagsmuni hverra ? Þeirra sem eru að flytja inn vörur og þeirra sem flytja út vörur.
Sameinigarferlið er óhjákvæmilegt vegna þess að ESB er tollabandalag. Og mun leggja undir sig þjóðir sökum þess að innan þessara þjóða eru hagsmunir sem selja þjóðir sínar undir ESB. Esb gerir ráð fyrir veikleika okkar til að standa saman sem eina heild og spilar inn á hagsmuni verslunnar og banka.

Á endnum snýst þestta um hvort við viljum vera ein heild eða hvort að við viljum vera einstaklingar í enn stærri heild.
Cosmopolitan eða þjóðlegur. Það er talið hallærisleg að vilja teljast til þjóðar.

Það er sennilegt að þjóðin láti undan þrístingi hagsmunaaðila fjármagns sem vilja mata þjóðina á lygum.
Mesta lygin sem Samfylkingin stendur fyrir, er þessi aðferð að fara í aðildarviðræður til að vita hvað við fáum.
Hvað við fáum ? Maðurinn frá Nasaret.

Þetta snýst um það hvað verður um okkur í tengingunni við risa stórt markaðssvæði.

Risafjármagn. Risa banka. Risa fríverslunarsamband.
Fjórfrelsið gerði það að verkum að inn á þennan markað flæddi fjármagn sem olli gríðarlegum skaða á heimilum og í efnahagslífi.
Fjármagn flæddi inn á markað. Vinnuafl var flutt inn til þess að fara í þær framkvæmdir sem við fengum lán fyrir hjá erlendum bönkum.

Hrædd þjóð eins og Ísland mun taka að láni eitthvað sem hún þarf ekki af ótta við að hún fái ekki nóg.
Hrædd þjóð eins og Ísland mun sameinast evrópu í ótta sínum og vantrausti á skapara sinn. Nema það verði enn meiri vitundarvakning.
Hvað við fáum. Við vitum ekki hvað við fáum ? Spurningin lýsir þjóðinni betur en allt annað.

Oft er talað um ónýta krónu. Þvílík lýgi. Talar einhver í samfylkingunni um það hvernig gengistryggð lán virka á þann markað sem þau eru veitt inn á ? Gengistryggð lán eru í fyrsta lagi ólögleg, í öðru lagi eru þau árás á gengisstöðugleika og í þriðja lagi bein árás á almenning.

Talar einhver um það hvernig jöklabréfin eiðileggja flotgengisstefnuna.
Í nafni fjórfrelsis frelsis banka til að gera hvað sem er. Er einhver í samfylkingunni að gera þessu skil. Aðlögun Íslensk hagkerfis að því evrópska er hafin og hún fól í sér stórslys. Aðlögunin var allt of hröð. Og samfylkingin vildi hraðari aðlögun. Já viljið þið ekki bara grilla almenning á teini frekar.

Ég mundi mæla með að við náum okkur niðu á jörðina og náum Mastright skilyrðunum fyrst.
Í enda kosningarbaráttunnar var Samfylking farin að hljóma nákvæmlega eins og greiningardeild bankana.
(Dæmi) Mikilvægt er að taka tillit til þaess að markaðurinn tekur mið af væntingum. Og markaðurinn tekur mið af því að við séum á leið inní ESB og fjármagn fer að streyma afur inn í landið. Við umsókn skapast skilyrði fyrir atvinnuvegina. OK hvernig gerist það. Já einmitt. Þetta er lygi. Skylyrði fyrir fyrirtækin skapast þegar skuldafjötrum er aflétt.

Og svo þetta, þegar bankarnir verða endurfjármagnaðir. Getum við farið að stunda útlánastarfsemi. Hagkerfi Íslands er háð lántöku. Og þessu verður að snúa við. Hvernig er það gert ? Með því að færa niður efnahagsreikninga bankana. Losa fyritækin úr spennitreyju vaxta og skulda. Svo og heimilin.
Svo hagkerfið fái að anda. Heimilin geta andað. Og svo takmörkum við útlan, afnemum í skrefum yfirdrátt.


mbl.is Þarf skýrar línur um ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er nokkuð einkennileg færsla, en ef ég hef skilið þetta rétt heldur þú því fram að aðildarviðræður séu óumflýjanlegar en Íslendingum sé ekki treystandi til að greiða atkvæði um hvort ganga eigi að samningnum sem þar verðu til. Er það rétt skilið?

Ef það er rétt skilið eru í raun að segja að fólk sé fífl og þessvegna verði kommisarar VG að hafa vit fyrir hjörðinni.

Ég vil benda þér á það að við yrðum ekki fyrsta þjóðin til að hafna slíkum samningi.

Sævar Finnbogason, 26.4.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendingar eru búnir að sanna það fyrir alþjóðasamfélaginu að mínu mati að þeir geta ekki bjargað sér á eigin spýtur og þurfa í ljós venjunnar síðustu ára að fjármagns sig með fjárfestingar[fórnar] lánskostnaði fjármálastofnanna Evrópu Sameiningarinnar. 

Innan Sameiningar verða sömu kröfur til Íslenskra stjórnenda hvað varð lánshæfi og þeirra á meginlandinu.  Langtíma arðsemi rekstrareininga af stærðagráðu meginlands Evrópu. 

Það er ekkert að því að reyna að fá afslátt hjá Sameinaðri Evrópu og fá hjálp til koma á stöðnunarleika. Spurningin er bara hvort skuldarar [það má skipta þeim út] hafi efni á því að greiða meðlimagjaldið í framtíðinni á rekstraforsemdum Sameinaðar meginlands Evrópu.

Þjóðverjar eru vanir að segja : Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.

Hvað græða lánastofnanir Sameinaðar Evrópu á því að halda upp einkavinahefðunum sem gilda hér.

Við erum um 300.000: haf og sjór á milli ráðandi meginlandsmarkaðar. 

Það er mjög erfit að gera samninga eftir að Stjórnskipunarskrá Sameinaðar Evrópu kom fram í Lissabon.

Í okkar tilliti væru um nauðarsamninga að ræða í ljósi skuldastöðunnar sem er búið að samþykkja.

Það er nú ekki mikið eftir til að veðsetja og SE lætur ekki hafa sig að leiksoppi tvisvar og blandar örugglega ekki saman frændsemi og kröfum um hámarkshagnað meginlands ofurfjármálasnillinganna. Sem héldu að sér höndum þegar verð voru á niðurleið síðustu árin.

Júlíus Björnsson, 27.4.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Kæri Sævar.

í annari línu á fæslunni minni stendur það verður að virða það að margir vilja fara í aðildarviðræður. Og svo gagnríni ég mötun. Og ég er ekki að segja að fólk sé fífl. En ég fullyrði að bráðgáfað fólk getur trúað hlutum sem eru ekki sannir.

Og þá er ég ekki að tala um ESB endilega.

Kommisarar VG vilja vera lýðræðislega yfirvegaðir og láta málið í lýðræðislegann farveg.

Vertu alveg óhræddur það er enginn að fara að hafa vit fyrir þjóðinni. Hún fær sína atkvæðisgreiðslu.

Vilhjálmur Árnason, 27.4.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband