Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Þetta er sjálfsagt mál. Annað er þjófnaður. En hefur komist upp í vana.
29.6.2010 | 16:05
Það hefur verið lenska stofnanna ríkis að auka rekstrarrými sitt með því að fara framúr fjárveitingum. Og krefjast svo meiri fjármuna á næsta ári.
Vonandi er þetta að breitast varanlega.
Uppsafnaður halli minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Efnahagsstjórn fær hrós.
Eftir dóm hæsta réttar mun þrístingur á bankakerfið aukast, það er að segja jákvæður hvati til að halda verðbólgu í skefjum. Og það munu þeir gera með því að gæta vel að gæðum og magni útlána sinna. svo ekki verði tap á þeim 917 miljörðum sem eru fólgin í gengislánum. Sem nú bera 3-4,15 5 vexti. sem viðskiptaráðherra kallar vildarkjör. Það þýðir að verðbólga má ekki fara uppfyrir 2.5 % sem er algjörlega innan marka þeirra markmiða sem seðlabanki setur sér.
Fullyrðingar um að lántakendur sem njóta dóms hæsta réttar séu að fá vildarkjör er fásinna nema ákveðið sé að verðbólga verði stöðugt yfir 4 %.
Nú mun verða meiri hvati innan bankakerfis til þess að magn útlána sé innan þolmarka hagkerfis.
Rangfærslur Þingmanna og ráðamanna halda áfram.
Verðbólgan mælist 5,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig aukum við eftirspurn eftir þrælum ?
29.6.2010 | 14:05
Það er alveg ljóst að þar sem strippstaðir og vændishús eru leifð er jarðvegur og tilbúin eftirspurn eftir löglegu vændi.
Þetta er atriði sem er ekki hægt að horfa framhjá og segja að um sé að ræða siðapostula hræsni eða mannfyrirlitningu.
Sumir tala um að sé verið að berjast gegn eðli mannsinns með því að banna vændi eða strippstaði.
Og aðrir segja að hlutirnir hverfi ekki með því að banna þá.
Mig langar aðeins að skoða þessi rök.
Fyrri rökin um eðli mannsinns.
Það er ekki í eðli mannsinns að kaupa sér kynlífsþjónustu (mér finnst orðið hóra ágætt vegna þess hve gildishlaðið það er). Kynlífsþjónusta er orð sem er notað til þess að gera þetta fínt.
En eins og ég segi þá ganga þessi rök ekki up því við gætum þá sagt að það væri í eðli mannsinns að stela og þá ætti að leyfa það líka. Það er í eðli mannsinns að fjölga sér og njóta nándar og elsku. Sumir fara þess aftur á móti á mis með ýmsum aðferðum.
Mín reynsla er að maður sem kaupir sér kynlífsþjónustu sé í tilfinnaingalegri eða andlegri krísu sem kynlífsþjónustan hjálpar honum ekki út úr. Kynlífsþjónusta er þessvegna engum til gagns og eykur aðeins eftirspurn eftir frekari kynlífsþjónustu og býr til viðskiptavini. Eins og öll þjónusta hefur tilhneygingu til að gera.
Vændi, strippstaðir og önnur kynlífsþjónusta eykur með tímanum eftirspurn eftir vændi og er jarvegur fyrir þrælahald. Framhjá þessu verður ekki horft nema með hroka og útúrsnúuningi.
Viljum við að Reykjavík stuðli að meiri kynlífsþjónustu og auki eftirspurn eftir þrælum.
Rökin um atvinnufrelsi hafa verið hrakin. Nenni ekki að fara niður þann sorglega veg.
En spurðu þig að því hvort þú viljir að dóttir þín vinni á hóruhúsi ?
Græða 393 milljarða á mansali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Oft hef ég gagnrínt Gylfa en hér er hann skýr.
25.6.2010 | 00:42
Enda hef ég reynt að skýra þetta út fyrir honum. Hann hefur lesið sig til um hvernig er í pottinn búið.
Og talar hann hér því af einhverju viti. Ef einhver kostnaður lendir á skattgreiðendum er það vegna handvamar ráðherra viðskipta og fjármála.
Ég veit reyndar að IMF mun alltaf standa með kröfuhöfum í þessu máli. Hann er, eins og ögmundur sagði handrukkari fyrir fjármagns eigendur.
Ábyrgðin hjá gömlu bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Undirförull málflutningur Gyfa Magnússonar
23.6.2010 | 21:54
Blekingar ráðherra eru mjög alvarlegar.
Ég ætla að draga nokkrar þeirra fram. Vegna þess að það er sérstaklega alvarlegt þegar ráðherra misnotar þekkingu sína til þess að afvegaleiða almenning á þennan hátt.
Það er gert með ráði að gefa það í skyn að almenningur borgi fyrir leiðréttingar. Þetta er vísvitandi gert til að etja samfélagshópum saman og vekja upp andstöðu við úrlausnir eða meðferð mála semviðskiptaráðherra líkar ekki.
Þetta er svo gífurlega mikil rangfærsla að fátt getur verið ógeðfelldara af hálfu enbættismanns.
Hver segir að ríkið þurfi að styðja við bankana nema Gylfi Magnússon sjálfur.
Fjármögnunnar fyrirtækin eiga auðvitað að fara á hausin eins og önnur fyrirtæki.
Bankarnir eiga ekki að fá ríkis styrk. Bankakerfið á að minka. Segir Gylfi Magnússon sjálfur. Lát verða svo að það minki. Fjármögnunnarfélögin hafa sýnt það að þeim er ekki treistandi. Þau fari á hausinn. Þá minkar bankakerfið.
Móðurfélög fjármögnunnarleiganna eiga að gera þessi félög upp inn í sig og taka afföllin á sig.
Það kemur skattgreiðendum ekkert við. Nema að viðskiptaráðherra ætli að stunda fjáraustur frá skattgreiðendum til bankana.
Móðurfélög fjármögnunnarleiganna eru:
Glitnir=Íslandsbanki
Landsbanki= Nýji landsbankinn.
Kaupþing=Arion.
Öllum ólöglegum kröfum og samningum skal vísað til þeirra sem lánuðu til þeirra.
í dag eru
Avant. SP fjármögnun og fleiri varglánafyrirtæki tæknilega gjaldþrota og það er algerlega á þeirra reikning.
Því ef þau hefðu farið í leiðréttingar strax þá væri staðan allt önnur. En nú þegar skaðabótakröfur og leiðréttingar safnast saman er staðan vonlaus nema að móðurfélögin taki þau að sér.
Þetta mun hafa áhrif á nokkra tugi starfsmanna sem færðir verða til eða þurfa að finna sér aðra vinnu en þá að níðast á fólki.
Þetta er sennilegasta þarfasta minkun á bankakerfinu sem til er.
En því miður er fjármálakerfið samt við sig og heldur áfram andfélagslegu ábyrgðarleysi sínu.
Gylfi Magnússon spilar með samtökum fjármálafyrirtækja og fjárfesta. Vill gera ekki neitt en intrum segir ekki gera ekki neitt.
Svo egnir hann skattgreiðendum saman með útsmognum og ógeðfelldum hætti.
Hreinn og klár viðbjóður.
Almenningur fengi reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2010 kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bilun.
6.6.2010 | 20:41
Hagnaður bankana í þessu árferði er algerlega óeðlilegur. Siðferðilega brjálaður. Á meðan hagvöxtur er neikvæður er algerlega brjálað að bankarnir skili hagnaði uppá 50 miljarða og ávöxtun þeirra eigin fé sé yfir 30 %
Í raun ef allt væri eðlilegt ætti ávöxtun að vera 0-4% þar til hagvöxtur er orðinn jákvæður.
Eina sem getur réttlætt þennan hagnað er að tap sem mun verða vgna gengistryggðra lána sé ekki tekið inn í þessar hagnaðar tölur.
Ég hef ekkert á móti þvi að bankar skili hagnaði en þegar hagkerfið er í lágum gír eiga vextir að lækka og á meðan hagvöxtur er neikvæður ætti ávöxtun að vera lítil. Þar til betur árar. annars er um óeðlilega tilfærslu fjármuna að ræða.
Hefur kostað yfir 350 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |