Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

En kennir krónunni frekar um vandræðin.

það er göfugt af Gylfa að vera ekki með neinar óþarfa sakir á hendur útlendingum.

En sjálfur virðist hann vera einn af þeim sem er búinn að finna Íslenskann sökudólg. Hann og nafni hanns álfurinn í ASí telja krónuna vera sökudólginn og tekur opinberlega þátt í því að kenna krónunni um hrikarlegar gengisfellingar og sveiflur sem eiga að teljast algerlega óviðráðanlegar. Og algjör dæmi um það hversvegna við ættum að kasta krónunni.

Persónulega tel ég meiri þörf á því að kasta honum heldur en að hlusta áfram á hann uppnefna gjaldmiðil þjóðarinnar í einhverskonar fjármálablindu eða súru pólitísku plotti um samruna við ESB. 

Það þarf nú ekki mikinn snilling til að sjá í gegnum svona lygar og órökstuddar yfirlýsingar. En þær miða allar að því að draga úr trúverðugleika krónunnar sjálfrar og draga athyglina frá orsökum vandans. Eða þá kenna krónunni viljandi um eitthvað sem hún hefur enga sök á.

Smá upplýsingaöflun frá Seðlabanka og Hagstofu koma upp um snillingana.

Orsökin er ekki krónan heldur sú sjálfvirka seðlaprentun sem er í gangi í gegnum útlán í bankakerfinu. Það væri nú óhæfa að viðskiptaráðherra talaði af sannleika um bankakerfið, því það stendur á lyginni einni saman. Það gæti orðið því að aldurtila. Og sérstaklega ef það á að nota sömu krónuna tvisvar af takmörkuðu auðlindinni. Afskriftunum. Sem þeir fengu afskrifað. Syndunum sem þeim var fyrirgefið en þeir vilja svo ekki fyrirgefa öðrum. 

Ég veit ekki hvort að fjármálaólæsi er svona rótgróið að það er ekki hægt að uppræta það þó að menn séu löngum stundum í háskóla.

Það er alltaf verið að fela orsökina því hún er upspretta fyrir þá sem vilja skuldsetja.  

 

Þetta línurit sýnir nokkrar tölur í prósentum. 

 

 

utl-hagv_fyrir_hh_979326.png

Vegna þess að orsakir verðbólgu eru hlutfallsega of mikið af útlánum með enga innistæðu umfram hagvöxt. þá setti ég upp þessar tölur í línurit.

Línuritið ber saman hagvöxt og útlánaaukningu.

Þau eru orsakirnar fyrir gengisfalli og verðbólgunni.

Eða þau eru verðbólgan og gengisfallið.

Mér finns það ósæmandi að viðskiptaráðherra tali svona um krónuna.

 

 

 

 

fyrir_hh_fullt.png

 Hér eru þær hagstærðir sem hafa áhrif á gengi krónunnar auk annara þátta en fjárfesting er undirstaða hagvaxtar ef fjárfestingarnar eru arðsamar.

Útlána aukninging umfram hagvöxt eru ávísun á verðbólgu og gengisfall.

 

Hér á Íslandi virðast menn ætla að hengja bakara fyrir smið inn í rauðan dauðann. Og baka svo endalaus vandræði.

 Frekari skýringar og upplýsingar um orsakir gengishruns.

 


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband