Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Takk fyrir kært og mikilvægt starf.

Oft er svona starf vanmetið og mistúlkað.

Vantrúað fólk gerir oftast lítið úr bænum. 

Ég vil þakka kærlega fyrir mig.

Og ég kann að meta þessar bænir.


mbl.is Beðið fyrir þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert flókið við þjóðaratkvæðagreiðslu.

 democracy_bullet_sign_966595.jpg

Hinir og þessir fréttamenn, stjórnmálamenn og stjórnmálafræðingar vilja nú rugla fólk í ríminu og gera lítið úr þjóðar-atkvæðagreiðslunni.

Forsætisráðherra, ritstjóri fréttablaðsinns og Þorsteinn Pálsson og fleiri vilja túlka það sem svo að ekki sé verið að kjósa um neitt. Einn gekk svo langt að segja að atkvæðagreiðslan stríddi gegn heilbrigðri skynsemi.

 

En bíddu við ! Er málið eins flókið og óljóst eins og þetta fólk vill vera láta ?

Að mínu mati er þessi túlkun stjórnmálaskýrenda og fréttaritara meiriháttar reach, eins og það er kallað.

Hér eru nokkrar fullyrðingar sem gera málið kýr skýrt.

1.

Það er verið að kjósa um samning,  sem samþykktur var af Alþingi í sumar og forseti neitaði að samþykkja nema færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Já. viltu samþykkja samninginn .

Eða nei ég vil ekki samþykkja þennan samning.

2.

Menn segja að ef þessi verður feldur gildi sá fyrir.  Rangt.

Bretar samþykktu hann ekki og þessvegna fellur hann niður sem dautt tilboð sem var hafnað.

3.

Sumir segja að betra tilboð geri þjóðaratkvæðagreiðsluna marklausa.

Það er ekkert tilboð orðið að samningi og þessvegna mun þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram. Það er ljóst að ef betra boð er á borðinu en þessi lög númer 1/2010 þá þarf ekki að kjóst þau burt, þau hafa ekkert gildi lengur. Þ.e.a.s. mótaliðar hafa fallið frá fyrri samningi og því er hann út af borðinu.

Þetta vita allir sem eitthvað þekkja til samningsréttar.

4.

Látið ekki rugla ykkur með einhverskonar froðu um að lýðræðisleg framvinda skipti ekki máli.


democracy.jpg
5.

Gangið úr skugga um að við setjum þátttöku met sem tekið verður eftir. Við verðum helst að ná yfir 80 % þáttöku þannig skalt þú ekki láta þér detta í hug að mæta ekki á kjörstað.

6.

Það er ekkert marklaust við samstöðu. Og láttu engann gera lítið úr lýðræðinu. Þó ófullkomið sé í átt til fullkomnunar. Sameiginleg viska okkar er mikilvæg.

 

7.

Það er alltaf jákvæður umbreytandi kraftur á bak við lýðræðisumbætur. Það er óhætt að treysta framvindunni, þannig virkar lýðræðið.

 

8. 

Sú umræða sem farið hefur fram í þjóðfélaginu um Icesave samningana, sem mörgum hefur fundist nóg um er partur af ferlinu.

 

9.

Snýst þetta um ríkisstjórnina ?

Þetta er atkvæðagreiðsla um samninginn. Allt annað eru ágiskanir og getgátur.

democracy1.jpg


mbl.is Kann að frestast um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver hissa á þessu.

Ég hef oft bent á það orðspor sem tapast við að ljúga og svíkja.

Bankarnir eru ekki undanskyldir í þeim efnum og það mun kosta bankakerfið enn meira ef það skilar ekki peningunum sem það stal af almenningi.

Bankakerfið verður réttileg fyrirlitið þangað til að það fer að sinna því hlutverki sem það á að sinna. 

Þjóna almenningi og atvinnuvegum landsinns á heiðarlegann, eðlilegann og upbyggjandi hátt.

 


mbl.is Fáir treysta bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband