Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Það er talað um að við séum vinnusöm þjóð.
28.10.2009 | 18:11
Við erum oft talin vera vinnusöm þjóð.
Það er ágætt en ef við högum neysluvenjum okkar þannig og launasamningum að við stólum á að framfærsla sé að koma úr yfirvinnu, þá erum við að skaða okkur sjálf og okkar nánustu með tímanum.
Í Japan hafavinnuveitendur greinilega gengið of langt en það er líka ábyrgð starfsmanna að taka ábyrgð á sinni heilsu og lífi.
Framleiðsla er meiri í löndum með styttri vinnuviku en við höfum vanist.
Nú hefur hún styst aðeins sem er til bóta í lang flestum tilfellum.
Nú hafa ransóknir stutt það með betri líðan barna í samdrættinum.
Foreldrar eru meira með börnum sínum.
Jákvæð þróun.
Vann of mikið og lést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sorglegt ef satt reynist.
28.10.2009 | 17:51
Sorglegt að láta hræða sig svona frá skattabreytingum.
Ef þetta er rétt haft eftir Steingrími að nú sé ekki tími hinn hugmyndafræðilegur landvinninga þá hvenær ?
Fyrir mér er þetta bara afsökun fyrir því að láta undan þrístingi gömlu afturhaldsseggjana.
En ég vona að endurskoðun feli ekki í sér alger afnám heldur samráð umgóðan rekstrargrundvöll iðnaðar.
Auðlindaskattur á ekki að vera varanlegur aukinn skattur heldur dreifðari og réttlátari skattur.
Auðlindagjald og framtíðin.
Áform um orkuskatt endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Is it true ?
18.10.2009 | 00:58
You say you really know it.
You're not afraid to show us what is in your deal.
So tell us bout the rumours.
Is it IMF.
Ekki vera hissa á því sem er að gerast.
það sem IMF er að gera er það vanalega.
Ég tel að þetta sé sá tímapunktur sem við skrifum undir...eða sendum þá strax heim.
Þá er ég að tala um IMF og samninganefnd Icesave. Sennilega komumst við ekki lengra með fyrirvarana. Þeir eru enn til bóta í slæmum samningi.
Ég er ekki að rugla tveim hlutum saman.
IMF er hér til þess að gæta hagsmuna kröfuhafa.
Allir sem þekkja prógram IMF gera sér grein fyrir að það er IMF sem ræður för meðan við erum í þessu prógrammi.
Í þessu stutta myndbandi sést einnig vel hversu mikilvæg metan og rafmagnsbylting íslenska bílaflotanns er.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hræðsluáróður.
16.10.2009 | 18:15
Nú á að hræða landann.
"Daginn eftir birtist hugmyndin um orku- og kolefnisskatta í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Þá ákváðu eigendur álversins að halda að sér höndunum og hafast ekkert frekar að."
Já einmitt héldu að sér höndum við hvað.
Látið ekki blekkjast af áróðri um erlent fjármagn og yndisleika þess.
Á meðan þeir mala gull koma þeir einfaldlega að samningaborðinu.
Rétt á meðan tölurnar koma fram hinkra þeir. Ekkert vesen....þetta verður að gerast.
Auðlindaskattar eða arðleiga eru miklu stærra réttlætismál en það að við óttumst viðbrögð Rio Tinto.
Allir saman nú. Breytum Íslandi saman það verður gaman.
Rio Tinto Alcan hættir við í S-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrirmyndar afstaða.
16.10.2009 | 17:26
Þetta sjálfstæðislið er svo skrítið.
16.10.2009 | 15:22
Skattalagið.
Þetta sjálfstæðislið er svo skrítið.
Það er alltaf á móti skatt.
það er alveg sama hvað þú skattar, það er alltaf á móti skatt.
Það má ekki skatta ríka menn og ekki skatta fjármagn meira í senn.
það má ekki fréttast að skatta eigi auðlind
því þá jarmar Gerður eins og sau-auðkind.
Þetta sjálfstæðislið er svo skrítið.
Það er alltaf á móti skatt.
það er alveg sama hvað þú skattar, það er alltaf á móti skatt.
Það má ekki leggja skatt á sætt og ekki skatta stóru N1s ætt.
það má ekki tolla og en þau verða að spila skolla.
Þau eru börn sem sem stökkva í alla polla.
Þetta sjálfstæðislið er svo skrítið.
Það er alltaf á móti skatt.
það er alveg sama hvað þú skattar, það er alltaf á móti skatt.
Það má ekki leggja skatt á land og ekki leggja gjald á skeljasand.
Það má ekki skatt það sem á að skatta og ekki skatta kalla með stóra hatta.
Þetta sjálfstæðislið er svo skrítið.
Það er alltaf á móti skatt.
Það er alveg sama hvað þú skattar, það er alltaf á móti skatt.
Auðlindarenta kemur hægt og rólega í staðin fyrir tekjuskatt.
Auðlindaskattur er mjög góð leið til þess að leggja skatta á það sem allir á Íslandi eiga.
Skattur á auðlindir eða það sem er tekið út úr hagkerfinu er það sem á að skatta.
Svo þegar betur árar ætti tekjuskattsprósenta að lækka og auðlindaskattar að verða víðtækari.
Hér er útskýring á því sem málið raunverulega snýst um.
Hér er ástæðan fyrir því hversvegna auðvaldið spriklar.
Skoðið þetta myndband og skoðið hvað um er að ræða.
Kipptu að sér höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er ekki gott.
16.10.2009 | 12:38
Kortavelta þarf að minka enn meira. Af hverju eru vextir af kredidkorti lægri en af yfirdrætti ?
Kredid notkun þarf að minka enn meira.
Debitnotkun þarf að vera raunveruleg debit notkun þar sem einungis er hægt að taka út það sem er til.
Tæknin er til staðar en bankar græddu forgmúgur á að geta látið kúnnana fara yfir og sekta þá með ólölegum upphæðum.
Svona óafsakanlegir viðskiptahættir fælir fólk frá notkun korta.
Viðskiptabanakar gera sér ekki grein fyrir tilgangi sínum.
Hægir á samdrætti í kortaveltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sama lausn fyrir alla.
11.10.2009 | 20:22
Snúa gengisbundnum lánum yfir í krónur frá lántökudegi og hámarka verðbótaþátt verðtryggingar við 4%
Tekið verði smeiginlega á þessum vanda eins og samfélög gera.
Með því að taka ekki sameiginlega á þessum vanda og þvæla hlutina með því að tala að um kostnað sem færist á skattborgarana eru menn að missa af tækifæri til að ná sátt um mikilvægasta mannréttindamál síðari tíma á Íslandi.
Gerir fólk sér grein fyrir þeirri fyrirmynd sem víð mundum setja, sem kröftug lýðræðisþjóð, með því að taka kerfislægt á þessum vanda.
Sorgleg afstaða ASÍ ....Lífeyrissjóðirnir.. halda þessu landi í gíslingu.
Það sem hefur átt sér stað er óréttmæt auðgun þeirra sem áttu verðtryggð skuldabréf.
Verðtryggð húsnæðisskuldabréf munu heyra sögunni til. Frá og með jan 2010 mun ekki verða greidd verðtrygging af neinum húsnæðislánum nema menn vilji.
Sýnt verður frammá á þessu ári að verðtrygging er þjóðhagslega óhagkvæm og skaðleg krónunni.
Tekinn verður af allur vafi um að verðtrygging á ekki rétt á sér í þessu hagkerfi, sama hvað jólasveinar fjármagnsafla segja.
Þvert á það sem Samfylking hefur haldið fram er verðtrygging ekki háð krónunni heldur er verðtryggingin stöðugt að draga verðmæti úr krónunni. Ávöxtun sem er oft ekkki samfélagsleg eign fyrir.
Sökum sjálfmiðunnar og skammsýni hafa hagsmunaaðilar haldið í ótta sínum að besta leiðin til að tryggja fjármagn sé með verðtryggingu. Algerlaega úti að aka.
Hörmuleg staða Húnvetninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.10.2009 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hvaða lánum er verið að greiða þessi vaxtagjöld ?
7.10.2009 | 18:20
Það væri ágætt að fá upplýsingar um það.
Ef það er einhver sem hefur þær upplýsingar.
Segir vaxtagjöldin blóðpeninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um fáránleika verðtryggingar.
3.10.2009 | 21:20
Tillögur hitta ekki í mark.
Það er ótrúlegt að það hafi liðið svo mörg ár á Íslandi þar sem verðtryggingu er viðhaldið í því formi sem hún er í dag. Saga verðtryggingar er sorgarsaga þar sem alþingismenn virðast hafa farið á stað með lagasetningu sem var ekki fullhugsuð og svo afskræmt hana.Enn þann dag í dag eru samt til hagfræðingar og stjórnmálamenn sem verja verðtrygginguna með kjafti og klóm og snúa út úr þegar vertrygging er rædd. Skrif þessi eru tilraun til að opna augu þeirra sem vilja skilja og sjá fáránleika þess að viðhalda verðtryggingu. Við verðum að taka af skarið og gera það sem verður að gera svo þroski fjármálalífs á Íslandi verði til blessunar en ekki bölvunar.
Guðbjörn Jónsson segir í skrifum sínum um þessi málefni.
"Allan áttunda áratuginn var vaxandi óánægja með það að sparifé landsmanna væri að brenna upp í bönkunum, eins og það var kallað, þar sem þeir er tækju lán til nokkurra ára, greiddu ekki nema hluta verðmætisins til baka. Verðbólgan hækkað kaup og verðlag verulega á sama tíma og höfuðstóll lánsins hækkaði einungis um innlánsvextina, sem þá voru mun lægri en verðbólgan.
Þessi óánægja var skiljanleg, en lausna á því vandamáli var ekki leitað í hinum raunverulega vanda, sem olli þessu misvægi, sem var efnahagsleg óstjórn stjórnmálamanna. Lausna var leitað með því að búa til formúlu sem fjölgaði krónunum sem greiddar væru til baka, svo sparifjáreigandinn væri að fá til baka raunvirði, eins og það hefur verið kallað."
Verðtrygging á innistæðum og útlánum er ekki sami hluturinn. En er jafn skaðleg hagkerfinu.
Að hafa verðtryggingu tengda verðhækkunum er algerlega smánarleg hagfræði. Þetta er til svo mikillar háborinnar skammar fyrir hagfræðistéttina á Íslandi að ég skil ekki hvernig hún getur borið höfuðið hátt. En þá hagfræðinga sem enn hafa einhverja sómatilfinningu kalla ég nú fram. Takið ykkur saman í andlitinu.
Þegar Ólafslög voru skrifuð áttu þau að verja innistæður fyrir verðbólgubruna og virtust alþingismenn á þeim tíma ekki skilja hvað það væri sem styrkti gjaldmiðil okkar, veikti hann eða þynnti. Þetta virðist vera þannig enn þann dag í dag. Sumir alþingismenn virðast falla í þá gryfju að kenna gjaldmiðil okkar um gengissveiflur, slæm útlán, litla verðmætasköpun, viðskiptahalla, fjárlagahalla og þar fram eftir götunum.
Ólafslög og bandormur.
"Með VII. kafla svonefndra Ólafslaga nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála, var gerð tilraun til að búa til verðbreytingarumhverfi fyrir íslenska krónu í viðskiptum milli aðila innan samfélagsins. Tilraun þessi, sem hefst á 34. gr. framangreindra laga, var greinilega ekki unnin út frá mótuðum og útfærðum hugmyndum um virkni þeirra á þjóðfélagið, kæmu þær til framkvæmda. Þess vegna eru upphafsorð þessarar lagasetningar eftirfarandi:
Stefna skal að því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða.
Guðbjörn Jónsson segir í skrifum sínum.
"Þegar lög þessi voru í undirbúningi, var stjórnmálamönnum ítrekað bent á að hið raunverulega verðgildi gjaldmiðils fælist í verðmætasköpun og þeim tekjum sem verðmætasköpunin skilaði inn í þjóðarbúið. Verðtrygging gjaldmiðils okkar gæti því helst grundvallast af samsöfnuðum sjóði gjaldeyristekna okkar.
Bent var á að verðgildi gjaldmiðils okkar gæti aldrei falist í innlendum eða erlendum verðhækkunum vöru eða þjónustu, því í slíku væri engin þjóðhagsleg eign. Tilgangur laganna virtist eiga að vera, að leggja grunn að hugsanlegri verðtryggingu eignar. Framkvæmdin varð hins vegar sú, að tryggja kaupgetu þeirra sem ættu peninga til útlána; kaupgetu þeirra umfram kaupgetu annarra þegna þjóðfélagsins. Með því að binda væntanlega verðtryggingu við vísitölur útgjaldaþátta yrði grundvöllur verðtryggingar fyrst og fremst að tryggja kaupgetu þeirra sem ættu peninga, umfram kaupgetu annarra."
Fáránleiki verðtryggingar.
Verðtrygging er algerlega fáránleg. Og sérstaklega er hún fáránleg í hlutverki verðbóta vegna verðbólgu sem fer upp fyrir 5%, þar sem hátt verðbólgustig myndast vegna óhóflegs peningamagns í umferð. Því er stjórnað af bönkum, Seðlabanka og ríkisstjórn.
Að láta skuldara bera þessa ábyrgð er hreinn þjófnaður, svik, fjármálakúgun, óréttlæti, mannréttindabrot, siðleysi, auk þess að vera brotalöm bankakerfisins, fjármálalífsins og hagkerfisins. Hversu lengi á þessi leikur að ganga? Hver hagnast á því að hagkerfi okkar og fjármálakerfi sé eins og vanþroskað barn sem slítur aldrei barnsskónum. Og ræðst á þau verðmæti sem eru þegar til staðar í hagkerfinu í stað þess að búa til ný.
Hagfræðilegar útskýringar á verðbólgu.
Fyrir þá sem vilja skilja á einfaldan hátt skilja hversvegna verðlag hækkar, þá skulum við kynna okkur lögmálið um framboð og eftirspurn og hvað hagfræðingar almennt hafa komið sér saman um að sé hin raunverulega ástæða fyrir verðbólgu.
Það er almennt viðurkennt að langvarandi verðbólga upp fyrir 5% stafi af of miklu peningamagi í umferð miðað við vermætasköpun í hagkerfinu. Þetta er ekki umdeilt atriði. Of mikið framboð af peningum eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu, og verð hækka fyrir vikið. Þannig verður verbólga til. Hvernig í ósköpunum telja menn að það sé rökrétt að skuldarar beri auknar byrgðar vegna hækkandi verðlags sem orsakast af of miklu magni peninga í umferð umfram verðmætasköpun í hagkerfinu? Eiga skuldsettir einstaklingar að bera kostnað af lélegri hagstjórn og óvandaðri útlánastefnu bankanna?
Hversu oft hefur þing komið saman eftir að verðtryggingin var lögfest?
Hversu oft hafa kjörnir fulltrúar þjóðarinnar viðhaldið þessum ólögum? Ég spyr. Hve mörg ár þarf til? Hvar er viljinn. Hvar er viljinn til þess að standa með fólkinu í landinu? Hvar er viljinn til þess að bæta hagkerfið? Hvar er framtíðarsýnin? Og hvar er viljinn til þess að berjast fyrir krónuna?
Fyrir þá hagfræðinga sem villa almenningi sýn í daglegu störfum sínum vil ég segja þetta: Hvar er samviska ykkar og hvernig getið þið sofið um nætur? Hvað kostar álit ykkar 30 silfurpeninga? Hversu lengi hafið þið sogið spena þjóðarinnar án nokkur gagns? Hvar er viska ykkar?
Ég vona þó að hremmingar þær sem Íslenskt hagkerfi hefur gengið í gegnum veki okkur aftur til meðvitundar um hvað raunverulega heldur uppi verðgildi krónunnar. Annar gjaldmiðill mun ekki auka verðmætasköpun hagkerfisinsheldur atvinnuuppbygging, verðmætasköpun, hugvit og nýsköpun. Skynsöm nýting auðlinda og fiskimiða.
Margt mætti betur fara, en arður af fiskimiðum þjóðarinnar gæti styrkt krónuna frekar ef meiri fiskur yrði unninn á Íslandi. Töluvert af óverkuðum afla er flogið úr landi. Orka er oft seld með allt of miklum afslætti. Það eru þessi þættir sem hafa áhrif. Að kalla á annan gjaldmiðil er barnalegt og hjákátlegt og lýsir augljóslegu þekkingarleysi á grundvallarkenningum hagfræðinnar. Eða bara einfaldri sjálfmiðun: Ég vil ekki taka ábyrgð á hagstjórninni (krónunni) minni, hún er ónýt.
Nóbelsverðlaunahafar.
Nú hafa komið hingað til lands á undanförnum misserum rómaðir hagfræðingar sem furða sig á verðtryggingu og telja krónuna vera ákjósanlegan gjaldmiðil fyrir okkur. Nú er bara að hlusta vel og með auðmýkt. Draumar um auðveldari leið með öðrum gjaldmiðli eru barnalegir í þeim skilningi að ef við veljum annan gjaldmiðil erum við endanlega að gefast upp á sjálfum okkur og segja okkur úr sambandi við okkur sjálf , hagkerfi okkar, vermætasköpun og atvinnuuppbyggingu.
Guðbjörn Jónsson segir í grein sinni um verðtryggingu.
"Samkvæmt 3. gr. laga nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands, er krónan lögeyrir, sem þýðir að enginn, utan Alþingis, á að geta fengið heimildir til breytinga á verðgildi hennar, gagnvart sjálfri sér, í viðskiptum milli aðila innan samfélagsins. Og verðgildi hennar verður að vera það sama til allra sem nota hana.
Rýrni raungildi þess fjár (lögeyris) sem geymdur er á bestu vaxtakjörum hjá innlánsstofnun, stafar það líklegast af slæmri frammistöðu ríkisstjórnar og Alþingis, við stjórnun efnahagsmála. Bæði því að gjaldeyrisnotkun haldist innan þolmarka gjaldeyristekna, sem og því að regluverk atvinnu- og viðskiptalífs sé með þeim hætti að eðlilegt jafnvægi ríki í hringrás fjármagns um samfélagið.
Mikill vafi leikur á að ríkisstjórn eða Alþingi sé í raun heimilt, með vísan til sjálfsábyrgðar þeirra á afleiðingum gjörða þeirraeða sinnuleysisað ákveða með lögum hvort tiltekinn þjóðfélagshópur skuli greiða kostnaðinn af vankunnáttu þeirra. Eða hvort þessir aðilar séu yfirleitt hæfir til þess að sinna sómasamlega þeim verkum sem þeir buðu sig fram til að sinna, og voru kjörnir til að sinna.
Mér vitanlega hefur ekkert þjóðfélag, utan okkar, í siðuðum hluta heimsins, og því síður þess heimshluta sem við viljum helst telja okkur til, gengið svo langt að láta viðskiptalífið bera ábyrgð á verðgildi gjaldmiðils síns í innanlandsviðskiptum. Eða látið lánsfjárnotendur, einstaklinga, atvinnu- og viðskiptalíf, bera kostnaðinn af ódugnaði og þekkingarleysi stjórnvalda við stjórnun efnahagsmála."
Hver er þá lausnin á vanda okkar.
- Afnám verðtryggingar. Og lækkun vaxta sem leiðir til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þá lækka skuldir og verðgildi krónunnar styrkist.
- Lánakerfi Íslendinga þarf ekki og á ekki að vera eins og það er í dag. Við skulum breyta þessu.
- Fjöldi einstaklinga gerir sér grein fyrir því sem raunverulega þarf að gerast á Íslandi. Nú er bara að hrinda því í verk.
Vilhjálmur Árnason
Gott til skamms tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)