Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Þó að fiskurinn sé í hættu.
30.12.2008 | 15:12
Þó auðlindin sé í hættu er er það ekki aðal ástæðan fyrir því út af hverju við eigum að standa fyrir utan esb.
Það sem okkur vantar á er að umbylta stjórnarfarslegu landslagi á Íslandi.
Það er ekki stjórnarfarsleg lausn að fara inn í evrópusambandið.
Við verðum að leysa okkar vanda hér fyrst.
Við getum verið með trausta krónu. Við getum verið með betur kosið lýðræðislegt þing.
Við getum verið með jafnara og manneskjulegra samfélag. Við verðum öll að vakna betur og taka þátt í skoðannamyndun og stefnumótun inn í þá tíma sem framundan eru. Ef við höldum vel á spöðunum getum við verið komin með breytt samfélag eftir 2-4 ár.
Nýja frjálsa Íslenska krónan FISK gæti verið orðin að veruleika.
Verðbólgulaust samfélag, með engri verðtryggingu og lámarksvöxtum. Þar sem amma getur geimt 5000 kallinn sinn upp í skáp í 70 ár og hann heldur verðgildi sínu.
Verkalýðurinn og sjómenn gera kjarasamninga 1 sinni á 10 ára fresti. Bankastarfsemi er ekki verðbólguvaldur þar sem 100% bindiskilda er. Og sparisjóðir og kjölfestufjárfestar verða aftur almennir.
Þetta er allt hægt ef við viljum. Það er ekki hægt að láta stjórnmálamenn og banka eiðileggja samfélagið lengur.
Við verðum að taka þetta í okkar hendur. Og alls ekki færa þetta vald í annara hendur.
Stefna evrópubandalags þjónar mest þeim sem eru í bankaviðskiptum og útrásarhugmyndum.
Gleðilegt nýtt ár og látum ekki Stjórnmálamenn afvegaleiða okkur inní stjórnmálafroðu ESB.
Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingmenn !
30.12.2008 | 08:18
Og ég mundi halda að ykkar andlegu heilsu væri líka mjög hætt komið. Þið verðið að breytast. Gömlu förin ganga ekki lengur.
Og konur góðar sem eru málpípur sérréttindahópa og hafið gleymt ykkar hlutverki á þingi.
Þá vil ég segja mannréttindadómstóllinn er búinn að hveða upp dóm sinn. Ogþið eruð ennn að rembast eins og rjúpur við staur að þjóna óréttlætinu. Hvernig fáið þið lifað ? Hvernig afberið þið ykkur sjálfar ?
Útgerðamenn sem hlutu skerðingu ættu að fá kvóta og svo nefnið þið svik við kerfið.
Já þingmenn eins og þið gerið ekkert gagn á þingi annað en það að verja ykkar sjúka kerfi og viðhalda vitleisunni.
Deilt um hugsanlegan umframkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkis og viðskiptaráðherra.
30.12.2008 | 07:35
Kínverjar eru langvitrir og útsjónasamir. Það er hægt að læra mikið af þeim. Í þessu er Afríka vonandi að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Við erum í frábærri stöðu til að koma okkar uppsöfnuðu fisk birgðum til ríkja sem eiga gull. Hvað sem hver segir þá er gull alltaf langtíma trygging. Ekki láta evrópubandalagið blinda ykkur eins dádýr á þjóðvegi. Það sem framtíðin mun leiða í ljós, vantraust á dollar og svo seinna evru. Við verðum að horfa gegnum þá froðu sem stóru seðlabankar evrópu nota til að halda uppi trúverðugleika á gjaldmiðlum sínum og skipa okkur að virða sína gjaldmiðla sem gull án þess að þeir séu það.
Myndin fyrir ofan sýnir hvernig evrópusambandið markaðssetti evruna á sýnum tíma. Þó að einhver gullforði sé í seðlabanka Evrópu. Þá er engin föst tenging þarna á milli.
Myndin er notuð til að skapa traust hjá almenningi í Evrópu. Evrópbúar vita að gull er traust. Og þarna er verið að koma því inn í vitund fólks ar evran sé traust sem gull.
Sjáið gull sem auðlind vinnandi handa og þá skiljið þið vermæti þess á við fisk til dæmis. Fiskur er okkar auðlind og orka til dæmis. Borgið bara Afríku og Rússlandi í fiski. Auðlind fyrir auðlind. Hvað sem raular og tautar byggið upp gullforðann í seðlabankanum.
Flytja út bændur til Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðlegging til seðlabanka og utanríkisráðuneitis.
29.12.2008 | 17:24
Látið þau boð út ganga til allra sem í fisksölu standa að þiggja greiðslu í gulli eða silfri, fyrir 7 % afslátt af verði.
Spurjið alla þá sem selja vilja gull fyrir fisk því að nýja FISK krónan verður tryggð með gulli. Þeir útvegsmenn sem vilja styrkja gengið verða að finna leið að þeim mörkuðum í Rússlandi, Afríku, suður Ameríku, kanada og Asíu sem vilja selja gull fyrir fisk. Endurgreiðið fyrirtækjum með skatta afslætti.
Ef einhverjir langtíma viðskiptasamningar geta verið myndaðir út frá þessu þá þiggið þá. Sérstaklega ef þeir eru við þurfandi þjóðir. Gínea kemur þar vel til greina. Við getum lofað fisk fyrir gull. Fiskur fyrir hungraða þjóð er betri en dollarar. Og minkar líkur á spillingu. Vöruskipti eru þessvegna betri á allan hátt fyrir báða aðila. Brunnar boraðir fyrir gull er líka frábær fjárfesting. Afríka hefur aldrey viljað lán hún hefur alltaf viljað vöruskipti.
P.s. Setjiði evrópupælingarnar bara á ís í smá stund, gleymið viðskiptablokkum og farið að stunda viðskipti.
Krónan veikist um 1,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svalur gaur.
29.12.2008 | 16:56
Og nú verður hann sennilega bara betri það sem eftir er af hanns bestu árum.
Drakk mikið áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann var.
29.12.2008 | 11:53
Rangur maður á raungum tíma í vitlausu húsi.
Steven Gerrard handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarna er maður sem gerir sér grein fyrir hvað ábyrgð er.
29.12.2008 | 09:34
Tekur hann skref sem sýna það að hann taki ábyrgð. Hann virðir það einnig að þó að alþjóðasamtök styðji hann. Gætu verið aðri betur til fallnir að stýra landinu.
Ef hann segir við sjálfan sig við þessar aðstæður, ja aðstæður voru nú sérlega slæmar og vindar harðir þannig að það er ekki við mig að sakast þá selur hann þjóð sýna undir eigið getuleysi.
En nú gengur hann af vetvangi með reisn.
Í trausti þess að annar komi í hanns stað.
Forseti Sómalíu segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Peningamálastefna.
29.12.2008 | 09:18
Athugið að sú peningamálstefna og bankar sem voru það umhverfi sem fjármálarisar urðu til í, er lítið breytt.
Seðlabanki telur verðbólgu vera smurningu fyrir hagkerfið, á meðan almenni launamaðurinn hleypur á eftir vöxtunum.
Sú peningamálastefna sem Ingibjörg Sólrún boðar er sú sama og Jón Ásgeir boðaði. Af hverju ætli það sé.
Í báðum tilfellum er verið að fyrra sig ábyrgð. Í báðum tilfellum er farið framm á frelsi á kosnað samborgara sinna.
Hrun gjaldmiðils er ekki tilviljun. Gjaldmiðlar hrynja ekki nema fyrir ónýta hagstjórn. Það er algjörlega klárt.
Og í einfaldleika sínum er það eigingirni. Sem veldur. Ekki þjóðarstolt eða þrjóska.
Frelsi fyrir stórfyritæki og fjármagnseigendur til að svína á borgurunum og ræna þá öllu sem þeir eiga.
Og nota meira að segja hugmyndafræði til að villa um fyrir þeim um ágæti sitt.
Það er auðveldlega hægt að gera þessa krónu eins trausta og gull.
Það sem þarf er skýrt mörkuð stefna um grundvallarviðmið og verkefni.
Raunveruleg vermæti eru nauðsynleg í þessu samhengi.
Þó að mestu verðmæti þessa lífs séu fólkið.
Þá verður gjaldmiðill þessa fólks að vera óhultur fyrir stjórnmálamönnum. Og bönkum.Og ef Jón Ásgeirarar hafa aðgang að bönkunum þá er gjaldmiðill okkar í stór hættu.
Og þegar ferlið er gengi þetta langt er best að hrópa. Krónan er ónýt,krónan er ónýt.
Þetta heitir að taka ekki ábyrgð. Á eigin gjörðum.
Peningamálastefna framtíðarinnar er fyrir þig.
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona menn verða til í hagkerfum sem stuðla að þjófnaði og svikum.
29.12.2008 | 08:48
Í hagkerfi sem mótar reglur sínar þannig að bankar þurfi ekki að halda á neinum fjármunum til þess að lána þau.
Er hagkerfi sem stendur á brauðfótum þenslu, verðbólgu og lygi, og ekki sé minnst á þjófnaði.
Í hagstjórn sem hefur það að markmiði að verðbólga sé innan vissra marka er á villigötum. Því að um leið og banki lánar án þess að eiga fyrir því sem hann lánar er verið að búa til verðbólgu í hagkerfinu. Verðbólgan bitnar alltaf á þeim sem minna meiga sín en kerfið sjálft er líka sjúkt. Það er byggt á fölskum fjármunum og miðar einungis að því að færa fjármuni frá þeim sem minna eiga til þeirra sem meira eiga. Sérstaklega á þetta við þar sem lög hafa verið sett til að lögfesta þrældóm. Þá færist auðurinn enn hraðar till þeirra sem eiga hann.
Þetta eru þær reglur sem við Íslendingar verðum að komast undan. Og að hlaupa í Evrópusambandið er ekki það sem við viljum. Við viljum lifa frjáls og bera fulla ábyrgð á okkur sjálfum án þess að það sé stöðugt verið að stela frá okkur.
Þó að sú lausn sé skömmini skárri en sú hagstjórn sem við búum við.
Og aðal ástæðan fyrir því hversvegna við ættum ekki að fara í evrópusambandið er að sú hagstjórn sem evran lýtur er eins fölsk og sú hagstjórn sem við búum við. Og hún mun alltaf verða til þess að þeir fátæku verða fátækari.
Því að í eðli sínu er þessi hagstýring tilvalið forarsýki fyrir vitlausa og spillta stjórnmálamenn.
Svo ekki sé talandi um forríka risabanka.
Lausnin er að breyta því umhverfi sem krónan stjórnast af. Með því að gulltryggja Krónuna 100 % og að setja fasta þá reglu í banka kerfinu að um 100% bindiskildu sé að ræða.
Þetta gjörbreytir öllu fjármálaumhvefi á Íslandi og gerið gjaldmiðinn traustann sem gull og umbreytir lífi okkar.
Enginn mun fara halloka í þessum umskiptum.
Og eina sem stendur í vegi fyrir þessum umskiptum er gömul og úr sér gengin hagfræði með spillingarívafi.
Látum ekki villuráfandi stjórnmálamenn blekkja okkur inn í aðra óþarfa neyð.
Peningamálastefna sú sem ég er að reyna að setja fram á þessum bloggsíðum mínum skýtur öllum lausnum þeim sem ég hef séð stjórnmálamenn bera fram fyrir þjóð sína,ref fyrir rass.
Það sem gerir þetta enn erfiðara að bera fram fyrir fólk er að við erum svo vön því að vera undir hinni vitleisunni að við trúum ekki að það sé hægt að hafa þetta öðruvísi.
Viðskiptavinir Credit Suisses töpuðu miklu á Madoff | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varst þú ekki á þingi þegar þrælalögin voru staðfest ?
29.12.2008 | 06:42
Sérskipaður saksóknari.
Mun hann þá rannsaka það sem stuðlaði að ofvexti bankana,verðtryggingin.
Gæti veðið að Guð hafi fellt bankana ? Allavegana guð sé lof að þeir féllu. Þessi súru ávextir græðginnar.
Af því að þeir störfuðu eins og vírusar í hagkerfi Íslands.
Mun sérskipaður saksóknari komast að því að með flotgengisstefnu og enga bindiskildu í bankastarfsemi ertu að bjóða hættunni í heimsókn og hella uppá kaffi fyrir hana.
Í 5. Mósebók kafla 15 og versi 1, segir eftirfarandi: Sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda.
Og þetta er tekið upp í Jeremía 34:14: Að sjö árum liðnum skuluð þér hver og einn gefa lausan hebreskan bróður yðar, sem kann að hafa selt sig þér.
Sjáið til. Guð gaf þessi lagaákvæði til að hindra varanlegan þrældóm og varanlega fjötra.
En við íslendingar eru ekki með þingmenn á þingi sem hugsa fyrst og fremst um fólkið sitt.
Þau hafa á allri sinni stjórnartíð hugsað um sig og sína fjársterka banka of stórfyrirtæki.
Það í sjálfu sér er djöfullegt. Svo ekki sé meira sagt.
Nú á að rannsaka afleiðingarnar í stað þess að lækna meinið.
Og við erum að borga þessu fólki pening fyrir að starfa fyrir okkur.
Umsóknarfrestur að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)