Um fáránleika verðtryggingar.

Tillögur hitta ekki í mark.

Það er ótrúlegt að það hafi liðið svo mörg ár á Íslandi þar sem verðtryggingu er viðhaldið í því formi sem hún er í dag. Saga verðtryggingar er sorgarsaga þar sem alþingismenn virðast hafa farið á stað með lagasetningu sem var ekki fullhugsuð og svo afskræmt hana.

Enn þann dag í dag eru samt til hagfræðingar og stjórnmálamenn sem verja verðtrygginguna með kjafti og klóm og snúa út úr þegar vertrygging er rædd. Skrif þessi eru tilraun til að opna augu þeirra sem vilja skilja og sjá fáránleika þess að viðhalda verðtryggingu. Við verðum að taka af skarið og gera það sem verður að gera svo þroski fjármálalífs á Íslandi verði til blessunar en ekki bölvunar.

Guðbjörn Jónsson segir í skrifum sínum um þessi málefni.

"Allan áttunda áratuginn var vaxandi óánægja með það að sparifé landsmanna væri að brenna upp í bönkunum, eins og það var kallað, þar sem þeir er tækju lán til nokkurra ára, greiddu ekki nema hluta verðmætisins til baka. Verðbólgan hækkað kaup og verðlag verulega á sama tíma og höfuðstóll lánsins hækkaði einungis um innlánsvextina, sem þá voru mun lægri en verðbólgan.

Þessi óánægja var skiljanleg, en lausna á því vandamáli var ekki leitað í hinum raunverulega vanda, sem olli þessu misvægi, sem var efnahagsleg óstjórn stjórnmálamanna. Lausna var leitað með því að búa til formúlu sem fjölgaði krónunum sem greiddar væru til baka, svo sparifjáreigandinn væri að fá til baka “raunvirði”, eins og það hefur verið kallað."

Verðtrygging á innistæðum og útlánum er ekki sami hluturinn. En er jafn skaðleg hagkerfinu.

Að hafa verðtryggingu tengda verðhækkunum er algerlega smánarleg hagfræði. Þetta er til svo mikillar háborinnar skammar fyrir hagfræðistéttina á Íslandi að ég skil ekki hvernig hún getur borið höfuðið hátt. En þá hagfræðinga sem enn hafa einhverja sómatilfinningu kalla ég nú fram. Takið ykkur saman í andlitinu.

Þegar Ólafslög voru skrifuð áttu þau að verja innistæður fyrir verðbólgubruna og virtust alþingismenn á þeim tíma ekki skilja hvað það væri sem styrkti gjaldmiðil okkar, veikti hann eða þynnti. Þetta virðist vera þannig enn þann dag í dag. Sumir alþingismenn virðast falla í þá gryfju að kenna gjaldmiðil okkar um gengissveiflur, slæm útlán, litla verðmætasköpun, viðskiptahalla, fjárlagahalla og þar fram eftir götunum.

Ólafslög og bandormur.

"Með VII. kafla svonefndra Ólafslaga nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála, var gerð tilraun til að búa til verðbreytingarumhverfi fyrir íslenska krónu í viðskiptum milli aðila innan samfélagsins. Tilraun þessi, sem hefst á 34. gr. framangreindra laga, var greinilega ekki unnin út frá mótuðum og útfærðum hugmyndum um virkni þeirra á þjóðfélagið, kæmu þær til framkvæmda. Þess vegna eru upphafsorð þessarar lagasetningar eftirfarandi:

“Stefna skal að því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða.”

Guðbjörn Jónsson segir í skrifum sínum.

"Þegar lög þessi voru í undirbúningi, var stjórnmálamönnum ítrekað bent á að hið raunverulega verðgildi gjaldmiðils fælist í verðmætasköpun og þeim tekjum sem verðmætasköpunin skilaði inn í þjóðarbúið. Verðtrygging gjaldmiðils okkar gæti því helst grundvallast af samsöfnuðum sjóði gjaldeyristekna okkar.

Bent var á að verðgildi gjaldmiðils okkar gæti aldrei falist í innlendum eða erlendum verðhækkunum vöru eða þjónustu, því í slíku væri engin þjóðhagsleg eign. Tilgangur laganna virtist eiga að vera, að leggja grunn að hugsanlegri verðtryggingu eignar. Framkvæmdin varð hins vegar sú, að tryggja kaupgetu þeirra sem ættu peninga til útlána; kaupgetu þeirra umfram kaupgetu annarra þegna þjóðfélagsins. Með því að binda væntanlega verðtryggingu við vísitölur útgjaldaþátta yrði grundvöllur verðtryggingar fyrst og fremst að tryggja kaupgetu þeirra sem ættu peninga, umfram kaupgetu annarra."

Fáránleiki verðtryggingar.

Verðtrygging er algerlega fáránleg. Og sérstaklega er hún fáránleg í hlutverki verðbóta vegna verðbólgu sem fer upp fyrir 5%, þar sem hátt verðbólgustig myndast vegna óhóflegs peningamagns í umferð. Því er stjórnað af bönkum, Seðlabanka og ríkisstjórn.

Að láta skuldara bera þessa ábyrgð er hreinn þjófnaður, svik, fjármálakúgun, óréttlæti, mannréttindabrot, siðleysi, auk þess að vera brotalöm bankakerfisins, fjármálalífsins og hagkerfisins. Hversu lengi á þessi leikur að ganga? Hver hagnast á því að hagkerfi okkar og fjármálakerfi sé eins og vanþroskað barn sem slítur aldrei barnsskónum. Og ræðst á þau verðmæti sem eru þegar til staðar í hagkerfinu í stað þess að búa til ný.

Hagfræðilegar útskýringar á verðbólgu.

Fyrir þá sem vilja skilja á einfaldan hátt skilja hversvegna verðlag hækkar, þá skulum við kynna okkur lögmálið um framboð og eftirspurn og hvað hagfræðingar almennt hafa komið sér saman um að sé hin raunverulega ástæða fyrir verðbólgu.

Það er almennt viðurkennt að langvarandi verðbólga upp fyrir 5% stafi af of miklu peningamagi í umferð miðað við vermætasköpun í hagkerfinu. Þetta er ekki umdeilt atriði. Of mikið framboð af peningum eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu, og verð hækka fyrir vikið. Þannig verður verbólga til. Hvernig í ósköpunum telja menn að það sé rökrétt að skuldarar beri auknar byrgðar vegna hækkandi verðlags sem orsakast af of miklu magni peninga í umferð umfram verðmætasköpun í hagkerfinu? Eiga skuldsettir einstaklingar að bera kostnað af lélegri hagstjórn og óvandaðri útlánastefnu bankanna?

Hversu oft hefur þing komið saman eftir að verðtryggingin var lögfest?

Hversu oft hafa kjörnir fulltrúar þjóðarinnar viðhaldið þessum ólögum? Ég spyr. Hve mörg ár þarf til? Hvar er viljinn. Hvar er viljinn til þess að standa með fólkinu í landinu? Hvar er viljinn til þess að bæta hagkerfið? Hvar er framtíðarsýnin? Og hvar er viljinn til þess að berjast fyrir krónuna?

Fyrir þá hagfræðinga sem villa almenningi sýn í daglegu störfum sínum vil ég segja þetta: Hvar er samviska ykkar og hvernig getið þið sofið um nætur? Hvað kostar álit ykkar … 30 silfurpeninga? Hversu lengi hafið þið sogið spena þjóðarinnar án nokkur gagns? Hvar er viska ykkar?

Ég vona þó að hremmingar þær sem Íslenskt hagkerfi hefur gengið í gegnum veki okkur aftur til meðvitundar um hvað raunverulega heldur uppi verðgildi krónunnar. Annar gjaldmiðill mun ekki auka verðmætasköpun hagkerfisins—heldur atvinnuuppbygging, verðmætasköpun, hugvit og nýsköpun. Skynsöm nýting auðlinda og fiskimiða.

Margt mætti betur fara, en arður af fiskimiðum þjóðarinnar gæti styrkt krónuna frekar ef meiri fiskur yrði unninn á Íslandi. Töluvert af óverkuðum afla er flogið úr landi. Orka er oft seld með allt of miklum afslætti. Það eru þessi þættir sem hafa áhrif. Að kalla á annan gjaldmiðil er barnalegt og hjákátlegt og lýsir augljóslegu þekkingarleysi á grundvallarkenningum hagfræðinnar. Eða bara einfaldri sjálfmiðun: “Ég vil ekki taka ábyrgð á hagstjórninni (krónunni) minni, hún er ónýt.”

Nóbelsverðlaunahafar.

Nú hafa komið hingað til lands á undanförnum misserum rómaðir hagfræðingar sem furða sig á verðtryggingu og telja krónuna vera ákjósanlegan gjaldmiðil fyrir okkur. Nú er bara að hlusta vel og með auðmýkt. Draumar um auðveldari leið með öðrum gjaldmiðli eru barnalegir í þeim skilningi að ef við veljum annan gjaldmiðil erum við endanlega að gefast upp á sjálfum okkur og segja okkur úr sambandi við okkur sjálf , hagkerfi okkar, vermætasköpun og atvinnuuppbyggingu.

Guðbjörn Jónsson segir í grein sinni um verðtryggingu.

"Samkvæmt 3. gr. laga nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands, er krónan “lögeyrir”, sem þýðir að enginn, utan Alþingis, á að geta fengið heimildir til breytinga á verðgildi hennar, gagnvart sjálfri sér, í viðskiptum milli aðila innan samfélagsins. Og verðgildi hennar verður að vera það sama til allra sem nota hana.

Rýrni raungildi þess fjár (lögeyris) sem geymdur er á bestu vaxtakjörum hjá innlánsstofnun, stafar það líklegast af slæmri frammistöðu ríkisstjórnar og Alþingis, við stjórnun efnahagsmála. Bæði því að gjaldeyrisnotkun haldist innan þolmarka gjaldeyristekna, sem og því að regluverk atvinnu- og viðskiptalífs sé með þeim hætti að eðlilegt jafnvægi ríki í hringrás fjármagns um samfélagið.

Mikill vafi leikur á að ríkisstjórn eða Alþingi sé í raun heimilt, með vísan til sjálfsábyrgðar þeirra á afleiðingum gjörða þeirra—eða sinnuleysis—að ákveða með lögum hvort tiltekinn þjóðfélagshópur skuli greiða kostnaðinn af vankunnáttu þeirra. Eða hvort þessir aðilar séu yfirleitt hæfir til þess að sinna sómasamlega þeim verkum sem þeir buðu sig fram til að sinna, og voru kjörnir til að sinna.

Mér vitanlega hefur ekkert þjóðfélag, utan okkar, í siðuðum hluta heimsins, og því síður þess heimshluta sem við viljum helst telja okkur til, gengið svo langt að láta viðskiptalífið bera ábyrgð á verðgildi gjaldmiðils síns í innanlandsviðskiptum. Eða látið lánsfjárnotendur, einstaklinga, atvinnu- og viðskiptalíf, bera kostnaðinn af ódugnaði og þekkingarleysi stjórnvalda við stjórnun efnahagsmála."

Hver er þá lausnin á vanda okkar.

  • Afnám verðtryggingar. Og lækkun vaxta sem leiðir til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þá lækka skuldir og verðgildi krónunnar styrkist.
  • Lánakerfi Íslendinga þarf ekki og á ekki að vera eins og það er í dag. Við skulum breyta þessu.
  • Fjöldi einstaklinga gerir sér grein fyrir því sem raunverulega þarf að gerast á Íslandi. Nú er bara að hrinda því í verk.

Vilhjálmur Árnason


mbl.is Gott til skamms tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að sparifé hafi brunnið upp vegna lágra innlánsvaxta.

Hinsvegar gildir um banka sem lánar til 30 ára fasteignaveðslána þar sem höfuðstóll allra innborganna minnkar ekki að.

Heildar upp hæð 3% vextir sem koma inn á ári í 30 ár. Eru 18 ára að koma inn hjá þeim sem lánar á 5%. Síðust 12 árin geta þá verið vaxtalaus í þessu dæmi.  Eining er hægt að fela afskriftir á restinni af lánunum.

Íslensku bankarnir Voru þá sem nú að vinna með erlendum lándrottninum sínum.

Í neysluverðsbólgu þar sem verðtryggingarvextir eru ekki sundurliðaðir frá raunvöxtum er hægt að hækka raunvexti á tímabilum upp úr öllu valdi án þess að hægt sé að henda reiður á eða leikmaður sem horfir á sitt eigið lán ein skilji. Mikið vaxtaokur fyrstu árin afskrifa svo lánin af rest afborganna.

Endanleg ársuppgjör sína svo að Íslensku bankarnir séu á svipuðu róli og erlendu lánadrottinarnir hvað varða raunávöxtun á ársgrundvelli.

Sparifé er eitt. Skammtímalán annað. Langtíma lán þriðja. Sjóðir skipast svo líka niður eftir öryggi veða.

Bankarnir flestir voru með verðtryggingu í heildar útlánsvöxtum frá upphafi.

Sönnum eignamyndun [vöxtur eiginfjár] ár frá ári. Alþýðubankinn mun hafa verið undantekning.

Heimils fasteignveðsbreytilegir eiga að fylgja verðmæti heimilisfasteigna miðað að við þar tilgerðar fasteignavístölur. Þá er þetta sér bull í eitt sinn úr sögunni.

Taka svindl þátt úr umferð. 

Horfa á langtíma samhengið höfuðstóls afborganna flæðis allra lána.

Breytilegir vextir : eru samsettir: raunávöxtun, aföll vegna afskrifta, aföll vegna verðbreytinga veðsins.

Ég var um 3 ár í verk og raun HÍ og byrjaði fyrst í Eðlisefnverkfræði og hef líka verið í bókfrærslu. Rekið rekstarfyrirtæki. 

Verðtryggingarvextir fasteigna hér sem í USA og EU eiga að taka mið af fasteignaverðþróun á fasteignaheimamarkaði.

Ekki bólguvísitölu skammtíma millilána Íslenskra og Erlendra viðskiptabanka.

Heildar vextir  á lánum verða allaf að tryggja að minnst raunávöxtun náist inn.  Rétt verðtrygging er málið.

Júlíus Björnsson, 4.10.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já, Vilhjálmur, sammála þér.

Ég held að fólk sé að vakna upp í margfalt meira mæli en áður og sjá í gegnum allt þetta gamla PLOTT. - en það þurfti mikið til og kannski eitthvað meira !!!!!!!! :o))

Vilborg Eggertsdóttir, 4.10.2009 kl. 00:49

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef við bönnum verðtryggingu þá fáum við í staðinn óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Það munu engir fagfjárfestar lána til langs tíma óverðtryggð lán í íslenskum krónum með föstum vöxtum. Við verðbólguskot hækkar greiðslubyrði verðtryggðra lána mun minna en óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum.

Þess vegna vil ég þegar ég stækka við mig húsnæði fá að taka mitt verðtryggða lán í friði fyrir forsjárhyggjumönnum. Ég mun ekki sætta mig við að Alþigni banni mér það enda sé ég ekkert, sem réttlætir það.

Hins vegar tel ég að það ætti að láta Íbúðalánasjóð bjóða líka upp á óverðtryggð lán, sem hann fjármagnaði með sama hætti og verðtyrggðu lánin sín með því að bjóða bæðu út verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf á markaði og lána hvort um sig með ákveðnu álagi ofan á þau kjör, sem hann fær til að reka sjóðinn og mæta útlánatapi.

Sigurður M Grétarsson, 4.10.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við er með lán með breytilegum vöxtum á mælikvarða USA og EU.

Breytilegi hlutinn er skilinn frá föstum hluta á Íslandi. Tengja breytilega hlutar við gengi á fasteignamarkaði  er hinsvegar ekki vegna einokunarlaga frá um 1982 um einokun neyslumarkaðagengis.

Verðtrygging í alþjóðasamfélaginu er skilgreind miðað við gengið sem veðjað er á.  Gangur hér er vísitöluferillinn.

Einokun þarf að leggja af og til að byrja með skylda notkun fasteignagengis á heimamarkaði við ákvörðun breytilegra vaxta samsvarandi lána. Meðan sauðirnir er að temja sér USA eða EU hugsunarhátt. 

Lánastofnun sem verðtryggir ekki útlán sín með tilliti til lánstíma sinna lána fer á hausinn. Verðtrygging að því leyti er grundvöllur allrar varanlegrar lánastarfsemi.

Það er breytilegi hluti breytilegu vaxtanna.

Það að vextir milli uppgjöra eru um 40% hærri hér en í USA og US er vegna mikilla óbeinna afskrifta tiltekinna lána og kostnaðar við yfirbyggingu fjármálageirans. Lækki afskriftir og kostnaður í samræmi við USA og EU þá lækka útlánsvextir.  

Júlíus Björnsson, 4.10.2009 kl. 18:13

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Sigurður M. Grétarson.

Hver í ósköpunum segir að það séu einungis tveir möguleikar í stöðunni.

Lán með breitilegum vöxum eða veðtryggð lán.

Þá sérðu muninn...á því sem á íslandi

Vilhjálmur Árnason, 5.10.2009 kl. 03:01

6 identicon

Þetta er frábær grein hjá þér Villi.  Niður með verðtryggingu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:28

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta verður smám saman vítahringur andskotans þar sem fjármálakerfið lifir í raun að hluta á verðbólgu (sem stofnanir pólitískara eigna þess skilgreina og finna út) og síðan eiga alltaf okurvextir að vera að vinna gegn þessarri verðbólgu en gera það ekki heldur fara út í verðlag eins og annar rekstrarkostnaður fyrirtækja. Þannig fóðra okurskammtímavextir (sem ráðast af okurstýrivöxtum seðlabankans) verðbólguna og valda enn meira arðráni almennings og fyrirtækja.

Þetta er sérlega augljóst einmitt núna þegar heimurinn og við líka erum að drukkna í offramleiðslugetu, tækni- og framleiðnibyltingum. Og stór hluti vinnuaflsins er í raun orðinn úreltur. Við erum sem sagt í gífurlegri verðhjöðnunarbylgju sem óhjákvæmilega fylgir þessum byltingum sem ég nefndi. En í stað þess að mæta þessu með stórfelldri niðurfærslu verðlags og launa er vandinn falinn með verðbólgu, skattpíningu, skuldapappíraframleiðslu og okurvöxtum. Þessi skrúfa fór á brjálæðislegan hraða fyrir nokkrum misserum á móti verðhjöðnunarbylgjunni og bræddi skiljanlega úr sér með braki og brestum. En stjórnmálamenn og fjárhagslegir kostendur þeirra og eigendur vilja ekkert læra af þessu og halda bara áfram með sínar yfirborguðu atvinnuleysisgeymslur, okurskatta og okurvexti eins og ekkert hafi í skorist.

Baldur Fjölnisson, 6.10.2009 kl. 18:37

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eins og hægt var með lögum að fjærlægja bólguverðtryggingarvístölu af tekjum launafólks almennt, þá er hægt með lögum að fjærlægja bólguvístöluvístölu af vaxtatekjum lán Fjármálstofnanna með með í fasteigna og taka upp í staðinn fasteingavístöluverðtryggingarvexti  á þessi langtíma veðlán að hætti EU og USA. 

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 22:27

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Menn hafa komið sér fyrir á sinni hillu og þar vilja þeir vera áfram. Kerfið vill það líka. Það byggist á status quo og það er einfaldlega banvæn hugmyndafræði í heimi sem er staddur í hrikalegri tækni- og framleiðnibylgju sem engan veginn sér fyrir endann á og rís sífellt hærra. Allt er raunverulega að verða úrelt hröðum skrefum. Skólakerfið keppist við að mennta fólk sem á að fara á eftirlaun um miðja öldina en samt hefur þetta sama kerfi ekki hugmynd um hvaða atvinnugreinar verða ráðandi eftir 5-10 ár ! Það keppist sem fyrr aðallega við að framleiða staff fyrir sjálft sig enda nú svo komið eftir áratuga stjórn hægri og vinstri kommúnista að fjórðungur vinnuaflsins er hjá hinu opinbera í ótrúlegum forsjárhyggju- og eftirlitsbatteríum og margskonar hlægilegum atvinnuleysisgeymslum. Þannig földu pólitískar eignir fjármálaveldisins atvinnuleysið á meðan framleiðsla og iðnaður voru drepin niður og skuldapappíraframleiðsla og eignabólur tóku við. Og nú þegar búið er að uppfylla skímið og stela landinu og flytja það út sitjum við uppi með þessa ómögulegu vitleysu og útblásið ríkisapparat og algjörlega á kúpunni með það. En samt á einhvern veginn að redda sér frá því að þurfa að viðurkenna gjaldþrot með því að fá bara enn meiri lán ofan á skuldasúpuna sem fyrir er og síðan væntanlega ný lán fyrir nýjum vöxtum og afborgunum osfrv. Það er furðuleg afneitun.

Nei, eina glóran í stöðunni er að frysta algjörlega erlenda skuldastöðu þessa gjaldþrota þjóðfélags í amk. áratug og reyna á meðan að koma í gang framleiðslu og tækniiðnaði, raunverulegri veltu og þjóðarframleiðslu í stað froðunnar sem boðið hefur verið á af peningaöflum og pólitískum eignum þeirra. Það er til meira en nóg af fjármagni til framkvæmda, Kínverjar eru td. að drukkna í dollurum og gott væri fyrir þá að hafa aðstöðu hér vegna vöruflutninga um pólinn til vestrænna markaða. Fjórskipti einflokkurinn hefur engar lausnir enda enn í vasanum á öflum sem hafa sín sambönd, viðhorf, vinnubrögð og siðblindu frá Wall Street og City of London.

Baldur Fjölnisson, 6.10.2009 kl. 23:21

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eins og hægt var með lögum að fjarlægja bólguverðtryggingarvístölu af tekjum launafólks almennt, þá er hægt með lögum að fjarlægja bólguvístöluvístölu af vaxtatekjum lána Fjármálstofnanna með veði í hemilsfasteignum og taka upp í staðinn fasteingavístöluverðtryggingarvexti á þessi langtíma veðlán að hætti EU og USA. 

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband