Dæmið er í raun svona.

Þetta hús sem þú keyptir er Þjóðmynjasafnið sem við eigum öll saman en bankinn seldi þér þetta á uppsprengdu verði vegna þess að aðgangur var gerður framseljanlegur.

Kvóti sem er í almannaeign.

Þetta verður sársauafullt fyrir einhverja og sumir fá vonandi niðurfelldar skuldir vegna þess að uppsett verð var hvort eð er ólöglegt svikaplott sem bankar og fyrirtæki tóku þátt í.

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þessar skuldir séu færðar niður ef þær eru myndaðar við kvótakaup.

Þær verði þá færðar niður sem svarar kaupverði þess kvóta sem fyrnist. Og í raun kaupi ríki kvótann aftur í gegnum skuldaaflausn.

Nú byrjar einhver kröfuhafinn að emja og Pétur Blöndal stendur upp á þingi og segir þetta er árás á fjármagnseigendur sem spara og leggja fyrir og eru góðir þegnar, skuldarar eru vondir. Þeir tóku of há lán. Þeir meiga brenna en ég og mínir vinir verða að fá sitt með ölllum mögulegum blóðugum ráðum.

Og Gylfi segir there is no such thing as a free lunch.


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband