Hagfræðileg skemmdarverk og stefnumótun.


Rökstuðningur við stefnuyfirlýsingu VG vegna óviðráðanlegra skulda.  
Þess ber að geta að ég er ekki kjörinn fulltrúi VG og er ekki sá sem móta stefnu flokksins en ég reyni að hafa jákvæð áhrif innan hanns. Og tek þátt í því að taka til í rotnu kerfi. 

Þegar rætt er um gengistryggð lán ber að hafa í huga nokkur atriði.

1.
Það var og er yfirlýstur vilji landsfundar VG að leita leiða til að lækka höfuðstól lána. Það er verið að vinna í því að koma með tillögur og útfærslu á því hvernig. Það hefur verið erfitt að ná utan um þetta vandamál. En þetta verður leiðrétt á einn eða annan hátt. Með dómstólum eða pólitískum leiðum og ef við þurfum að endursemja við IMF þá verður að hafa það.

2.
Gengistryggð lán á húsnæði standast ekki gildandi siðferðisreglur í viðskiptum milli þjóða og stríða gegn öryggi hagkerfis Íslands og borgara og á ekki að líða á neinn hátt.
Gengistryggðum lánum á að afneita og lýsa ólöglegan gjörning, tafarlaust við alla kröfuhafa. Hver sem sá kröfuhafi er. Hvort sem hann er fjárfestingabanki , ríkissjóður eða IMF eða hver sá kröfuhafi sem fer fram á að skuld sé borguð af húsnæðislánum á öðru gengi en innkoma þess skuldara er borga á lánið.
Hér er ég að leggja til rök sem eru hagfræðilegar útskýringar á þeirri ógn sem að steðjar. Þetta er ekki bara mál skuldara. Þetta er mál okkar allra. Og það er nauðsynlegt að við sjáum það sem svo. Við verðum að standa öll saman gegn þessari ógn. Sem gengistryggðu lánin eru. Hagkerfi Íslands er ógnað með þessum gjörningum. Ekki bara lántakendum.

Hér er texti sem útskýrir málið aðeins.

The IMF’s $1 trillion won’t help the post-Soviet and Third World debtor countries pay their foreign debts, especially their real estate mortgages denominated in foreign currency. This practice has violated the First Law of national fiscal prudence: Only permit debts to be taken on that are in the same currency as the income that is expected to be earned to pay them off. If central bankers really sought to protect currency stability, they would insist on this rule. Instead, they act as shills for the international banks, as disloyal to the actual economic welfare of their countries as expatriate oligarchs.

Þessi tilvísun í Michael Hudson sínir okkur stöðuna sem borgarar á Íslandi eru settir í. Það er verk kjörinna fulltrúa að verja almenning gegn hverri þeirri ógn sem að steðjar. Gríðarleg fjármálaógn stríðir gegn búsetu í þessu landi. Ef stjórnvöld taka ekki stöðu í orði og verki gegn kröfuhöfum á öllum stigum þessa máls er voðinn vís. Engan bilbug má á okkur finna. Festu verður að sýna á öllum stigum þessa máls og þessum rökum haldið á loft alla leið. 

3.
Árás á þjóðarhag. 
Hagkefi Íslands er í hættu vegna þesara gjörninga og ef lög ná ekki yfir þá þá ber að setja þau strax.(ath.að samkvæmt 13.grein sbr.og 14grein laga 38/2001 um vexti og verðtryggingu má telja að þegar sé ólögmætt að veita gengistryggð krónulán hér á landi athugasemd í greinagerð með umræddum lagagreinum eru sérlega upplýsandi hvað þetta varðar)

    Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. 
    
Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.
   
 Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.

Það er vafasamt lagalega að lána gengistryggð lán til húsnæðiskaupa og á þeim forsendum ætti að snúa öllum gengistryggðum lánasamningum yfir í krónur. Það er nauðsynlegt fyrir stöðuleika gengis krónunnar.
Hvort um um var að ræða vítavert gáleysi af völdum lánastofnanna eða miskunnarleysi þá ber að leiðrétta þetta slys án nokkurrar tafar.

4.
Með skýrri stefnuyfirlýsingu VG í þessum málum, á mannréttindagrundvelli, á grundvelli siðferðis, á grundvelli laga og góðra viðskiptahátta getur flokkurinn staðið stoltur með þessa stefnu og fengið þjóðina með sér. Og gjörsigrað þessar kosningar.
Ef við gerum ekkert í þessum efnum munum við ekki gleðjast með þjóðinni heldur þjóðin fyrirlíta okkur.

5.
Það er einfaldlega ekki í boði fyrir VG að standa ekki upp fyrir rétti almennings. Og það er ekkert mál að standa upp í þessari sannfæringu. Við munum ekki borga neitt nema það sé mögulegt, sanngjarnt og lagalega réttlátt. Hvort sem það eru skuldir þjóðarinnar, heimilanna eða ríkissjóðs. Aðeins þannig eigum við sameiginlega framtíð. Við munum ekki fórna hluta almennings á altari fégræðginnar hvað sem það kostar.

6.
Það verður einnig að hafa á hreinu í þessari umræðu að ekki er verið að færa fé í vasa neins heldur minka tölulega framtíðarefnahagsreikninga banka og sjóða. En í leiðinni að auka líkurnar á efnahagslegri framtíð þjóðarinnar. Brjóta skuldafjötra sem halda þjóðinni í hlekkjum.
 
7.
Lausnin á vandanum er að færa öll mintkörfulán þegar í stað yfir í krónur. Endursemja við alla kröfuhafa að nýju og afneita öllum hagfræðilegum skemdraverkum. 
Ef bankarnir gera þetta ekki viljugir munu þeir falla saman undan málsóknum og vanskilum.

Vilhjalmur Arnason



mbl.is Óska eftir upplýsingum stjórnmálaflokka vegna bílalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband