Krónan fellur vegna svika við þjóðina.

Krosseignateigs iðnjöfra og bankastjóra í Evrópu.

Stæsta ástæða þess að ég nú tek þátt í stjórnmálaumræðu er að hér á landi hefur ekki verið, að mínu mati, upplýst umræða varðandi Evrópusambandið og evruna.

Krónunni var kennt um hagstjórnina og smæð hagkerfis notuð sem afsökun fyrir eigingjarnri hegðun og yfirráðagræðgi. Stjórnmálamenn, hagfræðingar og aðrir spekingar virtust standa ráðþrota gagnvart hlutum sem mér finnst einfalt og auðvelt að leysa. Ótrúlegur máflutningur Samfylkingar um ESB og evru hvöttu mig til pólitískrar þátttöku, skrifa og umræðu um ESB og evru, auk þess sem ég aflaði mér upplýsinga víða að. En fréttaflutningur hélt áfram að básúna Evrópusambands-ljóð og álit., mér til ergelsis á stundum. Og ef innganga í ESB á eingöngu að mótast af hagsmunum tel ég okkur á villigötum, því skammtímahagsmunir geta villt um fyrir okkur.

Upplýsingaleit

Til að afla mér upplýsinga um bankakerfið kom ég víða við. Skemmtilegast fannst mér að fræðast um gjaldmiðils og bankasögu ríkja, ásamt þess að skoða með gagnrýni kenningar um hagfræði, bæði úr Austurríska hagfræðiskólanum, sem er gamli klassíski kjarni frjálshyggju sem hallast aðallega að því að kjölfesta gjaldmiðla við gull. Og svo frekari útfærslur um hagkerfi og hagfræðikenningar. Ég hef fræðst töluvert um bandaríska bankasögu og sjálfstæðisbaráttu tengda bankastofnunum og fjármagnsöflum. Þegar þessi saga er skoðuð, myndast nokkuð skýr mynd af þeirri þróun sem er í gangi í Evrópu og þeirri þróun sem er að mestu lokið í Bandaríkjunum. Það er að segja leið misskiptingu og auðsöfnunar elítu Bandaríkjanna. Nú er ESB sú lausn sem þjóðin á að trúa að leysi vanda okkar og stuðli að friði og góðum samskiptum, sem það gerir að vissu marki, en ef við segjum blint já við peningakerfi sambandsins munum við ekki hafa neitt vald lengur til að skapa okkar framtíð.

Að því vil ég leiða nokkur rök

Þess má geta til gamans að bandarískir háskólanemar  gerðu skýrslu um fallna gjaldmiðla um víða veröld og sérstaklega Suður Ameríku og Afríku. Þau komust að því að í 43 löndum var sameiginleg orsök hruns gjaldmiðlanna spilling og eigingirni í stjórnsýslunni og hjá fyrirtækjum landanna. Hrunið hafði ekkert að gera með gjaldmiðlana sjálfa, hvort þeir væru litlir eða stórir. Spillingin fólst oft í því að freistingin til að prenta peninga sem lausn vandans var of mikil fyrir flesta ráðamenn. Ákvarðanir fyrirtækja réðust síðan af eiginhagsmunum og þau hugsuðu ekki um heildina eða jarðveginn sem þau voru sprottin úr. Þessi sjálfbirgingsháttur stórfyrirtækja og stjórnenda þeirra reif í sundur hagkerfi á ógnarhraða og hrun gjaldmiðla fylgdi í kjölfarið. Í stað þess að efla heimahagana markvisst þá eltu þessi fyrirtæki frekar gróða og grænni grundir. 

Aðlögunarferli ESB

That process is called “regional integration.” It’s a basic concept taught in undergraduate courses in international business these days.

Regional integration exists on five levels:

  1. free trade agreement
  2. customs union
  3. common market
  4. economic union
  5. political union

A free trade agreement, according to the U.S. Department of Commerce’s websiteExport.gov, is to help level the international playing field and encourage foreign governments to adopt open and transparent rulemaking procedures, as well as non-discriminatory laws and regulations… [and to] strengthen business climates by eliminating or reducing tariff rates, [etc., etc., ].

After Bill Clinton signed NAFTA into law in 1993, the U.S. formally entered into level one. That’s what Americans who favored it thought they were getting with NAFTA. 
Many Americans thought it sounded good, but few were told about the rest.

ESB leggur niður landamæri svo að kapítal og fyrirtæki geti flutt sig um set með litlum tilkostnaði. Þar sem ódýrt vinnuafl er að finna, þar eru stórfyrirtækin líka. Þessi þjónkun við stórfyrirtækjarisana gerir það að verkum að Bandaríkin hafa tapað 10 miljón störfum undanfarin 12 ár. Og svo kom kreppan.

Að mínu mati er ESB annað USA. Bara betur skipulagt og með faldara vald.

Í umræðunni um aðdraganda og eftirmála bankahruns voru margir sem þóttust hafa mikið vit á hagkerfinu og voru með fullt af lausnum sem flestar miðuðu að því að leysa vandann með fleiri bankalausnum. Svo var pælingum um banka til þrautavara blandað inn í umræðuna, eins og sjálfsögðum hlut fyrir Íslensku bankana. Þetta er það sem Millton Friedmann sagði alltaf um Federal Reserve bankann. Hann væri til að redda bönkum—„bale out“.  Slæmar skuldir eða óvandaðar eru keyptar af bönkum. Lausafjárkrísum er bjargað með þessu. Þetta veldur því að bankar haga sér eins og óábyrgir krakkar í hagkerfinu og kalla svo á mömmu þegar allt er að hrynja. Þetta er hringrás peningaprentunar, útlána og verðbólgu sem rænir borgarana og þá sérstaklega láglaunafólk. ESB er enn ein tilraunin til að halda uppi kjölfestulausum gjaldmiðil með miðstýrðum banka. Við verðum að mínu mati að hafna þessari hugmynd alfarið og með skýrum rökum. Við höfnum ekki eða veljum ESB með léttvægum rökum, kreddu eða trúarbrögðum, heldur með hnitmiðuðum og augljósum staðreyndum sem allir sjá.

VG er flokkur sem í stefnuskrá sinni lýsti skýrt yfir að ESB væri ekki fyrir Ísland og forystan hefur verið frekar skýr í þessum efnum. Stefnuskrá flokksins segir að ESB sé of hliðhollt fjármagnsöflum, sem mér finnst orða sönnu. Fyrir mína parta kæmi ég ekki nálægt VG ef forystan hefði loðna afstöðu, og ég fagna upplýsandi grein Jón Viðars Jónmundssonar í Smugunni Og dr. Ívar Jónsson skrifar líka góða grein um krónuna.http://www.smugan.is/pistlar/adse...Hér er svo útlistun á akkerinu í jöklabréfunum. http://toro.blog.is/blog/toro/ent...

Ég kom til VG með þessa afstöðu eftir að hafa lesið og rannsakað uppruna og áherslur ESB. Það er sama hversu göfugar yfirlýsingar og stefnuskrá Evrópusambandsins kunni að hljóma, það er augljóst að þetta er sprottið úr hugmyndafræði nýfrjálshyggju þar sem seðlabanki drottnar yfir stórum markaði. Sagan segir mér að það valdi samþjöppun valds og spillingu. Störf yfirgefa ríki sökum græðgi stórfyrirtækja sem leita eftir ódýru vinnuafli.

Hvernig stendur á því að IMF ráðleggir þjóðum að leggja niður gjaldmiðla sína og landamæri og viðskiptaráðherra okkar vill gera það sama. Það er að segja taka upp annan gjaldmiðil. Jú, það er vegna þess að helstu bankastofnanir Evrópu eru tengdar krosseignatengslum sem við sjáum ekki og stærsti hluti þjóðarinnar heldur að IMF og seðlabanki Evrópu séu ekki tengdir á neinn hátt.

Samfylkingin heldur að evran sé góð og blessuð, en einstaklingar sem sitja í ráðum og nefnum þessara banka og fjármálastofnanna eru allir tengdir, og þeir sem eru svo bláeygir að halda að Evrópusambandið sé betri útgáfa af kapítalisma eru, að mínu áliti, alvarlega blindaðir á kjarna þessa kerfis. Evrópubandalagið hefur margt fallegt gert og haldið á lofti fána mannréttinda og annarri löggjöf sem við njótum góðs af. Og við mundum líka njóta góðs af því að fara inn í Evrópubandalagið og afsala okkur stjórn hagstjórnar okkar vegna þeirrar óstjórnar og frestunaráráttu sem við virðumst halda að við komumst upp með.

Ég nefni dæmi. Vegna þess að misráðnir stjórnmálamenn setja lög um verðtryggingu og fresta því svo í tuttugu ár að afnema hana, þá riðlast peningakerfið, því verðtryggingin þjónar aðallega hagsmunum bankastofnanna og sjóða. Misræmið leggur þjóðarbúið á hliðina, aðallega vegna óvandaðra útlána sem þetta kerfi verðlaunar. Verðtryggingin var aldrei neitt annað en plástur sem klínt var á illa blæðandi svöðusár.

Nú verðum við sem þjóð að gera okkur grein fyrir því að óvönduð útlán sem fara mest í neyslu eru verðbólguvaldur, alveg sama hvert þau renna. Annað hvort tökum við á þeim vanda sem er að kæfa hagkerfi okkar eða við gefumst upp og göngum í ESB.

Reyndar er staðan sú að við verðum að taka til heima hjá okkur til að komast inn í ESB, þannig við ættum að geta haft sameiginlegt markmið. Hvort sem við viljum evru eða ekki. Tökum til heima hjá okkur með róttækri og erfiðri uppstokkun og umbyltingu, auknu lýðræði og valdi fólksins—eða fylgjum reglum fjármagnsins og kaupum þá framtíð sem búin hefur verið til í nefndarálitum þeirra manna sem eiga Bandaríkin og Evrópu. Þeir sömu kraftar vilja sameina Evrópu og stjórna hagkerfum í gegnum fjármálastofnanir. Þessi mynd sem ég dreg upp er óljós að hluta og margir eiga erfitt með að trúa að sé slæmt. En ef við skoðum til samanburðar bankasögu og sjálfstæðisbarátta Bandaríkjanna, þá sjáum við mörg dæmi um það hvernig banka- og peningavaldið margsinnis kæfi lýðræðið. Þessi þróun, blönduð mikilli spillingu, hefur lengi þrifist í Bandaríkjunum og peningavaldið stendur alltaf í bakgrunninum. Við getum þakkað því fyrir heimskreppuna sem nú ríður yfir.

Í dag höfum við að því er virðist ágætan forseta bandaríkjanna, Obama, sem ég er alls ekki að reyna að sverta. En ég bjó í Bandaríkjunum þegar Bush eldri réðst inn í Flóann og þá varð samdráttur í Bandaríkjunum, en vissar tæknigreinar og vopnageirinn innan Bandaríkjanna efldust. Bush var auðvitað á móti nýjum sköttum og sagði svo eftirminnilega: „Read my lips, no new taxes“. Minnir á Bjarna Ben, ekki satt?

Svo kom Clinton með friðsamlega utanríkisstefnu og jafnaði bókhald ríkisfjármála. Hagvaxtar-prósenta á hverjum tíma mínus atvinnuleysis-prósentan er mælikvarði sem oft hefur verið notaður til að meta frammistöðu forseta, og ef þessi mælistika er notuð þá er Clinton einn besti forseti Bandaríkjanna. En ójöfnuður jókst samt enn frekar og störf töpuðust úr landi, vegna NAFTA og hnattvæðingar, og nú er ójöfnuður í Bandaríkjunum gríðarlegur. Eftir setu Bush yngri á forsetastól eru Bandaríkin í rúst, þökk sé hugmyndafræði sem enn sér ekki fyrir endann á. Hvort sem við erum að tala um Bush, Clinton, eða Obama þá ganga þessir menn oftast á vegum þeirra afla sem vilja að kapítalið flæði óhindrað og markaðir stækki, þ.e.a.s. stórfyrirtækjanna. Og mörg þeirra eru tengd hergagnaiðnaði, sem aldrei hefur mætt vandamáli sem stríð á ekki að geta leyst. Stríð er “neysla” sem síðan laðar störf þangað sem ódýrara vinnuafl er.

Fjórfrelsið sniðið að hagsmunum stórfyrirtækja

Það sem ég vil gera með þessari grein er að skora á fólk að kynna sér tengingar og innra net bankastofnanna Evrópu og tengingar þess við Bandaríkin. Þessi krosseignatengslamynd er aðeins byrjunin á þeim upplýsingum sem til eru um þessar tengingar.

Ég skora á fólk að kynna sér í hvaða tilgangi NATO var stofnað. Jú, berjast gegn hugmyndafræði sem vildi þjóðnýta bankakerfið og setja framleiðslutækin í hendur fólkinu. Aðgerðir sem væru til þess fallnar að færa valdið frá fjármagnsvaldinu til fólksins. NATO átti að vernda kapítalismann. Sumir segja, kapítalismi er góð hugmynd. Látum það liggja milli hluta. En ég vil hjálpa fólki að fá skýrari mynd af því sem verið er að ræða um. Raunverulegur kjarni málsins er lítið ræddur.

Hagfræðingur Council of Foreign Relations sem tengist  G 10 og BIS og IMF, sagði í fréttatíma RÚV að IMF væri einskonar sigurvegari viðræðna G20. Fréttamaður RÚV gleypti alveg við þessu. 
Sú mötun sem á sér stað í fjölmiðlum er mikil og koma forseta Bandaríkjanna styrkir einungis þá mynd. Æðstu ráðamenn Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna starfa allir að sama marki. Með risafjármagninu og einkavæðingunni. Ég skora á jafnaðarmenn að fræðast aðeins betur um uppruna og uppbyggingu fjórfrelsis og afnám landamæra, þjóða og ríkja til styrktar markaðsöflum og risafyrirtækjum. Kynnið ykkur málið áður en þið fremjið pólitískt harakírí.

Það er mitt álit að þessi spillingarmynd komi betur og betur fram í umræðunni þegar nálgast kosningar og ef jafnaðarmenn vilja ekki ræða kjarna sambandsins erum við á flótta frá því sem mögulega gæti fært okkur nær sannri niðurstöðu. Gagnrýni á kjarna þessa kerfis verður að eiga sér stað. Sleppum öllum upphrópunum um sveitamennsku og mannvitsbrekkur. Og upphrópunum um samsæri. Ég er enginn asni og ég er ekki bláeygur gagnvart þessum hlutum.

En spurningin er: Eru bankastofnanir Evrópu og IMF í rúminu saman með Iðnjöfrum og spilltu fjármagni. Eða er þetta allt gott og blessað?

Krosseignateigs iðnjöfra og bankastjóra

Nöfn þessara manna eru tengd þessum stofnunum í gegnum setu í stjórnum þessara stofnanna. Flestir þessara manna eru forstjórar stórfyrirtækja. Og er nánari útlistun á störfum þeirra að finna á http://www.bilderberg.org/bis.htm 

  • BB stendur fyrir Bilderberg 
  • BIS stendur fyrir Bank of International Settlements. 
  • ECB stendur fyrir European Central Bank (evran) 
  • IBRD stendur fyrir International Bank of Reconstruction and Development 
  • TRI stendur fyrir Trilateral Commission 
bankerz

"The Power of financial capitalism had [a] far reaching plan, nothing less than to create a world system of financial control in private hands able to dominate the political system of each country and the economy of the world as a whole.

This system was to be controlled in a feudalistic fashion by the central banks of the world acting in concert, by secret agreements arrived at in frequent meetings and conferences.

The apex of the system was to be the Bank for International Settlements in Basel, Switzerland, a private bank owned and controlled by the world's central banks, which were themselves private corporations.

Each central bank sought to dominate its government by its ability to control treasury loans, to manipulate foreign exchanges, to influence the level of economic activity in the country, and to influence co- operative politicians by subsequent rewards in the business world."

Carrol Quigley, Tragedy and Hope, 1966 (Kennari Bill Clinton og prófessor við Georgetown háskólann)

The IMF’s $1 trillion won’t help the post-Soviet and Third World debtor countries pay their foreign debts, especially their real estate mortgages denominated in foreign currency. This practice has violated the First Law of national fiscal prudence: Only permit debts to be taken on that are in the same currency as the income that is expected to be earned to pay them off. If central bankers really sought to protect currency stability, they would insist on this rule. Instead, they act as shills for the international banks, as disloyal to the actual economic welfare of their countries as expatriate oligarchs.

Michael Hudson

The plan is in progress. 




mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir frábæra og upplýsandi grein! Til fyrirmyndar á Moggablogginu.

Sóley (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2009 kl. 11:36

3 identicon

Mikið er ég feginn að ég er ekki einn um þessa skoðun . Ég hef verið í sömu pælingum og þú (las m.a. Mystery of Banking sem er algjör snilld). Þegar ég hef nefnt það við fólk í umræðunni að gull/silfurtengja krónuna þá mætir maður mjög litlum skilningi, sem er afar sorglegt því það lýsir algjöru þekkingarleysi fólks á því hvar hagsmunir þess liggja. Gull og silfur er gjaldmiðill og hefur verið það í aldir og mun vera það um aldir. Það þarf að hóa saman hópi fólks sem hefur þennan skilning og hefja með skipulögðum hætti fræðslu um þessi mál því eitt er víst að ekki er þetta kennt í skólum landsins.

Egill (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Egill, í skólum landsins er ekkert kennt um efnahagsmál, a.m.k. ekki á skyldustiginu. Og ég er skil fullkomlega hvað þú átt við, en vissirðu að íslenskir peningar voru lengi vel gulltryggðir? Seðlabanki Íslands á reyndar gullforða ennþá, en ég held að hann liggi frystur í Englandsbanka vegna hryðjuverkalaga. Merkilegt hversu lítið hefur verið fjallað um það mál...

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2009 kl. 00:43

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Seðlabanki Íslands á 64 þúsund únsur í Englandi og við fáum vexti af því. Við eigum að kalla eftir gullinu í Englandi og gera gullsamninga við Afríku og Kína og Japan. Auka forða okkar

Þá verður næsti G20 ekki G20 heldur G21

Ertu að ná þessu.

Vilhjálmur Árnason, 21.4.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband