MP ? Til hamingju eða hvað ?
30.3.2009 | 17:11
Margeir er séður maður og getur örugglega rekið banka en þeir eiga að vera í eigu fólksinns í landinu. Og sem sparisjóðir.
Á að breyta strúktúr bankans samkvæmt nafni. Sparisjóður er viss tegund af fjármálastofnun.
Ég vil vita ferilskrá þessa manns og ég vil vita hverjar hanns skoðanir eru á yfirdrætti og hagnaðardrætti og reglum þar af lútandi. Er hann nýr Drakúla eða ber hann hag fólksins í landinu fyrir brjósti sér.
Hvernig er eignarhaldið í þessum banka ? Verður stjórnun þessa banka undir sterku eftirliti. Hver er opinber stefna þessa banka varðandi útlán og vexti, ætlar þessi banki að vera enn einn vírusinn í hagkerfinu og hrópa svo á banka til þrautavara, er þessi eigandi fullur af kenningum Milton Friedman eða er hann tilbúinn að vera með sína eigin kjölfestu og taka vandaðar ákvarðanir sem taka fyrst og fremst mið af því samfélagi sem bankinn starfar í.
Verður hann með samfélagslega ábyrgð ? Eða er þetta enn ein tyggjókúlan sem springur í andlitið á þjóðinni. Með krosseignatengslum djöfulsinns.
Ég skora á landsmenn og fréttamenn þessa lands að spurja ágengra spurninga sem ekki skafa af því og krefjast svara.
Ég veit ekki nákvæmlega hvað er að gerast en það virðist sem bankakerfið sé að skipta um eigendur. Að öllu óbreyttu erum við semsagt að fá nýja þrælahaldara. Ég skora á alla sem eiga viðskipti við banka sem er ekki í rikiseigu að flytja peningana sína frá bönkum í einkaeigu. Þar til eignarhald er augljóst og starfsreglur skýrar. Og að minstakosti sitja þá í sparisjóði sem hafa dreift eignarhald.
Hvert verður eignarhald þessa banka ? Ég vil fá svar strax.
Á að breyta strúktúr bankans samkvæmt nafni. Sparisjóður er viss tegund af fjármálastofnun.
Ég vil vita ferilskrá þessa manns og ég vil vita hverjar hanns skoðanir eru á yfirdrætti og hagnaðardrætti og reglum þar af lútandi. Er hann nýr Drakúla eða ber hann hag fólksins í landinu fyrir brjósti sér.
Hvernig er eignarhaldið í þessum banka ? Verður stjórnun þessa banka undir sterku eftirliti. Hver er opinber stefna þessa banka varðandi útlán og vexti, ætlar þessi banki að vera enn einn vírusinn í hagkerfinu og hrópa svo á banka til þrautavara, er þessi eigandi fullur af kenningum Milton Friedman eða er hann tilbúinn að vera með sína eigin kjölfestu og taka vandaðar ákvarðanir sem taka fyrst og fremst mið af því samfélagi sem bankinn starfar í.
Verður hann með samfélagslega ábyrgð ? Eða er þetta enn ein tyggjókúlan sem springur í andlitið á þjóðinni. Með krosseignatengslum djöfulsinns.
Ég skora á landsmenn og fréttamenn þessa lands að spurja ágengra spurninga sem ekki skafa af því og krefjast svara.
Ég veit ekki nákvæmlega hvað er að gerast en það virðist sem bankakerfið sé að skipta um eigendur. Að öllu óbreyttu erum við semsagt að fá nýja þrælahaldara. Ég skora á alla sem eiga viðskipti við banka sem er ekki í rikiseigu að flytja peningana sína frá bönkum í einkaeigu. Þar til eignarhald er augljóst og starfsreglur skýrar. Og að minstakosti sitja þá í sparisjóði sem hafa dreift eignarhald.
Hvert verður eignarhald þessa banka ? Ég vil fá svar strax.
MP banki eignast SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt að þú yrðir himinlifandi, þetta er sjálfstæðismaður, alveg blár í gegn.
Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:15
Ég reyndar fagna því að enn sé til banki í einkaeigu. Ríkiseinokun er heldur ekki æskileg þótt slík stefna hafi verið tekin í neyð. Ég veit hinsvegar ekkert hverjir eiga þennan banka eða hvor bankinn lifi á undanskotspening fjárglæframanna. Það þarf vissulega að skoða.
Offari, 30.3.2009 kl. 17:20
Sjálfstæðismaður er afstætt hugtak í dag.
Þeir sem standa fyrir einkavæðingu grunnstoða samfélagsinns eru ekki sjálfstæðismenn að mínu mati heldur glæpamenn og landráðamenn.
Ég veit ekkert um Margeir.
Og ég veit ekki hvort þú ert að stríða mér eða ekki.
En það er mín skoðun að regluverk banka á Íslandi sé of veikt til þess að setja banka í hendurnar á einkaaðilum.
Yfirdráttareglum er ábótavant. Útlánareglum er ábótavant. Sameiginleg útlána upplýsingaskylduskyldu vantar. Sameiginleg yfirsýn og stefna.
En vonandi er hægt að móta þetta hratt á næstu mánuðum.
Vilhjálmur Árnason, 30.3.2009 kl. 17:23
Valsól, er þetta ekki annar af tveimur bönkum sem stendur uppi eftir hrunið???...Sparisjóður Hólmavíkur hinn ef ég man rétt.
Hvaða máli skiptir það ef hann er sjalli???.
Þarf maður að kjósa sjalla ef einhver þeirra rekur banka sem maður skiptir við. Er ríkið ekki að setja skotheldar reglur á bankastarfsemi??
itg (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.