Sorglegur málflutningur.

Það eru ótúlegar fullyrðingar sem eldra fólks í flokknum hefur logið að þessum einstaklingum. Eins og það, að ekkert eigi að gera í verðtryggingunni, heldur bíða eftir því að evran komi. Það er vonlaust að berja fram lýðræðislegar breytingar núna, það lagast allt í ESB. Það er ekki hægt að hafa almennilega hagstjórn hér vegna þess að krónan er ónýt. Það getur verið að hún sé löskuð núna en það er mikið til á reikning samfylkingar. Svo er það varðandi stefnuna í peningamálum.
Það er stefna að halda fjárhagslegu sjálfstæði og valdi, hvað sem það kostar. Það er stefna vert að taka. Til framtíðar. Evran og ESB er skamsýni og þraungsýni að mínu mati. Stæsta pókerblöff sögunnar.
Það er stefna að ná niður verðbólgu, með því að setja hömlur á útlán.
Til er betri leið. Hún kostar peninga. Hún er rosalega skemtileg. En samfylkingin er á villigötum. Því miður og hún mun líða fyrir það og bíða afhroð í kosningum ef hún ætlar að halda þessum málflutning á lofti. Ef ég væri í forustu mundi ég einfaldlega játa að þessi umræða um evruna er ekki tímabær fyri en eftir 4 ár ef efnahagslegur stöðuleiki næst og við náum Mastright skylyrðonum, það er alveg hægt, en þá sjáum við líka að það er hægt að ná efnahagslegum stöðugleika. Án evrunnar.
Leysum vandamálin hér heima takk fyrir. Sleppum þessari útþrá í smá stund. Og vinnum saman að því að byggja upp hagkerfið.
mbl.is Aðrir flokkar án peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband