Íslendingar eru nískasta þjóð í heimi.

Það fara allir í vörn þegar talað er um að leiðrétta höfuðstól lána, eins og það sé verið að stela frá þeim persónulega.Verð að benda fólki á að hagstjórnarmistök urðu til þess að bankar seildust í vasa fólks og svo eru landar þessa fólks að kalla það óráðsíufólk og lánafyllibyttur.

Þessi umræða er svo ömurleg að það nær ekki neinni átt. Þetta er eins og ef það kæmi snjóflóð og nokkrir sem væru komnir lengra niður hlíðina og urðu ekki undir snjóflóðinu segðu bara, iss ykkur er nær að vera að ekki komin lengra.En svo þegar er verið að ræða þetta þá segja sumir að þetta valdi óðaverðbólgu. Sem er þvæla.Engir peningar eru að fara í umferð. Nema bankar veðsetji meira af lánum.  Einungis er verið að leiðrétta höfuðstól lána. Eignabruni mun samt eiga sér stað.

Fasteignir munu lækka enn meira eða allavegana standa í stað.En það sem er best við þessa 20 % leið er að hún er réttlát og sanngjörn.Og svo fyrir þá sem segja og hvað á að gera fyrir þá sem ekkert skulda. Vá þetta er fáránleg spurning.Þetta er eins og maður sem er með sár og honum blæðir, það er bundið um sárið og svo segir nágrannin fæ ég ekki sárabindi líka.

 

Hvað var ekki gert í Bandaríkjunum. Höfuðstólar lána voru ekki færðir niður. Og allt hagkerfið er í maski.

Enginn vill gefa upp skuldir. Enginn vill fyrirgefa. Bankanum er fyrirgefið en hann vill ekki fyrirgefa skuldir.

Sjóðirnir verja sitt eins og drekar á gulli. Svo tökum við ómeðvitað stöðu með fjármagninu. Það gerir það að verkum að skuldataki er haldið þar til hagkerfið kafnar undan skuldum.

Verði okkur að því.

380 miljarðar eru ekkert miðað við þann kostnað sem verður við hrun þessaara heimila.

 


mbl.is Niðurfelling skulda óhagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Að bjarga efnahag Íslands og aðstoða þá sem eru komnir í þrot er hið besta mál. Að drita niður peningum án tillits til þess hvort á þeim þurfi að halda eða ekki er geðveiki. Hvað eiga þeir sem standa vel að gera við þessar millur? Nota þær upp í kaup á nýjum Porsche jeppling? Er það nokkur glóra?

Hörður Þórðarson, 27.3.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill Vilhjálmur.  Já það finnst mörgum það óbærileg tilhugsun ef einhver fengi afskrift á verðtryggingar gróðanaum ef sá hinn sami hefði einhverja minnstu möguleika á að styrka fjármálakerfið með því að greiða hann.

Magnús Sigurðsson, 27.3.2009 kl. 22:38

3 identicon

20% niðurfelling fellur á bankann, þar af leiðandi á ríkissjóð og loks á skattgreiðendur, skulduga sem skuldlausa.  Sárabindislíkingin er því röng.  Réttara er að líkja þessu saman við blæðandi mann, sem af mikilli frekju og eigingirni heimtar að öðrum blæði líka.

Er til of mikils mælst að fara fram á það við skuldarar, að þeir greiði sjálfir þær skuldir sem þeir stofnuðu til?

Arnar Bjarki (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 00:42

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég held að allir landsmenn séu fullkomnlega viljugir til að borga sanngjarnar skuldir sínar. Ef þetta væru mannlegar skuldir sem er verið að fara fram á að séu borgaðar. Og svo er verið að tala um afskriftir sem munu hvort eð er tapast, það er það magnaða við þetta að líkurnar á að lánasafnið skili verðmæti sínu mun aukast. Greiðsluvilji mun aukast og getan til þess að borga er miklu meiri. Þetta er í raun betra fyrir alla ef menn ná bara að slappa aðeins af og skoða þessa tillögu án þess að vera alltaf að hugsa um hver tapar á henni. Hverjir hagnast á því að heimilin í landinu sem voru gerð skuldug með uppskrift bankana,, yfirdrætti 90% lánum vísakortum debitkortum yfirdráttasektum ,,,nótabene ólöglega háum yfirdráttasektum..okurvöxtum og verðtryggingu og svo er fólk að verja þennan fjanda sem hefur leikið lausum hala....

Vilhjálmur Árnason, 28.3.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband