Grundvallar lygi.

Orsökin fyrir verðtryggingu er ekki að enginn vildi spara. Heldur sú að útlán voru of mikil sem orsökuðu verðbólgu. Og langvarandi tímabil verðbólgu valda því að innistæður brenna upp. Þá var verðtryggingin sett á til þess að geta haldið þenslunni áfram í stað þess að hemja útlán og róa sig niður.

Hér er enn einn hagfræðingur sem vill horfa fram hjá orsökinni og kenna afleiðingunni um verðtrygginguna og svo eigum við að fara inn í ESB vegna þess að krónan er svo slæm.

Orsökin er verðbólga sem verður til við of mikil útlán. Lausnin er að hefta og stýra útlánum. Afnema yfirdrátt í þrepum, til dæmis. Auka bindiskildu banka. Hafa heildar yfirsýn og gegnægi.

Svona málflutningur er óþolandi.. Það er ekkert mál að hafa yfirsýn yfir útlán. Og framkvæmdir sem valda þenslu.Við verðum að verja innistæður með hagstjórn en ekki lygum. Agi í útlánum og aðhald í hagstjórn er grundvallaratriði.Það er ekkert mál að hafa stjórn á útlánum.

Það er enginn ástæða til þess að reyna að hræða almenning á því að við séum að fara inn í fortíðina með  óðaverðbólgu. Nema við ætlum að stunda glannaleg útlán áfram.

Það sem hagfræðingar verða að fara að gera er að lýsa því yfir að það sé hægt að stunda ábyrga hagstjórn á Íslandi og upplýsa almenning um það hverjar eru orsakir verðbólgu. Og hætta að ljúga að almenningi með hálfum sannleika.

Ég skrifa og vona að einhver skilji og sjái að sannleikurinn er óháður flokkum eða áttum. 

Enn eru engin rök fyrir því að fara í ESB.

Ég vil ábyrga hagstjórn hér og fulla meðvitund almennings og bankakerfis og stjórnvalda um orsakir verðbólgu.


mbl.is Evran er ekki töfralausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bull hjá Eddu Rósu eins og venjulega. 

Verðtryggingin var ekki sett á til að halda í krónuna á sínum tíma.  Þegar það var gert fyrir ca. 30 árum, var Evran en einu sinni til, hvað þá að menn töluðu um það að lönd skiptu um gjaldmiðil og tækju upp gjaldmiðil annars ríkis.

Fyrir ca. 30 árum var Edda Rós lítil stelpa suður í Kerflavík svo það er ekki von að hún skilji samhengið í þessu.

Það má vel taka burt verðtrygginguna, enda eru aðstæðu nú allt öðru vísi en fyrir 30 árum.

Böðvar Sigþórsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:21

2 identicon

Verðtrygging var sett vegna þess að það kostaði lánastofnanir of mikla peninga að lána krónur! Eru ekki nóg rök að við erum með handónýtan gjaldmiðil? Langar þig ekki til að búa í landi þar sem lánakjör vegna húsnæðiskaupa er sanngjarnt, langar þig ekki til að búa í landi þar sem ekki er verðtrygging? Langar þig ekki að búa í landi þar sem þú þarft ekki að borga til baka margfalt það sem þú færð lánað?  Og þessi rökstuðningur þeirra sem eru á móti ESB um að við missum auðlindir okkar er tómt kjaftæði, eða heldur einhver að allar þessar þjóðir sem eru í ESB hafi þurft að afsala sér öllum auðlindum sínum, hvaða kjaftæði er þetta, á hverju ættu þjóðirnar að lifa og hvert ættu þessar auðlindir að fara? Það er hver hagfræðingurinn á fætur öðrum búinn að lýsa þessu yfir, þetta er fólk sem er búið að liggja yfir heimildum um þessa hluti og skoða þetta niður í kjölinn, en samt þráast fólk við af því það heldur með einhverjum flokki eins og íþróttafélagi, ótrúlegur andskoti. Ég vildi óska að allir flokkar væru með þetta á stefnu sinni, þá hefði maður eitthvert val, en fyrst svo er ekki þá verður maður annað hvort að kjósa Samfylkingu eða Framsókn. Það sorglega við þetta er að vegna fólks sem er á móti því að Ísland fari í ESB þá verður Ísland fært aftur um 30 ár með höftum og verðtryggingu. Það hafa allir vitað sem nennt hafa að grenslast fyrir um það að verðtryggingin er vegna þess að það vill enginn lána krónur nema með þessari verðtryggingu, þetta er fórnarkostnaðurinn. Við stijum uppi með það að þurfa borga húsnæðislánin okkar margfallt á við aðrar þjóðir, allt vegna þröngsýni fólks sem lætur stjórnmálamenn sem eru hræddir um að geta ekki lengur hagað sér eins og smákóngar, plata sig.

Valsól (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 02:30

3 identicon

Böðvar, þú ert auðvitað hagfræðimenntaður snillingur sem hefur legið yfir rökum frá Styrmi Gunnarssyni og Ragnari Arnalds, mestu afturhaldsseggjum þjóðarinnar?

Valsól (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 02:31

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Kæra Valsól ertu orðin brjáluð. Ef verðbólgu er haldið í skefjum er engin þörf á verðtryggingu.

Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál. Verðbólga er heimatilbúið vandamál.

Vilhjálmur Árnason, 26.3.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband