Ég er alveg hissa.
17.3.2009 | 17:58
Það er alveg ljóst að það verður að færa niður höfuðstól húsnæðis lána á einhvern hátt, hversu mikið er útfærslu atriði.
Og ég sé enga ástæðu til þess að vera að drulla yfir hugmyndir með digurbarkalegum yfirlýsingum....þó að sá sem kemur með skilaboðinn sé framsóknarmaður eða sjálfstæðismaður.Þetta hefur verið lausn sem talað hefur verið um í marga mánuði á fundum um þessi mál hjá hagsmunasamtökum heimilanna.
Það má kannski benda ykkkur öllum á að ég var með þetta á stefnuskrá minni í forvali VG....og nú er ég einungis að tala um að leiðrétta fasteignabólu öllum til hagsbóta. Þetta er ekki hægri hugmynd þetta er ekki sjálfstæðis hugmynd.
Þetta er ein af þeim leiðum sem er vert að ræða og útfæra vel.Ég sé ekki tilgang í því að snúa umræðunni upp í stríð. Það eru alvarlegir og hlutir að gerast í hagkerfinu sem er mögulega hægt að laga með svona alhliða aðgerð.Þeir sem eru svo hræddir um að tapa skattpeningum sínum, ættu að athuga að þessir skattpeningar voru illa fengnir af blóðugum bökum þeirra sem nýlega hafa fest kaup á húsnæði. Og auðvitað fleirum.
Nú er seðlabankin með nokkuð góða greiningu á þessu.hvernig þetta skiptist niður. Og það væri hægt að vinna úr þeim gögnum og færa niður höfuðstól út frá tímabili verðbólu.
En þess má líka geta að fasteignabóla bitnar á öllum... líka þeim sem tóku venjuleg lán án allrar óráðsíu.Það sem setur þetta í samhengi. Er að hækkun höfuðstóls er af völdum verðris. ...sem fer upp fyrir getuna til þess að borga.Það sem fólk er oft að tala um sem óráðsíu og glannaskap.. kemur þessu ekki við.Verðmætavitund glatast á mörgum stigum samfélags í svona bólu. Það eru afleiðingar viðvarandi verðbólgu og lélegrar hagstjórnar.Það verður auðvitað að hrósa þeim sem voru virkileg séðir og stóðu fyrir utan þetta allt.. það er vel.Þeir sem eru svo hræddir um að skattpeningarnir fari í. Að borga einhverja óráðsíu eru á villigötum að mínu mati.Það sem tillagan um lækkun höfuðstóls fasteigna snýst um er...Leiðréttingu á hagkerfinu.
Út frá réttlætissjónarmiðum er þetta einfaldlega þannig. Bankar fella gengi með of miklum útlanum og valda 20 hækkun á höfuðstóli veðlána..þetta verður að skrifast á bankana og ef kröfuhafar hafa gefið upp kröfuna. Þá er þetta borðleggjandi.
Það er svo dæmisaga um bankana í Matteusi 18 v21. Bankarnir eru í hlutverki vonda skuldaranns sem var gefin upp skuld en vildi ekki gefa upp skuld til hanns. ég mæli með þeirri lesningu.
Hér er svo myndband sem útskýrir hvað er að gerast í hagkerfum heims.
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Athugasemdir
Þú hittirðu naglann á höfuðið Vilhjálmur.
Magnús Sigurðsson, 17.3.2009 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.