Ég hef áhyggjur af öðru.

Já ég hef áhyggjur af öllu hagkerfinu.

Ég hef áhyggjur af því hvort ráðamönnum þessarar þjóðar takist að framkvæma þær ráðstafanir sem eru réttlátar, eðlilegar, sanngjarnar og til blessunnar fyrir allt hagkerfið og þar af leiðandi fyrir alla þjóðina.

Þetta er ótrúlega miklivægt.

Ég spái því að að viðskiptabankarnir falli allir ef þeir fara ekki eftir orði Guðs um hvernig á að ljúka skuldum. 

Það var dæmisaga í biblíunni sem fullvissar mig um þetta. 

Ég var staddur á fundi sem var að ræða efnahagsmál er snéru að heimilunum og hvernig skuldir bankana væru afskrifaðar. Og svo væru skuldir heimilana ekki leiðréttar. Og þá mundi ég eftir þessari dæmisögu. Ég fór heim og leitaði hana uppi og fann hana í Matteus 18....v 21

 Þá gekk Pétur til hans og spurði: ,,Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?``

22
Jesús svaraði: ,,Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.
23
Því að líkt er um himnaríki og konung, sem vildi láta þjóna sína gjöra skil.
24
Hann hóf reikningsskilin, og var færður til hans maður, er skuldaði tíu þúsund talentur.
25
Sá gat ekkert borgað, og bauð konungur þá, að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu, sem hann átti, til lúkningar skuldinni.
26
Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt.`
27
Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
28
Þegar þjónn þessi kom út, hitti hann einn samþjón sinn, sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: ,Borga það, sem þú skuldar!`
29
Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér.`
30
En hann vildi ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi, uns hann hefði borgað skuldina.
31
Þegar samþjónar hans sáu, hvað orðið var, urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt, sem gjörst hafði.
32
Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: ,Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig.
33
Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?`
34
Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum, uns hann hefði goldið allt, sem hann skuldaði honum.
35
Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.``

  Þar sem við segjumst vera kristinn þjóð undir krossfána með lög byggð a kristnum gildum ættum við stolt að halda þessum gildum á lofti á móti óguðlegum bankarökum um að allar skuldir beri að greiða.

Það á að færa niður skuldir sem uxu umfram möguleikann til að borga þær. Og setja verulegar kvaðir á nýjann yfirdrátt.

Landsmenn eru margir á því að þeir sem komu sér í skuldir eigi einfaldlega að borga þær sama hvað það kostar. Það er ekki það sem Jesú segir. Jesú segir að við eigum að fyrirgefa, eins og okkur er fyrirgefið.

Og við eigum að gefa upp skuldir eins og okkur hefur verið gefið upp skuldir.

Bankarnir verða að gefa upp þær skuldir sem þeim var gefið upp annars fer illa fyrir þeim. Og þar að auki er það algjörlega óréttlátt og fráleitt að annað komi til greina frá réttlætissjónarmiðum.

Þetta er mín sannfæring en ekkki hótun. 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband